Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 30
30 C
f* r>
M1 NNINg/^^w A^8fíúAW9
Hanna Sigmjóns-
dóttir - Minning
Fædd 28. desember 1921
Dáin 12. febrúar 1989
Jesú nafn er.
- niðarlind,
- dýrlegs frelsis fyrirboði,
- friðardagsins morgunroði,
- iæknisdómur dýr við synd,
- styrkur reikum, stoð í þrautum,
- stjama vonar hjörtum blíð,
- himneskt Ijós í harmabrautum,
- heiisa' og iíf i dauðatið.
(H. Hálfd.)
Gott er að sannreyna enn einu
sinni þessi huggunarríku játningar-
orð í hryggð og sárum söknuði við
andlát okkar kæru Hönnu frænku
á Þórsgötu 6, sem var okkur svo
góður og tryggur vinur allt frá
æsku- og unglingsárum. í hörðu
stríði við óvæginn sjúkdóm undan-
farin misseri varðveitti hún hugarró
í fullri vissu og sannfæringu um
að „Guð er oss hæli og styrkur og
örugg hjálp í nauðum". (Sálm. 46,
2-3).
Kvöldið áður en hún andaðist
voru saman komnir við sjúkrabeð
hennar á Landspítalanum nokkrir
nánustu ættingjar hennar og ást-
vinir. Þá var lesinn úr Gídeontesta-
menti sjúkrastofunnar 23. Davíðs-
sálmurinn, þar sem m.a. segin
„Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal, óttast ég ekkert illt, því að þú,
Drottinn, ert hjá mér“. Síðan var
Hanna falin góðum Guði með bless-
unar- og bænarorðunum:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig,
Drottinn liti sína isjónu lýsa yfir þig og
sé þér niðugur.
Drottinn upplyfti sínu augiiti yfir þig og
gefí þér frið.
í nafhi Guðs, föður og sonar og heilags
anda. Amen.
0g í friði fékk hún að sofna að
morgni hins komandi Drottinsdags.
Öllum sem kynntust Hönnu þótti
vænt um hana og því trega hana
nú margir, en gleðjast jafnframt
yfir góðri heimför hennar og við
hugsum til þess, er segir í friðsælum
söng látins vinar hennar og okkar
allra, sr. Magnúsar Runólfssonar,
„Viðfætur Jesúégfæmér sess ...
„Og eftir diiitia ævistund,
fæ ég að sji hann i iífsins grund.
Ég hitti Jesú í himins borg. Með honum
stíg ég hin gullnu torg“.
Hanna var fædd á Lindargötu
hér í Reykjavík, en fluttist þaðan
með fjölskyldu sinni 12 ára gömul
á Þórsgötu 6, þar sem heimili henn-
ar var til æviloka.
Foreldrar hennar voru sæmdar-
hjónin Anna Ágústa Halldórsdóttir
og Siguijón Gíslason, lengi starfs-
maður Olíufélagsins hf., og áður
HÍS. Þau önduðust bæði árið 1964.
Böm þeirra voru 5 talsins, 4 synir
og ein dóttir. Þau eru nú öll látin
nema næstyngsti sonurinn, Gísli
flugvélstjóri. Elstur bamanna var
Halldór flugvélstjóri, en eftirlifandi
kona hans er Halldóra Elíasdóttir.
Næstur var Ólafur, lengi starfsmað-
ur Samvinnutiygginga. Eftirlifandi
eiginkona hans er Kristín Magnús-
dóttir. Hanna var næst í röðinni.
Hún var ógift. Þá kom Gísli, sem
kvæntur var danskri konu, Wennie
Schubert, sem látin er fyrir 12
árum, og yngstur var Gunnar mál-
ari, en eftirlifandi kona hans er
Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Bræðraböm Hönnu em 11 talsins
og bar hún hag þeirra allra mjög
fyrir bijósti. Þau reyndust henni
öll umhyggjusöm og góð og heim-
sóttu hana að staðaldri í veikindum
hennar og sama gilti um mágkonur
hennar. Hanna var vinmörg, átti
margar tryggar og hugulsamar vin-
konur, sem vitjuðu hennar og veittu
henni styrk og gleði.
Góðvild og gleði rfkti jafnan á
Þórsgötu 6 hjá Önnu og Sigutjóni
og bömum þeirra og þar var gott
að koma.
Hanna stundaði framhaldsnám
frá 1937 í 3 vetur við Kvennaskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan prófí
með góðum árangri. í allmörg ár
starfaði hún hjá Efnaverksmiðjunni
Kemia.
