Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 18. APRÍL 1989 ■:' . >■■'-■■ - 4 B HARMLEIKURINN A HILLSBOROUGH I SHEFFIELD Mestaslys á breskum íþrótta- leikvangi 94 létu lífið í mannþrönginni NÍUTÍU og fjórir létust, þar á meðal mörg börn, í mesta slysi sem orðið hefur á íþróttaleik- vangi á Bretlandi sem varð á Hillsborough leikvanginum í Sheffield skömmu eftir að leik- ur Liverpool og Nottingham Forest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar hófst á laug- ardag. 44 menn liggja enn á sjúkrahúsum borgarinnar og er óttast um líf fjögurra þeirra. Flestir hinna látnu köfnuðu eða mörðust til bana þegar mörg þúsund áhorfendur ruddust fram í miklum þrengslum sem mynduðust þegar fjölda manns var hleypt inn á leikvanginn án aðgöngumiða. Lögreglan í Sheffield hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að opna aðgönguhlið fyrir hátt í tvö þúsund knattspyrnuáhugamenn sem safn- ast höfðu saman fyrir utan inn- ganginn eftir að leikurinn hófst. Talsmaður Royal Halamshire- sjúkrahússins í Sheffield sagði að um 80 manns hefðu misst útlimi sem rifnað höfðu frá liðskálum fórn- arlambanna í troðningnum. Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað opin- bera rannsókn á orsökum slyssins. Hlið opnað Harmleikurinn hófst þegar lög- regla opnaði aðgönguhlið og hleypti hátt í tvö þúsund manns inn á yfir- full áhorfendastæði stuðnings- manna Liverpool liðsins. Óp kváðu við þegar ungir knattspyrnuáhuga- menn og böm krömdust upp við stálgrindur sem aðskilja áhorfenda- stæðin frá knattspyrnuvellinum. Örvæntingarhróp deyjandi fólks köfnuðu í hrópum stuðningsmanna Nottingham liðsins sem gerðu sér enga grein fyrir harmleiknum á hinum enda leikvangsins. Áhorfendur fyrir utan stálhliðin reyndu að koma kafnandi fólki til hjálpar en gátu ekkert aðhafst. Karl og kona lýstu því hvemig þau reyndu árangurslaust að halda lífi í ungri stúlku sem marðist upp við stálgrindurnar með því að blása í munn hennar í gegnum möskva á vímetinu. Frávita af skelfingu klöngmðust áhorfendur upp á axlir hvers annars og teygðu sig í girð- inguna til að komast í skjól. Sumum var bjargað yfir girðinguna þar sem ráðþrota lögreglumenn, sem gátu enga björg veitt, tóku á móti þeim. Aðrir náðu að klifra upp á efri sval- ir áhorfendastæðanna. Mesta slys í íþróttasögu Bret- lands Þegar það rann upp fyrir mönn- um að hér væri um að ræða mesta slys á íþróttaleikvangi í sögu Bret- lands spurðu margir hvernig í ósköpunum stæði á því að lögreglan hefði opnað hliðið, í ljósi þess að mannfjöldinn fýrir utan leikvanginn hafði ekki aðgöngumiða. Sumir áhangenda Liverpool liðsins sögðu að allur viðbúnaður fyrir leikinn hefði verið ófullnægjandi. Þeir sögðu að færri miðar hefðu komið í hlut áhanganda Liverpool og þeim hefði verið ætlað minna svæði á áhorfendastæðunum en áhangend- um Nottingham Forest. Lögreglustjórinn í Suður-Yorks- hire, Peter Wright, sagði á blaða- mannafundi á laugardag að um leið og hliðið var opnað hefði skyndilega orðið vart mikils troðnings í áhorf- endastæðunum. Hann sagðist hins vegar ekki sjá tengsl á milli troðn- ingsins og þess að lögreglan opnaði hliðið. „Lögreglan taldi ekki að það væri hættulegt lífi manna að vera fyrir utan leikvanginn. En tii þess 'að létta álag á súlur við innganginn var ákveðið að opna hliðið“. Lög- reglustjórinn sagði ennfremur að skömmu áður en leikurinn hófst hefðu á milli 3 og 4.000 manns streymt að leikvanginum og að álagið á grannar súlur við inngang- inn hefði verið orðið mikið. Blómahaf á