Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 29
e8e
'c g%9
Salvör Jörundsdóttir
ljósmóðir - Minning
Fædd 26. ágúst 1893
Dáin 28. desember 1988
í almáttugri hendi hans
er hagur þessa kalda lands
vor vagga, braut, vor byggð og gröf
þó búum við hin ystu nöf.
(M. Joch.)
Það er bjartur og heiðskír vetrar-
dagur. Mikið fjölmenni var í Akra-
neskirkju 5. janúar sl. Þar flutti
séra Jón E. Einarsson sóknarprest-
ur í Saurbæ kveðju og minningarat-
höfn um Salvöru Jörundardóttur
ljósmóður frá Melaleiti í Melasveit.
Er sunginn hafði verið útfararsálm-
urinn fagri eftir Hallgrím Péturs-
son, tilkynnti presturinn að nú yrði
sunginn sálmurinn „Son guðs ertu
með sanni". Það væri gert sam-
kvæmt ósk hinnar látnu og að allir
viðstaddir syngi með kirkjukómum.
Salvör Jömndardóttir fæddist í
Bimhöfða í Innri-Akraneshreppi.
Sú jörð var ein af mörgum smábýl-
um sem tilheyrðu stórbýlinu Ytra
Hólmi. Afkoma ábúenda þannig
kotbýla var ætíð nátengd sjónum
og gott ef nægilegt aflaðist til
matar og annarra nauðþurfta. Að
reisa góð húsakynni eða afla fjár
til að mennta böm var alveg útilok-
aður möguleiki. En útþrá og fróð-
leiksfýsn ungmenna hafa ætíð verið
söm við sig.
Salvör missti móður sína er hún
var tæplega tveggja ára gömul.
Faðir hennar eignaðist síðar aftur
lífsfömnaut og hann þurfti ekki að
láta litlu stúlkuna frá sér. Salvör
dvaldi því í föðurhúsum þar til
menntaþráin varð æskustöðvunum
yfírsterkari. Á þessum ámm var
það eins og óskráð skylda að yfír-.
gefa ekki uppalendur sína fyrr en
um tvítugsaldur. Þessa kvöð upp-
fyllti Salvör við föður sinn og
stjúpu. Þá var vandinn að fínna
stað, sem borgaði vinnuna, svo fjár-
munir fengjust að borga menntun
síðar. Þann stað fann Salvör. Viðey
tók hana í faðm sinn og gerði vel
við hana. Þar var um þessar mund-
ir mikil menningarstarfsemi og vel
búið til sjós og lands. Þar naut
Salvör sín vel, hún var bæði dugleg
og hæfileikarík stúlka. Tæplega
átti Salvör nógu góð orð til að lýsa
þeim viðbrigðum að fara úr fátækt-
inni heima og á þennan best upp-
byggða stað landsins. í þá daga var
Viðey stórbýli sem ekki átti sinn
líka. 50 mjólkandi kýr og allt annað
eftir því. 20 manns í heimili á sumr-
in en eilítið færra á veturna. Vel
var stjómað, unnið skipúlega svo
vinna varð létt sem leikur, ortar
gamanvísur um fólk og störf, saga
Viðeyjar numin meðal annarra
minninga. Þuldi Salvör fjölda ör-
nefna þaðan, á að giska 20-30.
En öll var vistin þar vafin töfra-
ljóma í minningum hennar. Mynd
mín af Viðey varð því þannig að
þar væru sólrík sumur með fögru
sólarlagi og vetumir ætíð með
stjömubjörtum himni. Það má segja
að Viðeyjardvöl sína taldi hún einn
yndislegasta kafla lífs síns. Ef ég
fer með rétt mál, var hún þama
eitt ár og vortíma, en fór um sum-
arið í kaupavinnu að Deildartungu
í Reykholtsdal. Þar fann hún annað
gott og mikið menningarheimili.
Koma hennar í Reykholtsdalinn
varð henni síðar örlagarík. Nú hafði
hún aflað fjár með mikilli vinnu og
ráðdeild fýrir skólagjaldi, en hún
hafði ætíð verið ætlun hennar að
mennta sig eftir bestu getu.
