Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 33
C 33
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Nýirlögreglumenn og brunaverðir
Nýlega voru 43 lögregluþjónar víðs vegar að af landinu útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins að
loknu 2 vetra námi. Þetta er fyrsta útskrift úr skólanum undir stjórn Bjarka Eliassonar skólastjóra.
Morgunblaðið/Júllus
12 brunaverðir hafa nýverið lokið námi af hæstu gráðu sem býðst í faginu hérlendis. Myndin var
tekin af brunavörðunum, sem hafa starfað allt að 5 árum í slökkviliðinu, ásamt slökkviliðs-, vara-
slökkviliðsstjóra og leiðbeinendum á námskeiðinu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðmundur Sigurðsson á Aslandi með nýjar baunaspírur.
Flúðir:
Nýjar baunaspírur á
markað í hverri viku
Selfossi.
„FÓLK kann greinilega að meta
það hve spírurnar eru meinholl-
ar,“ sagði Guðmundur Sigurðs-
son garðyrkjubóndi á Áslandi á
Flúðum í Hrunamannahreppi en
hann hóf nýlega ræktun bauna-
spíra í garðyrkjustöð sinni. Hann
og kona hans, Helga HaUdórs-
dóttir segja spírurnar hafa feng-
ið góðar viðtökur. Spírurnar eru
ræktaðar af munk-baunum firá
Asíu og sendar ferskar á markað
frá Áslandi einu sinni í viku.
Ræktunarferill baunaspíranna
er stuttur, 6 dagar. Þær eru
ræktaðar við mikinn raka og frekar
hátt hitastig. Til að árangur við
ræktunina verði sem bestur þarf
að huga vel að þessum þáttum auk
hreinlætis.
Baunaspírurnar innihalda hlut-
fallslega meira magn af alhliða
næringarefnum en flestar fæðuteg-
undir. Baunaspíran tífaldar næring-
argildi sitt og vel kæld varðveitir
hún næringuna í 6 - 8 daga.
Spírurnar eru notaðar bæði hráar'
í salöt eða hraðsteiktar, soðnar í
ýmsa rétti. Vegna þess hversu þær
eru hitaeiningasnauðar hafa þær
orðið vinsælar sem megrunarfæða.
Fyrir forfallna „nartara" eru baun-
aspírumar himnasending og böm
sem komast upp á lag með að borða
hráar spírur jafna þeim á við sæl-
gæti.
— Sig. Jóns.
Bandaríkjamenn óttast
aukaverkanir hjartalyfs:
Lyfið er mjög lítið
notað hér á landi
- segir Árni Kristinsson, sérft*æð-
ingur í hjartasjúkdómum
Bandarískir sérfræðingar teþ'a að lyfið Tambocor, sem
gefið er við hjartsláttartruflunum, auki líkur á hjartaáfalli
og vara við notkun þess. Lyfið er skráð hér á landi, en að
sögn Árna Kristinssonar, hjartasérfræðings, er það mjög lítið
notað. Fylgst er náið með þeim sjúklingum, sem lyfíð fá, þar
sem vitað hefiur verið um mögulegar hliðarverkanir þess.
Ibandaríska dagblaðinu Int-
emational Herald Tribune
þann 27. apríl síðastliðinn er
greint frá því, að heilbrigðis-
yfirvöld í Bandaríkjunum telji
lyfin Tambocor og Enkaid auka
líkur á hjartaáföllum og dauða
og ráðleggi læknum að hætta
að gefa lyfin við hjartsláttar-
truflunum. Aukaverkanir ly-
fjanna komu fram við rann-
sóknir, þar sem hluta sjúklinga
var gefinn þessi lyf, en annar
hluti fékk pillur með engri verk-
an. Af 730 sjúklingum, sem
fengu lyfín tvö á tíu mánaða
tímabili, létust 56 eða fengu
alvarlegt hjartaáfall, á móti 22
sjúklingum, sem fengu lyf-
leysu. Rannsóknin á verkjan
lyfjanna hefur staðið frá 1987
og 1500 sjúklingar tekið þátt
í henni. Sjúklingamir höfðu
áður fengið hjartaáfall. Áætlað
var að rannsókninni lyki 1992
og verður henni nú fram hald-
ið, en í stað þess að hún nái
til þriggja lyfja, Tambocor,
Enkaid og tilraunalyfsins
moricizine, mun hið síðast-
nefnda eitt verða rannsakað.
