Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 C 29 Jón GunnarArna- son — Kveðjuorð Við hittumst á brú yfir lítinn læk í Flatey á Breiðafirði fyrir 16 árum. Jón Gunnar sendi mér tón- inn. Hann var svolítið óþægilegur, í senn ögrandi og skemmtilegur. Það liðu vikur ef ekki mánuðir þar til við hittumst á ný. Eftir það lágu leiðir okkar saman sem fóst- bræður án blóðbanda. Þótt við Jón Gunnar ættum ótal- mörg sameiginleg áhugamál var hann samt sem áður ný vídd í mínum heimi, og hélt ég þó að ég hefði kynnst ýmsu. í samanburði við Jón Gunnar var ég fjötraður en hann gat flogið. Haustið 1975 dvaldi Jón Gunnar einsamall um nokkurt skeið í Vertshúsinu í Flatey. Þá var ég einbúi í Vorsölum. Við hittumst til skiptis í morgunmat í Vorsölum eða Vertshúsi og notuðum morgn- ana til skrafs og ráðagerða. Jón Gunnar hafði teikniblöðin ætíð meðferðis og skráði með teikning- um frásagnir eða hugmyndir á sinn húmoriska máta eða leysti vandamál fyrirætlana með vinnu- teikningum. Þessa haustdaga var veðurblíða í Flatey. Skansmýrin skipti um lit á hverri nóttu. Haustlitirnir tóku sífelldum breytingum, sumir styrktust aðrir dofnuðu. Við fylgd- umst grannt með mýrinni og áferð hennar. Æ síðan hefur þetta haust verið undarlegur vökudraumur í minningunni þar sem einfaldleik- inn og hljóðlátt haustið léku stór hlutverk. Og það var í þessari haustveröld Flateyjar sem okkur dreymdi nýja drauma um búsetu og byggð í Vestureyjum. Eyjamar og náttúra þeirra var okkar ævintýraland og land sem bjó yfir óteljandi möguleikum. Möguleikum til fjölþætts atvinnu- og menningarlífs og lífsstíls sem var fíjór og fijálslegur. En ekki var setið við orðin tóm. Jón Gunn- ar og nánustu vinir hans sóttu um húsið Klausturhóla sem er í eigu ríkisins. Þar átti að koma sér fyr- ir og vinna að listsköpun. Listiðja í Flatey átti að verða þungamiðjan en aðeins ein af mörgum stoðum undir nýja atvinnuhætti. Næsta sumar var Jón Gunnar kominn með smiðju í Sláturhúsinu í Flatey. Þá fyrst kynntist ég völ- undinum Jóni Gunnari. Hann kunni ráð við öllu, gat smíðað allt og hannað og bjó til verkfæri ef vantaði. Frumleikinn var óendan- legur. Hann var tilbúinn að endur- meta alla hluti hvort sem þeir voru nýir eða gamlir. Notagildi, form og efni, lá augljóst fyrir hon- um. Og þannig þurfti líka að end- urmeta aðstæður í eyjunum. Nota það sem nýtilegt var en kasta því sem úrelt var, finna nýjar og betri leiðir til þess að gera hlutina. Kringum þessar hugmyndir safnaðist ágætur kjarni fólks með mismunandi reynslu, menntun og áherslur. Ekki vantaði áhugann að hrinda verkefnum í fram- kvæmd, en við urðum að fá að- stöðu. Ég sótti um eyðijörðina Hergilsey og í Flatey hófum við undirbúning að vélvæddu tré- smíðaverkstæði, prentstofu Flat- eyjar, vinnustofum og baðhúsi og við Jón byggðum reykhús. Margt fleira var í bígerð, stórskemmtilegt og fijótt. Er lánið lék ekki við okkur í þessum áætlunum og við réðum ekki við ofurmátt þröngsýni og sérhagsmuna. Jón Gunnar hætti við öll sín áform í Flatey. Tækin sem hann hafði aflað og beðið höfðu í Reykjavík til þess að fara á trésmíðaverkstæði fóru þess í stað í stærstu listasmiðju á Islandi hjá Myndhöggvarafélaginu á Korp- úlfsstöðum, prentvél var hafnað og járn- og listasmiðja Jóns Gunn- ars var tæmd og verkfærin flutt suður. A þessum árum vann Jón Gunn- ar stöðugt að sinni listsköpun. Hann hafði gert Flateyjar-Frey og komið honum fyrir í hvammi inni á Tortu í Flatey og 1974 setti hann upp verk sitt „Að gera sólina bjartari". Það var á þessum árum sem sólin, geislar hennar og birta varð Jóni að óþijótandi yrkisefni í listinni. En það var táknrænt að að þessi verk Jóns Gunnars í Flat- ey fengu