Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 1
KHASHOGGI í KULDAHUM U HAVEL i ÞjóÖleikhúsiö SUNNUDAGUR Mynd/Elsa María Ólafsdóttir GONGUFOR FJALLSRÆTUR Grímur Gunnarssony sonur Gunnars Gunnarssonar skálds, hefurum áratugaskeid verid einn afkunn- ustu bladamönnum Danmerkur. Hér segir hann frá samskiptum við föðursinn ogfjölskylduna á Is- landiy bókmenntum, blaðamennsku oglistinni að lifa í samtali við Morgunblaðið. eftir Pól Pólsson Eins og gefur að skilja áttu Danir ekki auðvelt með að bera fram nafnið mitt og ég var kallaður ýmsum nöfiium til að byrja með. Á tímabili gekk ég meira að segja undir stúlkunafninu Rigmor ... Svo var það einhvern daginn að einhver sagði: En hafði ekki séð hvað pjakkurinn er ófrýnilegur — það er réttast að kalla hann Grimme. Og mér sem hafði alltaf fiindist ég svo fallegur ... Og Grimme (=Ljótur) hefiir hann kallast síðan, — jafnt í hópi vina sem á fúndi með Tito, Willy Brandt eða Poul Schliiter og öllum þcim þúsundum manna sem Grímur Gunnarsson hefiir átt samskipti við á áratugalöngum blaðamannsferli, lengst af sem einn af aðalritstjórum dagblaðsins Aktuelt. Flestir Danir kannast við Grimme, fáir við Grím Gunnarsson. Grímur er sonur Gunnars Gunnarssonar skálds og danskrar konu, Ruth Lange, — utan hjónabands föður síns og á milli tveggja eiginmanna móður sinnar. Hann er nyög líkur pabba sínum, fyrir utan Hemingway-skeggið og hálsklútinn sem er jafn órjúfanlegur þáttur persónuleika hans og vindill Churchills, og hefúr verið það frá fyrsta trefli bernskunnar. Grimme heldur upp á sextugsafmælið sitt í næsta mánuði, eiturhress og keikur og önnum kafinn við fjölmiðlastörfin. En sama dag og íslendingar minntust 100 ára afinælis föður hans gaf hann sér tíma til að skjótast í kaffispjall við Morgunblaðið. SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.