Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 8
ÍÞROmR íÞféim FOLK SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM Girardelli hefur nú hlotið sam- tals 363 stig í heimsbikam- um og getur enginn náð honum að stigum þegar aðeins fjórar greinar eru eftir. Pirmin Zúr- briggen kemur næstur með 257 stig og Markus Wasmeier, V- Mare Qirardalll frá Luxemborg tryggði sér sigur í heimsbikamum saman- Þýska|andi er þriðji með 154 stig lagt með sigri í risastórsvigi á sunnudag. Girardelli vann heimsbikarinn Þrenna hjá Gunde Svan Finnska stúlkan Mario Matikainen hlautfimm verðlaun á mótinu Wolf slgraðl Konumar kepptu í risastórsvigi í Steamboat Springs í Banda- ríkjunum og þar sigraði Sigrid Wolf frá Vestur-Þýskalandi. An- ita Wachter frá Austurríki varð önnur og Michela Figini, sem tryggði sér heimsbikarinn í bruni kvenna er hún sigraði í síðustu brunkeppni á föstudag, varð þriðrja. Vreni Schneider frá Sviss, sem keppti ekki í risastórsviginu, hefur enn forystu í kvennakeppninni með 286 stig þegar fjórum grein- um er ólokið í Japan. Figini hefur hlotið 239 stig og Maria Walliser er þriðja með 224 stig. SÆNSKI skíðagöngukappinn, Gunde Svan, vann þriðju gull- verðlaun sín á heímsmeistara- mótinu f norrœnum greinum í Lahti í Finnlandi er hann sigr- aði örugglega í 50 km göngu karla á sunnudag. Hann hafði áður unnið 15 km göngu með frjálsri aðferð og boðgöngu. Gunde Svan, sem er sérfræðing- ur í skautatakinu svokallaða, hafði mikla yfirburði í 50 km göngunni og virtist afslappaður er hann kom fyrstur í mark á 2: 15.24,9 klukkustundum. Landi hans, Torgny Mogren, varð annar á 2:16.09,2 klukkst. og ólympíu- meistarinn sovéski í 30 km göngu, Alexei Prokurorov, þriðji á 2: 16.18,8 klukkustundum. Svan var eini keppandinn sem vann þrenn gullverðlaun á heims- meistaramótinu sem stóð yfir í 10 daga. Hann er ókrýndur konungur göngumanna og hefur nú unnið til tíu gullverðlauna á ólympíuleikun- um og heimsmeistaramóti, fem á ÓL og sex á HM. Sænski gulldrengurinn hafði náð mínútu forskoti á næsta mann er gangan var hálfnuð og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Mogren, sem var í 5. sæti eftir 25 km, náði sér vel upp í restina og vann sig upp í annað sæti. Welssflog slgraðl í stökki Jens Weissflog frá A-Þýskalandi þurfti ekki einu sinni að setja á sig skíðin er hann varð úrskurðaður sigurvegari í stökki af 70 metra palli á sunnudaginn. Stökkkeppnin átti að fara ffarn á föstudag, en var frestað vegna veðurs. Á laugar- dag tókst stökkvurunum einungis að fara fyrri umferðina vegna veð- urs. Síðari umferðin átti að fara fram á sunnudag en slæmt veður kom í veg fyrir það og því var fyrri umferðin látin gilda. Weissflog stökk 89 m og hlaut 114,3 stig, Ari Pekka Nikkola frá Finnlandi varð annar, stökk 87,5 metra og hlaut 110,5 stig, og Heinz Kuttin frá Austurríki varð þriðjí, stökk 87,5 m og hlaut 108,5 stig. Ólympíumeistarinn, Matti Nykanen frá Finnlandi, varð í flórða sæti, stökk 85,5 metra og hlaut 107,5 stig. Matlkalnon hlaut flest verðlaun í Lahtl Finnska stúlkan Maijo Matikain- en varð fyrst kvenna til að vinna til fímm verðlauna á sama heims- meistaramóti á laugardaginn. Henni tókst þó ekki að næla sér í gullverðlaunin í 30 km göngu kvenna - sem er sú lengsta sem fram hefur farið i kvennaflokki á stórmóti - heldur fékk hún bronsið. Það var Elena Vialbe frá Sovétríkj- unum sem vann önnur gullverðlaun sín á mótinu og landi hennar, Lar- isa Lazutina, varð önnur. Flnnar bestir Finnar hlutu flest verðlaun á mótinu, sex gull, fimm silfur og fem bronsverðlaun. Sovétmenn komu næstir með þrenn gull, þrenn silfur og tvenn bronsverðlaun. Svíar urðu í þriðja sæti með þrenn gull, tvenn silfur og tvenn