ekki að vera í friði. Ögr- unin sem Freyr bjó yfir varð fólki að falli. Freyr var skemmdur og byssuglaðir menn höfðu spegla Jóns Gunnars, sem gerðu sólina bjartari, að skotmarki. Þetta ljós- fælna lið þoldi ekki birtuna af verkum og andagift Jóns Gunnars. Skipbrotið í Flatey varð veru- legt áfall fyrir okkur öll sem lagt höfðum hjarta okkar að veði í þær hugsjónir. Við Jón Gunnar vorum sannfærðir um að þarna hafí Flat- ey og Flateyjarhreppur misst af góðu tækifæri til að verða að blóm- legri byggð menningar og lista. Listsköpun Jóns Gunnars beið þó engin skipbrot. Hann hafði virkjað sólina og fór síðar að glíma við aðdráttaraflið. Hann fann sér jaðarsvæði í tilverunni sem hent- uðu honum afar vel. Hann vann á mörkum tveggja heima, þar sem einhver spenna var, á milli hins ráðna og óráðna, á milli birtu og skugga, á milli listahandbragðs og abstrakt hugmyndar. Áhugi hans á vísindum, á eðli efnis, komu fram í listaverkum hans. Honum var ekki aðeins eðlislægt spennu- svæði í myndlist, sem löngum hef- ur einkennt verk mestu lista- manna, heldur og var honum eðlis- lægt spennusvæði í mannlífí. Hið óráðna eða óvissan var tromp í tilveru Jóns Gunnars, tromp sem hann átti ætíð á hendi. Hið lítilfjör- lega í mannlegum samskiptum varð spennandi þegar hann hafði klætt það í búning óvissunnar, kastað út einu litlu óvissutrompi. Jón Gunnar var töframaður eða réttara sagt galdramaður. Hann Haraldur Guðjónsson Fæddur 26. júní 1920 Dáinn 13. maí 1989 Á morgun, mánudag, fer fram frá Fossvogskapellu útför tengda- föður míns, Haraldar Guðjónsson- ar, sem lést í Landakotsspítala laugardaginn 13. maí sl. Haraldur var fæddur í Reykjavík 26. júní 1920, sonur þeirra sæmdarhjóna Guðjóns Guð- mundssonar kaupmanns að Kár- astíg 1 hér í borg og konu hans Lilju Gamallíusardóttur sem nú kveður son sinn en Guðjón lést fyrir allmörgum árum. Haraldur var þriðji elsti af hópi 11 systkina og eru fjögur nú látin, og er því enn eitt skarð sett í barnahóp Lilju. Haraldur ólst upp í föðurhúsum við ást og umhyggju sinna góðu foreldra, en hóf mjög ungur, eða aðeins 16 ára, störf hjá Agli Vil- hjálmssyni hf. sem verslunarmað- ur og starfaði þar nær allan sinn starfsaldur að undanskildum 3 árum sem hann starfaði hjá Olíufé- laginu Skeljungi. Haraldur var glæsimenni, en fámáll og ekki vanur að flíka til- finningum sínum, en hjartahlýr og ljúfmenni hið mesta. Haraldur var tvígiftur og eign- aðist 6 börn, 4 í fyrra hjónabandi og tvö í seinna hjónabandi. Lífíð lék ekki við Harald því tveir synir létust mjög ungir, drengur sem lést aðeins 6 mánaða og miðlungurinn Örlygur lést að- eins 18 ára af slysförum. Eftirlifandi börn af fyrra hjóna- bandi eru: Hlöðver sjómaður í Vestmannaeyjum og Auður Dóra bankastarfsmaður gift undirrituð- um og eiga 3 syni. Af seinna hjónabandi: Henning starfsmaður á Stöð 2, giftur Sigríði Ólafsdóttur og eiga 2 dætur og Edda húsmóð- ir í Garðabæ gift Snorra Sigurðs- syni bifvélameistara og eiga 3 dætur. Haraldur var því áttfaldur afi, einnig átti hann eitt barnabarna- barn en dóttursonur er giftur og býr í Englandi. Fyrir rúmum 17 árum kynntist Haraldur mjög góðri konu, Sigríði Jónsdóttur, og hafa þau verið í sambúð síðan og búið að Hjarðar- haga. Sigga reyndist Haraldi hin besta eiginkona og bjó honum fallegt heimili. það var ákaflega gott að koma í heimsókn í Hjarðarhagann og finna þá hlýju, sem þar ríkti og kærleika sem var milli þeirra. Þegar maður rifjar upp minn- ingar um góðan dreng kemur svo margt upp í hugann að erfitt er að festa það á blað, en sú stund sem ég átti er ég sat hjá tengda- föður mínum er hann kvaddi þenn- an heim streymdu minningar fram um fyrstu kynni og síðan