Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 2
2 B I11 8 t * M * v'FI * Fí MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 18. APRÍL 1989 LYFTINGAR / NORÐURLANDAMÓT Sex íslendingar á verðlaunapallinn „MÓTIÐ hér á Akureyri er besta Norðurlandamót sem ég hef starfað við,“ sagði Jörgen Moritzen, formaður lyftingasambands Norður- landa, eftir NM í ólympískum lyftingum, sem fór fram á Akureyri. w Eg er mjög- ánægður með framkvæmd mótsins. Það Haraldur Ólafsson fjórði stigahæstur eina sem skyggði á mótið var son var ekki langt frá því að hvað fáir áhorfendur komu,“ næla sér í gullverðlaun. Hann ■■■■■■ sagði Birgir Borg- hafði ekki heppnina með sér í Reynir þórsson, formaður síðustu jafnhöttun sinni. Guð- Eiríksson Lyftingasambands mundur fékk silfur. Það fengu skrífar íslands. 34 kepp- einnig þeir Haraldur Ólafsson og endur tóku þátt í Agnar Jónsson. Snorri Arnalds- mótinu. son, Tryggvi Heimisson og Guð- Sjö íslendingar tóku þátt í mundur Sigurðsson fengu brons. mótinu og komust sex þeirra á Svíar fengu flest stig, eða 102. verðlaunapall. Guðmundur Helga- Norðumenn fengu 82, Islendingar 57, Danir 35 og Finnar 24.. Ja- arli Pirkkio frá Finnlandi varð stigahæstur með 393,533 stig, en Haraldur Ólafsson varð fjórði stigahæsti keppandinn með 359.252. ■ Úrslit/B6 SKÍÐI / ALÞJÓÐLEGT SKÍÐAMÓT Á ÍSLANDI „Kem aftur næsta vetur til ad vevja titilinn“ - sagði Sverre Melby frá Noregi sem vann Flugleiðabikarinn íHémR FOLX ■ ÞORVALDUR Orlygsson skoraði eitt mark fyrir Paterborn, þegar félagið vann Verl í West- falen-áhugamannadeildinni í V- Þýskalandi. Félag- ið, sem var í næst neðsta sæti, færðist upp um tvö sæti við sigurinn. FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi ■ SAMPDORÍA á Ítalíu er til- búið að borga Kaiserslautem níu millj. ísl. kr. fyrir v-þýska landsliðs- manninn Wolfram Wuttke. ■ JÚRGEN Hartmann hefur framlengt samning sínum við Stuttgart um tvö ár. M ESSEN Ieikur til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa gegn franska félagið Créteil. Erik-Veje Rasmussen átti stórleik þegar Ess- en vann Bidasoa fá Spáni, 29:22, um helgina. Hann skoraði 9/2 mörk. Stefan Hecker, markvörður Essen, hélt upp á þrjátíu ára af- mælisdag sinn með því að veija 17/2 skot í leiknum. ■ TÉKKNESKI markvörðurinn Barda varði mjög vel þegar Diisseldorf vann Caja Madrid, 24:17, í IHF-keppninni. SVERRE Melby frá Noregi varð stigahæstur í mótröð Skíða- sambands íslands sem lauk í Bláfjöllum á laugardaginn og vann Flugleiðabikarinn 1989. Hann hlaut samtals 105 stig úr FIS mótunum sex. Valdimar Valdimarsson, Akureyri, varð annar með 98 stig og Michael Lichtenegger frá Austurríki þriðjimeð71 stig. Síðast mótið fór fram í Bláfjöll- um á laugardag og var keppt í svigi. Þar sigraði Valdimar Valdi- marsson, Akureyri. En hann sigraði ■■■■■■ einnig í fyrsta svig- ValurB. mótinu á Akureyri Jónatansson 0g kemur árangur skrífar hans nokkuð á óvart. „Ég er mjög ánægður með þessi mót. Þetta framtak Skíðasambandsins hefur heppnast frábærlega og verður að vera framhald á. Ég hugsaði nú ekki mikið um fyrsta sætið í sviginu á laugardaginn, heldur að komast klakklaust í mark því ég vissi að ég átti möguleika á að vinna bikar- inn,“ sagði Valdimar sem varð að láta sér lynda annað sætið í keppn- inni samanlagt. Norðmaðurinn, Sverre Melby, varð annar á laugardaginn og nægði það honum til að vinna Flug- Ieiðabikarinn. „Þetta hefur verð mjög skemmtilegt mót. Ég er ákveðinn í að koma hingað aftur næsta vetur til að veija •titilinn," sagði Melby. Hann er 20 ára og keppir fyrir skíðafélga í Osló. Hann er einn af fimm bestu svigmönnum Norðmanna. Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, sigraði í sviginu í Blá- fjöllum á föstudaginn og varð þriðji á laugardaginn, en þá hafði hann besta tímann eftir fyrri umferð. Hann hlaut samtals 64 stig og varð Ijórði samanlagt. Daníel Hilmars- son, Dalvík, varð fimmti hlaut sama stigafjölda og Örnólfur. Motið tókst mjög vel í alla staði og voru allir erlendu keppendumir á einu máli um að framkvædin hafi verið íslendingum til fyrir- myndar. Alls voru 24 erlendir kepp- „Mótið á eftir að verða mun sterk- ara í framtíðinni“ - Herwig Demschar, þjálfari og fararstjóri Austurríkismanna Mótið tókst í alla staði mjög r r vel og það var gaman að sja hversu hart mótshaldarar lögðu sig fram. Ég hef trú á því að mó- tið eigi eftir að verða mun sterkara í framtíðinni, en þetta tekur allt sinn tíma,“ sagði Herwig Demsc- har, þjáflari og fararstjóri aust- urrísku keppendanna. Demschar, sem hefur starfað hjá austurríska skíðasambandinu í þijú ár, kom ekki einungis vegna þessa móts, heldur einnig til að kanna aðstæður til æfinga fyrir aust- urríska landsliðið sem er eitt það sterkasta í heiminum í dag. „Að- stæður hér hafa komið mér skemmtilega á óvart. Snjórinn er góður og brekkumar eins og best verður á kosið fyrir svig í Bláfjöllum og svig, stórsvig og risasvig á Akur- eyri.“ Hann mun gefa austurrís'ka sam- bandinu skýrslu um heimsókn sína til íslands. „Ég reikna með að við sendum hingað mann í sumar til að kynna sér aðstæður í Kerlinga- fjöllum. Ef honum líst vel á þær má búast við að við reynum að senda hingað austurríska A-Iands- liðið í haust til æfinga. Undanfarin ár hefur snjóleysi háð skíðamönnum í mið-Evrópu og því tilvalið tæki- færi að kanna aðstæður hér betur. Við höfum þurft að fara alla leið til Ástralíu til æfinga á haustin en því ekki að koma til íslánds.“ endur sem tóku þátt í mótinu auk íslendinganna sem vom 32. ■ Úrslit/ B6 Morgunblaðið/Þorkell Valdimar Valdimarsson frá Ak- ureyri (til vinstri) og Örnólfur Valdi- marsson, Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkel! Sverre Melby frá Noregi hampar hér Flugleiðabikarnum. ■ LEMOG vann þýðingarmikinn sigur, 20:18, yfir Göppingen í Bundesligunni. Fallbaráttan er hörð þar. Hofweier er gott sem fallið, með 15 stig. Lemgo, Göppingen og Leutershausen em með 18 stig og Milbertshorfen 19 stig. ■ CELTIC gerði þijú mörk á fyrstu 28 mínútunum í bikarleikn- um gegn Hibernian í undanúrslit- um á sunnudaginn. Celtic, sem er núverandi bikarmeistari, fékk sann- kallað óskastart. Mörkin þijú gerðu Mick McCarthy, Mark McGhee og Andy Walker, en Steve Arc- hibald minnkaði muninn fyrir Ed- inborgarliðið í síðari hálfleik. ■ CHRIS Morris, varnarleik- maður Celtic, leikur ekki meðírum gegn Skotum í heimsmeistara- keppninni í Dublin 26. apríl. Lands- liðshópur írlands er skipaður þess- um leikmönnum: Pat Bonner og Gerry Peyton, markverðir og varn- arleikmennirnir Chris Hughton, Mick McCarthy, Kevin Moran, Steve Staunton, Paul McGrath og David O’Leary. Miðvallarspilar- ar eru: Ronnie Whelan, Ray Ho- ughton, Kevin Sheedy, Andy Townsend, Liam Brady og sókn- arleikmenn eru: Niall Quinn, Tony Cascarino, Frank Stapleton, Tony Galvin og John Aldridge ■ ÍSLANDSMÓTIÐ í pútti verður haldið í Brodaway sunnu- daginn 23. apríl. Keppni hefst kl. 18 og um kl. 21 mun landsliðs- þjálfarinn í golfi, John Garner, halda púttsýningu. Valdimar bestur íslendinganna VALDIMAR Valdimarsson frá Akureyri var sá íslendingur sem stóð sig best á FIS mótunum. Hann sigraði tvívegis í svigi og varð einu sinni annar. Valdimar sagði að árangurinn hafi ekki komið sér svo mjög á óvart. „Ég æfði vel s.l. sumar og kom því vel undirbúinn til leiks. Veðrið setti þó strik í reikninginn framan af vetri, en ég hef verið að finna mig vel upp á síðkastið,“ sagði Valdimar. „Ég bryjaði níu ára að æfa og hef alltaf æft á Akureyri fyrir utan einn vetur á ísafirði. Ég hef náð að bæta mig verulega á þessum mótum frá því sem ég átti áður, hef nú 64 stig í svigi og 82 í stórsvigi." Valdimar segist stefna að því að bæta sig enn og komast á ólympíuleika eða heimsmeistaramót. „Þetta er bara rétt að byija hjá mér og er bjart- sýnn á framtíðina.“ En er skíðaíþróttin á uppleið hér á landi? „Já, ég held það. Það eru að koma upp mjög sterkir árgangar og það eru fleiri sem æfa en áður. Ef rétt verður haldið á málunum hjá Skíðasambandinu þá held ég að betri árangur eigi eftir að skila sér í framtíðinni." Valdimar, sem sigraði í bikarkeppni SKÍ, vildi taka það fram að þjálfari sinn, Júgóslavinn Florian Jacodek, ætti stóran þátt velgengni sinni. Eins væru vinnuveitendur hans mjög velviljaðir í hans garð, en hann starfar hjá Kjarnafæði á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.