Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 Gervitungl og Sjónvarpsstöðvar rás EFNI Útsendlngartíml 1) Tungumál Lesst/opln Kerflz) SCREENSPORT íþr. og afþreying 15:00-00:00 Enska.frönskþýð. Opin PAL TV 3 Skemmtiefni 6:00-22:00 Norræn Læst D Mac LIFESTYLE Fyrir húsmæður 9:00-15:00 Enska Opin PAL SKYCHANNEL Afþreying, list 24 klst. Enska Opin PAL SKYNEWS Fréttirog fréttaskýr. 24 klst. Enska Opin PAL SKY MOVIES Kvikmyndir 18 klst. Enska Opin PAL SKY ART CH. Listir 3) ? Enska, e.t.v. fleiri ? ? SKY DISNEY CH. Frá Walt Disney 18 klst. Enska Opin PAL EUROSPORT íþróttir 18 klst. Enska Opin PAL FILMNET Kvikmyndir 24 klst. Hollenska, Læst 4) PAL enska, norr. texti MTV EUROPE Popptónlist \ 24 klst. Enska Opin PAL EUTELSAT-1 F4 13,0°A SUPER CHANNEL Skemmtiefni, tónlist 6:00-2:00 Enska Opin PAL 3 SAT Almennt efni 14:30-22:30 Þýska Opin PAL RTLPLUS Skemmtiefni 5:00-23:00 Þýska Opin PAL SAT 1 Skemmtiefni 5:00-23:00 Þýska Opin PAL TELECLUB Kvikmyndir 14:30-23:00 Þýska Opin PAL TV 5 Almennt efni 15:00-23:00 Franska Opin PAL GALAVISION Beinarskemmtid. 24 klst. Spænska Opin PAL WORLDNET Fréttir og uppl. \ 24klst. Enska Opin PAL INTELSAT VA F 11 27,5<*V CNN Fréttir og fréttaskýr. 5:00-03:00 Enska Opin PAL 1) Greenwich tími. 2) Kerfi sem umpóla rafboö í sjónvarpsviötækjum eru mismunandi. í flestum Evrópuríkjum er PAL-kerfiö en nú hefur tekist að þróa nýtt og betra kerfi sem er stafrænt og hefur hlotiö nafniö MAC. Þaö býöur betri mynd- og hljóögæði en útbreiösla þess kreföist nýrra sjón- varpstækja inn ó flest heimili í Evrópu. 3) Ekki er Ijóst hvort Sky Channel mun bjóða upp á listadagskrár á nætuma í samvinnu viö Art Channel-samsteypuna eöa hvort þessir tveir aöilar opni nýja rás. 4) Hór á landi er einungis hægt aö ná öðrum af tveimur geislum þessa tungls og það meö diski sem verður aö vera amk. 4,5 m í þvermál. Póstur og sími nýtir einn slíkan disk og dreifir CNN-stöðinni í gegnum kapla inn ó stærstu hótel borgarinnar. Premier og Children’s Channel munu aö líkindum flytja frá Intelsat VA F11, sem er fyrst og fremst alþjóölegt fjarskiptatungl og yfir á BSB-tunglÍÖ sem skotiö veröur á loft í haust. Undir gemtungli ÞEGAR GERVITUNGLINU ASTRA var skotið upp á sjö- unda himin, jafavel hærra, i haust hófst nýr kafli í sjón- varpsmenningarsögu Norð- vestur-Evrópu. Fram að þvi höfðu gervitunglasjónvarps- stöðvarnar sent dagskrá sínar i gegnum alþjóðleg flarskipta- tungl, Eutelsat og Intelsat, sem eru í eigu samtaka þjóða; ASTRA hins vegar er í einka- eigu og einungis notað til sjón- varpsútsendinga. Sjónvarpsiðn- aðurinn er sem sagt orðinn nægjanlega öflugur til þess að standa straum af kostnaði við framleiðslu og rekstur á stóru og dýru gervitungh. Með til- komu ASTRA geta íslendingar horft daglega á eftirtaldar stöðvar án tilkostnaðar sem nemur meira en endursöluverði á þriggja ára gamalli miðlungs bifreið. Auk ofangreindra gervitungla er unnt hér á landi að ná sending- um fransks tungls sem hefur upp á fjórar rásir að bjóða. Þær senda allar út á franskri tungu og eru fyrst og fremst ætlaðar Frökkum. Að sögn kunnugra hér á landi hefur lítill sem enginn áhugi verið fyrir sendingum þessa tungls hingað til. Sömu sögu er að segja um Eutelsat 5. Frá því sendir ítalska stöðin RAIUNO tvær dag- skrár og einnig eru norsk stöð og spænsk á þessu sam-evrópska ■ TUNGLIN ■ STÖÐVARNAR ■ EFNIÐ ■ KOSTNAÐURINN BAKSVID eftirÁsgeir Friðgeirsson tungli sem er fyrst og fremst til fjarskipta. Hvað er á næstu grösum? British Satellite Broadcasting (BSB) samsteypan mun í haust slqóta á loft upp gervitungli með sínu nafni. Eftir því sem næst Verður komist mun BSB-tunglið þjóna eftirtöldum stöðvum: NOW — fréttir og fréttaskýringar, SCREEN — kvikmyndir, GALAXY — skemmtiefni, ZIG ZAG — bamaefni. Einnig er búist við að kvik- myndastöðin PREMIERE flytji sig yfir á þetta tungl frá Intelsat. Sú stöð hefur verið á vestur- geisla þess tungls og því ekki sést hér á landi. Einnig eru radd- ir um að SCREENSPORT og MTV EUROPE flytji sig frá ASTRA og reiknað með að HOME VIDEO-kapalstöðin breska hefli útsendingar frá tunglinu og einnig annarri bamastöð. Þrýstingur eykst stöðugt á breska ríkissjón- varpið BBC um að hefja þátttöku í gervitunglaleiknum. Ef BBC nær að skapa sér fjárhagsleg skilyrði tii þess þá er lliklegt að það muni senda sínar dagskrár frá BSB. BSB verður tæknilega frábrugðið eldri tunglum að tvennu leyti. Sendingamar verða ekki á hefð- bundnum íjarskiptatíðnum heldur útvarpstíðnum sem hlotið hafa sémafnið „Direct Satellite Broad- casting“ eða DSB. Þetta þýðir að sendingar þess em ekki háðar alþjóðareglum um ijarskipti og þar sem Póstur og sími hafa einkarétt á íjarskiptaleyfum en ekki útvarpssendingum þurfa diskeigendur ekki að fá leyfi sam- gönguráðuneytisins fyrir móttöku á DSB-sendingum. BSB-tunglið mun senda út fyrir D MAC-sjón- varpskerfí en ekki PAL. Þetta þýðir að flest viðtæki Evrópu munu ekki nema sendingar þess. Mikil óvissa og deilur hafa sprot- tið upp vegna MAC-kerfísins og eru aðstandendur ASTRA-tungls- ins og PAL-kerfísins ásakaðir fyr- ir að hafa komið þeim af stað af ótta við að tapa markaðsstríðinu þar sem gæðayfírburðir MAC- kerfísins eru ekki dregnir í efa. Þessi sérkenni BSB em af mörg- um talin tímanna tákn og gefí vísbendingu um hvert stefni í tækniframfömm gervitungla. Næsta sunnudag: Dagskrárnar. Hvað þatf? Einstaklingar jafrit sem samtök allt að 36 heimila geta fengið sér disk og stillt hann gagnvart einhveiju tungli, tengt síðan með- fylgjandi móttakara við sjónvarpsviðtækið og sest fyrir framan sjónvarpið og horft á allar ólæstar dagskrár. Til þess að horfa á læstar dagskrúr þarf viðkomandi aðili í fyrsta lagi að eiga rétta gerð myndlykils og í ððru lagi greiða áskriftargjald. Myndlykla- gerðirnar munu að líkindum valda ruglingi og í öðru lagi greiða áskriftargjald. Myndlyklagerðirnar munu að líkindum valda rugl- ingi og óþægindum. Ef einhver hinna læstu stöðva ákvæði að nota Philips-myndlykil, þann sem Stöð 2 notar, þá væri það hrein tilvilj- un og heppni þeirra sem þá eiga. Hinir heppnu þyrftu þá einungis að greiða áskriftargjald. Liklegt er að stöðvamar hafi starfandi umboðsmenn hér á landi og að þeir muni annast áskriftir og kynn- ingar og jafnvel myndlyklafyrirgreiðslu. Til þess að opna aðrar dagskrár þarf einhvern hinna fjögurra eða fimm myndlykla sem eru nú hvað algengastir. Á þessum lyklum eru fullir tollar enn sem komið er, öfúgt við myndlykla Stöðvar 2. Þar sem engar blikur eru á lofti um að stöðvarnar geri með sér samkomulag um myndlykla- gerð þá getur jafhvel þurft fleiri en tvo og fleiri en þijá mynd- lykla til að opna allar þær dapkrár sem diskaeignin gæti gefið færi á. Slíkt kostaði ekki undir eitt hundrað þúsund