Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 15
skálda og listamanna eins og Bena- vente og Garcia Lorca í útlegð. Spölkorn frá eru höfuðstöðvar La Prensa, éins þekktasta dagblaðs í spænskumælandi löndum, í glæsi- byggingu í frönskum búrbon-stíl. A kaffihúsinu sitja menn enn og hugsa, skrifa, yrkja og tala. Hvert borð er setið, enginn skarkali, tón- list á lægri hávaðaskalanum, heims- kunn ítölsk lög í bland við innlend, latnesk-amerísk með eggjandi hljóðfalli, en hér er engum skilning- arvitum ofboðið. Við næsta borð situr blaðamaður og skrifar viðtal við miðaldra listmálara. Á tali þeirra heyrist að stórsýning mun í vændum. Buenos Aires er full af list og listaáhuga, bókmenntir, myndlist, tónlist, húsagerðarlist, kvikmyndir. Argentína er ennþá land bókarinnar og ríkrar list- hneigðar meðal fólksins. Athygli vekur hve bókaverzlanir eru víða en sjónvarps- og hljómtækjaverzl- anir fáar. Innst í horninu á Café Tortoni situr ungt par og hvíslast á með blossa ástar í augum, tvinna hönd- unum saman. í Buenos Aires er ástin ekkert í felum. Hún er útum allt, ástfangið fólk á götunni geng- ur í faðmlögum, vefst hvort um annað á göngunni, ástríðufullir hnykkir tangósins í hreyfíngunum, þrýstist saman í djúpum kossi sem tekur engan endi, upp við húsvegg eða dyr, í kvikmyndahúsunum, bílunum, alls staðar. Rómantík er hér enn við völd, lífsmáti los Porten- os. Merki poppheimsins sjást varla. Það er líkast og Buenos Aires hafi hlaupið yfir það úrkynjunarskeið, sem tröllríður vestrænni menningu í dag, á rætur sínar í útvarps-, sjón- varps- o g myndbandafárinu og birt- ist í lélegri tónlist, sem nauðgað er upp á fólk í fjölmiðlunum, í af- skræmdri myndlist, afkáralegri tízku og heimi ofbeldis á hvíta tjald- inu og sjónvarpsskermum markaðs- hyggjunnar. Þar sem.þú situr og sötrar kaff- ið rifjast upp myndir dagsins og líða fyrir sjónir hver af annarri. I morgun stóðstu á Maí-torgi og horfðir á dómkirkjuforhliðina, sem líkist meir rómversku eða grísku hofi. „Salvum fac populum tuum“, gjör lýð þinn fqálsan! Þetta er frels- arakirkja. Hún er ekki aðeins reist frelsaranum Jesú Kristi og heilagri guðsmóður til dýrðar, heldur einnig San Martín, E1 Libertador, hers- höfðingjanum og frelsishetjunni, sem ásamt Símoni Bolívar í Venezu- ela átti stærstan þátt í að losa Suð- ur-Ameríku undan oki Spánveija. Árið 1S17 hóf hann för sína við mikið harðræði gegnum torfær Andesfjöllin til að frelsa einnig Chile og Perú. í kapellu í miðju hliðarskips hinnar fögru dómkirkju hvíla líkamsleifar San Martíns og hermenn standa þar stöðugt vörð. Þegar voldugar raddir þýzka org- elsins fylla hvelfíngarnar minnistu þess, að meistara Páli ísólfssyni stóð til boða að setjast hér að, meðan hann var starfandi í Leipzig, en hann hvarf heim til íslands í andleysið og allsleysið í staðinn. í Cabildo, sem áður var ráðhús, sést vel byggingarstíll nýlendu- tímans, þótt búi sé að nema tvo boga af hvorum enda þess. Við Maí-torg hefur saga Argentínu gerzt öðrum stöðum fremur. Hér voru fyrstu pólitísku þingin og frels- isfundirnir. Héðan lagði San Martín upp, fullur af nýrri framtíðarsýn, hertur af hugsjónaeldi. Nú standa hér stjórnarráðshúsiði Casa Rosada, og þinghúsið í nýklassísk- um stíl. Glæsileikinn heldur áfram á Avenida de Mayo og ekki síður á Breiðstræti 9. júlí, kennt við þjóð- hátíðardaginn, en þann dag árið 1810 lýstu Argentínumenn yfir sjálfstæði sínu. Menning Argentínu er evrópsk í grunninn, enda rekja næstum allir Argentínumenn ættir sínar til Evr- ópu og játa rómversk katólska trú, en menningin hefur þróast í nýjum jarðvegi við nýjar aðstæður og því er hún fersk, mögnuð og stór í snið- um eins og landið sjálft. Öll sönn list á með einhveiju móti upptök sín í náttúrunni og sama gildir um hefðirnar. Listin endurspeglar sam- band mannsins við náttúruna, skynjun hans og upplifun. Kröftug MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR10., JÚNÍ, 1989 15 Argentína er eitt af fæðubúrum heimsins. Sérstök sveitamenning hefúr þróazt hjá hinum svonefndu „Gauchos". Heimsókn Jóhannesar Páls páfa