Um haustið fór hún á Lýðháskól-
ann að Hvítárbakka (svo heyrði ég
hann ætíð nefndan.) Þar stýrði
skóla hinn ágætasti menntamaður
Sigurður Þórólfsson. Þetta var
þriðji dvalarstaður Salvarar frá því
hún fór að heiman. En veturinn sem
nú fór í hönd var hinn illræmdi
frostavetur 1917-’18. Skólahúsið
var mjög stórt, timburhjallur óupp-
hitaður að mestu eða öllu leyti.
Þeim erfíðleikum og vanlíðan sem
frostin ollu nemendum og öðm
heimilisfólki, myndu nú fæstir skilja
eða trúa, því skal sleppa að lýsa
þeim. Nemendur voru víðsvegar að
af landinu, flest þroskað fólk sem
sótti um skólavist af knýjandi
menntaþrá og fróðleiksfysn (orðið
eða hugtakið námsleiði þá óþekkt.)
Þó dvölin á Hvítárbakkaskóla væri
bæði köld og ströng, taldi Salvör
hana hafa orðið sér mikinn ávinning
fyrir framtíðina. Kynningin við
skólasystkini voru í endurminning-
um hennar dýrmætar perlur.
Framtíðarsýn eða draumur Sal-
varar var að verða hjúkrunarkona
eða ljósmóðir. Skilyrði til inngöngu
í ljósmæðraskóla á þessum árum
voru þau að koma með skrifleg
meðmæli um væntanlegt ljósmóður-
umdæmi. Loforð upp á það fékk
hún með góðu móti í Reykholtsdal.
Svo vel hafði hún áður kynnt sig
þar. Nú var sótt um skólavist í Ljós-
mæðraskólann. Svarið var jákvætt.
Þetta var haustið 1918. Flestir ís-
lendingar munu kunna nokkur skil
á sögu þessa vetrar, en þá geisaði
hin skelfilega spánska veiki mikið.
Þegar bati kom var ekki til setunn-
ar boðið. Hjúkrunarstörf út um all-
an bæ, ólýsanlega erfíð. Alkunna
var að flestar bamshafandi konur
dóu og ungbamadauði skelfilegur.
Allt tekur enda, veikin mikla dó út
— Salvör hafði náð takmarki sínu
vorið 1919.
Hún tók strax við umdæmi sínu
í Reykholtsdal sem einnig náði yfír
Hálsasveit. Að ári liðnu (1920) gift-
ist Salvör ungum ágætismanni,
Kristofer Guðbrandssyni frá Klepp-
jámsreykjum í Reykholtsdal. Sá
bær varð heimili þeirra. Að þrem
ámm liðnum eignuðust þau dóttur
er skírð var Vilborg. Um líkt leyti
fékk Kristófer lömun sem lagði
hann í gröfína 2 ámm síðar, þá
aðeins þrítugur maður en dóttirin
2ja ára. Skömmu fyrir þennan tíma
var læknissetur héraðsins flutt að
Kleppjámsreykjum. Héraðslæknir
var þá hinn vel menntaði ágætis-
maður Jón Bjamason. Hann gerðist
fyrstur lækna í héraði þessu að
stunda skurðlækningar (handiækn-
ingar). Læknisbústaðurinn var því
nefndur sjúkraskýli. Þama fékk
Salvör starf við hjúkmn og við hlið
hins góða læknis annaðist hún fyrir
hann svæfíngar. Að þrem ámm
liðnum eignaðist Salvör annan
lífsfömnaut, Magnús Eggertsson
frá Vestri-Leirárgörðum í Leirár og
Melasveit. Fluttist hún til hans
sama ár. Þau eignuðust saman son-
inn Jón Kristófer. Árið 1945 keyptu
þau jörðina Melaleiti í Melasveit.
Nú fóm í hönd' mörg góð ár í lífí
þessara hjóna. Róleg ár án stórvið-
burða. Þeim búnaðist með afbrigð-
um vel í Melaleiti, fyrirmyndamm-
gengni úti sem inni. Bamalán þeirra
var mikið. Systkinin fluggreind og
mannkostafólk. Farsæld fylgdi
makavali þeirra. Vilborg giftist Ein-
ari Helgasyni frá Stangarholti í
Borgarhreppi — þau búa að Læk f
Leirár- og Melasveit. Hann er mik-
ill álitsmaður í sveit sinni. Þau hjón
eiga dóttur, Ásdísi að nafni. Hún
er kennari að mennt og á maka og
tvo syni.
