Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐEÐ IÞRÓTTIR ÞREXJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI Einn besti árangur íslenskra íþrótta- manna - segirJón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ „ÉG VAR mjög ánœgður þegar flautað vartil leiksloka. Mér leið mjög vel vegna þess aö sú grfðarlega mikla vinna sem allir hafa lagt á sig til aö ná þessum árangri skilaði sór,“ sagöi Jón Hjaltalín Magnússon, formaöur HSÍ, eftir sigur ís- lands í B-keppninni á sunnu- daginn. Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi arkmið okkar í þessari keppni var að einbeita okkur að einum leik í einu. Ég er hrædd- ur um að önnur lið hér hafi verið það örugg að þau hafi verið farin að hugsa um úrslita- leikinn fljótlega eftir að þau komu, til dæmis Vestur-Þjóðverjar." Jón sagði að ef til vill mætti segja að það hefði verið lán í óláni að tapa fyrir Austur-Þjóðveijum á Ólympíuleikunum í Seoul og lenda því í B-keppninni: „því þetta hefur verið frábær landkynning. Fjölmiðl- ar hafa sýnt keppninni mikinn áhuga, og úrslitaleiknum var sjón- varpað um allan heim.“ Jón sagði leikgleðina hafa verið til staðar hjá íslensku landsliðs- mönnunum í þessari keppni, „leik- gleðin var eins og hún á að vera og baráttan gríðarleg. Sigurinn í keppninni er örugglega einhver besti árangur íslenskra íþrótta- manna. Ef sami andinn hefði verið í hópnum í Seoul og hér_ hefðum við hlotið verðlaunasæti á Ólympíu- leikunum. Ég tek á mig persónulega hluta ástæðunnar fyrir því hvemig fór í Seoul. Liðið spilaði of mikið fyrir leikinn, en við vorum að vinna að því að fá heimsmeistarakeppnina til Islands og urðum að fara svona að.“ Fram kom í máli formannsins að hann vonaðist eftir því að skiln- ingur á afreksíþróttum ykist á ís- landi. „Það að ná svo góðum ár- angri í hópíþrótt er nánast ótrúlegt af svo fámennri þjóð. Hver einstakl- ingur í liðinu þarf að vera frábær. Þetta ætti að verða íslendingum hvatning á öðrum sviðum, til dæm-. is í listum, menningu og atvinnu- rekstri. Ég vona að þessir strákar verði allir tilbúnir að leika áfram með landsliðinu, en við getum ekki haldið áfram að leggja svo mikla vinnu á afreksmenn okkar nema styðja betur við bakið á þeim. Fyr- ir Ólympíuleikana tókst okkur það en ekki nú vegna fjárhagsvandræða Handknattleikssambandsins. Ég vonast því til að einstaklingar og fyrirtæki sem hafa stutt okkur geri það áfram. Þetta var þeirra sigur líka.“ Jón vildi að endingu þakka öllum þeim sem komu frá íslandi gagn- gert til að sjá landsliðið spila. „Stuðningur þeirra var ómetanleg- ur. Það hefur vakið mikla athygli í handknattleiksheiminum hve mik- inn áhuga íslendingar hafa á hand- knattleik, sem er þjóðaríþrótt okk- ar,“ sagði Jón Hjaltalín. Morgunblaðiö/Sverrir Bogdan fékk flugferð eftir að sigur í B-keppninni var í höfn. Vestur-Þjóðverjar leika í C-keppninni á næsta ári: Mestaáfall í íþrótta- sðgu V-Þýskalands Petre Ivanescu hættur með vestur-þýska landsliðið VESTUR-ÞÝSKA handknatt- leikslandsliðið fœr slœma út- reið í vestur-þýskum fjölmiðl- um eftir frammistöðuna í B- keppninni. „Mesta áfall f fþróttasögu Vestur-Þýska- lands“. Þessi orð mátti lesa í mörgum dagblaðanna f gœr hér í