Morgunblaðið - 28.04.1989, Side 3

Morgunblaðið - 28.04.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 B 3 hvort sem það er utan heimilis eða innan, augliti til auglitis eða í gegnum síma. — En hvernig byggir fólk upp sjálfstraust? „Fyrst og fremst er að gera sér grein fyrir því hvað felst í því að hafa gott sjálfstraust," segir Ingibjörg. „Hvernig líf manns er öðruvísi. Hver mann- eskja þarf að skoða það dálítið sjálf og flestir komast að því að þó þá skorti það kannski á einum stað hafa þeir það á öðrum. Skortur á sjálfstrausti stafar oft af því að maður gerir of miklar og jafnvel ómannlegar kröfur til sjálfs sín. Það þarf þá að slaka á þessum kröfum og hafa þær af viðráðanlegri stærð. Maður þarf að læra að meta það sem vel er gert og hætta að velta sér upp úr því sem miður hefur farið. Jafn- framt þarf að líta á það sem ákveðin réttindi að þurfa ekki að vita alla hluti. Maður er full- gild manneskja þó maður hafi takmarkanir." Viðtal: Margrét Elísabet Ólafsdóttir LOKAHYSLAR selur Hringrás selormsins í sjónum. Loka- og millihýslar hans Helmlldlr. Harvard Medlcal School Health Letter, mars 1989; Erlingur Hauksson, Sfldarormurlnn, Fisk- vinnslan 3/89. VIÐ l’slendingar höfum um ald- ir lifað á fiski og erum við að sjálfsögðu sannfærð um að hann hafi gert þjóðina bæði dugmikla og langlífa. Það kemur okkur því alltaf jafnmikið á óvart þegar umræða um orma eða aðra óhollustu í fiski verður í einhverju viðskiptalandinu. Slíka umræðu höfum við jafnan fellt undir hé- gómaskap sem ekki sé ástæða til að taka alvarlega. En oft fylgir samdráttur í sölu á fiski í kjölfar slíkra umræðna eins og nú á sér stað í Bandaríkjunum þó ástæður séu án efa fleiri. Mengun er þar veigamikill þáttur en einnig um- ræða um sníkjudýr í fiski eins og síldarorminn Anisakis, en hann gerði Evrópubúa fráhverfa fisk- neyslu um tíma. Síldarormurinn hefur verið lítið kynntur íslenskum neytendum þó hann geti verið okkur jafn varasamur og öðrum, ef ekki er beitt ákveðnum forvörn- um. Anisakis eða lirfa síldarormsins lifir í fiski og er hún mjög lífseig. Komist hún í fólk getur hún grafið sig inn í slímhúðina í maga og meltingarvegi og valdið bólgum og verkjum sem minna á slæmt magasár eða botnlangakast. Nái hún að festa sig þar verður hún ekki fjarlægð nema með aðgerð, lyf virka ekki á hana. Slík sjúk- dómstilfelli eru ekki óalgeng í Jap- an og í löndum Suður-Ameríku og við strendur* Kyrrahafs. Þau hafa komið upp í Hollandi og á Norðurlöndum. Sjúkdómstilfellum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjun- um og hefur aukningin fylgt vax- andi vinsældum á neyslu hrárra fiskrétta eins og sashimi og sus- hi, að hætti Japana. Við leituðum upplýsinga um síldarorminn og orma í fiski hjá Erlingi Haukssyni sjávarlíffræð- ingi sem einnig er starfsmaður hringormanefndar. Þar kom fram að hringormar eru safnheiti fyrir sníkjandi þráðorma í fiski og greinast þeir í selorma og síldar- orma. Selormurinn er algengur í þorski í Norðurhöfum, við strend- ur íslands, Norður-Noregs og Kanada, en selormurinn er ekki skaðlegur mönnum. Síldarormur- inn er algengur í Norðursjó og finnst þar aðallega í síld og eitt- hvað í þorski, en hann er ekki eins algengur hér á Norðurhveli eða við strendur íslands. Síldarormur- inn hefur fundist í fiski í öllum heimshöfum frá Eystrasalti til Ástralíu og í uppsjávarfiskum sem veiðst hafa við strendur Kyrra- hafs. Við könnun á fiski í Oregon hafa síldarormslirfurfundist íflök- um Kyrrahafsþorsksins og í ýms- um tegundum lax-, karfa- og flat- fiska. Fullvaxinn kynþroska síldar- ormur er í maga og görnum sjáv- arspendýra og berast egg or- manna í sjó með saur dýranna. Þegar lirfur þroskast úr eggjunum berast þær í sviflæg krabbadýr bannað að selja þar í landi fisk nema hann hafi verið fryst ur áður. Nú hefur verið varað við neyslu á hráum og illa soðnum fiski í Banda ríkjunum. • Léttmarinering, söltun og