hugsun- in um síðustu mánuði og þó aðal- lega síðustu dagana hvernig sjúk- dómurinn er Haraldur lést úr get- ur orðið sterkur og mannkynið máttvana gegn. Ég fann einnig fyrir þakklæti og fann og vissi að sá sem öllu ræður var viðstaddur og í huga minn kom 23. sálmur Davíðs, Drottinn er minn hirðir og sú hugsun að Kristur Jesú dó fyrir mannkynið svo mannkynið gæti eignast eilíft líf. Með þetta í huga kvaddi ég tengdaföður minn Harald Guðjónsson og bið honum blessunar á nýjum og betri stað. Ég votta aldraðri móður og Siggu, sem kveðja góðan dreng, börnum hans og afabörnunum 8, mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Friðrik Oskarsson sameinaði krafta sína og hugar- orku, ekki aðeins til þess að beisla geisla sólar og ráða í aðdráttaraf- lið, heldur og að beisla hugmyndir og gefa þeim afl, orð, form eða efni. Og völundurinn var alltaf að verki, kröfuharður við sig og aðra. Hann notfærði sér einnig galdra- tákn og náði valdi á þeim. Galdra- rúnir fengu nýtt útlit og nýja merkingu og allt var beislað í form kraftsins og hreinleikans. Vegna töfra sinna var Jón Gunnar hættulegur maður. í kringum hann var ætíð líf og þrótt- ur og spenna óvissunnar. Jafnvel háspenna-lífshætta. Lognmolla, aðgerðarleysi og væl voru dauða- syndir. Hann var hættulegur mað- ur vegna þess að hann hafði sterk áhrif á fólk. Það komst enginn undan þeim áhrifamætti og hann gat sprengt öryggin í fólki. Sumir þola illa slíkan ofurmátt og flýja af hólmi, en fyrir fjölmarga sem ekki flýðu var Jón Gunnar ekki aðeins listamaðurinn heldur læri- faðir líka, auk þess að vera yndis- legur og afburða skemmtilegur félagi. Lífsþrótturinn, lífsgleðin og gamansemi Jóns Gunnars var ein- stök. Frásagnarlist var honum í blóð borin og í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar. Sögur og tilsvör Jóns Gunnars var alltaf leiftrandi og skemmtileg. Jafnvel þegar honum leið sem djöfullegast nú í vetrarlok. Við, þrír góðir vinir Jóns Gunn- ars, vorum í heimsókn hjá honum á Borgarspítala. Tekinn var tappi úr flösku og við skáluðum fyrir Jóni og lífinu. Það var glatt á hjalla þessa stuttu samverustund og það hýrnaði yfir Jón Gunnari. Hann ræddi um þá nauðsyn fyrir langlegusjúklinga að hafa þar og góðan matsölustað í glerhýsi á þaki Borgárspítala þar sem hægt væri að hafa stjörnusjónauka og skoða himingeiminn í stað þess að rýna á hvíta veggi. Við lyftum glösunum aftur og Jón sagði glott- andi: „Hvað skyldi Halldór á Kirkjubóli segja við þessu?“ Kannski er Jón Gunnar eini maðurinn sem hefur vísvitandi gert sólina bjartari. Hann fór ekki troðnar slóðir og þess vegna, held ég, að hann hafí lifað ríkulegra lífi en gengur og gerist. Ævintýri Jóns Gunnars í lífí og störfum voru með eindæmum og ég leita í minningunni og fínn ekki eitt augnablik þegar lífínu var ekki lifað eins og hver stund væri hin síðasta, af miklum lífsþrótti, í lífsgleði, án firringar, án örvænt- ingar allt til hinstu stundar. Jón Gunnar Árnason er efalítið nánasti vinur minn og félagi á lífsleiðinni. Vinátta okkar var fijó og sterk, aldrei vottur af leiðind- um. Okkur veittist auðvelt að sigla saman í lífsins ólgusjó og samræð- umar við Jón voru mér mikil upp- spretta frumleika, fróðleiks og skemmtunar. Nú hafa leiðir skilist við annað og meira vatnsfall en læk í Flatey. Og ég þykist þess fullviss að öðlingurinn, Jón Gunn- ar, sem skóp hin fegurstu skip og gerði sólina bjartari hafi siglt með viðhöfn yfir móðuna miklu. Ég harma fráfall góðs drengs og af- burða listamanns. Guðmundur P. Ólafsson Birting afmælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar MARGAR GBRÐIR Momorex/Gmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.