Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 2
2 B MÖRGUNÉLAljlÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 EG VIL HAFA LEIKHUS HEITT OG GRIMMT Rœtt við Þórunni Sigurðardóttur, leikritahöfund, en Þjóðleikhúsið sýnir nú nýjasta verkhennar “Haustbrúði“ Jóhann Siguröarson og María Sigurðardóttir ihlutverkum Nielsar og Appolóníu HAUSTBRÚÐUR heitir nýtt íslenskt leiki*it eftir Þórunni Sigurðardóttur og eru sýningar á því hafiiar í Þjóðleikhúsinu. Verkið byggir á sögulegum heimildum frá öndverðri 18. öld og fjallar um örlagaríkt ástar- samband Appolóníu Schwarz- kopf og Níelsar Fuhrmanns, amtmanns á Bessastöðum. Þau voru bæði frá Bergen og hétust ung í Kaupmannahöfri, en hann sleit trúlofúninni skömmu áður en hann tók við amtmannsemb- ættinu. Appolónía stefiidi hon- um fyrir heitrof og Fuhrmann var dæmdur til að kvænast henni og greiða henni árlega tvo þriðju af launum sínum þar til af brúðkaupinu yrði. En Fuhrmann lét sér ekki segjast. Hann flutti til íslands ásamt danskri ráðskonu og gjafvaxta dóttur hennar er varð unnusta hans. Appolónía kom á eftir honum og bjó amtmaður í tvö ár með þessum þremur konum - eða þar til Appolónía lést árið 1724, eftir talsverð veikindi. Við dauða Appolóníu vaknaði grunur um að eitrað hefði ver- ið fyrir henni og fylgdu löng málaferli í kjölfarið. r* Ileikritinu er ekki farið út í mála- ferlin - aðeins dómsúrskurður er bírtur, heldur leggur höfundur áherslu á tilfinningaleg samskipti þeirra persóna sem við sögu koma. Þórunn var spurð hvort einhveijar heimildir hefðu verið til um þann þátt málsins. „Nei. Ekki beinlínis. Maður les á milli línanna. Hinsvegar eru til tals- vert miklar heimildir um þau Appol- óníu og Fuhrmann. Mestu heimild- imar eru til um réttarhöldin sem urðu eftir að hún dó. En ég nota þær nánast ekki neitt. Ég skoðaði mjög vel það ástand sem ríkti á íslandi á þessum tíma. Ég bý það ekki til, heldur reyni að gefa verkinu raunsæislega þjóðfélags umgerð. En ég bý til allt mannlífið inni í þessari umgerð, það er að segja, mannlífíð á Bessastöðum. Á meðan á undirbúningsvinnunni stóð fann ég töluvert af heimildum, sem ekk- ert hafa verið rannsakaðar, til dæm- is eru til úti í Kaupmannahöfn skjöl- in vegna málaferlanna sem Appol- ónía vegna heitrofsins. Hér vom til heimildir um íslenska stjúpdóttur Fuhrmanns, sem að vísu sögðu ekki mikið en vom ákveðnir lyklar að hans persónleika. Auk þess hafði Jón Grindvíkingur skrifað svolítið um þetta fólk; sögur sem hann byggir á munnmælum. Eitt enn fann ég uppi á Landsbókasafni: Það var seðill frá Páli Vídalín til Áma Magn- ússonar. Á þessum seðli var ævin- týri þar sem þau Fuhrmann og Appolónía heita dulnefnum. Þar em gefnir í skyn hlutir sem ég byggi talsvert mikið á. Síðan las ég auðvit- áð Hrafnhettu eftir Guðmund Dan- íelsson og töluvert fleira. Á meðan á þessari heimildarvinnu stóð, punktaði ég hjá mér hluti sem mér fundust athyglisverðir. Síðan setti ég þá alla á tölvudisk sem ég faldi svo niðri í skúffu á meðan ég skrifaði leikritið. Ég leit ekki á heim- ildimar á meðan og þetta er sú saga sem varð til milli þessara gömlu pappíra og mín.