Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. APRIL 1989 B 5 Reuter |að í gær og fyrradag, til að votta ann fræga. „Frá tveimur heppnum iþátt- ikeppni umhverfís velli til að vernda leikmenn og koma í veg fyrir ólæti á milli stríðandi fylkinga. Slysið í Sheffield er hið mestá á íþróttavelli síðan 24. maí 1964, er 320 áhorfendur létu lífið á þjóðarleik- vangi Perú í Lima. 72 fórust á heima- velli River Plate í Argentínu 1968. Næst mannskæðasta slys á Bret- landseyjum átti sér stað á heimavelli Glasgow Rangers í Skotlandi árið 1971, er 66 fórust. 56 manns létu lífið, þegar kviknaði í stúku Bradford fyrir flórum árum. la leik- reiu“ okkur gáfu samt til kynna hvað hafði gerst og fljótlega gekk um völlinn að fimm til sex væru látnir. Sú tala hækkaði fljótt, en staðreyndirnar lágu ekki fyrir fyrr en heim var kom- ið,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn hjá Sheffield Wednesday. Sigurður sagði að margt væri óljóst varðandi þetta hörmulega slys, en athyglin beindist fyrst og fremst að öryggismálum. „Fólk er mjög reitt út í alla, sem hafa með öryggis- gæsluna að gera og krefst úrbóta strax. Beðið er um að girðingar um- hverfis alla velli verði fjarlægðar til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, en Ijóst er að slysið á eftir að draga dilk á eftir sér,“ sagði Sigurður. Áhorfandi sem missti meðvitund og rankaði við sér meðal látinna: Það sem gerðist eftir að liðin komu inn á völlinn var martröð EINN áhangenda Liverpool, sem missti meðvitund, og rankaði við sér meðal látinna, lýsir atburðarásinni íbréfi sem birtist í The Times í gær. Hann segir að áhangendur Liverpool liðsins hafi lent í töfum vegna vegaframkvæmda í Pennínafjöllum og vegna fyrir- mæla lögreglu í GuðmundurH. Sheffield. Þess Frímannsson vegna hafi þeir skrífarfrá verið seinir fyrir. Þegar hann hafí komið inn á leikvanginn hafi hann ekki verið fleytifullur af fólkr. „Það sem gerðist eftir að liðin komu inn á völlinn var martröð. Sífellt jókst fólksfjöldinn og þrýst- ingurinn varð meiri og meiri. Við þrýstumst framar, sífellt nær grindunum, fólk byijaði að hrópa og biðja alla að færa sig aftar. Brátt byijaði fólk að troðast und- ir, algerlega hjálparlaust. Fólk gat ekki andað en samt opnaði lög- reglan ekki hliðið inn á völlinn." Hann segist sjálfur hafa komist næstum því í gegnum hliðið en þá hafi hann ekki getað andað og hann muni síðast að lögreglan hafi náð fimm mönnum og komið þeim í sjúkrabíl. „Það næsta sem ég man var að ég lá á vellinum og verið var að þrýsta á bijóstið á mér af einhveijum ástæðum. Eg sá átta látna i kringum mig, einn þeirra var sjö ára strákur.“ íuémR FOLK ■ LIVERPOOL vildi ekki leik„ undanúrslitaleikinn á Hillsborough og bar fram mótmæli þess efnis fyrir hálfum mánuði. Rökin voru að ekki kæmust allir að sem vildu. Þá mótmælti félagið því að stuðningsmenn þess skyldu vera vestan megin, því þar væru mun færri stæði en í hinum endanum. Liverpool fékk 24.000 miða á leik- inn, en Nottingham Forest 28.000. Frá Bob Hennessy i Englandi ■ / STÆÐUNUM, sem eru hólf- uð, eru lágar grindur, sem áhorf- endur geta stutt sig við. Þær eiga að þola 600-1000 kg þrýsting á hvern metra, en gáfu sig sem pípu- hreinsarar. undan þrýstingi áhorf- enda með hinum hörmulegu afleið- ingum. ■ Á SÍÐUSTU 10 árum hefur verið eytt milljón pundum (um 90 milljónum ísl. kr.) í endurbætur á Hillsborough. Völlurinn hefur ver- ið talið einn sá öruggasti í Eng- landi og þar hafa m.a. 20 leikir í undanúrslitum bikarkeppni farið fram. ■ DERBY verður fyrst félaga til að taka mótmæli fólks til greina, vegna girðinga umhverfis leikvelli. Eftir slysið á Hillsborough var helsta krafan að fjarlægja ætti þessar girðingar til að stofna lífi áhorfenda ekki í hættu og í dag verður hafist handa á Baseball Ground, heimavelli Derby. Li- verpool vill fjarlægja allar girðing- ar fyrir næsta leik, hvenær sem hann verður, Wimbledon ætlar einnig að bregðast skjótt við sem og Tottenham. ■ LEIKMENN