bronsverð- laun. MARC Girardelli frá Luxem- borg sigraði í síðasta risa- stórsvigi heimsbikarsins á þessum vetri sem fram fór í Whistler Mountain í Kanada á sunnudaginn og tryggði sór jafnframt sigur í heimsbikarn- um, samanlagt. Svflnn ungi, Lars Börje Eriksson, varð annar og Primin Ztirbriggen, Sviss, þriðji og vann þar með heimsbikarinn í risastórsvigi, annað árið í röð. Reuter Gulldrengurinn Gunde Svan hafði mikla yfirburði í 50 km göngu karla á sunnudag. Hann vann þar þriðju gullverðlaun sín á mótinu og er ókrýndur kónungur göngumanna. SKÍÐI / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í NORRÆNUM GREINUM í LAHTI ■ GUNNAR Oddsson, sem leik- ur með vestur-þýska utandeildalið- inu Siegen, var tekinn útaf á 59. mínútu er liðið tapaði fyrir Biele- feld, 0:1. Siegen er enn í neðsta I ÞORVALDUR Örlygsson, sem leikur með Paderbom-Neu- haus í sömu deild og Gunnar, var skipt inná á 73. mínútu er liðið sigr- aði andstæðing sinn, 4:2. Pader- bom er í þriðja neðsta sæti deildar- innar. ■ ODDNY Árnadóttír sigraði í 200 og 400 metra hlaupi á innan- hússmóti í fijálsíþróttum 1 Dtissel- dorf á laugardaginn. Hún hljóp 200 m á 25,10 sek. og er það besti árangur hennar og rétt við íslands- met Svanhildar Kristjónsdóttur, 24,97 sek. Oddný hljóp 400 m á 56,9 sek sem er jafnt hennar besta árangri. Gunnar Guðmundsson, ÚÍA, varð annar í 200 m hlaupi í DUssldorf á laugardag, hljóp á 22,62 sek. (ísl.m. 22,47). Hann var einnig annar í 400 m hlaupi í Dort- mund á sunnudag, hljóp á 49,6 sek. og er það besti árangur hans. Steinn Jóhannsson keppti í 1.500 m hlaupi á laugardag og varð í fyrsta sæti á 4:06,79 mín. Á sunnu- dag keppti hann í 1.000 m hlaupi í Dortmund og varð þriðji á 2:30,9 mín. H CARL Lewis, Ólympíumeist- ari í 100 metra hlaupi, varð að láta í minni pokann fyrir lítt þekktum hlaupara, Ricardo Chacon frá Kúbu, í 60 metra hlaupi á innan- hússmóti í Oviedo á Spáni á sunnu- daginn. Lewis hljóp á 6,64 sek., en Chacon kom fyrstur í mark á 6,57 sek. „Fyrir íþróttamann eins og mig er stórkostlegt að sigra fljót- asta mann heims,“ sagði hinn 26 ára gamli sigurvegari. Said Aouita frá Marókó sigraði í 1.500 metra hlaupi á sama móti. Hann hljóp á 3:39.70 mín. og var tæplega tveim- ur mínútum á undan Fermin Cacho frá Spáni, sem varð annar. ■ COLIN Jackson frá Bret- landi setti nýtt Evrópumet í 60 metra grindahlaupi innanhúss á fijálsíþróttamóti í Sindelfingen í Vestur-Þýskalandi á sunnudag. Jackson hljóp á 7,41 sek og bætti sólarhrings gamalt met Igors Kaz- anov frá Sovétríkjunum um 0,1 sekúndu. Það er aðeins Banda- ríkjamaðurinn Greg Foster sem hefur hlaupið hraðar en Jackson en hann-hljóp á 7,38 sek. á móti í Los Angeles fyrir tveimur árum. Bandaríkmennirnir, Steve Lewis og Joe Deloach voru nálægt heims- metatímunum í 400 og 200 metra hlaupi á sama móti. Lewis hljóp 400 m á 45,86 sek og Deloach 200 m á 20,60 sek. ■ FLORENCE GrifBth Joyn- er, þrefaldur ólympíumeistari í frjálsum íþróttum, hefur lagt hlaupskóna á hilluna og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta tilkynnti hún í sjónvarpsviðtali í Bretlandi á laugardag. „Ég hef nú þegar hlaupið mitt síðasta hlaup,“ sagði Griffith Joyner, sem er 29 ára og sigraði í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi á Óiympíuleikunum í Seoul. ■ NOTTINGHAM Forest leik- ur til úrslita í enska deildarbikarn- um við annað hvort West Ham eða Luton. Forest sigraði 3. deildarlið- ið Bristol City, 1:0, í síðari leik liðanna eftir framlengdan leik á sunnudag og vann því samalagt 2:1. Það var fyrliðinn Stuart Pe- arce sem tryggði sigurinn á elleftu stundu. GETRAUNIR: 211 121 12 1 X X 1 LOTTÓ: 7 10 14 25 36 + 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.