grafning á fiski, drepur ekki síldarorminn. Til að tryggja að lifandi lirfur berist ekki í fólk þarf að frysta síld og annan fisk í 24 klst. við +24°C áður en hann er verkaður á þann hátt. Rétt er að .vekja sérstaklega athygli á þessum öryggisþætti, það er að frysta fiskinn áður en hann er „grafinn", „marinerað- ur“, eða „léttreyktur". Á síðustu árum erfarið að grafa ýmsarfisk- tegundir án þess að næg áhersla sé lögð á nauðsyn þess að frysta fiskinn fyrst. Nu er einnig farið að marinera fisk í sítrónusafa og borða hann hráan. Á síðustu árum hafa komið fram kenningar um að betra sé að léttsjóða fisk- inn, fremur en að sjóða hann vel eins og .hér á landi hefur löngum þótt nauðsynlegt.. Ekki er vitað til þess að hér hafi komið upp sjúkdómstilfelli í fólki vegna lirfu síldarormsins, en hann hefur án efa verið til staðar í fiski við íslandsstrendur um aldir. í kæruskjali Þórðar sýslumanns Henrikssonar til Danakonungs árið 1647 vegna maura í dönsku mjöli, sem hann mótmælir fyrir hönd lands- manna, er jafnframt getið um sníkjudýr í fiski. Þar segir m.a. „... því að vér höfum nóg af slíkum maur hér hjá oss á íslandi bæði í sviljum og hrognum með ámóta skikkun, smekk og vexti sem sá maur sem kaupmenn vilja selja oss með mjölinu," segir í kæruskjalinu. Nú vill svo til að á markaði hér á landi er dönsk síld (úr Norðursjó), marineruð, og vit- um við neytendur ekki hvort síldin inniheldur sníkjudýr eða hvort hún hefur verið fryst áður en hún fór í marineringuna. Sennilega hefur fátt forðað okkur betur frá maðkafári og öðrum eitrunum í gegnum aldirn- ar og nægjanlega vel soðin mat- væli. Forvörnin nú vegna hinnar nýju matargerðar er að borða ekki ósoðinn fisk, marineraðan, ’reyktan eða grafinn, nema hann hafi verið vel frystur áður. M. Þorv. Tvö hamskipti i maga og görnum iokahýaiis. 5. stig ©r kynþroska ormur. 3. stlgs sfldarormslirfur i þunnlldum og innyflum. fiskar 2. stigs millihýslar Sildarormslirla HRAR SANNLEIKUR UM HRÁAN FISK eins og Ijósátu og rauðátu. Þegar önnur sjávardýr éta krabbadýrin kemst lirfan í þau og sest að í þunnildum og magaveggjum og öðrum innyflum, en hringrásinni er lokað þegar sjávarspendýr éta fiskinn. Talið er að hvalir séu loka- hýslar síldarormsins. Kynþroska síldarormar hafa einnig fundist í ýmsum selategundum. Síldarormslirfan er minni og Ijósari en selormalirfan. Hún er vafin upp eins og úrfjöður í glæru bandvefshylki og er í innyflum fiska og utan á vöðvanum. Sel- ormslirfurnar eru aftur á móti brúnleitar í ógagnsæu bandvefs- hylki og eru þær oftast á kafi í fiskflökunum. Fjölgun síldarorma fylgir aukn- . ingu í stærð síldarstofna. Ástæð- an fyrir því að síldarormslirfan þykir varhugaverð er sú, að hún er mjög þolin lífvera. Hún þolir 5°/o saltlausn mjög lengi, hún get- ur lifað í 6 daga í 10% saltlausn, í 3 daga 15% saltlausn og í 2 daga í 20% saltlausn. Hreint salt drepur hana en mettuð saltlausn á 24 klst. Komið hefur einnig fram að lirfan er sprellifandi þó hún hafi verið í 2% ediksýru eða 5% saltlausn í 25 daga. Lirfurnar þola hita allt að 45°C, en hiti hærri en 52°C drepur þær innan 1 klst. Hiti hærri en 55°C drepur þær á innan við 10 sekúnd- um. Léttsöltun og reyking er ekki nægileg til að drepa lirfur síldar- ormsins. Tilraunir hafa sýnt fram á að meðan á verkun á fiski stend- ur, fari sumar lirfur á fiakk og bori sig inn í fiskholdið sem umlyk- ur kviðarholið. Sérstök hætta er á því þegar um kaldreykingu síldar er að ræða. Nauðsynlegt er því að slægja síld og annan fisk strax, eða verja hann vel fyrir skemmdum og sjálfsmeltingu áður en hann er slægður, á þann hátt má koma að verulegu leyti í veg fyrir að lirf- urnar fari úr innyflum í fiskholdið. Frysting á fiski í 2 sólarhringa við frost h-10°C drepur lirfurnar. Eftir að fjöldi sjúkdómstilfella af völdum síldarormsins komu upp í Hollandi fyrir nokkrum árum er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.