Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 129. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgxinblaðsins Sovéska fulltrúaþingið: Á torgi hins himneska friðar eftir blóðbaðið Myndina tók Stefán Úlfarsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Kína, morguninn eftir blóðbaðið mikla en hér sést hvar einn stúdent- inn hefhr hengt her- fang sitt á stöng: Hermannahúfii, skó, belti og byssusting. Stúdentinn stendur fyrir framan Zhong Nan Hai, sem er aðsetur leigtoga þessa fjölmennasta ríkis heims, þar sem gífurleg valdabar- átta hefiir verið háð nú síðustu daga, og leiddi til þess að harðlínumenn sendu herinn gegn umbótasinnum sem kröfuðust aukins lýðræðis og frelsis í Kína. Erlendu skuldirnar greiddar með nýjum Moskvu. Reuter. ERLENDAR skufdir Sovétnianna eru 53 milljarðar doiiara og sljórn- völd geta ekki staðið í skilum með afborganir nema með því að taka ný lán. Kom þetta fram í umræðum á sovéska fulltrúaþinginu í gær en þá vísaði Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi einnig á bug orðrómi um að hætta væri á, að honum yrði steypt af stóli. „Getum við sokkið dýpra í skulda- fenið?“ spurði Níkolaj Ryzhkov for- sætisráðherra þegar hann svaraði áskorunum sumra þingmanna um að tekin yrðu meiri lán á Vesturlönd- um til að auka innflutning neyslu- varnings. Upplýsti Ryzhkov í fyrsta sinn, að Sovétmenn skulduðu 53 milijarða dollara erlendis og þyrftu að greiða af þeim í afborganir og vexti 18,7 milljarða árlega. Sagði hann, að gjaldeyristekjur ríkisins yrðu 25 milljarðar dollara á árinu og þar af færu 21,2 milljarðar í inn- flutning. Þá væru eftir 3,8 milljarðar upp í afborganir. Það, sem á vant- aði, yrði að fá lánað á Vesturiöndum. Gorbatsjov gerði að umtalsefni í sinni ræðu orðróm um yfirvofandi v^ldarán og sagði, að slíkar kviksög- ur væru út í hött. Bað hann þing- menn að taka ekki þátt í söguburðin- um. Rithöfundurinn Valentín Rasp- útín og sagnfræðingurinn Roy Medvedev telja hins vegar, að mikil valdabarátta eigi sér stað milli helstu ráðamanna og þeir benda á, að í hvert sinn sem Gorbatsjov bregði sér af bæ sé eins og stefna flokks og stjórnar falli í gamla farið. Sjá „Verður ..." á bls. 20-21. Herinn boðar atlögn gegn andófsmömium í Shanghai - en kínverskir námsmenn segjast ekki munu gefast upp fyrr en yfir lýkur Peking, Hong Kong. Reuter. DENG Xiaoping, helstur ráðamaður í Kina, kom fram í sjónvarpi í gær en þá hafði ekkert til hans sést í þijár vikur. Lofaði hann framgöngu hersins og minntist þeirra, sem fallið hefðu í atlögunni gegn „gagn- byltingarmönnum". Ekki hafa borist fréttir um mótmæli í Peking en í Shanghai komu 40.000 manns saman í gær til að krcfjast lýðræðis og minnast þeirra, sem herinn myrti. Segjast námsmenn ætla að gera borgina að miðstöð andófsins gegn yfirvöldum en hersljórnin í Nank- ing, sem tekur einnig til Shanghai, segist ætla að „kveða uppreisnina niður“. Er óttast, að Alþýðuherinn láti þar fljótlega til skarar skríða. Deng, sem er 84 ára að aldri, var þreytulegur að sjá og óstyrkur þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum ásamt Li Peng forsætisráðherra og Yang Shangkun forseta, sem báðir eru harðlínumenn. Lofaði hann Al- Palme-réttarhöldin: Hefiir hinn ákærði fjarvistarsönnun? Stokkhólmi. Reuter. Réttarhöldin í Palme-málinu tóku óvænta stefiiu í gær þegar nýtt vitni kvaðst geta veitt sakborningnum, Christer Pettersson, örugga Qarvistarsönnun. Sagði vitnið, eða maðurinn, að hann hefði séð Pettersson á brautarstöð í úthverfi Stokkhólms áður en hálftími var liðinn frá morðinu á Olof Palme Lögreglan og verjandi Petters- sons voru í gær að kynna sér fram- burð mannsins en reynist hann trú- verðugur getur hann gjörbreytt gangi málsins. Palme var skotinn kl. 23.21 en Pettersson segist hafa farið heim með lestinni kl. 23.46. Hafi hann sofnað á leiðinni, misst af áfangastaðnum og ekki vaknað fyrr en á endastöð Iestarinnar. Þar hafi hann farið út og beðið annarr- ar. „Ég man eftir honum á brautar- stöðinni þessa nótt,“ segir vitnið. „Hann sat á bekk og reykti og virt- ist þreytulegur. Ég er viss um, að þetta var 28. febrúar því morgun- inn eftir sagði útvarpið frá morð- inu.