Ung að árum gekk hún í Kristi-
legt félag ungra kvenna og var það
trúr liðsmaður alla tíð. Á yngri
árum sínum lék Hanna í marga
vetur undir söng í Sunnudagaskóla
KFUM og í yngri deildum KFUK.
Tryggðin og hugulsemin ein-
kenndu Hönnu. Aldrei gleymdi hún
afmælisdögum eða öðram merkis-
dögum í fjölskyldunni og marga
hugvitsamlega og vel valda og fal-
lega gripi gaf hún ættingjum sínum
og vinum, sem nú og í framtíð
munu minna á hana og allt sem
hún var og gaf okkur af sjálfri sér,
okkur öllum, sem sárt söknum
hennar nú, en gleymum henni ekki
og munum ávallt minnast hennar
með þökk og hlýju. Hana felum við
ást og náð Guðs og hann biðjum
við að blessa ástvini hennar alla,
ekki síst feðginin á gamla heimilinu
á Þórsgötu 6, bróðurinn Gísla og
yngstu dóttur hans, Þóra, sem var
Hönnu sérstaklega hjartfólgin.
Inga og Hermann
„Sæll er sá, er situr í
slgóli Hins hæsta,
sá er gistir í skugga Hins
almáttka,
sá er segir við Drottin:
Hæli mitt og háborg,
Guð minn, er ég trúi á“
Þessi orð úr 91. Davíðssálmi
komu í huga minn, þegar ég heyrði
andlát Hönnu Siguijónsdóttur,
Þórsgötu 6. Ekki ætla ég að rekja
æviferil Hönnu, heldur með nokkr-
um orðum að tjá henni þakklæti
mitt fyrir trúmennsku og einlæga
vináttu öll árin, sem við störfuðum
saman í KFUK. Hanna hafði ein-
lægan áhuga á að starfa að því sem
heyrir Guðsríki til og það var henn-
ar gæfa.
Eg þakka Hönnu minni fyrir hve
vel hún sótti fundina í Kristniboðs-
flokki KFUK og allar aðrar stund-
ir, sem við áttum saman á fundum
og samkomum og sungum Guði lof
og dýrð.
Nú get ég ekki lengur hlakkað
til að Hanna og Inga frænka henn-
ar komi í heimsókn til mín, en við
höfum átt margar ánægjustundir
að ógleymdri rifsbeijatínslunni hjá
Hönnu. Þá var oft gott að vera
boðin inn og ylja sér á heitum kaffí-
sopa. Nú er þetta liðin tíð, en geym-
ist í safni minninganna. Já, allt
hefur sinn tíma. „Að fæðast hefur
sinn tíma og að deyja hefur sinn
tíma“, eins og stendur í Prédikaran-
um. Tími Hönnu til að deyja var
kominn og brátt kemur minn tími.
Þetta er gangur Kfsins. Ég þakka
Guði fyrir allar kærar minningar.
Að lokum legg ég orð Páls post-
ula í munn Hönnu: „Ég hefí barist
góðu baráttunni, hefí fullnað skeið-
ið, hefí varðveitt trúna. Og nú er
mér geymdur sveigur réttlætisins,
sem Drottinn mun gefa mér á þeim
degi, hann hinn réttláti dómari."
(II. Tím. 4, 7-8.)
Gísli og dætur, ég þakka ykkur
góð kynni og votta ykkur og öðram
ættingjum mína dýpstu samúð. Guð
blessi ykkur.
Jóna Þorsteinsdóttír
Okkur systumar langar að minn-
ast föðursystur okkar, Hönnu
frænku, eins og hún var alltaf köll-
uð af öllum bræðrabömum hennar.
Hún var dóttir hjónanna, Önnu
Ágústu Halldórsdóttur og Siguijóns
Gíslasonar. Hún átti Ijóra bræður
og var faðir okkar einn þeirra, en
hann er látinn. Hanna var fædd og
uppalin í Reykjavík og bjó lengst
af á Þórsgötu 6.
Við minnumst allra kvöldanna
þegar við voram yngri, þá biðum
við spenntar, kemur Hanna frænka
í kvöld? Því það vora miklar gleði-
stundir þegar hún kom í heimsókn.
Hanna var mikið fyrir að gleðja
aðra og gefa gjafír og það fylgdi
alltaf hugur gjöfum. Þegar hún lá
á spítala um síðastliðin jól þá minnt-
ist hún á það, hvað hún væri nú
heppin að vera búin að kaupa allar
gjafimar löngu fyrir jól.
