Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 8
ÍÞfémR BORÐTENNIS / ISLANDSMOTIÐ Kjartan Briem, KR, vann íslandsmeist- aratitlinn í einliða- leik annað árið í röð. Ragnhildur Sigurðardóttir, sem keppti nú fyrir Stjömuna, gerði enn bestur og vann í einliðaleik kvenna í níunda sinn. Morgunblaðiö/Einar Falur „Rafmagnsleysið kom mér í gang“ - sagði Kjartan, sem varði titilinn í einliðaleik karla. RagnhildurSigurðardóttirsigraði í 9. sinn í kvennaflokki „ÉG hef ekki spilað vel að und- anförnu. Álagið hefur verið mikið, ég hef æft stíft og spilað mikið — er þreyttur. En ég reif mig upp í undanúrslitunum — rafmagnsleysið kom mér í gang,“ sagði KR-ingurinn Kjart- an Briem við Morgunblaðiðeft- ir að hann hafði varið íslands- meistaratitilinn í einliðaleik karla íborðtennis á sunnudag, en mótið fór fram í Laugardals- höll um helgina. Kjartan vann félaga sinn, Hjálmtý Hafsteinsson, 3:2 í jöfnum og spennandi úrslitaleik. Hjálmtýr lék mjög vel og yfirvegað ■■■■■■■■ á mótinu, sigraði í Steinþór tvíliðaleik með Tóm- Guðbjartsson asj Guðjónssyni, en varð enn einu sinni að láta í minni pokann í úrslitum einliðaleiks. Kjartan lék gegn Tómasi Sölva- syni í undanúrslitum og tapaði tveimur fyrstu lotunum, 13-21 og 16-21. Þá fór rafmagnið, hlé var gert á keppni í tæpan hálftíma, Kjartan kom tvíefldur til leiks á ný og vann næstu þrjár lotur, 21-16, 21-5 og 21-14. „Sigurfyrir KR“ Kjartan, sem stefnir á að ljúka stúdentsprófí um næstu áramót og fara síðan til Svíþjóðar til að æfa borðtennis, sagði að breiddin á meðal þeirra bestu væri sífellt að aukast. „Keppnin var opnari en oft áður og hver sem var af sex efstu gat sigrað. En mótið í heild var fyrst og fremst mikill sigur fýrir KR. KR-ingar voru í fjórum efstu sætunum í einliðaleik karla, áttu bæði úrslitapörin í tvenndarkeppni, og sama var uppi á teningnum í tvíliðaleik karla. Þá sigraði KR í tvíliðaleik kvenna, lék til úrslita í einliðaleiknum og sigraði í flokka- keppninni 14 árið í röð,“ sagði Kjartan. „Fékk enga keppni" Ragnhildur Sigurðardóttir hefur verið nánast ósigrandi í einliðaleik kvenna síðan 1978 og sigraði nú frekar auðveldlega. Hún varð ís- landsmeistari 1978, 1979, 1980, 1981, 1983, 1985, 1987 og 1988. „Ég fékk enga keppni og þannig hefur það verið í vetur. Breiddina vantar og sennilega væri best að ungu stelpurnar æfðu með og léku gegn strákum til að ná enn meiri framförum," sagði íslandsmeistar- inn. Ragnhildur, sem er 25 ára nemi í íþróttakennaraskóla íslands og tveggja bama móðir, hafði mikla yfirburði. „Reyndar hef ég ekkert æft borðtennis í vetur og ætlaði að hætta, en hef mætt á mótin með því hugarfari að sigra og það hefur tekist. Keppnisskapið hefur nægt,“ sagði Ragnhildur, sem hefur keppt fyrir Stjömuna í vetur, en var áður í UMSB. Tómas enn á toppnum Tómas Guðjónsson og Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, sigmðu í tvíliða- leik karla eins og fyrr segir, en Tómas, sem hefur verið yfirburðar- maður í