Anfieid Fánar blöktu í hálfa stöng á Anfield Road, heimavelli Liverpool-liðsins í gær. Þúsundir manna komu þanc hinum látnu virðingu sína. Hér bætir öldruð kona blómsveig í blómahafið viö annað markið, viö „Kop“-end sem ekki fengu miða,“ var áletrunin á einum þeirra þúsunda blómsveiga sem komiö var meö. Slysið hefur ekki áhrif < töku enskra liða í Evrópt KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, tilkynnti í gær að slysið á Hillsborough hefði ekki áhrif á ákvörðun UEFA í síðustu viku þess efnis að enskum liðum verði heimilt að taka þátt í Evr- ópumótunum á ný keppnistíma- bilið 1990-1991. Akvörðun UEFA er háð samþykki bresku ríkisstjórnarinnar, en ensk lið hafa ekki fengið að taka þátt í Evrópumótum siðan 39 áhorf- endur fórust á leik Liverpool og Ju- ventus á Heyselleikvanginum í Brúss- el í úrslitum meistarakeppninnar 1985. í tilkynningu UEFA sagði enn- fremur að Jacques Georges, forseti UEFA, myndi óska eftir fundi með breska íþróttamálaráðherranum og eftir þann fund yrði fyrst ljóst, í hvaða farveg málið færi. Georges hafði hins vegar ófógur orð um stuðningsmenn Liverpool: „Maður hafði á tilfínning- unni að þetta væru skepnur að riðj- ast inn á völl.“ „Ef rétt hefur verið eftir honum haft fer hann með fleipur. Þetta er virðingarleysi við hina iátnu og alls óviðeigandi,“ sagði Glen Kirton, að- stoðarritari enska Knattspyrnusam- bandsins. Douglas Hurd, innanríkisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin myndi leggja til að knattspymufélög yrðu að setja sæti, þar sem nú em stæði og eins yrði áfram stefnt að því að gefa út sérstök skírteini fyrir áhorfendur. Skírteinin eiga að tak- marka fyölda áhorfenda og útiloka bullur, en framkoma þeirra varð til þess að girðingar voru settar upp Harmleikurinn á Hillsborough Norður- Áhorfenda- stæði bakvið markið. \ Inngangur að áhorfendastæð- ; um. Knattspyrnuáhangendur ■ flykktust inn innganginn án þess að hafa aðgöngumiða. Wmá Sjónarhorn á aðalmynd Áhorfendur komastl í skjól á efri svölum. Suður- stúka. Norður- stúka. Nokkrir verða undir í troðningi undir efri svölum ogtýnalífi. Margir kremjast til bana upp við öryggisgrindur, aðrir komast yfír grindurn- ar í skjól. Auglýsingaspjöld rifin laus og notuð sem sjúkrabörur. „Erfitt að spil ina, sem eftii „ÞAÐ tekur sinn tíma að jafna sig á þessum hörmungum. Leik- menn Sheffield Wednesday hitt- ust á fundi á Hillsborough í morgun [mánudagsmorgunj, en fyrirhuguð æfing féll niður. Eins hefur verið ákveðið að leikir fari ekki fram á vellinum þessa viku, en óvíst er með framhaldið. Hitt er víst að hugurinn er ekki við knattspyrnuna og það verður erfitt að spila leikina, sem eftir eru,“ sagði Sigurður Jónsson, leikmaður Sheffield Wednesday, við Morgunblaðið í gær. igurður fór á leik Liverpool og Nottingham Forest ásamt eigin- konu sinni, Kolbrúnu Hreinsdóttur. „Við mættum í sól og blíðu á völlinn tuttugu mínútur í þrjú og vorum marg oft beðin um að sína miðana á leiðinni. Við sátum í suðurstúkunni, rétt við hornfánann, nokkra metra frá stæðunúm. Ég var með myndavél og tók myndir af leikmönnum, er þeir hlupu inn á völlinn. Skyndilega þyrptust áhorfendur, sem voru við endann skammt frá okkur, inn á völl- inn og virtist um skrílslæti að ræða, en annað kom á daginn,“ sagði Sig- urður. Áhorfendur voiu beðnir að halda kyrru fyrir og að sögn Sigurðar gerðu menn sér ekki grein fyrir hvað var í raun og veru að gerast. „Árangurs- lausar lífgunartilraunir fyrir framan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.