Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 18. APRÍL 1989 B 3 KORFUKNATTLEIKUR / ARSÞING KKI Útlending ar leyfdir Leikjum fjölgað í úrslitakeppninni KORFUKNATTLEIKUR Jóhannes og Ástþór til liðs við IMjarðvík „Eina félagið sem kemurtil greina," segirJóhannes Kristbiömsson Á ÁRSÞINGI KKÍ sem haldið var um helgina var ákveðið að leyfa erlenda leikmenn í ís- landsmótinu í körfuknattleik eftir sex ára hlé. Tillaga þess efnis var samþykkt með mikl- um meirhluta atkvæða en að- eins fjórir fulltrúar af rúmlega 50 voru henni mótfallnir. Erlendir leikmenn eru því lögleg- ir með íslenskum liðum næsta vetur, en geta ekki skipt um félag á meðan á keppnistímabilinu stend- ur. Að því loknu er þeim heimilt að skipta um félag, svo framarlega að félagið sem þeir voru hjá sé því samþykkt. Ef liðið er því mótfallið er leikmaðurinn ólöglegur í átta mánuði með öðru liði. Erlendir leikmenn léku síðast í deildinni fyrir sex árum. Þá þótti ljóst að breyta þyrfti lögum KKÍ um erlenda leikmenn, enda ástandið orðið slæmt. Erlendir leikmenn voru því bannaðir og það er ekki fyrr en nú að þeir eru leyfðir aftur. Eins og sést á reglunum er ýmislegt gert til að ekki fari eins og síðast. Dregiðí riðla Á þinginu var einnig dregið í riðla. Reyndar voru aðeins tvö lið eftir, Valur og Njarðvík. Því var dregið um hvort liðið færi í A-riðil og hvort í B-riðil. Valsmenn tóku sæti í A-riðli og þótti það reyndar vel sloppið því þar voru þijú Suður- nesjalið fyrir! Riðlaskiptingin er því þannig: A-riðill:ÍBK, Valur, Grindavík, ÍR og Reynir Sandgerði. B-riðill: KR, Njarðvík, Haukar, Tindastóll og Þór. Keppnisfyrirkomuleg er það sama og í fyrra en leikjum í úrslita- keppninni hefur verið fjölgað. í undanúrslitum er leikið þar til ann- að liðið hefur sigrað tvisvar, eins og hefur verið, en í úrslitaleiknum verður að sigra í þremur leikjum. Þá var ákveðið að ferðakostnaði dómara yrði dreift jafnt á öll félög deildarinnar. Ein breyting varð á stjórn KKÍ. Jón Þór Hannesson kom í stað Ing- vars Krisinssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kolbeinn Pálsson var endurkjör- inn formaður KKI á ársþinginu um helgina. ÁSTÞÓR Ingason, sem lék með Grindavík í fyrra, hefur ákveðið að fara aftur heim til Njarðvíkur og leika með liðinu næsta vet- ur. Þá hefur Jóhannes Krist- björnsson ákveðið að hætta í KR og fer líklega til Njarðvíkur ef hann á annað borð heldur áfram að spila. Eg er að minnsta kosti hættur í KR og hef ekki ákveðið hvort ég held áfram eða hætti að spila. Ef ég held áfram þá kemur aðeins eitt félag til greina og það er Njarðvík," sagði Jóhannes Krist- bjömsson. „Ég ætla að æfa í sumar og sé svo til í haust hvað ég geri,“ sagði Jóhannes. KNATTSPYRNA / ENGLAND Marwood skaut Arsenal á toppinn Brian Marwood tryggði Arse- nal, 1:0, sigur gegn New- castle í 1. deild ensku knattspym- unnar um helgina. Við sigurinn endurheimti Arsenal efsta sætið. Vonir West Ham um áfram- haldandi vem í deildinni minnk- uðu til muna er liðið tapaði, 2:1, heima gegn Southampton. Rod- ney Wallace skoraði fyrir gestina, þegar 33 sekúndur vora liðnar, en Liam Brady jafnaði úr víta- spymu. Paul Rideaout gerði sigur- markið snemma í seinni hálfleik. Luton og Coventry gerðu 2:2 jafntefli og sáu heimamenn um að skora. John Dreyer og Danny Wilson skoraðu í rétt mark, en Steve Foster og David Beaumont gerðu sitt sjálfsmarkið hvor. Derby vann Manchester Utd., 2:0. Gary Micklewhite og Paul Goddard skoraðu. Tottenham vann Wimbledon, 2:1,. Paul Stewart og Chris Waddle skoraðu fyrir Tottenham en Eric Young fyrir Wimbledon. HANDKNATTLEIKUR / SPANN Kristján áfram hjá Teka „EG reikna fastlega með að ég verði áfram hér í Santand- er og leiki með Teka,“ sagði Kristján Arason, landsliðs- maður i handknattleik. Að undanförnu hafa þrjú félög í V-Þýskalandi haft samband við Kristján og óskað eftir því að fá hann«sínar raðir. Félög- in eru Gummersbach, Dorma- gen og Milbertshofen. W Eg kann vel við mig hér í Sant- ander,“ sagði Kristján, sem hefur nú fengið formlegt boð frá Teka um að hann leiki einnig með félaginu næsta keppnistímabil. „Það er of mikið rót að fara að rífa sig aftur upp og fara til V-Þyskalands.