Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 5
B 5 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 FRAKKLAND 1989 ■ ÞAÐ urðu fagnaðarfundir í búningsklefa íslenska liðsins eftir úrslitaleikinn, er hópur kvenna kom þar inn. Þetta voru eiginkonur og unnustur islensku leikmannanna. Þær fóru út í boði ferðaskrifstof- unnar Sögu, á sunnudagsmorgun. ■ UNNUSTUR tveggja leik- manna, línumannanna Þorgils Ótt- ars Mathiesen og Geirs Sveins- sonar, komust ekki út. Þær voru veðurtepptar á Akureyri og kom- ust ekki til Keflavíkur. ■ KRISTJÁN Arason og Al- freð Gislason voru kallaðir í lyfja- próf eftir úrslitaleikinn. Einnig Tlyszynski bræðurnir, Zbigniew (númer 7) og Andrzej (númer 9) úr pólska liðinu. ■ „ VID gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta ...“ ómaði um ganga Borcy- hallarinnar, eftir úrslitaleikinn. Þegar íslensku leikmennimir komu að búningsklefa sínum hófu þeir upp raust sína og sungu kröftug- lega. Fleiri lög vom rifjuð upp, t.d. „Það er allt að verða vitlaust", sem þeir sungu inn á hljómplötu fyrir Ólympíuieikana í Los Angeles 1984. ■ BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari, kemur til íslands í dag með liðinu. Hann ætlaði beint til Póllands frá Frakklandi, en þekktist boð ferðaskrifstofunnár Samvinnuferða-Landsýnar um að koma til landsins með liðinu vegna þessa frábæra árangurs. ■ jyÖLD/heillaóskaskeyta beið á hóteli íslenska liðsins er það kom heim eftir úrslitaleikinn. Þau vom m.a. frá Jóni Baldvin Hannibals- syni, utanríkisráðherra, íþrótta- sambandi fatlaðra, Svavari Gests- syni menntamálaráðherra, Knatt- spymufélaginu Tý og Helgu Magnúsdóttur fyrir hönd landsliðs kvenna í handknattleik. ■ ALFREÐ Gíslason fékk sér- stakt skeyti frá utanríkisráðherra, Jóni Baldvin, en þeir em flokks- bræður. Sagði þar að flokkurinn væri sérlega stoltur yfír afrekum Alfreðs. Þess má geta að Alfreð var í framboði fyrir Alþýðuflokk- inn á Akureyri fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar, þó hann væri búsettur í Vestur-Þýskalandi. I VALDIMAR Grímsson var ekki með í úrslitaleiknum gegn Póllandi. Hann var settur út úr hópnum þrátt fyrir að hafa leikið mjög vel í keppninni. Bjarki Sig- urðsson kom því aftur inn og lék mjög vel. ■ ÍSLENSKI hópurinn; leik- menn, þjálfari og forráðamenn liðs- ins, ásamt eiginkonum, fóm á veit- ingastaðinn Lido á sunnudags- kvöldið, til að halda upp á sigurinn. ■ ANDERS Dahl Nielsen, þjálfari danska landsliðsins, sat fyrir svömm danskra blaðamanna á laugardagsmorguninn. Þar ræddi hann um framtíð dansks handbolta, og sagði að Danir yrðu að söðla um og fara að gera meira fyrir leik- menn en gert er í dag. „Þjóðir eins og ítalia, Portúgal og Frakkland eru komnar með atvinnulið. Ef við gerum ekkert fyrir okkar leikmenn verða þessar þjóðir orðnar betri en við eftir stuttan tíma,“ sagði Anders Dahl. Á fund- inum minntist Anders Dahl einnig á íslenskan handknattleik. Sagði áhugann geysilegan á fslandi, og ástæðuna fyrir stórauknum áhuga undanfarinna ára vera eina: „Ástæðan heitir Jón,“ sagði And- ers Dahl og átti þar við Jón Hjaltalín Magnússon, formann „Uðið hefur aldrei spilað betur“ — segir