íþróttinni hérlendis í rúman áratug, fékk einnig gullverðlaunin í tvenndarkeppni ásamt Berglindi Sigurjónsdóttur. „Ég æfi og keppi mér til gamans en ekki með langtímamarkmið í huga. Hins veg- ar er ljóst að til að ná aukinni breidd og framfömm verður að huga meir að uppbyggingunni og ' efla hana,“ sagði Tómas. Friðrik Ragnarsson. ítfémR FOLK ■ JAKOB Jónsson, handknatt- leiksmaður úr KA, er nú á Græn- land. Hann var ráðinn til að þjálfa lið K-1933 fyrir meistarakeppnina þar í landi í vor. Hugsanlegt er að Jakob leiki með liðinu í keppninni, en hann kemur síðan heim aftur í vor. ■ SVO gæti farið að hvorki Haukur Torfason né Magnús Jón- atansson, knattspyrnudómarar frá Akureyri, yrðu í eldlínunni í sum- ar, en þeir vom í 20 manna hópnum sem valinn var til starfa í 1. og 2. deild í sumar. Dagur segir frá því að hvomgur komist í þrekpróf dóm- ara 21. þessa mánaðar — Haukur vegna vinnu og Magnús vegna meiðsla, en hann var skorinn upp á hné nýlega. ■ BJARNI S. Konráðsson, íþróttakennari, kynnir í kvöld á Akureyri ritgerð sína um þjálfun fjögurra 1. deildarliða í knatt- spymu, sem hann skrifaði sem loka- verkefni við íþróttaháskólann í Köln í Vestur-Þýskalandi. Fund- urinn í kvöld verður í KA-heimilinu og hefst kl. 20. Niðurstöður ritgerð- arinnar verða kynntar og ræddar. Allir em velkomnir. ■ FRIÐRIK Ragnarsson var stigahæstur á Norðurlandamóti unglingalandsliða, sem fór fram íFinnlandi um helgina. Hann skor- aði 100 stig. Islenska liðið vann sinn fyrsta leik í tíu ár á NM, þeg- ar það vann norska liðið, 77:66. Aftur á móti tapaði liðið fyrir Svíum, 75:79, Dönum, 68:90, Finnum, 64:124. Nökkvi Jónsson tók næst flest fráköst á mótinu. GLIMA / SVEITAGLIMA ISLANDS 1989 Kristján stöðv- aði sigurgöngu Ólafs Hauks Hörður Magnússon skritar Þingeyingar komu, sáu og sigraðu í sveitaglímu íslands. Sigur þeirra kom þó ekki á óvart, þar sem þeir hafa verið ósigrandi til margra ára. Sigurinn var þó naumur því harð- skeyttir KR-ingar veittu þeim harða keppni og úrslit réðust ekki fyrr en í lokaglímunum. Mikið gekk á í glímunum og mesta athygli vakti þegar gömlu kempunni Kristjáni Yngvasyni tókst að leggja_ Olaf Hauk Ólafsson að velli, en Ólafur Haukur hafði ekki tapað glímu síðan 1987. Var gaman að sjá til Kristjáns. Þrátt fyrir að vera kom- inn á fimmtugsaldurinn lætur hann engan bilbug á sér fínna og er í mjög góðri æfingu. Þessi glíma réði úrslitum og getur Ólaf- ur nagað sig í handabökin. Keppt var í ijóram flokkum og kepptu tvær sveitir í hverjum flokki. HSK hafði mikla yfirburði í yngsta flokkinum enda mikil gróska í unglingastarfínu fyrir autan Qall. Urslit/B6 >/•■ Morgunblaöið/Einar Falur Þingeyingar komu, sáu og sigmðu í sveitaglímu íslands sem fram fór um helgina. Úrslitin réðust í síðustu glímunni er Ólafur H. Ólafsson, KR, tapaði sinn fyrstu glímu í tvö ár. Á myndinni er sigursveit HSÞ. GETRAUNIR: 1X1 X 2 X 212 X 1 X LOTTO: 2 3 8 15 18 +20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.