“ Kristján Arason og félagar hans unnu Valencia, 22:20, á sunnudaginn og halda fyrsta sæt- inu. „Við náðum okkur ekki á strik. Það eina sem var gott við leikinn vora tvö stigin sem við fengum,“ sagði Kristján, sem skoraði eitt mark. „Við eigum þijá erfiða leiki framundan. Fyrst fáum við At- letico Madrid í heimsókn og síðan þurfum við að fara tvær ferðir til Barcelona - til að leika gegn Barcelona og Granollers. Við verðum helst að ná tveimur stig- um út úr Barcelonaferðunum," sagði Kristján. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND „Rambo“ skoraði med þrumufleyg DORTMUND og Bayern Miinc- hen gerðu jafntefli, 1:1, í f rá- bærum leik í Dortmund, þar sem markverðir liðanna kom í veg fyrir að leikurinn færi, 5:5, með stórgóðri markvörslu. 53.731 áhorfendi sáu Giinter Breitzke skora fyrst fyrir heimamenn, en „Rambo“ - Hans Pfliigler, jafnaði fyrir Bay- ern, með þrumuskoti af 25 m færi. Leikurinn var stórgóður. Pflu- gler og Klaus Augenthaler léku mjög vel hjá Bayern, en bestu menn Dortmund vora Wolfgang de Beer, markvörður og Giinter Breitzke. Jiirgen Klins- mann skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart - sem vann Bochum, 3:1. Eike Immel, markvörður Stuttgart, FráJóni Halldórí Garðarssynl ÍV-Þýskalandi meiddist í upphitun og lék hann ekki með eins og Ásgeir Sigurvins- son. Gudio Buchwald meiddist í leiknum - tognaði á hné og er ta- lið að rifa hafi komið í liðband. Maurizio Gaudino skoraði þriðja mark Stuttgart. Leikmenn Köln voru afar óhress- ir þegar gott mark var dæmt af Pierre Littbarski, en þeir urðu að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Leverkusen. Pólverjinn Furtok skoraði tvö mörk fyrir Hamburger, sem vann Nurnberg, 3:2. Uwe Bein skoraði þriðja markið. Annar Pólverji var á skotskónum. Það var Turowski, sem skoraði þrjú mörk fyrir Frankfurt, 3:1, gegn Karlsruher. Kristján Arason segir nánast ákveðið að hann verði áfram hjá spænska félaginu teka næsta vetur. Undanúrslit í bikarkeppni HSI fara framíkvöld Undanúrslitin í bikarkeppni HSÍ í meistaraflokki karla fara fram í kvöld. ÍR og FH eigast við í Seljaskóla kl. 20.00 og Valur og Stjarn- an leika að Hlíðarenda kl. 20.30. ■FH-b og Valur-b (Mulningsvélin) leika í Seljaskóla í kvöld kl. 21.15 úrslitaleik um efsta sætið í 3. deild. FráAtla Hilmarssyni á Spáni Þjátfari Teka með spænska landsliðið? CARCIA Cvesta, þjálfari Teka, mun að öllum líkindum taka við stjórn spænska landsliðsins í handknattleik. Júgóslavinn Branislav Pokrajac hefur lengi verið orðaður við liðið, en ekki hafa náðst samningar. Blöð á Spáni sögðu frá því í gær að nú væri Cvesta kominn inn í myndina, en hann þjálfaði lands- liðs Bandarílqamanna á undan Pokrajac og Banda- rílq'amenn hafa ósk- að eftir því að hann komi aftur til þeirra { sumar. Ef Cvesta verður ráðinn - þá mun hann stjórna spænska landsliðinu fram yfir Ólympíuleika í Barcelona 1992. Teka áfram á toppnum Teka hélt toppsæti sínu þegar félagið vann Valencia, 22:20, um helgina. Mela og Vialldea skoruðu flest mörk Teka, eða sjö hvor. Kristján skoraði eitt. Granollers mátti þola tap, 20:21, gegn Atletico Madrid. Heimamenn skoraðu sigurmarkið úr horni þegar tvær sek. vora til leiksloka. Hermida skoraði flest mörk At- letico, eða fjögur. Per Carlen skor- aði fimm mörk fyrir Granollers, en Atli tvö. Granollers vann Lagisa stórt, 33:23, fyrir helgina. Martin skoraði þá sjö mörk, en Atli fjögur. Teka er efst með 11 stig, en Atletico Madrid hefur 10. Caja Madrid er með 9 og einn leik til góða, Barcelona 8 og einn leik til góða, Granollers 8, Valencia 6 og Bidasoa og Lagisa ekkert. Daninn Kim Jakobsen, sem leikur með Uniexpress, hefur skorað flest mörk á Spáni, eða 176. Hann skor- ar ekki undir tíu mörk í leik. Kristján er í tuttugasta sæti yfir markahæstu menn, með 83 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.