Alfreð Gíslason, sem kjörinn var besti leikmaður B-keppninnar Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi „LIÐIÐ spilaði frábœrlega í keppninni. Ég held að það hafi aldrei spilað betur," sagði Al- freð Gíslason í samtali við Morgunblaðið eftir B-keppn- ina. Alfreð var einmitt lq'örinn besti maður keppninnar, og sagðist vera „sæmilega ánægður“ með sjálfan sig þegar litið væri á keppn- ina í heild. „Ég byijaði illa gegn frekar lélegum liðum, Kúvait og Búlgaríu — átti líka í vandræðum með öxlina, vegna meiðslanna. En ég held að ég hafi spilað vel gegn Rúmenum, Sviss- lendingum, Vestur-Þjóðveijum og gvo Pólveijum í dag.“ Eins og áður sagði telur Alfreð liðið ekki hafa spilað betur áður: „Ég held að leikir okkar gegn Rúm- enum, Þjóðverjum og Pólveijum hafí verið bestu leikir sem þetta hð hefur spilað. Við unnum alla leikina nema gegn Rúmenum, og ef dómar- amir hefðu ekki hjálpað þeim hefð- um_ við unnið þá líka.“ Áður hefur komið fram í blaðinu að Alfreð hyggist nú hætta að leika með landsliðinu. „Ég fór með því hugarfari í leikinn í dag að þetta væri minn síðasti leikur. Ég tel að tímabili okkar Atla Hilmarssonar sem leikmanna fyrir utan vinstra megin sé að ljúka. Það er kominn tími til að Héðinn og Júlíus taki við.“ Alfreð sagði ennfremur að sér þætti leiðinlegt að Páll Ólafsson, Atli og Brynjar Kvaran hefðu ekki getað tekið þátt í keppninni. „Þeir eiga þátt í þessum árangri okkar — voru með i því að byggja þetta upp,“ sagði hann. Alfreð sagðist telja þessa B- keppni ámóta og handknattleiks- keppni Ólympíuleikanna í Seoul. „Handboltinn sem hér er spilaður er ekki verri en í Seoul. Styrkleik- inn hér sést best á því að Vestur- Þjóðveijar skuli detta niður í C- flokk. Við lögðum mikið á okkur fyrir Ólympíuleikana, en eftir það voru margir sem beinlínis gerðu grín að okkur. Mér fínnst því mjög gaman að við gætum svarað fyrir okkur hér með þessum hætti. Og þetta var sérstaklega ánægjulegur endir fyrir mig. Það var algjör topp- ur fyrir mig persónulega að enda < landsliðsferilinn svona.“ Alfreð sagðist ekki vera orðinn góður af axlarmeiðslunum sem hafa htjáð hann undanfarið. „Ég vona að þetta lagist fljótt ef ég get hvílt mig. Ég veit reyndar ekki hvenær það á að verða því deildin byijar strax eftir að við komum heim.“ Alfreð sagði litlu hafa munað að hann hætti við að taka þátt í úrslita- leiknum, er hann var að hita upp, svo kvalinn var hann í öxlinni. Morgunblaöiö/Sverrir Alfreð Gfslason og Guðmundur Guðmundsson fagna eftir að sigurinn gegn Pólveijum var í öruggri höfn. Island íöðrum styrk- leikafloklci ÍSLENSKA landsiiði verður í öðrum styrk- ú leikaflokki þegar dregið verður í riðla f hei msmeistarakeppninni í Tékkólsóvakfu.