Jón Kristófer giftist Kristjönu
Höskuldsdóttur frá Vatnshomi í
Skorradal — borgfírsk í móðurætt
en þingeysk í föðurætt. Þau hjón
búa í Melaleiti. Jón er búfræðingur
en Kristjana er organisti og spilar
í þrem kirkjum hér sunnan heiða
og æfir sjálf kóra þeirra kirkna.
Þau eiga 4 dætur sem allar hafa
gengið menntaveginn og heita Sól-
veig, Salvör, Áslaug og Védís.
Svo brá skuggi á hið hamingju-
sama heimili í Melaleiti er Salvör
veiktist af illkynja sjúkdómi og
gekkst undir mikla aðgerð á Sjúkra-
húsi Akraness. Hun náði undraverð-
um bata, komst heim til sín og
hélt um nokkum tíma heimili fyrir
sig og mann sinn, með aðstoð góðr-
ar tengdadóttur. Þegar dvalar-
Minning:
Sigríður Gísla-
dóttir, Esjubergi
Fædd 7. apríl 1916
Dáin 29. apríl 1988
Þú sem græðir grös úr sandi,
getur bjargað þjóð og landi,
þú almáttugi andi.
Davíð Stefánsson
Minningar um vini sem ævin-
lega vom veitendur, glöddust með
glöðum og hughreystu þá er áttu
við vanda að etja. Fyrir þá er ein
mannsævi of stutt.
Móðir: Oddný f. 2. apríl 1889,
að Víðinesi á Kjalarnesi. Flutti
síðan með foreldmm sínum ásamt
stómm systkinahóp 1898 að Mó-
um á Kjalamesi, Árnadóttir,
Bjömssonar frá Úthlíð í Biskupst-
ungum. Ámi fórst með bát sínum
og 3 farþegum á Kollafirði vetur-
inn 1907. Hann var hálfbróðir
Halldórs rafmagnsverkfræðings,
foður Gísla Halldórssonar verk-
fræðings í Reykjavík sem kunnur
er af fjörugum ferðapistlum.
Kona Áma var Sigríður Jóns-
dóttir frá Bakka í Landeyjum.
Faðir: Gísli f. 6. mars 1889 -
d. 1963 Guðmundsson, Kolbeins-
sonar af Kollafjarðarætt. Oddný
og Gísli gengu í hjónaband árið
1910.
Trúlega hefur verið þröngt um
húsakost hjá ungu fólki, því 1915
taka þau sig upp og flytja að
Tindastöðum í sömu sveit, er syst-
ir Oddnýjar andaðist frá mörgum
bömum. Þó getur verið að hin
eðlislæga góðvild og hjartahlýja
sem er aðalsmerki þessarar fjöl-
skyldu hafí ráðið. Þama á Tinda-
stöðum fæddist Sigríður Gísladótt-
ir árið 1916, þar bjuggu svo for-
eldrar hennar í 3 ár. En fluttu þá
að Esjubergi þar sem Sigríður ólst
upp. Stuttu síðar var Oddný hvött
til þess að fara í Ljósmóðurskól-
ann, hún var fyrst treg til og henni
fannst hún þurfa umhugsunar-
frest.
Að lokum lét hún undan og fór
í skólann sem kostaði 1 árs burt-
vem frá heimilinu. Að loknu námi
var hún skipuð ljósmóðir á Kjalar-
nesi. Ábyrgð móðurinnar hefur
vafalítið haft uppeldisleg áhrif á
dótturina því sem unglingur var
Sigríður þroskaðri en almennt var
um jafnaldra hennar.