“ Eru þá öll samskipti milli per- sónanna hreinn skáldskapur í leikritinu? „Já, nánast öll. Það era til heimildir um sam- skipti Appolóníu og Katarínu, ráðs- konu Fuhrmanns, sem ég nota ekki. Þær heimildir svömðu einfaldlega ekki þeim spumingum sem ég var að spyija. Ég var brennandi af for- vitni yfír því að þetta fór sem fór. Afhveiju giftist hann henni ekki? Afhveiju stefndi hún honum - sem allar konur, með fullu viti, vita að. er mjög óskynsamlegt. Afhveiju gerist þetta hjá þessu fólki sem all- ir laðast að. Appolónía hefur ekkert fyrir því að láta fólk elska sig. Sama má segja um Fuhrmann. Þessar manneskjur sem ég skapa verða fyrir mér - og ég held því fólki sem að þessari sýningu standa - einhverskonar samnefnarar fyrir konur og karla og ástir þeirra. Karl- menn sem séð hafa verkið, hafa gjaman sagt við mig „þessi Appol- ónía. Ég botna bara ekkert í henni. En það er ekki eins og ég þekki ekki fullt af svona konum.“ Hins- vegar eiga karlmenn mun auðveld- ara með að skilja Fuhrmann, þó að konur segi „hann er nákvæmlega eins óskiljanlegur og allir karlmenn. Hann gengur ekki upp frekar en karlmenn yfírleitt.“ Þegar ég var að undirbúa verkið, skoðaði ég mjög námkvæmiega allt sem Fuhrmann gerði á íslandi; bæði bækur og skjöl frá honum. Ekki til að nota það efni, heldur til að byggja undir raunvemleika hans. Líf hans var mjög flókið. Hann er maður sem á í mikilli baráttu við sjálfan sig; tilfinningar sínar og hvatir. En um leið er hann að dmkkna I konum. Á heimilinu er hann með konu sem hann þarf að flýja út á tún. Hann er embættismaðurinn, annarsvegar, og karlmaður - manneskja með hvatir - hinsvegar. Þetta em eigin- lega ósættanlegar andstæður í íslensku samfélagi á þessum tíma. Um leið er hann fulltrúi hins nýja tíma. Hann er maður sem hefur fengið allt vegna eigin verðleika, í valdakerfi, þar sem menn hafa þeg- ið sína stöðu af „almættinu" og enginn hefur spurt hvort þeir geti nokkum skapaðan hlut. Ofan á þetta bætist svo, að I karakter hans era ákveðnir veikleikar - eins og okkur öllum - og við ákveðnar að- stæður verða þessir veikleikar mjög dýrkeyptir. Appolónía og Fuhrmann fram- kalla mjög hættulega eiginleika hvort hjá öðru, við vissar aðstæður. í henni er þessi helþrá og tortíming- arhvöt. Það má segja að lífsgleði hennar þróist yfir í andstæðu sína - toríminguna. Fuhrmann lokast smátt og smátt og verður steinmnn- inn, eftir því sem Appolónía verður ágengari við hann. Þetta er eyðandi ást... Það er sagt að maður sé alla ævi að endurlifa tilfínningaleg samskipti sem maður hefur átt, maður sé allt- af að leita í viss viðbrögð sem mað- ur þekki. Sum em hliðstæð - önnur andstæð. Ef maðúr fær persónu af ákveðinni gerð inn í líf sitt, á örlaga- stundu, og hún snertir tilfinninga- mynstur það sem hefur þróast hjá manni í gegnum ævina, getur hún tortímt manni. Á sama hátt getur fólk kojjiið inn I líf hvors annars á öðmm augnablikum og sambandið getur orðið báðum til góða. Sumir em svo lánsamir að ástir þeirra Leyndardómur vatnsins ROY JACOBSEN OGBÆKUR HANS ROY JACOBSEN rithöfundur Um þessar mundir er norski rithöf- undurinn Roy Jacobsen staddur hér á landi. Hann mun fjalla um ritstörf sín og lesa úr nýlegum verkum í Norræna húsinu í dag (11. mars). Heimsókn hans tengist árlegum fyr- irlestri Óskars Vistdal, sendikennara, um helstu tíðindi í norskum bók- menntaheimi á liðnu ári. „Hér er ósvikinn rithöfundur á ferð“, var sagt um Roy Jacobsen, er gaf út fyrstu bók sína, smásagna- safnið Fangeliv (Fangalíf) árið 1982. Fyrir þá bók hlaut hann bók- menntaverðlaun Taijei Vesaas, sem veitt em fyrir bestu frumraun ungs höfundar. Síðan hefur hann ótvírætt skipað sér í röð fremstu norræna nútímahöfunda, en er þó enn tiltölu- lega lítt þekktur hér á landi. Roy Jacobsen fæddist í Osió árið 1954. Hann ólst upp í Gromddal, ört vaxandi byggðarkjama rétt norður af höfuðborginni. Þá vom uppgangs- tímar í norsku þjóðlífi, næg atvinna, góð