Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 14
14
HÍÓRGUNBLAÐID LÍÍjIÍáÍiIÍAGÍÍr 10. JÚNí' 1989
Epla-góðgæti með
þeyttum rjóma
Tveir gimilegir eplaréttir
sem bæði má bera fram með
kaffinu og nota sem eftirrétti.
Fyrst kemur:
(mynd nr. 1)
Epla „omeletta“,
fyrir 4-5
500 g epli (gul),
100 g púðursykur,
1 tesk. kanill.
3 egg,
1 tesk. sykur,
1 tesk. vanillusykur,
1 matsk. kartöflumjöl,
Svo kemur hér:
(mynd nr. 2)
Eplakaka Unnu
2 frekar súr epli,
2 egg,
300 g sykur,
2 dl gróft saxaðir valhnetu-
kjamar,
2 dl rúsínur,
134 dl matarolía,
150 g hveiti,
2 tesk. lyftiduft,
2 tesk. kanill.
Örlítið af flórsykri til að strá
yfír kökuna.
214 dl ijómi og ijómi til að þeyta.
Afhýðið eplin, skerið þau í litla
bita og sjóðið þau í púðursykrin-
um. Látið krauma við vægan hita
þar til eplin eru mauksoðin. Látið
eplamaukið í eldfasta skál og strá-
ið kanil yfír.
Hrærið saman eggjum, sykri
og vanillusykri. Bætið kartöflu-
mjölinu út í ásamt ijómanum og
hellið þessu yfír eplamaukið. Bak-
ið í um 180 gráðu heitum ofni í
um 50 mínútur (skemur í blásturs-
ofni).
ískældur þeyttur ijómi borinn
með, eða mjúk-ís. Kakan er bezt
ef hún er borðuð volg.
Afhýðið eplin og skerið þau í
litla ferninga.
Hrærið saman egg og sykur
þar til létt og ljóst. Bætið þá út
í eplateningum, hnetum, rúsínum
og matarolíu. Blandið hveitið með
lyftidufti og kanil og hrærið þessu
varlega saman við eggjahræruna.
Látið í kringlótt, smurt kökuform
og bakið í um 1 klst. í 175 gráðu
heitum ofni. Þegar kakan er full
bökuð, látið hana kólna aðeins og
stráið svo flórsykri yfír hana.
Berið kökuna fram volga með
þeyttum ijóma eða mjúk-ís.
Verði ykkur að góðu,
Jórunn.
Þingkonum Kvenna-
listans skiptút
Á vorfiindi Kvennalistans, sem
haldinn var í Skálholti um síðustu
helgi, var ákveðið fyrirkomulagið
við að skipta út þingkonum list-
ans. Kristín Halldórsdóttir og
Guðrún Agnarsdóttir munu víkja
fyrir Önnu Ólafsdóttur Björnsson
og Guðrúnu Halldórsdóttur.
Anna mun koma inn á þing strax
í haust en vegna anna getur Guðrún
Halldórsdóttir ekki tekið við af Guð-
rúnu Agnarsdóttur fyrr en um ára-
mót. Nokkuð skiptar skoðanir hafa
verið að undanförnu um þetta fyrir-
komulag innan Kvennalistans og
urðu töluverðar umræður um málið
á vorfundinum. Þeim umræðum lykt-
aði með fyrrgreindri niðurstöðu.
Avenida 9 Julio, breiðast af strætum Buenos Aires. Á því miðju er hvít steinsúla, sem reist var á 400
ára afinæli borgarinnar árið 1936.
Kvöld
í Buenos Aires
eftirlngólf
Guðbrandsson
Nóttin hangir í greinum tijánna.
Bráðum leggst hún yfir breiðstræt-
in og hvolfist yfir mannhafið á leið
frá vinnu og streymir niður í jörðina
á Avendia de Mayo í „subte“, eins
og þeir kalla neðanjarðarbrautina.
Hver trúir að loftið sé svona hreint
í milljónaborg og mátulega svalt?
Buenos Aires stendur undir nafni,
„Borg hins góða lofts“. Umferðin
ryðst ekki áfram eins og í París,
hún líður fram eins og lygn elfur,
eins og „Silfurfljot, Rio de la Plata“,
en á bökkum þess stendur þessi
höfuðborg suðurhvelsins.
Dyraverðir fínu hótelanna vísa
gestum upp í nýjar límosínur, en
aðrir leigubílar flestir eru forngripir
á okkar mælikvarða. Samt trúirðu
ekki verðinu, þegar bílstjórinn segir
60 ástralir, sem jafngildir 40 krón-
um fyrir ferð milli hverfa, og hváir
ósjálfrátt, — Como?