krónum. Algengustu diskamir hér á aðinn erlendis verða að skrá hann landi verða að líkindum hér og borga af honum tolla. Verð 1,5-2,0 m að þvermáli en þeir á diskum og nauðsynlegum auka- nægja til að ná ASTRA og Eutels- búnaði í Bretlandi er á bilinu 25 at 1 og líklegt er að þeir nái BSB til 40 þúsund krónur en þeir diskar í haust. Einn slikur diskur getur eru minni en nauðsyn krefur hér því opnað aðgang að a.m.k. 30 á landi. sjónvarpsstöðvum séu menn reiðu- Rétt er að vara við því að kaupa búnir til þess að snúa disknum í útbúnaðinn erlendis nema að vel hvert skipti sem skipt er um eitt hugsuðu máli því margt af því sem hinna þriggja tungla og að því þar er í boði er lélegt, - diskamir gefnu að þeir hafi alla lykla. Kunn- ná ekki nema hluta stöðvanna, frá- áttumenn vara við því að nota gangur lélegur og annað í þeim diska minni en 1,6 m í þvermál dúr. því þá hraki mynd- og hljóðgæðum Það em litlar líkur á að íslensk oi það sem gæti skipt meira máli, yfirvöld reyni með boðum eða sendingar gætu farið fyrir bí um bönnum að koma i veg fyrir að leið og loft ókyrrðist og veður ákveðnar stöðvar breiðist út hér á versnaði. Margir benda á að hér á landi en vist er að embættismenn landi sé mikil nauðsyn á öflugum i Reykjavík eru áhyggjufullir festingum og þvi engin ástæða til vegna þess að sumar stöðvamar þess að spara þar. Eftirfarandi sýna efni sem er allt í senn lélegt, sýnir miðlungsverð í íslenskum ofbeldiskennt og klámfengið. Víst verslunum á þeim búnaði sem yrði það auðveldara væru viðkom- liklegt er að áhugasamir menn ancj; stöðvar læstar, eins og Film- teldu nauðsynlegan: Net (sem hefur á sér illt orð) því þá væri hægt að banna áskriftar- Diskur ásamt viðeigandi mót- sölu hér á landi. Hins vegar er það takara, traustum festingum og borin von að reyna að takmarka ieyfum frá samgönguráðuneyti áhorf ólæstu dagskránna. íslensk u.þ.b. 150.000 kr. textun eða talsetning er einnig 2 myndlyklar u.þ.b. 80.000 kr. fjarstæða nema að útsendarar dag- Til viðbótar koma áskriftargjöld skránna finni hgá sér einhveija sem eru mismunandi og auk þess þörf til að vemda og veija íslenska kaup á MAC-viðtæki tii þess að menningu. Að sjálfsögðu er margt ná öllum stöðvum. Þar sem það hægt að gera við dagskrárefni sem er erfítt og ekki með því mælt af rignt hefur niður úr háloftunum, framleiðendum að hreyfa sífellt áður en það er sent út í kapal- diskinn og miða út aðrar stöðvar kerfi, en það er bara ekki málið. þá er líklegt að þeir sem vilja horfa Útivinnandi hjón með börn geta á dagskrár frá fleiru en einu tungli sleppt sólarlandaferð í sumar og muni fá sér tvo, jafnvel þijá diska fyrir andvirðið keypt sér útbúnað og faststilla þá. Það mun því geta sem gerir heimilinu kleift að gleypa kostað á sjöunda hundrað þús- í sig nær öll gervitunglaboðin. Þau unda að fullbúast og eiga úr rúm- boð skjótast með leifturhraða lega þijátíu sjónvarpsstöðvum að framhjá öllum hérlendum lögum, velja. Það lætur því nærri að vera reglugerðum og ráðuneytum. Þau um 20.000 krónur á heimili í 36 boð þekkja engin mörk velsæmis íbúða fjölbýlishúsi. Þessi upphæð eða þjóðlegrar menningar. Þau margfaldaðist ef nýtt MAC-sjón- hellast úr himingeimnum og eiga varpsviðtæki yrði tekið með í greiða leið að vitund og siðgæði reikninginn. Þeir sem kaupa bún- okkar, afkomenda Snorra og Njáls. Bmgeyrn og mdleym Stundum heyrist