Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 1
fHorgtttrtTafrÍft AKreð Gísla- son sá besti Alfreð Gíslason var valinn besti leikmaður B-keppninnar. Þetta var tilkynnt í hófí eftir að keppni lauk á sunnudaginn, en það var sérstök nefnd sem sá um kosninguna. „Ég bjóst alls ekki við þessu, en er auðvitað mjög ánægður með að hafa hlotið þessa nafnbót," sagði Alfreð, sem lék frábærlega í vöm íslenska liðsins í öllum leilq'um mótsins og náði sér sérstak- lega vel á strik í sókninni þegar mikið reið á. Til dæmis gegn Rúmenum og (úrslitaleiknum á sunnu- daginn gegn Pólvetjum. HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI Stefnt að sterku árlegujDoðsmóti á íslandi: World Grand Prix haldið í ágúst? Sovétmönnum, SvíumogTékkum boðin þátttaka AÐ SÖGN Jóns Hjaltalíns Magnússonar, formanns HSÍ, er stefnt að því að koma á sterku boðsmóti sem haldið verður árlega — og kalla það World Grand Prix á íslandi. Menn sem við höfum hitt hér hafa mikið talað um hve Flugleiðamótið var vel heppnað í ágúst, og spurt hvort það verði ekki haldið aftur. Við höfum í hyggju, í framhaldi af því, að koma á þessu World Grand Prix-móti, breyta Flugleiðamótinu," sagði Jón Hjaltalín í gærmorgun. Landsllðum frá Japan og S-Kóreu boðlð Um boðsmót verður að ræða og sagðist Jón, formaður HSÍ, hafa hug á því að bjóða liðum Japan, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ásamt þremur sterkum Evrópuþjóð- um. í því sambandi hafa Sovét- menn, Tékkar og Svíar verið nefnd- ir. Þá yrðu A- og B-landslið íslands með á mótinu. Stefnt er að því að hafa tvo fjögurra liða riðla, í Reykjavík og á Akureyri. Hálf mllljón króna fyrlr fyrsta sætl Stefnt er að háum peningaverð- launum fyrir efstu sæti mótsins og nefndi Jón 10.000 dollara (hálfa milljón íslenskra króna) fyrir fyrsta sæti. •Forráðamenn HSÍ hafa (nokkurn tíma gengið með þá hugmynd í maganum að koma á fót sterku boðsmóti á íslandi, en eru nú sem sagt ákveðnir að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd. „Við viljum koma á árlegu móti sem ekki yrði álitið minna en World Cup í Svíþjóð og Super Cup í Vestur-Þýskalandi. Að halda slíkt mót verður Kka góð- ur undirbúningur fyrir okkur áður en við höldum Heimsmeistara- keppnina árið 1993,“ sagði Jón Hjaltalín. I 9 ii l 11 1 * Úé 1 Morgunblaöiö/Sverrir Sigri fagnað í París íslenska landsliðið í handknattleik sigraði í B-keppninni ( handknattleik, sigraði Pólveija 29:26 í úrslitaleik mótsins í París á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur islenska landsliðsins á stórmóti. Bogdan ætlar að hugsa málin Hefurekki ákveðið hvað hann tek- ursérfyrirhendur Bogdan Kowalczyk, landsliðs- þjálfari íslands, var að von- um ánægður í París á sunnudag- inn og sagði íslenska liðið hafa leikið mjög vel í keppninni. „Leik- menn náðu að einbeita sér sér- staklega vel í hveijum einasta leik. „Slæmi leikurinn" kom aldr- ei. Ég held að þetta hafí verið besta mótið sem við höfum tekið þátt í - allt gekk upp, og ég er á því að þetta lið eigi möguleika á að ná mjög góðum úrslitum í heimsmeistarakeppninni næsta ár. Þessi B-keppni var að mínu mati álíka sterk og handknatt- leikskeppni Ólympíuleikanna í Seoul. Það sýnir hve styrkleiki lið- anna er mikill að Vestur-Þjóðveij- ar skuli falla niður í C-flokk,“ sagði Bogdan. „Ég er auðvitað mjög ánægður, en nú heyrir þessi árangur sög- unni til. Ahorfendur eiga eflaust eftir að tala um þennan leik og úrslitin næstu árin, en þjálfari verður alltaf strax að fara að hugsa um framhaldið. Það tekur alltaf eitthvað nýtt við hjá hon- um“. Óljóst er hvað Bogdan tekur sér fyrir hendur nú. „Það eru margir möguleikar fyrir hendi,“ sagði hann á sunnudaginn. „Ég mun setjast niður í rólegheitum og hugsa málin. Taka mér góðan tlma til að ákveða mig.“ Spurður um hvort hann gæti hugsað sér Bogdan sést hér (t.h.) með pólska landsliðsþjálfaranum Zenon Takomy. að starfa áfram á íslandi, svaraði Bogdan: „Það er erfitt að segja til um það. Ég get ekki sagt neitt um það í dag.“ Þegar hann var beðinn að líta til baka yfír þau sex ár sem hann hefur verið landsliðsþjálfari sagði Bogdan þetta hafa verið mjög ánægjulegan tíma. „Við höfum náð góðum úrslitum. Hér eru allir að tala um hve fallegan hand- knattleik íslenska liðið leiki. Við náðum nú fyrsta sigri okkar á stórmóti, og ég er því gríðarlega ánægður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.