Áróðursspjöldin brosa af veggj-
unum með Viva Menem! og Arg-
entína — futuro para todos! —
framtíð fyrir alla og fallegum lit-
myndum af forsetaefnum. Kosning-
ar fara í hönd. Bankarnir eru lokað-
ir og allir seðlar búnir. Peningum
fæst allt í einu ekki skipt. Enginn
fárast yfir því nema fáráðir útlend-
ingar. Nú verður gengið ekki fellt
meir. Þig minnir að J)ú hafir líka
heyrt þetta heima á Islandi.
Tvö hundruð ára afmælis frönsku
byltingarinnar er veglega minnzt í
ár í Frakklandi og víðar um heims-
byggðina. Senn minnast menn þess,
að 500 ár eru liðin frá því að Kolum-
bus fann Suður-Ameríku, sem er
33 sinnum stærri en Pýreneaskag-
inn. Samt héldu Spánveijar og Port-
úgalir að þeir gætu stjórnað þessum
heimshluta eins og hverri annarri
hjáleigu. Þeim sást yfir að fólk skýt-
ur rótum í nýju umhverfi, rétt eins
og jarðargróður, séu lífsskilyrðin
hagstæð. Franska stjómarbyltingin
átti sér bergmál í Suður-Ameríku.
Það voru ekki stríðshijáðir frum-
byggjarnir, sem risu upp og kröfð-
ust frelsis, heldur afkomendur land-
nemanna frá Evrópu, sem höfðu
fundð miklu meiri landgæði en þeir
þekktu úr heimalandinu og vildu
njóta auðsins og erfiðis síns sjálfir.
A 15 árum, frá 1810—1825, losaði
öll Suður-Ameríka sig úr viðjum
spænsks herradóms.
Þessir sögulegu atburðir og stað-
reyndir standa þér ljóslifandi fyrir
sjónum, þar sem þú situr inni á
Café Tortoni yfir ilmandi bolla.
Kaffihúsin eru ríkur þáttur í lífi los
Portenos, eins og íbúar Buenos Air-
es eru nefndir í daglegu tali. Án
kaffihúsa væri engin Buenos Aires.
Þau gegna meira fræðslu- og
skemmtihlutverki en sjónvarpið og
koma líkast til í stað þess. Sama
gegnir um steikarhúsin og aðra
veitingastaði. Þeir eru eins og
klæðaskerasaumaðir á lífsmunstrið.
Asalaust fas fólksins kemur þægi-
lega á óvart, ekkert kapphlaup við
tímann. Tónlistin er lágstillt, tal
fólksins einnig. Engir glymskrattar
æpandi á þig úr hveiju horni.
Hvílíkur léttir, þú varpar öndinni
af feginleik. Spænskan hefur annan
hljóm hér en á Spáni, tónn hennar
annar, mýkrí, melódískur, seiðandi.
Áhrif ítölskunnar eru greinileg í
Ingólfur Guðbrandsson
„ Andrúm þess stíls, sem
mótaði mannlíf Evrópu
millistríðsáranna,
þekki ég aðeins af bók-
um Tomasar Mann,
Stefans Zweig, Laxness
og annarra snilldar-
höfiinda. Sú veröld er
nú horfin Vestur-Evr-
ópu og ég hélt hún væri
að eilífu týnd og glötuð.
En hún býr enn og
blómstrar í Buenos Air-
es.“
tungutakinu. Nöfn eru ítölsk og
frönsk, ekki síður en spænsk. Italir
voru líka langfjölmennastir í hópi 6
milljóna, sem fluttust til Argentínu
frá Evrópu í seinna landnáminu á
árunum 1860—1930.
Alls staðar þessi ítalsk-franski
hreimur og keimur. Nöfn verzlan-
anna - boutiques - í Floridastræti
Santarelli, Pellegrini, Emilio Bian-
co, Ted Lapidus, L’Epoque. Líklega
er hægt að gera hér heimsins bestu
kaup í leður- og skinnavörum, ull-
arflíkum, skartgripum og antík. En
það er nú ekki efst í huga. Hér er
allt falt en án þeirrar ágengu áreitni
sölumennskunnar, sem annars læt-
ur þig hvergi í friði.
Hér siturðu loksins og trúir því
varla. Café Tortoni var eins og
annað heimili frægra rithöfunda,
Cólon-leikhúsið í Buenos Aires er talið í röð frægustu óperuhúsa í
heimi. Á risastóru sviði þess hafa komið íram mestu snillingar söng-
og danslistar.