Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 B 3 Héðinn áfram með FH næsta vetur HÉÐINN Gilsson, stórskytt- an unga úr FH, segist nœr örugglega leika með Hafn- arfjarðarliðinu áfram nœsta vetur. Það hafa verið þreifingar í gangi um að ég færi út, en ég verð örugglega heima næsta vetur. Ég var spenntur fyrir Þýskalandi, en Þjóðveijar duttu niður í C-flokk, þannig að ef ég færi þangað gæti orðið erfítt að vera með í undirbún- ingi fyrir A-keppnina í Tékkó- slóvakíu," sagði Héðinn á sunnudaginn. Láð frá Frakk- landi, Sviss og Vestur-Þýska- landi hafa haft samband við Héðin og vilja fá hann — en ekkert verður af því að hann fari fyrir næsta tímabil. Hann segist ekki vera spenntur fyrir því að leika í Sviss eða Frakk- landi. Vestur-Þjóð- verjar mega helst ekki detta niður í C-flokk! - sagði Svíinn Kurt Wadmarkvið Danina fyrir úrslitaleikinn við Vestur-Þjóðverja Kurt Wadmark, Svíinn sem sæti á í stjóm alþjóða handknatt- leikssambandsins, var ekki vinsæll í herbúðum danska landsliðsins fyr- ir leikinn gegn Vestur-Þjóðveijum um 7. sætið á sunnudaginn. Hann sagði við Danina að það mætti helst ekki gerast, handknattleiksins vegna, að Vestur-Þjóðveijar féllu niður í C-flokk. Ljóst var að það lið sem tapaði dytti niður í C-flokk. Danimir sögðu íslendingum frá þessum ummælum Wadmarks eftir leikinn — og sögðu: „Við urðum alveg bijálaðir þegar hann sagði þetta. Urðum enn ákveðnari en áður að leggja Þjóðveijana að velli — og „IHF-mafíuna“ í leiðinni." Þegar Jón Hjaltalín, formaður HSÍ, heyrði um ummæli Wadmarks varð honum að orði: „Þama var hann að fremja sjálfsmorð hvað varðar áframhaldandi setu í stjóm IHF.“ Einarmeð sl'itin liðbönd? Einar Þorvarðarson meiddist snemma úrslitaleiksins og varð að fara af velli. Taiið er að liðband hafi slitnað í vinstra hné hans. óhappið var er Einar vanði glæsilega skot eins Pólveijans af línu. „Ég lenti illa — og hnéð small úr liðnum,** sagði Einar. Það á eftir að skoða hversu al- varleg meiðsli hans eru, en ekki er ljóst hvort hann^getur spilað með Val strax og Islandsmótið hefst að nýju í vikunni. KNATTSPYRNA / ENGLAND Dean Saunders, markaskorari Derby, hefur skorað sextán deildarmörk. Arsenal og Norwich að stingaaf ARSEN AL og Norwich sigruðu í leikjum sínum í 1. deildinni í Englandi um helgina og hafa nú fjarlægst önnur lið í deild- inni. Arsenal stendur þó betur að vígi og hefur fjögurra stiga forskot á Norwich. Næsta lið er Millwall sem hefur hlotið 8 stigum færra en Norwich. Arsenal sigraði Luton 2:0 á Highbury. Það var þó ekki fyrr en á 63. mínútu að fyrsta markið kom en þá skoraði Perry Groves með hjólhestaspymu. Alan Smith bætti svo öðru marki við rétt fyrir leikslok. Norwich sigraði Manchester United, 2:1. Vamarmaðurinn Ian Butterworth kom Norwich yfír á 13. mínútu og Malcolm Allen bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Paul McGrath náði að klóra í bakkann með marki níu mínútum fyrir leiks- lok. Millwall skaust í 3. sæti með sigri á Coventry, 1:0. Tony Cascarino tryggði Millwall sigurinn fímm mínútum fyrir leikslok. Derby mjakast upp töfluna eftir sigur á Everton á heimavelli í Qör- ugum leik. Markakóngurinn Dean Saunders setti fyrsta markið fyrir Derby en Graeme Sharp jafnaði fyrir Everton á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Paul Goddard kom Derby yfir að nýju skömmu eftir hlé en Wayne Clarke jafnaði aftur. Leik- menn Derby gáfust þó ekki upp og Goddard tryggði liðinu sigur eftir sendingu frá Saunders. Tottenham vann góðan sigur á Southampton á útivelli, 2:0. Chris Waddle gerði fyrra markið með þrumuskoti skömmu fyrir leikhlé og Marokkómaðurinn Nayim, sem kom í liðið í stað Guðna Bergsson- ar, bætti öðru marki við á 83. mínútu úr aukaspymu. Charlton sigraði Aston Villa á útivelli, 1:2 og Wimbledon sigraði Sheffíeld Wednesday 1:0. Þá gerðu West Ham og QPR markalaust jafn- tefli. ISLANDSIVIOTIÐ I KORFUKNATTLEIK Valur—UMFT 89 : 81 íþróttahús Vals, íslandsmótið í körfu- knattleik, mánudaginn 27. febrúar 1989. Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 15:10, 26:16, 33:30, 83:34, 44:44, 50:49, 58:49, 75:60, 80:70, 84:78, 87:80, 89:81. Stig Vals: Tómas Holton 26, Amar Guðmundsson 17, Ragnar Jónsson 14, Matthías Matthíasson 13, Hreinn Þor- kelsson 11, Ari Gunnarsson 6 og Bárð- ur Eyþórsson 2. Stig TJMFT: Valur Ingimundarson 33, Eyjólfur Sverrisson 19, Kári Marísson 10, Haraldur Leifsson 7, Sverrir Sverr- isson 5, Bjöm Sigtryggsson 4 og Ágúst Kárason 3. Dómarar: Jón Otti ólafsson og Sigurð- ur Valur Halldórsson. Dœmdu þokka- lega. Áhorfendur: 46. Tómas Holton Val. Matthías Matthíasson Val og Valur Ingimundarson UMFT. Mikilvægur sig- ur Valsmanna VALSMENN halda enn í vonina um sæti í úrslitakeppnina og í gær unnu þeir dýrmætan sigur á Tindastóli. Valsmenn hafa nú jafn mörg stig og Grindvíkingar og stefnir í úrslitaleik þessara liða í Grindavfk um næstu helgi sem sker úr um hvort liðiö kemst í úrslitakeppnlna. Leikurinn í gær var jafn framan af og í leikhléi var staðan 50:49, heimamönnum í vil. í síðari hálfleik náðu Valsmenn undirtök- unum. Ragnar Jóns- son skoraði fyrstu 8 stigin fyrir Val og breytti stöðunni í 58:49. Sauðkræk- ingum tókst ekki að saxa á forskot- ið og lokatölumar urðu 89:81; dýr- mætur sigur Vals í höfn. Hörður Magnússon skrifar BADMINTON Tómas Holton átti frábæran leik, bæði í vöm og sókn og stjómaði liðinu eins og herforingi. MattthSas var gríðarlega sterkur undir körf- unni og Ragnar og Amar áttu ágætan leik. Sauðkrækinga skortir herslu- muninn og lið þeirra hefur oft tapað með litlum mun. Sókn liðsins sam- anstóð af Val Ingimundarsyni og Eyjólfi Sverrissyni. Þeir voru einu mennimir sem skutu og slíkt kann að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra. Tveir leikir í kvöld í kvöld em tveir leikir í íslands- mótinu í körfuknattleik. Njarðvík og Grindavík leika í Njarðvík og Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki. Báðir leikimir hefjast kl. 20. HNEFALEIKAR Meistarinn ósigrandi Bandaríkjamaðurinn Mike Tyson sigraði Bretan Frank Bmno í úrslitaviðureigninni um heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt í hnefaleikum. Leikurinn var stöðvaður eftir fímm lotur og var þá mjög dregið af Bmno. Tyson, sem hefur aldrei tapað á ferlinum, hafði mikla yfírburði og byijaði með látum. Hann sló Bmno í gólfið strax eftir nokkr- ar sekúndur og eftir að var spumingin aðeins hve lengi Bmno tórði. Engin þarf þó að vorkenna Brano fyrir barsmíðamar því hann fékk í sinn hlut rúmar 100 milljónir kr. Tyson hafði þó meira uppúr krafsinu, fékk 560 milljónir króna fyrir vikið. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Broddi og Þorsteinn sigruftu Broddi Kristjánsson og Þor- ust í úrslit í tvenndarleik, en töp- steinn Páll Hængsson sigr- uðu naumlega fyrir kanadísku uðu í tvíliðaleik karla á alþjóðlegu- pari, 9:15 og 11:15. móti sem fram fór í Boston á laug- íslenska landsliðið lék við ardaginn. Þeir sigmðu andstæð- bandaríska landsliðið í Boston á inga sína sem vom frá Kanada, fímmtudag og tapaði naumlega, 15:11 og 17:15. 4:3. Broddi og Þórdís Edwald kom- Bayem bætti sex ára gamalt met Hamburger JÚDÓ Bjamií3. sæti Bjami Friðriksson hafnaði i 3. sæti á opna skoska meistara- mótinu í júdó sem fram fór um helgina. Bjami keppti í -95 kg flokki en í þeim flokki vom 19 keppend- ur. Halldór Hafsteinsson tók einnig þátt í þessu móti og hafnaði í 8.-16. sæti í -85 kg flokki. Fyrst var keppt í riðlum en svo tók útsláttarkeppni við. Bjami sigr- aði alla andstæðinga sína í riðla- keppninni á Ippon og vann fýrstu glímu sína í útsláttarkeppninni. Hann tapaði svo næstu eftir að hafa sótt djarflega. Bjarni glímdi svo til úrslita um 3. sætið og sigraði. Halldór sigraði í annarri af tveim- ur glímum sínum í riðlakeppninni og komst því áfram. Hann tapaði svo fyrstu glímu sinni í útsláttar- keppninni og hafnaði í 8.-16. sæti. „MÍNIR menn náðu að yfirspila leikmenn Karlsruhe," sagði Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munchen, eftir að að lið hans haf Ai lagt Karlsruhe að velli, 3:2. Bayem bætti þar með met HSV frá 1983 — hefur ekki tap- að nítján deildarleikjum í röð. Roland Wohlfarth skoraði tvö mörk fyrir Bayem — sigur- markið á 75. mínútu - rétt eftir að leikmenn Karlsmhe höfðu náð gggggi að jafna, 2:2. Wohl- FráJóniH. farth og Jurgen Garöarssyni Wegmann komu iÞýskaiandi Bayem yfir, en þeir Wolfgang Trapp, úr aukaspymu af 25 metra færi, og Helmut Hermann jöfnuðu fyrir Karlsmhe, sem lék sinn fjórða leik á tólf dögum. Ásgeir Sigurvinsson var tekinn útaf í hálfleik er Hannover sigraði Stuttgart, 2:0. Þetta var annað tap Stuttgart í röð eftir vetrarfríið og greinilegt að fjarvera Klinsmanns, sem er meiddur, hefur slæm áhrif á liðið. Gladbach færist upp töfluna og hefur ekki tapað 11 leikjum í röð. Gladbach sigraði Leverkusen um helgina, 2:0, með mörkum frá Hochstatter og Budde. Norbert Meier tryggði Werder Bremen sigur, 1:0, á Kaiserslaut- em.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.