Ung að ámm kynntist hún
Snorra Gunnlaugssyni, f. 5. janúar
1913 - d. 19. desember 1986,
Gunnlaugur, f. 29. janúar 1879, í
Efstadal í Ögursókn - d. 25. des-
heimili aldraðra var reist og tók til
starfa 1978, fluttust þau þangað
og vom fyrstu innflytjendumir. Af
sinni framsýni sá hún hag þeirra
best borgið hér. Salvör sá líka sívax-
andi útivinnu húsmæðra til sjávar
og sveita og síst vildi hún íþjmgja
tengdadóttur sinni með umönnun
þeirra. Magnús maður hennar sem
var eilítið yngri að ámm og heilsu-
betri, hefði gjaman kosið að dvelja
ögn lengur á jörð sinni en hann var
drengskaparmaður sem stóð við
hlið konu sinnar þá og ævinlega,
og flutti strax með henni á dvalar-
heimilið. Hann hefur vonandi séð
það fyrir löngu að þetta var góð
lausn mála fyrir alla. Hann dvelur
nú einn í íbúð þeirra hjóna, tekur
lífínu skynsamlega og bíður rólegur
í trú, von og kærleika. Með honum
vil ég hafa þetta erindi sálmaskálds-
ins:
Blessuð von í bijósti mínu
bú þú meðan hér ég dvel
lát mig sjá í ljósi þínu
ljómandi dýrðar bak við hel.
(H. Hálfd.)
Þessi skrifuðu orð hér að framan
em aðeins ytri rammi um lífshlaup
Salvarar ljósmóður. Að sinna ljós-
móðurstarfí í 50 ár eins og Salvör
gerði með heppni og sæmd er mik-
il lífsfylling. Stundum fylgdi því
starfí óhjákvæmilegir erfíðleikar.
En oftast fylgdu ljósmóðurstarfímf
hamingja, gleði og þakklæti.
Kynning okkar Salvarar var orð-
in löng. Árið 1921 sá ég Salvöra
ljósmóður fyrst. Þá beið hún eftir
fyrstu fæðingu hjá húsmóður minni
í nær 3 vikur. Það var um snjóþung-
an hávetur. Bærinn á ystu mörkum
umdæmis hennar. Kannski var hátt
í 30 km á milli staða. Aðeins hestar
komu til greina sem farartæki. Loks
kom stund konunnar. „Þú verður
hér inni hjá okkur Ólína, ef ég þarf
að senda þig eitthvað eða rétta mér
hluti.“ Þijár kvenpersónur vom á
heimilinu, auk eiginmanns. En nær-
vera þeirra var ekki komin í tísku
þá. Enginn kom inn allan tímann,
fyrr en allt var um garð gengið
eins og sagt er. Salvör var mér
afar góð þennan tíma, ég var vanda-
laust tökubam á bænum. Ég hlýddi
strax orðalaust þessari ákvörðun
ljósmóðurinnar, hvað annað, litli
anginn tæplega 11 ára. Alla Íífstíð
Salvarar hugsa ég að henni hafí
sjaldan verið andmælt að ráði, hún
var þannig kona. En síðar og allt
fram á þennan dag hef ég undrast
þessa ákvörðun hennar, en ég ræddi
hana aldrei við hana. Allt var svo
ember 1937 á ísafírði, Torfason
vinnumanns í Hattardal meiri, f.
að Stóm-Hnausum í Breiðuvík á
Snæfellsnesi 15. júni 1848 - d.
29 janúar 1887, Jónssonar. Kona
Torfa var Þóra Gunnlaugsd., f.
8. nóvember 1835 - d. 5. desem-
ber. 1914 Sigríður og Snorri
gengu í hjónaband, 3. september
1942.
Heimili þeirra stóð í Reykjavík
þar sem Snorri stundaði vömbíla-
akstur og vann ötullega að félags-
málum fyrir stétt sína. Hugur
Sigríðar og þeirra beggja var alla
tíð á Esjubergi. Hún unni fjallinu
sem veitti skjól og stóð vörð um
bæinn. Hún unni ekki minna
víðáttunni sem blasti við af bæjar-
hlaðinu, sjálfu hafínu með eyjar
rétt og hnitmiðað sem Salvör sagði
fyrir um. Næsta ár bólusetti hún
mig sem bam. Leit á mig brosandi
með afar fostu augnaráði. Það var
sem innsigli á ævilanga vináttu.
Eftir að hún fluttist í Leirár- og
Melasveit gerðist hún ljósmóðir þar,
þó ekki strax. (Ljósmóðir var þar
fyrir.) En litlu seinna flutti ég bú-
ferlum í sveitina. Salvör var því
ljósa þriggja minna bama. Um
þetta leyti hafði hún stofnað kven-
félag í sveitinni og hún vann mig
í félagið. Nokkmm ámm seinna tók
ég við formennsku af henni. Síðar
bar ég upp tillögu að gera hana að
heiðursfélaga.