í þeim flokki eru einnig A-Þjóðverjar, Svíar e og Tékkar, þannig að öruggt er að íslending- ar verða ekki í riðli með þessum þjóðum. Ífyrsta styrkleikaflokki eru Sovétríkin, S-Kórea, Júgóslavía og Ungveijaland. í þriðja flokkberu: Pólland, Rúmenía, Sviss og Spánn og í fjórða sfyrk- leikaflokki eru Frakkland, og lið frá Afríku, A.síu og Ameríku. Morgunblaöiöi/Sverrir Þorglls Óttar Mathlesen sést hér skora eitt af mörkum sínum. Þorgils Ottar í heimsliðið ÞORGILS Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðsins, hefur verið val- inn í heimsúrval sem á að mœta Portúgölum í sumar. Tilefni þessa leiks er 50 ára afmæli portúgalska handknattleikssam- bandsins. Leikurinn fer fram í Lissabon 8. júlí í sumar. Fimmtán lönd munu eiga fulltrúa í heimsúrvalinu og valinn verður einn leikmaður frá hveiju landi. Ekki fékkst uppgefið hveijir verða í liðinu með Þorgils Óttari, þar sem ennþá hefur ekki fengist staðfest svar frá neinum nema Þorgils. 3> &■ A& C'^ÉéML '• IAMPIONNAT DU MONDE FRANCE 198 íslenska landsllðið sést hér vera komið á verðlaunapallinn í París. Þorgils Óttar Mathiesen tekur á móti sigurlaunum. GULLIÐí rhendur Glæsilegur og sanngjarn sigur íslands á Póllandi í úrslitaleik B-keppninnar Morgunblaöiö/Sverrir ÞAÐ var aldrei spurning hvort liðið sigraði f úrslitaleik B- keppninnar. ísland náði góðri forystu strax í byrjun leiksins. Pólverjar náðu nokkrum sinn- um að klóra í bakkann og minnka muninn, en aldrei að jafna. Glœsilegur og sanngjarn sigur íslendinga varð stað- reynd. Fyrsti sigur íslands á stórmóti verður lengi í minnum hafður. íslenska liðið lék frábærlega vel alla keppnina, „slæmi leikurinn" leit aldrei dagsins ljós og gullið lenti í réttum höndum. Um það held ég að allir hér hafí verið sam- mála. Málið var einfalt: ísland átti besta liðið í keppninni, þó af mörg- um sterkum væri að taka. Urslitaleikurinn var stór- skemmtilegur. Stemmningin geysi- leg í höllinni og bar þar mest á íslendingum sem fjölmenntu til Parísar. Leikurinn bauð upp á allt það besta sem hægt er að sjá í handknattleik. Stórglæsileg mörk með þrumuskotum, fallegt línuspil, stórbrotnar leikfléttur, góða mark- Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Frakklandi Island-Pólland 29 : 26 B-keppnin I handknattleik, úrslitaieik- urinn í Bercy-höllinni ( Parls, sunnu- daginn 26. febrúar 1989. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 3:1, 3:2, 5:2, 5:3, 6:3, 6:5, 10:5, 10:6, 11:6, 11:8, 12:8, 12:9, 13:9, 13:12, 15:12, 15:13, 16:13, 16:14, 17:14, 17:15, 21:17, 23:22, 28:24, 19:17, 23:20, 25:24, 21:19, 24:22, 28:25, 22:19, 24:23, 29:26, 19:15, 22:20, 25:23, 29:26. ísland: Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgiis Óttar Mathiesen 5, Bjarki Sigurðsson 4, Sigurður Sveins- son 4/4, Sigurður Gunnarsson 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmunds- son, Geir Sveinsson, Héðinn Gilsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 3, Guðmundur Hrafnkelsson 8. Utan vallar: 20 mínútur. Pðlland: Andrzej Mlocznski 8, Zbigni- ew 6/1, Zbigniew Plechoc 4, Bogdan Wenta 3, Grzegorz Subocs 3, Adam Dawidziuk 1, Ryszard Antczak 1. Varin skot: Wieslaw Goliat 6, Mariusz Dudek 4/1. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 14.000. Dómarar: Jug og Jeglic frá Júgúslaviu. vörslu og svo mætti lengi telja. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til Sigurður Sveinsson hæltir með landsliðinu SIGURÐUR Sveinsson segist ákveðinn í því að hœtta með landsliðinu nú eftir B-keppnina. ■■ g er búinn að vera með landslið- i C inu í 12 ár, þetta er orðið ágætt,“ sagði hann eftir úrslitaleikinn gegn Pólveijum á sunnudaginn. „Ég verð þrítugur næsta sunnu- dag, það er ekki nema vika þar til maður kemst á fertugsaldurinn." Sigurður var öryggið uppmálað í vítaköstum í þessari keppni, en það síðasta nýtti hann ekki, þegar rúm mínúta var eftir af úrslitaleiknum. Pólski markvörðurinn varði. „Ég ætl- aði að snúa boltanum framhjá höfð- inu á honum, en hann hoppaði upp og náði boltanum. Það var allt í lagi að klikka á síðasta vítinu fyrst sigur- inn var í höfn. Þetta var ágætur punktur fyrir aftan landsliðsferilinn!“ sagði Sigurður. að sýna sinn besta leik. Öðru þeirra tókst það, en hitt mætti ofjarli sínum að þessu sinni. íslenska vöm- in hafði betur í baráttu við pólsku sóknina. Alfreð Gíslason og Kristján Ara- son fóru báðir á kostum í úrslita- leiknum. Skoruðu hvert glæsimark- ið á fætur öðm með langskotum og vom mjög áberandi í sóknar- leiknum. Einnig Þorgils Óttar og Bjarki, sem kom inn í liðið á ný og var stórgóður. Einar meiddist og varð að fara af velli snemma, en Guðmundur fyllti skarð hans vel. Varði geysilega vel þegar mest reið á. Telja mætti upp fleiri, en einfald- ast er að endurtaka að fyrst og fremst einstaklega góð liðsheild skóp sigurinn. Allir léku vel og eiga heiður skilið fyrir frábæra frammi- stöðu. Pólska liðið er geysilega gott. Leikmenn á borð við Bogdan Wenta (8), Zbigniew Tluczjmski (7), homa- manninn Plechoc (6), Subocs (2), Mlocznski (3) og Dawidziuk (10) myndu sóma sér vel í nánast hvaða liði sem erj en á sunnudag mættu þeir oflörlum sínum; „víkingamir" frá íslandi sýndu þeim á eftirminni- legan hátt hvers þeir eru megnugir. IMuddarinn há- grét af gleði Tveir franskir nuddarar vom með íslenska liðinu meðan á síðari hluta B-keppninnar stóð, og samglöddust þeir íslendingum geysilega eftir sigurinn. Báðir eru nuddaramir frá Stras- bourg, þar sem ísland lék í milli- riðli, en komu síðan einnig til París- ar. Þetta em nuddarar franska landsliðsins í fijálsum íþróttum, kvenmaður og karlmaður: Anne Bmat og Christian Flech. Anne var frá sér numin af gleði eftir úrslita- leikinn - bókstaflega hágrét af gleði. Guðmundur Hrafnkelsson Ég var rosalega stressaður til að byija með eftir að ég kom inná, en náði mér svo á strik siðari hlut- ann. Þá gekk þetta upp hjá mér. Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta — maður er varla búinn að átta sig á þessu ennþá. Það hlýtur að vera toppurinn á ferlin- um hjá okkur að vinna þessa keppni. I dag hafði ég alltaf á tilfínningunni að við myndum vinna þennan ieik. Andinn í hópn- um var frábær fyrir leikinn, það vom allir ákveðnir í að vinna þetta. Gelr Svelnsson Þetta er toppurinn á ferlinum hingað til. Það sem hugsanlega gæti slegið þetta út væri að vinna úrslitaleik í A-heimsmeistara- keppni og á Ólympíuleikum. Það er vart hægt að hugsa sér betri árangur. Það er engin spuming um að þetta er besti árangur okk- ar. Úrslitaleikurinn var alls ekki erfíðari en hinir. Mannskapurinn var mjög vel undirbúinn, allir vom ákveðnir í að gera sitt besta. Það var slæmt að missa Einar út af, en Guðmundur fyllti hans skarð vel. Það sást enn einu sinni í dag, eins og gegn Vestur-Þýskalandi, hve breiddin er orðin