Liverpool og stjórnendur fóru á sjúkrahús í Sheffield í gær og færðu slösuðum gjafir. Við það tækifæri sögðu Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri 1. deildar liðs Liverpool, og John Bames, leikmaður, að áhugi á að leika knattspyrnu væri mjög svo takmarkaður. „Enginn hugsar um að leika knattspyrnu á þessari stundu, en efst í huga okkar er að létta undir með þeim, sem eiga um sárt að binda,“ sagði Dalglish. ■ BOBBY Robson, landsliðs- þjálfari, valdi fimm leikmenn Nott- ingham Forest og þrjá frá- Liverpool í landsliðshópinn fyrir leik í undankeppni HM gegn Al- baníu í næstu viku. Robson sagð- ist vel skilja ef þessir leikmenn gæfu ekki kost á sér. MLIVERPOOL hefur þegar gefið 100.000 pund í sérstakan sjóð, sem borgarstjórn Sheffield stofnaði til styrktar aðstandendum hinna látnu. Bmce Grobbelaar, markvörður Liverpool, gaf sjálfur 1.000 pund, en í gær höfðu safnast um 700.000 pund. Reuter Hryggur Liverpool-aðdándi situr einn og yfirgefinn á Hillsborough-leikvanginum eftir slysið. Auglýsingaspjöld, sem liggja fyrir framan hann, voru notuð sem sjúkrabörur. Nýr leikur háður samþykki Liverpool ENSKA Knattspyrnusamband- ið ákvað í gær að setja leik Liverpool og Nottingham For- est í undanúrslitum bikar- keppninnar á að nýju sunnu- daginn 7. maí. Graham Kelly, framkvæmdastjóri Sambands- ins, sagði að leikurinn færi aðeins f ram með samþykki Liverpool, en stjórn félagsins fundar um málið í dag. Stjórn Liverpool óskaði eftir því um helgina að öllum leikjum liðsins, sem eftir eru á tímabilinu, yrði frestað um óákveðinn tíma. Knattspymusambandið brá skjótt við og frestaði fyrirhuguðum leik Liverpool og West Ham á morgun, leik Liverpool og Arsenal, sem vera átti á sunnudag, og einnig leik Everton og Derby og Arsenal og Wimbledon, sem vera áttu í kvöld. Hvað bikarkeppnina varðar vom skiptar skoðanir, en innan Liverpool var ekki áhugi á að halda áfram. „Að vera tvívegis vitni að slíkum hörmungum á fjórum ámm er ólýs- anlegt áfall og ég sé ekki hvernig Reuter Lafði Díana, til hægri, ræðir við einn þeirra sem slasaðist á Hiilsboraugh á laugardag, og móður hans, á sjúkrahúsi í gær. Prinsessan af Wales kom þang- að ásamt eiginmanni sínum, Karli Bretaprins. Einkaviðtal við Whelan á morgun Eftir heimsókn leikmanna og forráðamanna Liverpool til Sheffield í gær var gefin út til- kynning þess efnis að leikmenn- imir ræddu ekki við fréttamenn um harmleikinn. Bob Hennessy, fréttaritari Morgunbiaðsins í Eng- landi, náði hins vegar áður tali af Ronnie Whelan, fyrirliða Li- verpool, og birtist viðtalið í Morg- unblíiðinu á morgun. er hægt að halda keppninni áfram,“ sagði Peter Robinson, fram- kvæmdastjóri félagsins, áður en ákvörðun Knattspyrnusambandsins lá fyrir. Kelly sagði að stjórn Knatt- spyrnusambandsins hefði taiið rétt að halda áfram með keppnina. „Við virðum ákvörðun Liverpool, hver sem hún verður, en vonum innilega að Liverpool sjái sér fært að vera með. Að okkar mati á úrslitaleikur- inn að vera til minningar um hina látnu, þar sem ekki skiptir máli hver sigrar." íuém FOLX MMARK Hughes, leikmaður Manchester United, var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum 1. deildar á sunnudag. Steve Nichol, Liverpool, var í 2. sæti og Bryan Robson, Manchester United, í 3. sæti. Til greina kom að fresta af- hendingunni, „en hátíðin var kær- komið tækifæri fyrir knattspymu- menn til að votta þeim sem létust á Hillsborough virðingu sína,“ sagði Gordon Taylor, ritari félags 1. deildar leikmanna. Að lokinni afhendingunni var mínútu þögn, en í stað fyrirhugaðrar skemmtunar fór fram fjársöfnun fyrir ættingja hinna látnu og söfnuðust 11.000 pund. MSKOSKA Knattspyrnusamband- ið hefur ákveðið að allur ágóði af leik Skotlands og Kýpur í undan- keppni HM i næstu viku, sem Guð- mundur Haraldsson á að dæma, renni til aðstandenda þeirra er lét- ust í slysinu. Verði uppselt er gert ráð fyrir að hagnaður verði um 250.000 pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.