Það sýndi svipaða verkan og
hin lyfin tvö, en ekki sömu
hættulegu aukaáhrifin.
Ámi Kristinsson, sérfræð-
ingur í hjartasjúkdómum, sagði
að honum væri kunnugt um að
einn tíundi hluti þeirra sjúkl-
inga, sem er gefíð lyfið
Tambocor, fengi frekari hjart-
sláttartruflanir, eða að lyfíð
gæti komið tmflunum af stað.
Hins vegar væri lyfíð oft hið
eina, sem verkaði á hjartslátt-
artmflanir hinna 90%. „Við
höfum vitað þetta frá því að
lyfíð var skráð hér 1984, enda
er fylgst vel með sjúklingum í
hjartarafsjá þegar lyfjagjöfín
hefst. Þetta lyf er annars mjög
lítið notað og ég get nefnt sem
dæmi, að enginn minna sjúkl-
inga fær nú þetta lyf að stað-
aldri,“ sagði Ámi Kristinsson.
í frétt Herald Tribune er
haft eftir dr. Frank E. Young,
yfírmanni Heijbrigðismála-
stofnunar Bandaríkjanna, að
Tambocor og Enkaid væri hægt
að nota áfram í neyðartilfellum,
en dregið yrði úr notkun ly-
fjanna í þeim tilfellum, þar sem
sjúklingur væri ekki í bráðri
hættu. Þá benda sérfræðingar
á, að til séu yfír tylft viður-
kenndra lyfja, sem gefín em
gegn hjartsláttartruflunum.
Straumur við Reykjanesbraut þar sem vinnustofur myndlistarmanna verða í framtíðinni.
Hafiiarfiörður:
Myndlistarmenn fá
vinnustofiir í Straumi
BÆJARSTJÓRN Hafearflarðar og hópur myndlistarmanna ætla á
næstunni að gera samning um ráðstöfun á Straumi við Reykjanesbraut
og hvernig kostnaði vegna endurbóta á húsinu verður skipt. Bæjar-
stjómin ákvað fyrir skömmu að afhenda myndlistarmönnum húsið
undir vinnustofur. Myndlistarmennirnir munu sjálfir vinna að endurbót-
um á húsinu og hafa þegar hafist handa og rifið allt innan úr því.
Guðmundur Ámi Stefánsson bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar sagði að
vinnuframlag myndlistarmannanna
kæmi í staðinn fyrir leigu, en þeir
kosta endurbætur að verulegu leyti
á þeim hluta húsnæðisins sem þeir
nota. Hugmyndir eru uppi um að
skipta húsinu í tólf til fjórtán hluta
og að Hafnarfjarðarbær fái tvo til
þrjá þeirra til ráðstöfunnar og mynd-
listarmennimir aðra hluta hússins.
Ekki liggur enn fyrir hvemig rekstr-
arkostnaði verður skipt.
Guðmundur Ámi sagði að stefnt
væri að því að ganga frá samningum
á næstu vikum svo hægt verði að
hefjast handa að fullum krafti við
endurbætur á húsinu.
Þá hefur íslenska álverið lýst sig
reiðubúið að láta gera upp og af-
henda Hafnarfjarðarbæ sumarhúsið
Gerði, sem er ofan við Reykjanes-
braut, með því skilyrði að þvi verði
ráðstafað fyrir listamenn.
Sverrir Olafsson, einn myndlistar-
mannanna, sagði að Straumur væri
í ágætu ástandi, en ýmislegt þyrfti
að lagfæra. Hann sagði að þama
yrðu að litlum hluta fastar vinnustof-
ur en flestar yrðu gestavinnustofur
með tilheyrandi íbúð sem yrði ráð-
stafað til skamms tíma í einu.
„Þetta framtak Hafnarfjarðarbæj-
ar er stórmerkilegt. Þeir afhenda
þama stóran hluta af húseigninni
sem er um 8-900 fermetrar. Þetta
er ævintýri líkast og það er stað-
reynd að Hafnarfjarðarbær og Kópa-
vogur hafa staðið í fararbroddi hvað
varðar málefni listamanna á undanf-
ómum árum," sagði Sverrir.
Gert er ráð fyrir að fyrstu mynd-
listarmennimir geti byrjað að vinna
í Straumi seinni hluta sumars.
Unnið að endurbótum á Straumi. Morgrinblaðið/Emella.