Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 7
Ö 7 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRTOJUDÁGUR 28. FEBRÚAR 1989 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Dantley bytjaður með Dallas Boston Celtic átti ekkert svar við pressuvörn New York Knicks „Magic" Johnson hér kominn í gildru hjá Charles Oakley og Trent Tucker hjá New York. Leikmenn Bost- on voru oft í þessari aðstöðu á sunnu- dag. KARFA Landið sigraði Suðumesja- úrvalið Valur Ingimundarson LIÐ Landsins sigraði Suður- nesjaúrvalið 90:87 í stjörnu- leiknum sem fram fór f Keflavík á sunnudagskvöldið. Valur Ingimundarson leikmaður Tindastóls sem lók með liði Landsins varvalinn besti leik- maður leiksins og hlaut hann að launum farseðil til útlanda með Flugleiðum. Þá sigraði Valur í 3ja stiga skotkeppnjnni og ítroðslukeppninni sigraði Teitur Örlygsson UMFN. Lengi vel leit út fyrir að Suður- nesjaúrvalið færi með sigur af hólmi, í hálfleik var staðan 53:45 fyrir heimamenn sem síðan náðu 14 stiga forskoti Bjöm 67:53. En þá fór allt Blöndal í baklás, lið Lands- skrífar ins náði að skora 35 stig gegn aðeins 6 stigum Suðumesjamanna og breytti stöðunni í 75:88. Undir lok leiksins reyndu heimamenn allt hvað þeir gátu til að jafna metin og það hafði þeim næstum tekist, en 3ja stiga skot Guðjóns Skúlasonar á síðustu sekúndunum geigaði. Leikur liðanna var oft hin ágæt- asta skemmtun og oft mátti sjá góð tilþrif. Valur Ingimundarson var besti leikmaður Landsins og maður- inn á bak við sigur liðsins, en hjá Suðumesjaúrvalinu var Jón Kr. Gíslason bestur. Stíg Suðurnesjaúrvalsins: Jón Kr. Gíslason 23, Sigurður Ingimundarson 19, Jón Páll Haraidsson 9, Teitur Örlygsson 8, Guðjón Skúlason 8, Helgi Rafnsson 6, Hreiðar Hreið- arsson 6, Guðmundur Bragason 4 og Steinþór Helgason 4. Stíg Landsins: Valur Ingimundarson 26, Jó- hannes Kristbjörnsson 15, Matthfas Matthfas- son 11, Sturla Örlygsson 10, Eyjólfur Sverris- son 9, Birgir Mikaelsson 9, Guðni Guðnason 7 og Ivar Asgrfmsson 2. ADRIAN DANTLEY og Mark Aguirre eru nú báöir farnir að spila með liðum sfnum eftir skiptin í síðustu viku. Báðir áttu þeir í erf iðleikum í fyrstu leikjum sínum, en á laugardag sýndu þeir stórleiki með nýju liðunum. Detroit átti ekki f erfiðieikum með New Jersey og var Mark Aguirre stiga- hœstur í leiknum með 31 stig. Dantley gerði enn betur með Dallas. Hann skoraði 32 stig í sigri yfir Washington. Dantley, sem lét Dallas-liðið bíða eftir sér í þijá daga, sagði við komuna til Dallas að hann hefði viljað fá tryggingu frá Dallas að hann yrði ekki seld- Gunnar ur frá félaginu. Þá Valgeirsson tryggingu fékk skrífar hann á föstudag og kappinn steig beint um borð í næstu flugvél og mætti eldrhress á æfingu. Sacramento Kings var stórtækt í skiptum í síðustu viku. Skiptin virðast við fyrstu sýn ætla að feoma vel út fyrir liðið. Kings vann góðan sigur í Seattle á laugardag, en þar er gjaman erfitt að vinna leik. Indi- ana, sem einnig skipti um marga leikmenn, vann ömggan sigur yfír sorglegu liði San Antonio Spurs á föstudag. Spurs hefur nú tapað tíu leikjum í röð. Skipti Indiana í síðustu viku virðast einnig hafa komið vel út fyrir liðið og vann það báða leiki sína um helgina. Þjóðveijinn Detlef Schrempf hjá Dallas var skipt til Indiana á fímmtudag fyrir Herb Williams. Schrempf hefur átt erfitt uppdrátt- ar í vetur hjá Dallas eftir uppskurð sem hann gekkst undir á fæti. Sam Bowie hefur nú hafíð leik að nýju með Portland. Bowie er mjög góður miðvörður sem átt hef- ur við þrálát meiðsl að stríða undan- farin þijú ár. Nái hann sér á strik aftur getur hann hjálpað liði sínu mikið það sem eftir er tímabilsins. Bowie skoraði 19 stig í sínum fyrsta leik sl. miðvikudag. Stórleikur helgarinnar í deildinni var viðureign New York Knicks og Boston Celtics í New York. Það er skemmst frá að segja að Boston átti aldrei möguleika í leiknum. Yfirburðir Knicks voru miklir og átti Geltics-liðið ekkert svar við pressuvöm heimaliðsins. New York náði 20 stiga forystu í hálfleik, 69:49, og átti liðið í litlum erfíðleik- um að innbyrða sigur, 122:110. Mark Jackson (28 stig og 11 stoð- sendingar) og Pat Ewing (26 stig, 13 fráköst og 7 varin skot) áttu enn einn stórleikinn með Knicks. ■ Úrsllt/B6 ■ Staðan/B6 TOYOTA RAFMAGNS LYFTARAR: Láttu tölumar tala og veldu Toyota! 48v Rafgeymir er 48v og 560 - 800 AH sem tryggir langan vinnslutíma á milli hleðslu. Allir TOYOTA lyftararnir eru fáanlegir með lyftihæð frá 3- 6 metrum. TOYOTA lyftarar með lyftihæð yfir 4 metrum eru með þrískipt mastur til þess að draga úr hæð á mastri samandregnu. tonn TOYOTA framleiðir raf- magnslyftara með burðar- getu frá 1/2 tonni til 4 tonn. Sérstök áhersla er þó lögð á sérhæfða framleiðslu á lyft- urum með burðargetu 1-3 tonn, og þar eru TOYOTA lyftarar öðrum fremri. Enda ekki við öðru að búast frá heimsins stærsta lyftara- framleiðanda. NÝBÝIAVEGI8-200KÖPAVOGI SÍMI: 91-44144. TOYOTA LYFTARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.