Hanna var mikið á heimili móður
okkar eftir að faðir okkar lést. Hún
stytti henni stundimar og gladdi
með vera sinni. Á móðir okkar ljúf-
ar endurminningar um Hönnu mág-
konu sína. Þær vora mjög samrýnd-
ar alla tíð.
Þær vora margar ferðimar sem
Ég féll með útbreiddan faðminn
í fang mér jörðin tók.
Og nam þegar nánd þeirrar tignar
sem er nafnlaus í ræðu og bók.
(Ljóðaþýð. Magnús Ásgeirsson. Höf óþekktur.)
Nú er hann Eyji bekkjarbróðir
okkar horfínn á braut en minningin
um góðan dreng lifír um ókomna
tíð.
Eyji var vinsæll á meða! bekkjar-
félaga sinna sem og annarra. Strax
í bamaskóla setti hann mikinn svip
á bekkjarheildina og í skólaferða-
laginu var hann ómissandi.
Hann spilaði í nokkur ár í skóla-
hljómsveit Neskaupstaðar og var
þar góður félagi jafnt á æfíngum
sem í ferðalögum.
Hann varð virkur í félagslífi eftir
að í Verkmenntaskólann kom og
er sárt til þess að hugsa að við
fáum ekki framar að njóta starfs-
krafta og hugmyndaríki hans þar.
hún fór með okkur og fjölskyldum
okkar í sumarbústað í Munaðar-
nesi. Þar var mikið hlegið og margt
rifjað upp frá í gamla daga, hennar
verður sárt saknað í næstu ferðum.
í maí sl. fann Hanna fyrst fyrir
sjúkdómi þeim, sem leiddi hana til
dauða. Allan þennan tíma sýndi hún
mikinn dugnað og kom það okkur
oft á óvart hversu sterk hún var.
Hanna skilur eftir sig hlýjar og ljúf-
ar minningar í hjörtum okkar, og
bama okkar.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss nú hljóta skalt
(V. Briem)
Margrét og Jóhanna Ólafsdætur
Mig langar með nokkram orðum
að minnast Hönnu Siguijónsdóttur,
vinkonu minnar og nágranna. Við
höfum búið hér í húsunum hlið við
hlið á Þórsgötu 4 og 6 í um 40 ár.
En allt að 10 áram áður hófust
kynni okkar í KFUK. Þar eignuð-
umst við trúna á Drottin Jesúm
Krist sem frelsara okkar.
Sunnudaginn 12. febrúar þegar
ég frétti lát Hönnu fletti ég upp í
lítilli hugvekjubók sem ég vissi að
hún hafði svo oft lesið úr sér til
uppbyggingar. Versið sem var yfír-
skrift fyrir þennan dag stendur í
Heilagri ritningu í Filippíbréfí 1.6:
„Og ég fulltreysti einmitt því að
hann sem byijaði í yður góða verk-
ið muni fullkomna það allt til dags
Jesú Krists." Ég veit að sá Drottinr
sem hún eignaðist trúna á sem ung
stúlka varðveitti hana í samfélagini
við sig allt til þess dags er hanr
tók hana til sín.
Hanna var trúföst að sækja fund
og samkomur í félögunum okkai
KFUM og K og kristniboðssamkom-
ur. Það veitti henni mikla blessur
að geta verið í Vindáshlíð í kvenna-
flokkunum. Hún var líka mjög
kirlcjurækin.
Við voram nokkrar vinkonur frá
unglingsáranum sem heimsóttum
hver aðra, hvort sem leiðin lá til
Hafnarfjarðar, inn í Kringlumýri,
sem þá var í útjaðri bæjarins, eða
hingað í gamla miðbæinn.
Með áranum hefur það þróast
þannig að við heimsækjum hver
aðra á afmælisdögum okkar. Vina-
hópurinn stækkaði þegar nokkrar
af okkur giftu sig og mennimir
okkar bættust í hópinn. Við eigum
ávallt góðar stundir saman og
syngjum gjaman sálma úr söngbók
félaganna. Á þessum stundum var
Hanna alltaf fljót að velja sálma
sem henni þótti vænt um.
Og nú síðast þegar við voram
samankomin á heimili mínu söknuð-
um við Hönnu en mundum eftir
söng sem hún valdi oft og við sung-
um saman.