og áframhald- andi upplifun hennar náttúra Argentínu nærir listina og magnar spennu hennar, víðáttum- ar, andstæðumar, endalausar slétt- umar og himinhá fjöllin, skógar og ekmr, fljót og fossar, ísbreiður og fmmskógar. Hér verður ástin list og ástríðan brýzt út í listinni í enda- lausri glímu mannsins við náttúr- una, lífíð og dauðann. Þú borgar kaffið, sem kostar 12 ástrali eða tæpar tíu krónur, og gengur út í hressandi kvöldloftið. Verzlanimar em að loka um níu- leytið og fjöldi fólks á ferli. Hér búa líka um 12 milljónir að útborgum meðtöldum. Fólk gengur mikið í þessu góða veðri, léttstígt og glað- vært í görðum Palermo, á breið- strætunum og torgunum. Kliður af fótataki og mannsröddum blandast nið af umferðinni. Þú færð hálsríg af að horfa eftir fallegu stúlkunum á Carlos Pellegrini og Avenida Cordóva, en vatn í munninn af til- hugsun um steikumar í La Cabana á Avenida Entre Rios. Þótt þú sért ekki mikil Iqötæta kemstu ekki hjá því að smakka þessar heimnsfrægu steikur, parilla. Við dyrnar á Punta Recoleta stendur roskinn herramaður, sjálfur eigandinn, og býður gott kvöld, vin- gjarnlega,. Hann er vel klæddur, og útlit hans, fas og málfar vísa, til ítalsks upprana. Fylgir gesti til borðs. Þú svipast um, sýnist þú vera í garðskála eða gróðrarstöð, því að grænar hitabeltisjurtir skipta salnum að endilöngu. Eða er hér myndagallerí, því að málverk hanga á víð og dreif innanum plönturnar? Hvaða rauðvín er gott með svona steik? spyrðu þjóninn. Hann mælir með Merlot frá Cordóva-héraði. Þú veltir þvi uppí þér, yfír tunguna, undir broddinn, áður en þú rennir vænum sopa hægt niður. Glóð þess yljar. Vín gerast ekki betri. Kjötið er meyrt og rautt í sárið. Aldrei á ævinni hefurðu bragðað jafngóm- sæta steik og hefurðu þó reynt mörg vertshús vítt og breitt um heiminn. Meðan steikin rennur uppí þér hugsarðu um ópemhúsið. Þetta hefði átt við Rossini, annan eins sælkera, sem lagði tónsmíðar á hill- una á miðjum aldri til að gerast kokkur í París. En Cólon í Buenos Aires er stærra en Parísaróperan, sem var þó fyrirmynd hennar, vígt 1908 og rúmar 3.500 manns. Hvíthærður öldungur opnaði þunga hurðina. „Cerrado — todos en vacaciones“, lokað, allir í fríi núna, segir hann, en fylgir samt með glöðu geði förumanni af íslandi um allt húsið. „Óperan framleiðir alla búninga, sviðsmyndir og allt sem þarf til sýninganna, meira að segja skóna. Hér vinna 1000 manns þá 8 mánuði ársins, sem óperan starf- ar.“ Hann man allar stórstjörnurn- ar, frægustu listamenn heimsins, hefur hlustað og þjónað þeim. Söngvararnir Camso, Schipa, Gigli, Tetrazini, Lily Pons, Domingo, Pavarotti, Callas, dansaramir Font- eyn, Nijinsky, Nureyev, tónskáldið Richard Strauss og Stravinsky. Þessir eru honum minnisstæðastir af öllum, að ógleymdum hljómsveit- arstjóranum Arturo Toscanini, sem var fastráðinn óperustjóri þijú sýn- ingartímabil, þegar hann lenti upp á kant við La Scala. Hljóðfærasafn Cólon-leikhússins er einstakt í sinni röð í heiminum. í einföldum, fomfálegum glerskáp- um í anddyrinu em dýrgripir strok- hljóðfæra, smíðuð í Cremona á ít- alíu af Antonio Stradivari um 1710—1720, önnur eldri eftir Amati og Guraneri, sem smíðaði fíðluna handa Paganini. Tóngæði þessara hljóðfæra em svo einstök að þér finnst sóun að loka þau inni í skáp. Er manninum nóg að hlusta á gervi- hljóðin úr glymskröttum nútímans í stað þess að heyra streng hljóma við tré? Það er hjartalaus hljómur, en hér snýst allt um hjartað — el Corazon — hjartað ræður. Þú hrekkur upp af þessum hug- leiðingum, þjónninn stendur við borðið. Eftirrétt? Já, argentínska osta og Tio Pepe. Roquefort-ostur- inn bragðast eins vel og í Frakk- landi, Emmenthaler betur ení Sviss, og Tio Pepe hefur ljúfara bragð en spænskur forfaðir þess. Eigandinn stendur enn við dymar og kveður með handabandi. „Hasta pronto"! Nóttin er ung. Næst er að líta inn á Carim að sjá tangó og fleira skemmtilegt. Þú ert ekki í París, Madrid né Róm. Samt finnst þér eitthvað minna á það, sem snart þig þar endur fyrir löngu. Andrúm þess stíls, sem mótaði mannlíf Evr- ópu