“ Vitnið er reiðubúið að koma fyr- ir réttinn en saksóknarinn ætlar að leiða fram önnur vitni, sem bera að Pettersson hafi beðið fyrir utan kvikmyndahúsið, sem Palme og kona hans sóttu, og síðan fylgt þeim eftir. þýðuherinn fyrir að hafa barið niður „gagnbyltingaröfl, sem ætluðu að uppræta kommúnistaflokkinn og sós’íalismann". Erlendir sendimenn segja augljóst, að kínversku ráða- mennirnir, sem flestir eru um átt- rætt að Li Peng undanskildum, séu að reyna að snúa klukkunni við og hverfa aftur til kúgunarinnar á sjötta áratugnum. „Vandinn er bara sá að þjóðin sjálf hefur breyst,“ sagði einn þeirra. Rúmlega 40.000 manns komu saman til mótmælafundar í Shanghai í gær til að krefjast lýðræðislegra stjórnarhátta og frelsis. Minntist fólkið fallinna félaga og voru margir hvítklæddir en það er litur sorgarinn- ar í Kína. „Lýðræðisandinn mun aldr- ei slokkna" var letrað á einn kröfu- borðann og á öðrum stóð: „Reiði, reiði, reiði vegna glæpaverka hers- ins.“ Námsmenn, sem haft var síma- samband við frá Hong Kong, sögðu, að þeir væru að endurreisa samtökin eftir fjöldamorðin í Peking og ætluðu að gera Shanghai að miðstöð barátt- unnar. „Við munum beijast þar til yfir lýkur," sagði einn námsmann- anna. Yfirherstjórnin í Nanking-héraði, sem Shanghai tilheyrir, tilkynnti í gær, að herinn myndi brátt búast til að „kveða uppreisnina niður og greiða þeim þungt högg, sem hafa staðið fyrir henni“. Efast fáir um, að við þau orð verði staðið enda líklegt, að öldungarnir í Peking telji sig ekki eiga annarra kosta völ úr því sem komið er. Um 100 skriðdrek- ar og fjöldi herbíla fóru í gær frá Peking en ekki var vitað hver til- gangurinn var með þeim liðsflutning- um. Sjá „Harðlínumenná bls. 21. Rúmenía: Ungbarna- dauðinn vex París. Reuter. RÚMENSKIR valdamenn lifa í vellystingum praktuglega en á fæðingarheimilunum missa mæð- umar bömin sín vegna skorts á lyflum og umönnun. Kom þetta fram í gær á mannréttindaráð- stefiiu 35 þjóða í París. Kanadiski sendiherrann William Bauer sagði að rúmensku fulltrúarn- ir á ráðstefnunni svifust einskis í vonlausri vöm fyrir kúgunina og ein- ræði Nicolaes Ceausescus forseta. Úthugsaðar gagnárásir, undanfærsl- ur og lygar væru brögðin sem þeir beittu. Bauer sagði, að í Rúmeníu væru nýfædd börn ekki skráð fyrr en þau væru orðin mánaðargömul. „Það er gert til að tölur um ungbamadauða líti betur út, barnið er ekki til sem einstaklingur fyrr en eftir mánuð.“ Vestrænir sérfræðingar segja, að Rúmenía sé eina Evrópulandið þar sem ungbarnadauðinn vex stöðugt. Reuter Konungdæminu borgið FYRSTI hrafiiinn, sem klakist hefiir út í Lundúnaturni (Tower of London) í meira en 300 ár, var sýndur almenningi í gær og gátu hjátrúarfullir Bretar þá loksins dregið andann léttara því að samkvæmt þjóðtrúnni líður konungdæmi í Bretlandi undir lok, verði hrafnalaust í Turninum. „Konungdæminu og Englandi er borgið,“ sagði John Wilmington, konunglegur hrafnahaldari, sem er með hrafiisunganum á myndinni. A 17. öld ákvað Karl konungur II að losa sig við fuglana en sagan segir, að honum hafi þá verið ráðlagt að halda nokkrum þeirra til að stoftia kon- ungdæminu ekki í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.