Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
X
j^.
4
©1967 Unlnml Pwm Syndtcate
„ bú átt ob v&fa. l<ornino /
Kir/g'una. eftir 7-0 mi'núiur/'
Ég gef ekki ki‘ónu í brúð-
argjöfina. Hún á að hafa
vit á giftast efiiuðum
manni...
HÖGNI HREKKVlSI
„ &B1ÚROO KOMIÐ HOH- „kKKERT MKl"
UM OR TRáMU?1'
Ráðist
að smæl-
ingjunum
Guðrún hringdi:
Mér finnst nýja áætlun ríkis-
stjómarinnar um að ætla að
loka deildum á sjúkrahúsunum al-
veg fáránleg. Þama er verið að
byija á öfugum enda. Ráðamenn-
imir ættu frekar að líta í eigin barm
°g byija á sjálfum sér þegar þeir
ætla að skera niður, en ekki þeim
sem em sjúkir og gamlir og hafa
þurft að borga fyrir þá. Nóg er
bruðlið nú samt hjá þessum mönn-
um.
Það er algjör óþarfí að almenn-
ingur í landinu sé að borga fyrir
risnu og aðra slíka bitlinga. Það
er svosem í lagi með kaupið þeirra,
að það sé hátt, en þeir ættu að
geta borgað þessar ferðir sínar og
önnur hlunnindi úr eigin vasa. Með
þessum aðgerðum er ráðist að
smælingjunum. Þessir menn tala
alltaf og tala, en það eru ekkert
annað en orðin tóm, því það em
verkin sem tala, og þau em sjaldn-
ast í neinu samræmi við það sem
áður hefur verið lofað.
lúður.“
Gunnar í
haugnum
Til Velvakanda.
Gunnar í haugnum. Hann sat
uppi í haugnum og kvað með
gleðibragði miklu. Getið var um að
þar hafi ekki borið skugga á, en
skuggar vom uppi í hlíðinni.
Þessa mynd fékk ég í kaffíbolla.
Ennfremur er andi, sem stendur
uppi á steini með lúður. Steinn þessi
er austan við hauginn. Undir honum
em vopn, er kunnugir heimamenn
töldu. Mennimir tveir álengdar em
Skarphéðinn og Högni. Fullt tungl
var í gluggaþykkni er þetta skeði.
Valdimar Bjamfreðsson
A FORNUM VEGI
Þessar
hótanir
eruekk-
ertgrín
Það hafá tæplega farið
framhjá neinum fréttir af því
hvaða áhrif aðgerðir græn-
friðunga gegn hvalveiðum
okkar hafa haft á viðskipti við
fiskkaupendur í Þýskalandi að
undanförnu. Og ekki er útlitið
bjart fram undan í Banda-
ríkjunum heldur, ef marka má
fréttir.
A rölti okkar um miðbæinn
í kuldanum í vikunni spurðum
við um viðhorf nokkurra veg-
farenda til hvalveiðanna.
Eyjólfur Daviðsson
Olafur Jónsson var að skoða
ljóðabækur í Eymundsson er
við gengum á hann. „Ég var þeirr-
Víkverji skrifar
Ekki er úr vegi að endurspegla
hér umræður, sem fram fóm
í einum „heita pottinum" í liðinni
viku. Háa vexti bar á góma og
þann vanda, sem það skapaði ýms-
um fyrirtækjum og einstaklingum.
Einn laugargesta kvað furðulegt
að heyra ráðherra og fleiri tala um
þetta dag eftir dag, viku eftir viku
og mánuð eftir mánuð, en vita svo
ekkert hvar eigi að drepa niður
fæti. Tilgangslaust væri að ætla sér
að krakka eitthvað í vextina með
handafli, höggva þyrfti að rótum
meinsins. Og hann var ekki í vafa
um hvar meinið væri, að minnsta
kosti að hluta til. Benti hann í því
sambandi á ýmis fyrirtæki, sem
yrðu gjaldþrota, en eigendumir risu
upp aftur tvíefldir, settu á stofn
„ný“ fyrirtæki, jafnvel í sama hús-
næði og með sama rekstur. Eftir
sitja svo þeir, sem lánað hafa þess-
um fyrirtækjum vömr eða peninga,
með tap upp á jafnvel tugi milljóna
króna. Þeir lenda síðan í erfiðleikum
vegna þessara verðlausu „inneigna"
og geta ekki staðið við, fjársjcujd-,
bindingar sínar gagnvart þriðja
aðila. Þeir neyðast til þess að taka
lán með sömu vöxtum og „glæfra-
fyrirtækin" og þannig er þetta
keðjuverkandi.
XXX
essir menn, sem þannig spila
á kerfið sprengja vextina upp.
Það skiptir þá engu máli hve háir
vextimir em aðeins ef þeir fá pen-
inginn, þar sem þeir em reiðubúnir
að hlaupa frá öllu saman og skilja
aðra eftir með skellinn.
Bent var á að ríkið tapaði einnig
stómm fúlgum í söluskatti. Þremur
milljörðum sagði einhver. Hvemig
væri að setja undir þennan leka
með lögum? Menn yrðu látnir bera
ábyrgð á gerðum sínum og ekki
látnir komast upp með svona vafa-
sama viðskiptahætti. Óþolandi er
að þeir geti haldið áfram að sigla
lygnan sjó á meðan afleiðingar
gerða þeirra sýkja allt þjóðfélagið.
Ekki var nú mikil trú á því í
pottipum ;að np.vpfapdi ríkisstjóm
tæki á þessum málum af alvöra,
frekar en öðmm.
XXX
Þá var í pottinum mikið rætt
um þá miðaldatilburði verka-
lýðsleiðtoga að bannfæra Flugleiðir
fyrir þær sakir einar að vilja kom-
ast að því hvað væm lög í landi.
Hótanir þeirra væm forkastanlegar
meðal þjóðar, sem vildi búa við rétt-
arríki.
Ekki er enn séð fyrir afleiðingar
þessa, en verkalýðsforingjamir
yrðu menn að meiri ef þeir viður-
kenndu að þeim hefði orðið á í
messunni í hita augnabliksins og
allar hótanir dregnar til baka.
Einn laugargesta sagðist til
þessa hafa látið Samvinnuferðir—
Landsýn skipuleggja utanferðir
sinar og einnig farið í „pakkaferðir"
með því fyrirtæki, en hann hefði
ekki geð í sér til þess nú á meðan
ferðaskrifstofan sýndi það ósjálf-
stæði að taka þátt í þessum ljóta
leik. Fleiri tóku undir það. -.1» i"c[