millistríðsáranna, þekki ég að- eins af bókum Tomasar Mann, Stef- ans Zweig, Laxness og annarra snilldarhöfunda. Sú veröld er nú horfin Vestur-Evrópu og ég hélt hún væri að eilífu týnd og glötuð. En hún býr enn og blómstrar í Buenos Aires. Höfundur hefur starfað að ferða málum síðustu þtjá áratugi. eftirJón ValJensson Heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Islands er atburður, sem lengi verður í minnum hafður. Að hafa eftirmann heilags Péturs, mitt á , meðal okkar, hlusta á ræður hans, ' heyra þennan hlýlega og föðurlega leiðtoga tala okkar eigin móður- mál, biðjandi um blessun yfir land og lýð, er upplifun, sem situr áfram í huga manns og gefur nýja tilfinn- ingu fyrir hlutverki hans og köllun. Samverastundirnar með honum á Þingvöllum og í Reykjavík vom eins og stefnumót við Guðs kristni allra tíma — að upplifa okkar eigin sögu 1 og þann sameiginlega trúararf, sem við njótum með kristnum mönnum um allan heim. Útimessa páfans hjá Landakots- kirkju var hápunktur ferðar hans — hátíðleg, heilög stund í nærvera Guðs í hinu allrahelgasta altaris- sakramenti. Þgar hann lyfti sakra- mentinu í höndum sér og mælti á íslenzku: „Sjá Guðs lamb, sjá þann sem ber burt syndir heimsins," þá var það í senn sterkur vitnisburður trúar hans og kirkjunnar á sífellda návist freslsara okkar í heilagri kvöldmáltíð og jafnframt köllun til manna að þiggja þann helgandi kraft, sem okkur veitist í líkama Krists: „Sælir em þeir, sem boðnir em til veizlu lambsins." Allan sunnudaginn eftir messu páfa var stöðgur straumur fólks á Landakotshæð, og margt manna kom í kirkju að skoða sig um og skynja þann blæ tilbeiðslunnar og heilagleikans, sem þar er að fínna við altarið. Þar geta menn enn feng- ið að sjá ýmsa merkisgripi, sem tengjast páfaheimsókninni: græna hökulinn, sem hann bar í messunni og saumaður var af Karmelsystmm í Hafnarfirði — biskupsstólinn, sem Ríkharður Jónsson skar listilega út og gefinn var Kristskirkju við vígslu hennar, en var nú sæti páfa í mess- unni, — bænabekkinn, þar sem hann baðst fyrir frammi fýrir altar- inu í helgistundinni á laugardaginn, — og að lokum Maríustyttuna (Reykhóla-Maríu), sem páfi krýndi I á laugardag með listilegri kórónu (líkneskið er nú staðsett vinstra „Það er sérstök ástæða til að benda á, að þessi helgistaður er opinn alla daga og að fólk er velkomið að skoða sig þarum.“ megin við kórinn, yfír kertunum, sem fólk kveikir í minningu látinna ástvina sinna). En kór kirkjunnar er fagurlega skreyttur með blóm- um, sem skrýddu altarispallinn í hámessunni á sunnudaginn. Það er sérstök ástæða til að benda á, að þessi helgistaður er opinn alla daga og að fólk er vel- komið að skoða sig þar um, haf- andi þó í huga að raska ekki ró þeirra, sem þar kunna að vera staddir til tilbeiðslu og fýrirbæna. Þegar okkur verður ljóst, hvað rauða ljósið, sem sífellt logar í kirkj- unni, táknar, þ.e.a.s. að líkami Krists sé nálægur hjá altarinu og varðveittur í mynd brauðsins í sk. Guðslíkamahúsi, þá skiljum við bet- ur, hvers vegna fólk hneigir sig frammi fyrir því og göngum með lotningu um þennan helgistað. Geta má þess, að messumar á virkum dögum, næstu vikuna eftir páfamessuna, verða með hátíðlegra sniði en venjulega, vegna þess að við viljum veita gleði okkar útrás. Sérhvem virkan dag ársins frá mánudegi til föstudags er messa kl. 18 í kirkjunni og er öllum opin. Á laugardögum er messa kl. 14 og ekki færri en þijár messur á sunnu- dögum. Tilgangurinn með þessu skrifí er ekki sá að draga lútherska menn frá þeirra eigin kirkju og ræktar- semi við hana. Hér er aðeins vakin athygli á því, að enn er hægt að halda áfram að gera tilfínningu okkar áþreifanlegri fyrir vináttu- heimsókn páfans til okkar Islend- inga, með þvi að skoða sig um í dómkirkju Krists konungs á Landa- kotshæð, í andrúmslofti gleði og tilbeiðslu frammi fyrir altari Guðs. Höfundur er guðfræðingur. i | Metsölublað á hveijum degi! Max, Henson í MAX-húsinu, við úliðina á Haskaaai, Skeifnnni Opið í dag, laugardag, kl. 10-16 Virka daga kl. 12-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.