Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Landslidið til Hollands? Leikur gegn Groningen í boði Stjóm KSÍ vinnur nú að því að koma á vináttu- leik milli íslenska landsliðsins í knattspymu og hollenska liðsins Groningen. KSÍ hefur leitað að verkefnum fyrir landsliðið og fékk um helgina boð frá Groningen um að leika ytra þann 24. apríl. „Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá en báðir aðilar hafa áhuga á því að leika þennan leik,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ. „Við eigum enn eftir að komast að samkomulagi um ýmis- legt, þar á meðal kostnað. Það má búast við því að þessi ferð, ef af henni verður, muni kosta okk- ur hátt í milíjón," sagði Ellert. 1989 ÞRUUUDAGUR 18. APRIL BLAÐ -B KORFUBOLTI Guömundur Bragason. Landslið- id sigraði Csepel örugglega jr Islenska landsliðið í körfu- knattleik sigraði ungverska liðið Csepel í gær í vináttuleik i Njarðvík, 110:82. Csepel er sterkasta lið Ungverjalands en átti ekkert svar við mjög góðum leik islenska liðsins. Þess má geta að Laszlo Ne- meth, landsliðsþjálfari íslands, þjálfaði lið Csepel fyrir nokkrum ámm. Stig íslands: Guðmundur Bragason 32, Tcitur Örlygsson 20, Valur Ingimund- arson 17, Guðni Guðnason 12, J6n Kr. Gíslason 9, Magnús Guðfinnsson 6, Falur Harðarson 4, Tómas Holton 4, Guðjón Skúlason 4 og Axel Nikulásson 2. Liðin mætast að nýju á morg- un í Laugardalshöllinni. HANDKNATTLEIKUR Slavko Bambir tekur við stjóm Víkingsliðsins JÚGÓSLAVINN Dr. Slavko Bambir var í gærkvöldi ráðinn þjálfari Víkingsliðsins í hand- knattleik. Hann skrifaði undir tveggja ára samning eftir að hafa verið á fundi með leik- mönnum Víkings. „Bambir er þjálfari í f remstu röð og bind- um við miklar vonir við starf hans hjá Víking,“ sagði Hallur Hallsson, formaður handknatt- leiksdeildar Víkings í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bambir hefur þjálfað kvenna- landslið íslands undanfarið ár. Hann mun þjálfa meistaraflokk og 2. flokk karla og hafa umsjón með þjálfun yngri flokka Víkings. Bam- Slavko Bambir ásamt Halli Hallssyni, Víkings, t.v., á fundi í gærkvöldi. Morgunblaðiö/Sverrir formanni handknattleiksdeildar bir byrjar að þjálfa hjá Víkingi 1. maí og mun þjálfa meistaraflokkinn fram í júní. Þá verður tekið sum- arfrí, en síðan byijar Bambir að þjálfa af fullum krafti 1. ágúst. Bambir er fyrrum leikmaður með Zagreb og þá lék hann með lands- liði Júgóslaviu. Hann þjálfaði kvennalið Zagreb 1980-1983 og og varð liðið Evrópumeistari undir hans stjóm. Bambir þjálfaði síðan við karlaliði Zagreb 1983-1986 og þjálfaði liðið þegar það lék gegn KR í Evrópukeppninni um árið. Þess má geta að Bambir var boðið að taka við landsliði Júgó- slavíu fýrir stuttu, en hann hafnaöi því boði. Spænsk og frönsk félög vilja fá Alfreð Gíslason „EG reikna ekki með að taka tilboði Essen og leika með lið- inu næsta keppnistímabil," sagði Alfreð Gíslason, lands- liðsmaður í handknattleik úr KR, þegar hann var spurður út í frétt sem var í Kickerí gær, en blaðið segir að Alfreð gefi Essen ákveðið svar í dag. Það em önnur lið inn í mynd- inni og þá er ekki 100% ákveð- ið að ég fari aftur út til að leika handknattleik," sagði Alfreð. Frönsk og spænsk félög hafa haft samband við Alfreð að undanfömu. „Ég get ekki sagt hvaða félög þetta em, þar sem enginn fastur flötur er kominn á viðræðurnar," sagði Alfreð Gíslason. Kicker sagði frá því að danski landsliðsmaðurinn Erik-Veje Ras- mussen myndi ekki leika áfram með Essen, en hann tók stöðu Alfreðs hjá félaginu. Þá var sagt frá því að Essen væri búið að kaupa hægri- handarskyttuna Frank Arens frá Bayer Leverkusen. Arens er 1.96 m á hæð. KNATTSPYRNA Knattspyrnumenn úr FH á ferð og flugi: Mæta úrvalsdeildarlid- inu Haarlem í Hollandi FH-INGAR fara til Hollands á morgun í boði úrvalsdeildarfé- lagsins Haarlem, leika vináttu- leik gegn því síðdegis og koma síðan aftur til landsins á fimmtudag. að er óhætt að segja að FH- ingar séu á ferð og flugi þessa dagana, því þeir em nýkomnir úr æfinga- og keppnisferð til mið- Ameríku. Landslið íslands lék æfingaleik gegn Haarlem í fyrravor, og lyktaði þeim leik með jafntefli, 1:1. Haarl- em er nú í 9. sæti hollensku úrvals- deildarinnar. „Mikil og góð sam- skipti hafa verið á milli hollenskra félaga og íþróttadeildar Samvinnu- ferða/Landsýnar,“ sagði Þórir Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar FH og starfsmaður SL, en það fyrirtæki sá einmitt um að koma á fyrrnefndum leik Haarlem og landsliðsins í fyrra. „Síðan hafa verið ágæt samskipti okkar á milli, og þeir buðu okkur nú að koma og spila," sagði Þórir. Alfreð Gíslason. HANDBOLTI Modrow- ski hættir hjáVal ívor Þorbimi Jenssyni boðið að þjálfa liðið næsta vetur PÓLVERJINN Stanislav Modrowski, sem verið hefur þjálfari 1. deildarliðs Vals síðustu tvö ár, mun ekki þjálfa liðið næsta vetur. Samingur þjálfarans við Val rennur út í lok þessa keppn- istímabils. Valsmenn hafa farið þess á leit við Þorbjöm Jensson að hann taki við liðinu og við- ræður þar að lútandi eru í gangi. Modrowski tók við liði Vals haustið 1987. Fyrra árið sigruðu Valsmenn tvöfalt, í deildar- og bikarkeppninni. Valsmenn urðu einnig Islandsmeistarar í vetur og eru komnir í undanúrslit bik- arkeppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.