laun og bjartsýni ríkjandi. En brátt fóm ný samfélagsvandamál að segja til sín, unglingamir í hverfinu tóku að reykja hass í stað þess að lesa námsbækumar og sjoppumar urðu samkomustaður ofbeldisfullra táninga. Roy Jacobsen óx úr grasi við áður óþekktar aðstæður. Hann lauk stúdentsprófi fyrstur I sinni fjölskyldu og hóf nám í stærð- fræði og félagsfræði við Oslóar- háskóla. En þótt námið væri lær- dómsríkt, fannst honum það vera fjarri lífínu sjálfu, hætti því lestri eftir einn vetur og flutti til Norður- Noregs. Þar lagði hann stund á fjölbreytt störf, vann í físki, byggingavinnu, gerðist grafari í kirkjugarði og leysti sig undan herþjónustu með þegn- skylduvinnu á sjúkrahúsi. Einnig ferðaðist hann nokkuð erlendis, dvaldi meðal annars í Japan, Banda- ríkjunum og ýmsum löndum Austur- Evrópu. í fyrstu bók sinni, smásagnasafn- inu Fangeliv, sækir Roy Jacobsen efnivið í hið rótlaúsa líf unglingahóp- anna og hugarvíl þeirra sem lenda bak við lás og slá. í bókinni örlar þegar á þeim þáttum sem einkenna flest skáldverk hans: Umfjöllun um þá sem em útundan, höfnun á ein- földum lausnum og andstaða við meðaumkvun sem byggist á tilfinn- ingum en ekki rökhugsun. Næsta bók hans, skáldsagan Hjertetröbbel, (Gangtruflun í hjarta), kom út árið 1984. Þar er glímt við gátu tilvemnnar á tölvuöld, þar sem tæknin léttir störfín en ekki lífíð sjálft. Innri þijá mannsins eftir kærleika tekst á við viljann til valda og afleiðingin er að „hjartað fer úr skorðum". Árið eftir sendi Roy Jacobsen frá sér skáldsöguna Tommy og enn er viðfangsefnið sótt til uppvaxtarár- anna I Gromddal. Bókin er spennusaga, þar sem afbrotahneigð virðist tengd erfiðum aðstæðum í bemsku. Tekist er á við þá siðfræðilegu spumingu hvort að- stæður firri menn ábyrgð, en forðast er að veita nokkur svör. Hér kemur fram það sérkenni á verkum Roy Jacobsens, sem ýmsir eiga erfitt með að sætta sig við, en það er að hann hefur lítinn sem eng- an áhuga á að kveða upp dóm eða sannfæra lesandann um hvað sé rétt eða rangt. Skáldsagan Det nye vannet (Nýja vatnið, 1987) er af mörgum talin besta bók höfundar. Viðfangsefnið er sem fyrr ástir, afbrot, samfélag sem er úr tengslum við raunvemleikann og heimur þeirra sem verða undir í hildarleik lffsins. Nýjasta bókin, Virgo /(Meyjan), kom út 1988. Líkt og í fyrri verkum er hér fyallað um þá sem em utan- veltu í samfélaginu, fólk í fjötrum magnþmnginnar fléttu kærleika og haturs. Frásögnin er ögrandi og ógnvekj- andi lýsing á sálarátökum einstæðrar móður og flóknu sambandi föður og dóttur. Virgo er bók sem hlýtur að verða umdeild og vekja til umhugs- unar. Sá sem glímir við vandamál til- vemnnar, finnur ekki mikla von í bókum Roy Jacobsens. Undiraldan sterka er sú að lífið sé erfítt, og nær allar leiðir til lausnar úr heljargreip- um þess reynist blekking og tál. En þó djúpt sé á hinni kristnu von, er lífið ekki óbærilegt. Þeir sem neita að leita hælis í skugga sjálfs- blekkinga, finna að tíminn læknar flest sár. í viðtali sem birtist í bókmennta- tímaritinu „Vinduet", á síðasta ári, segir Roy Jacobsen að íslendingasög- ur hafi haft mikil áhrif á verk sín og að hvergi hafi hann lesið jafn snjalla lýsingu á brotamanni og I Grettissögu. Við getum þvf með örlitlu stolti boðið hinn unga rithöfund velkominn til íslands, þangað sem rætur hug- arsmíða hans kunna að liggja. Höfundar eru María Eyþóradóttir ogGuðni Gunnarsson, nemarí norskum bókmenntum við Há- skóla íslands, undir leiðsögn Viv- iarNordeng, kennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.