mikil. Maður kemur alltaf í manns stað. Slguröur Gunnarsson Nú er gaman að lifa! Ég bjóst ekki við að úrslitaleikurinn yrði þannig að við hefðum frumkvæðið allan tímann. Það er enginn vafi að þetta er toppurinn hjá okkur, það er erfitt að vinna svona keppni. Við hugsuðum fyrst og fremst um að komast í A-keppn- ina, en að vinna mótið var auðvit- að frábært. Þijú efstu liðin í B- keppni síðustu 10 árin hafa verið 'mjög sterk, og segir meira en margt annað um hve sterk þessi keppni er, að þrátt fyrir íjóra sigra vorum við ekki ömggir með A- sæti, og lfka það að Vestur-Þjóð- veijar skuli detta niður ( C-riðil. Þorglls Óttar Mathloson Ég er nánast orðlaus. Þetta er toppurinn. Árangurinn gat ekki orðið betri en þetta og mér fannst liðið spila eins og það getur best í þessu móti. Við sýndum okkar besta. Liðsheildin var sérlega góð — hún skóp þennan sigur, allir vom með í þessu. Við náðum góðu forskoti strax í byijun úrslitaleiks- ins, og það var það mikilvægasta í þessum leik að mfnu mati. Þeir áttu í vandræðum með að ná okk- ur, vom alltaf að sækja og þreytt- ust á að reyna að ná okkur. Jakob Slgurösson Það er óhætt að segja að þetta sé frekar ljúft! Maður áttar sig sennilega ekki á þessu fyrr en einhvem tíma seinna. Það kom mér mest á óvart hve okkur gekk vel að eiga við þá. Byijun okkar var mjög góð og það hafði mikið að segja. Við vomm ákveðnir að njóta augnabliksins, því menn komast ef til vill ekki í svona úr- slitaleik nema einu sinni eða tvisv- ar á ævinni. Ákveðinn taugatitr- ingur er alltaf til staðar fyrir leiki en nú var hann í algjöru lág- marki. Menn vom ákveðnir í að standa sig, andinn var mjög góð- ur, og allir staðráðnir í að gera sitt besta. Ég fann að þeir vom endanlega brotnir þegar fimm mínútur vom eftir. Þá var komin uppgjöf í lið Pólveijanna. Bjarkl Sigurðsson Þetta er alveg ótrúlegt, leikur- inn var rosalega erfíður, en fyrir- fram voram við virkilega ákveðnir í að standa okkur. Við vomm komnir þetta langt í keppninni og því þýddi ekkert annað en að taka vel á. Það spiluðu allir í liðinu eins og þeir gátu, á fullu. Það furðulegasta við þetta var að ég var ekki vitund stressaður. Ég bjóst við að ég yrði það, en reyndi að hugsa um eitthvað annað og það heppnaðist. Ég held að ekki hafi verið hægt að finna veikan blett á liðinu í undanfömum leikj- um. Það vom allir ákveðnir í að vinna þetta og stemmningin í hópnum hefur verið frábær í þess- ari ferð. Hóölnn Gllsson Þetta er alveg frábærL Það er meiriháttar að upplifa þetta, en maður er þó varla búinn að átta sig á því ennþá að við höfum unnið. Ég var frekar taugaóstyrk- ur í úrslitaleiknum og líka gegn Sviss, og lék ekki sérlega vel í þeim leikjum. Ég er þó alveg sátt- ur við mina frammistöðu í keppn- inni. Ég var ekkert stressaður fyrir þennan leik. Þetta var aldrei spuming, ég var aldrei hræddur um að þetta væri í hættu. Mér fannst vanta einhvern neista í Pólveijana til að þeir ættu mögu- leika á sigri. Þeim hefur gengið vel í keppninni fram að þessu og hafa ef til vill verið of sigurvissir. HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI HSI. *■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.