kvart- að undan því, að brag- eyra íslendinga sé far- ið að dofna svo um muni. Er þá gjama um kennt form- leysunni í svo kölluðum nútíma-skáldskap, sem láti það helzt eftir sig í ljóð- mennt þjóðarinnar að hafa ekki aðeins sljóvgað íslenzkt skynbragð á hefðbundna stuðlaskipan og rim, heldur slökkt alla tilfinningu fyrir listrænu formi. Þó að þetta kunni að vera nokkurt harmsefni, er hitt þó enn ískyggilegra, að sjálf máltilfínning Islendinga virðist smám saman vera að kvoðna niður. Stundum er engu líkara en allur skilning- ur hafí hripað úr máli manna; orðum er þá ruslað saman í einhverri tilviljunarkenndri röð, án þess gert sé ráð fyr- ir að þau kunni að vera hvert öðru háð um stöðu sína og hegðun alla, svo sem beyg- ingu. A þessari hnignun hafa fomöfii heldur betur fengið að kenna. Þar virðist furðu fljótt og furðu víða hafa orð- ið algert skilningshrun, svo sem ráða má af dæmum þeim, sem linnulaust rignir niður í fjölmiðlum. Oft hefur verið bent á þá nýlegu áráttu að láta for- nöfnin hvor (eða hver) og annar standa saman, hvemig sem til hagar, og bæði í sama aukafallinu. Ljóst er að þar koma til áhrif frá ensku (each other) og dönsku (hin- anden), áhrif sem tungu- málakennurum hefur ekki tekizt að bægja frá nemend- um sínum. En þá er íslenzk- ur skilningur á merkingar- legri afstöðu þessara orða hvors til annars fokinn út í veður og vind. Nýlega var sagt: Þar deildu þeir & hvorn annan í stað hvor á annan. Ætli nokkur segði: Þar deildi á Sigurð Svein, ef Sigurður var að snupra Svein veslinginn? Einnig var sagt: Þau skulda hvoru öðru í stað hvort öðru. Þetta er eins og sagt væri: Magnúsi skuldar Bjarna, ef Bjarni er að setja Manga vin sinn á hausinn. Er. ruglið getur orðið með ýmsu móti, eins og þegar nýlega var sagt: Ríkin hafa tekið upp viðræður þrátt fyr- ir andúð hvort á öðru. Þama er röð orðanna reyndar rétt. En segði nokkur: þrátt fyrir andúð Sveinn á JónP. Líklega segðu flestir: andúð Sveins á Joni\ enda er Jón hinn versti furtur, eins og allir vita. Og hví þá ekki á sama hátt: andúð hvors á öðrui Þá batnaði ekki þegar sagt var: Ekki nær fólk til hvers annars í stað hvað til annars. Það er eins og sagt væri: Ekki nær til Gríms Jóns í stað: Ekki nær Grímur til Jóns, þó fingralangur sé. Stundum er í slíkum sam- böndum farið að setja hinn í stað annar. Fyrir skömmu var sagt: Bíiarnir óku hvor framan á hinn. Kannski verður bráðum farið að segja: Þau líta hvort á hitt, þegar þau em að gefa hvort öðru hýrt auga. Loks skal þess getið, að upp er að spretta nýtt for- nafn: sitthvor. Því miður er ekki alveg ljóst hvað það merkir né hvernig það skal notað; en nýlega var sagt: Tvö bæjarfélög í sitthvorri sýslu. Hvar skyldi þessi sitt- hvora sýsla vera niður kom- in? Nema sá sem talaði hafí ætlað að segja: Tvö bæjarfé- lög í sinni sýslunni hvort, en verið hættur að skilja sitt eigið móðurmál. Fyrst verið er að spjalla um fornöfn, skal klykkt út með nýstárlegu fyrirbæri af þeim slóðum, sem heyrðist hér á dögunum, þegar sagt var: Tónverk útsett fyrir hin ýmsustu hljóðfæri. Aldrei hefur þótt fara vel á því að setja greini með ýmis; en um þverbak keyrir þegar farið er að stigbeygja þetta ræfíls fomáfn; ýmis, ýmsari, ýms- astur, og væri fróðlegt að frétta hvaða merkingar-ferli sú beyging á að tákna. Helgi Hálfdanarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.