Salvör var afar traustvekjandi
kona og trölltrygg. Skarpskyggn á
menn og málefni. Lét engan teyma
sig lengra en hún ákvað. Hún var
vel að sér í matargerðarlist og öllu
húshaldi. Þá var handavinna hennar
víðfræg, þó mest lopapeysur með
fmmlegum mynstram. Jafnvel bjó
þau til, en mikið tók hún upp göm-
ul og falleg mynstur frá Þjóðminja-
safninu. Einu sinni heyrði ég að hún
nefndi töluna 200 stykki af lopa-
peysum er hún pijónaði eftir að hún
fluttist á „Höfðann". Síðustu ár gat
hún aðeins valdið að pijóna vettl-
inga — vegna þess að kraftar vom
á þrotum — sama snilldarhand-
bragðið á þeim. Já, mikið starf og
allt vel geit vann þessi kona. Hún
naut líka mikillar virðingar m.a.
vistmanna og starfsfólks á Höfða.
Undanfarin ár hef ég búið í svo
til næsta húsi við dvalarheimilið
Höfða. Ég er þar hálfgerður heima-
gangur. Því leit ég við og við upp
til þeirra hjóna Magnúsar og Sal-
varar. Sjaldnar þó en hugur stóð
til því ég vissi að hjá þeim var tölu-
verður gestagangur vegna vinsælda
beggja. Því ég veit að of mikið má
af gera. En íbúð þeirra hjóna var
hið fegursta heimili. Bækur í fögm
bandi, vel með famar, útsaums-
myndir eftir húsmóðurína prýddu
alla veggi. Þá bám blómin hennar
Salvarar af öllu fögm er stofuna
prýddu. „Hvemig getur staðið á því
Salvör mín að blómin þín blómstra
betur og meira en annarra blóm?“
Það var alveg ómögulegt annað en
að dást að blómskrúðinu. Þá leit
hún bara brosandi á þau, eins og
ástrík móðir lítur á böm sín.
Salvör ljósmóðir var mikilhæf
heiðurskona. Ég er þakklát fyrir
að hafa eignast vináttu hennar og
traust. Blessuð sé minning hennar.
Algóður Guð annist hana og geymi.
Þetta er mín hinsta kveðja.
Ólína I. Jónsdóttir
og sker, stundum spegilslétt en
annað veifíð ólgandi brimið.
Börnin þeirra 3, Ami, Oddný
og Gísli, undu sér hvergi betur en
á Esjubergi hjá afa og ömmu. Það
var því hamingjusöm fjölskylda
sem yfírgaf Reykjavík 1957 og
settist að á Esjubergi.
Hjónin unnu mikið að félags-
málum hvort á sínu sviði og stang-
aðist það aldrei á. Hún var hvata-
maður að því að endurreisa gamla
kvenfélagið og var það stofnað 2.
mars 1958. Hlaut það nafnið Esja.
Minnir mig að félagatala hafí
verið rúmlega 20 konur og vom
það nær allar konur í hreppnum
yfír 16 ára aldri.
Sigríður var kosin formaður og
gegndi öllum trúnaðarstörfum fyr-
ir félagið fyrstu árin. Vom störf
hennar ómetanleg fyrir konur í
heild, bæði félagsstarfið og ekki
síður orlofsstarfið sem hún vann
að af heilum hug. Hún var án efa
fyrsta konan í hreppsnefnd Kjalar-
neshrepps og sat þar fleiri timabil
og fylgdi án efa öllum góðum
málum. Þá var hún í kirkjukór
Brautarholtssóknar og um nokkur
ár rak hún verelunina Esju sem
var staðsett á Álfsnesmelnum en
varð að hætta þegar þjóðvegurinn
var færður.
Fannst mörgum eftirejá að
henni.
Mér er ljúft að minnast horfínna
stunda með þeim hjónum. Þau
vom hvort sem annað mannkosta-
manneskjur.
Hulda Pétursdóttir
Útkoti, Kjalarnesi