Þýskalandi. Vestur-Þjóðverjar voru mjög sigurvissir eftir fyrstu tvo leiki sína í B-keppninni og voru famir að gæla við sigur í A- keppninni á næsta FrðJóniH. ári. Síðan kom tap Garóarssyni gegn Sviss og ÍÞýskalandi Jitla“ íslandi og þótti það meiri- háttar áfall. Liðið lék síðan til úrslita við Dani um 7. sætið, þar sem sigur þýddi áframhaldandi veru í B-keppni, en tapaði og færist því í C-styrkleikaflokk. Það er í fyrsta sinn sem Vestur-Þjóð- verjar leika í C-keppni í hand- knattleik og kemur það sér illa á 50 ára afmæli þýska handknatt- leikssambandsins. Ivanescu hwttur Petre Ivanescu hefur hætt sem þjálfari vestur-þýska landsliðsins. „Þetta eru mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir á mínum þjálf- araferii og ekki annað hægt en að segja af sér,“ sagði Ivanescu. Mikið er rætt um arftaka hans og er Vlato Stensel, sem gerði V-Þjóðveija að heimsmeisturum 1978, nú efstur á óskalistanum. Þeir Heiner Brand, þjálfari Gum- mersbach og Horst Bredemeier, þjálfari Dusseldorf, hafa einnig verið nefndir en þeir hafa ekki áhuga á þjálfarastöðunni. Fjárhagslegttap Fjárhagslegt tap Vestur-Þjóð- veija er mikið við það að falla í C-styrkleikaflokk. Vestur-þýska íþróttaráðuneytið, sem hefur greitt þjálfaralaun fyrir þær flokkaíþróttir sem eru í A og B- styrkleikaflokki, greiðir ekki þjálfaralaun í C-flokki. Forráða- menn handknattleikssambandsins verða nú að finna aðrar tekjuleið- ir og er talið að það verið erfitt eftir útreiðina í Frakklandi. Gullverðlaunum fagnað Morgunblaðið/Sverrir Nokkur hundruð íslendinga fóru til Parísar um helgina gagngert til að sjá úrslitaleik íslands og Póllands í B-keppn- inni. íslensku áhorfendumir hvöttu sína menn óspart og þeir fögnuðu að vonum ákaft, er gullverðlaunin voru í höfn. „Held að Tiede- mann komi ekki“ - sagði Langhoff, þjálfari Austur-Þjóð- verja, eftirsigur íslendinga í B-keppninni „ÍSLENSKA liðið er f rábœrt, en einhverra hluta vegna held ég aðPaul Tiedemann komi ekki til íslands til að taka við þjélfun liðsins," sagði Klaus Langhoff, þjálfari Austur-Þjóðverja, við Morgunblaðið skömmu eftir að íslendingar höfðu tryggt sér gullverðlaunin í B-keppninni. Langhoff sagði að Tiedemann hefði verið þjálfari lengi, en vissi ekki hvað hann tæki sér nú fyrir hendur. „Ég get ekki svarað því — veit það ekki.“ Langhoff var á því að besta liðið hefði sigrað í B-keppninni. „Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessari keppni en á Ólympíuleikun- um. Og í raun er það frábært hjá Bogdan að ná liðinu upp á ekki lengri tíma. íslenska liðið var áber- andi best og verður erfíður keppi- nautur. Því er ljóst að við höfum mikið verk að vinna ef við ætlum ekki að sitja eftir,“ sagði eftirmaður Tiedemanns. Þjálfarinn sagði að íslenska liðið hefði tekið ótrúlegum breytingum frá því í Seoul í haust. „Leikgleðin, samvinnan og breiddin hjá íslenska liðinu gerði hér gæfumuninn og kom mér á óvart eftir það sem á undan hafði gengið. Allir vita að einstaklingamir eru sterkir, en að ná upp réttum liðsanda á innan við fímm mánuðum er stórkostlegt, sérstaklega eftir áfall eins og gerð- ist á ðlympíuleikunum," sagði Langhoff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.