Alltaf þegar gera átti annál fyrir
þorrablót skólans var leitað til hans
og ekki brást hann í þeim efnum
frekar en öðram. Hann var orð-
heppinn, skemmtilegur og mjög
viljafastur. Það var gaman að vera
í návist Eyja því alltaf var stutt í
góða skapið og glaðlyndið.
Ávallt var gott að koma í heim-
sókn til hans. Þar var manni vel
tekið jafnt af honum sem og fjöl-
skyldu hans.
Eyji var hæfileikaríkur og lýsti
það sér mjög vel í teikningum hans
sem vora áhrifamiklar og góðar.
Hann var ágætur námsmaður þó
að áhuginn hafí verið misjafn eftir
námsgreinum. Eyji var duglegur til
vinnu og eftirsóttur af vinnuveit-
endum sem eflaust eiga eftir að
sakna hans bæði sem ágæts drengs
og duglegs vinnumanns.
Þó að orðin séu svo lítil og van-
máttug viljum við þakka Eyja sam-
fylgdina í gegnum árin sem reynd-
ust því miður alltof fá, en þau
EyleifíirÞ. Gísla-
son — Kveðjuorð
Fæddur 5. janúar 1973
Dáinn 12. febrúar 1989
Ég metið get alls ekki alla
þá umsjá sem Drottinn mér ljær.
Sem daggperlur dýrlegar falla
Hans dáðir - og ljóma sem þær.
Ég metið get alls ekki alla
þá umsjá sem Drottinn mér Ijær.
Hanna var einn af meðlimum
kristniboðsflokks KFUK. Fundirnir
í kristniboðsflokknum era okkur
meðlimunum afar blessunarríkir
þar sem við komum saman um
Guðs orð, biðjum saman og fáum
fréttir af kristniboðunum og þeim
sem ferðast um landið og boða
Guðs orð. Það kom varla fyrir að
Hönnu vantaði á fund þar til í haust
að hún veiktist aftur og var lögð
inn á Landspítalann í lyfjameðferð
sem dugði ekki við sjúkdómnum.
Á fundi hjá okkur í kristniboðs-
flokknum 10. febrúar báðum við
meðal annars fyrir sjúkum félags-
systram og þá sérstaklega Hönnu.
Þá vissum við að hún ætti ekki langt
eftir. Á þessum fundi fóram við
hver fyrir aðra vers úr Passíusálm-
unum sem okkur þótti sérlega vænt
um. Þá mundi ég hvað oft Hanna
hafði sagt við mig að henni fyndist
að það ætti að lesa úr Passíusál-
munum á hveijum fundi í aðaldeild
KFUK um föstutímann. Á þessíim
fundi fannst okkur himinninn svo
nærri þegar ein af okkur las úr 25.
sálminum meðal annars:
En með því út var leiddur
alsærður lausnarinn
gjörðist mér vegur greiddur
í Guðs náðarríki inn
og eilíft líf annað sinn;
blóðskuld og bölvan mína
burt tók Guðs sonar pína.
Dýrð sé þér Drottinn minn.
Önnur úr hópnum fór með vers
úr 48. sálminum:
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
Sú vinkona sem fór með þetta
vers hafði verið hjá Hönnu þremur
dögum áður þar sem þær gátu tal-
að saman góða stund. Hanna gerði
sér grein fyrir því hve langt hún
var leidd og sagði að hún vissi að
Jesús væri hjá sér í gegnum dimma
dalinn. Vinkonan las úr Guðs orði
og bað bæn.
Það var þetta sem Hanna bað
okkur vinkonumar oft um, að biðja
fyrir sér og það var gott að leggja
hana í hendur hans sem hefur allt
vald á himni og jörðu.
Ég nefni hér í upphafí þessara
orða að við hefðum verið nágrannar
í um 40 ár. Þess vegna var þessi
vinkona mér afar kær. Við röbbuð-
um oft saman yfír vegginn milli
húsanna. Hún gladdist með okkur
á gleðistundum og fylgdist með
bömunum okkar hjóna allt frá fæð-
ingu og sýndi þeim mikla um-
hyggju.
Fyrstu litmyndina, sem tekin var
ánægjulegu kynni sem við höfðum
af honum hefðum við ekki viljað
vera án.
Við vottum foreldram Eyja og
aðstandendum okkar dýpstu samúð
og vitum að minningin um góðan
dreng mun hjálpa þeim í þeirra
sára sorg.
Bekkjarfélagar
l