Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 12
12 MORGt;>fBIiAÐIÐ CAOGARDAGUR ;Í0: JÚNÍ1989 Fyrsta íslenska tímaritið um heimspeki lítur dagsins ljós: Otrúlega mikið skrifað og hugsað um heimspeki hérlendis - segir Jörundur Guðmundsson, ritstjóri tímaritsins FÉLAG áhugamanna um heim- speki og bókaforlagið Birtingur hafa í sameingu hafíð útgáfu á tímariti um heimspeki, sem hlot- ið hefúr nafnið Hugvr. Þetta tímarit er það fyrsta sinnar teg- undar á íslensku. Fyrsta heftið hefúr að geyma sjö ritgerðir eða erindi, þar af sex innlend og eitt þýtt, auk bókadóma um þrjár innlendar bækur. Ritgerðirnar hafa margar hverjar verið flutt- ar sem erindi á fúndum í Félagi áhugamanna um heimspeki. Jörundur Guðmundsson er rit- stjóri tímaritsins. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að tímaritið kæmi út einu sinni á ári og síðan sé hugsan- legt að komi út aukahefti af sér- stökum tilefnum, svo sem ráðstefn- um og öðru slíku. „Tilgangur þess- arar útgáfu er að skapa sameigin- legan vettvang fyrir þá sem hafa áhuga á heimspekilegum efnum. Hér á íslandi er ótrúlega mikið skrifað og hugsað um heimspekileg Jörundur Guðmundsson HUGUR TÍMARIT U M HEIMSPEKI BÓKAFORLAGIÐ BIRTINGUR FÉLAG ÁHUGAMANNA UM HEIMSPEKI 19 8 8 Morgunblaðið/Bjarni Kápa nýja heimspekiritsins. efni, eins og sést best á fyrirlestrum um fjölbreytilegustu efni sem flutt- ir hafa verið í félaginu í gegnum tíðina. Þannig er til mikið efni, sem menn hafa ekki gengið frá til birt- ingar vegna þess að möguleikarnir til útgáfu hafa ekki verið neinir sem heitið getur. Hættan er sú að mik- ið af góðu efni, sem menn hafa lagt mikla vinnu í, hefði glatast, ef ekki hefði komið til þessarar útgáfu.“ Jörundur sagði að þegar hefði sýnt sig að fjárhagsgrundvöllur væri fyrir útgáfunni, enda væri öllum tilkostnaði haldið í algjöru lágmarki. Áhugi fyrir heimspeki væri mikill og færi vaxandi. Skýr vottur þess væri að um 200 manns væru í Félagi áhugamanna um heimspeki og hefði fjölgað um 50-60 frá því tímaritið kom út. „Ég vona að með tímaritinu fái heimspekingar möguleika á að koma hugsun sinni og fræðum á framfæri við almenning. Það væri slæmt ef það yrði einungis vett- vangur skoðanaskipta heimspek- inga. Efni tímaritsins þarf að eiga erindi við allan almenning og rit- stjórnarstefnan þarf að brúa bilið á milli þess og vandaðrar fræði- mennsku. Heimspekin eins og hún gerist best er skrifuð á skýran og skilmerkilegan hátt og aðgengileg fyrir alla. Þannig þjónar hún því mikilvæga markmiði að vera leið- beinandi fyrir samfélagið. Heim- spekin á erindi við alla. Það er ekki til sá maður sem ekki hefur einhvern tíma velt fyrir sér heim- spekilegum gátum. Þýski heim- spekingurinn H.G. Gadamer segir enda að allir menn séu heimspek- ingar, en vandamálið sé að flestir þeirra séu mjög slæmir. Þess vegna sé það hlutverk heimspekinga að aðstoða menn við að verða betri sem slíkir,“ segir Jörundur. Hann benti á að andstætt því sem margir héldu væru heimspeki- leg vandamál mjög raunveruleg fyrir mikinn fjölda fólks og nefndi til dæmis siðferðileg vandamál, sem starfsfólk heilbrigðisstétta þarf sífellt að glíma við, forsendur og markmið menntunar og lagalegar forsendur samfélagsins. í þessu fyrsta hefti tímaritsins skrifar Mikael M. Karlsson um afl- fræði Aristótelesar, Atli Harðarson um verufræði, Vihjálmur Árnason um siðfræðina og mannlífið. Páll Skúlason nefnir ritgerð sína: Hug- mynd mín um heimspeki og Gunn- ar Harðarson nefnir sína: Heim- speki og fornmenntir á íslandi á 17. öid og í framhaldi af því eru birtar skýringar Brynjólfs Sveins- sonar, biskups, við Rökræðulist Ramusar, en Ramus var franskur rökfræðingur sem uppi var á 16. öld. Þá er birt þýðing Loga Gunn- arssonar á ritgerð bandaríska heimspekingsins Nelsons Good- mans Heimurinn eins og hann er (The Way the World is), auk rit- dóms Atla Harðarsonar um rit Er- lends Jónssonar Frumhugtök rök- fræðinnar og Vísindaheimspeki, ritdóms Kristjáns Kristjánssonar um fjögur rit Arnórs Hannibalsson- ar, Um rætur þekkingar, Siðfræði vísinda, Heimspeki félagsvísinda og Rökleg aðferðafræði og ritdóms Páls S. Árdals um Pælingar Páls Skúlasonar. IOARÐINN Treur Hallormsstadarskóéi Lerki, blágreni, broddfura, stafafura, lindifura og stórar aspir. EINSTAKT TÆKIFÆRI TAKMARKAÐ MAGN MATJURTAPLONTUR Eigum mikið úrval af grænmetis- plöntum s.s. rófuplöntur, blóm- kálsplöntur, grænkálsplöntur, hvítkálsplöntur, kínakál, broccoli o.fl., o.fl. $$ bllóínciöol! Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.