Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 2
VEBRIÐ: ffí.- og N.-A. kaldi léttskýjað — Frost 2—3 stig. * SLYSAVARÐSTOFA Reykja víkur í Slysavarðstofunni ér opin allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (íyrir vitjanir) er á sama staS frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. fjYFJABÚÐIN Iðunn, Réykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek éru opin til kl. 7 daglega, nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á surnrn- dögum milli kl. 1—4. e. h. flAFNARFJARÐAR apótek er opið alia virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21 KÓPAVOGS apótek, Álfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. T*r "ÚTVARPIÐ í kvöld: 18.80 - -'Ömmusögur. 18.50 Tónleik- ar: Lög frá ýmsum löndum ' (plötur). 20.30 Leikrit: — Apakötturinn, eftir J. L. Heiberg. Þýðandi: Jón J. Aðils. Leíkstójri: Baldvin ■ Halldórsson. 22.10 Erindí: Jón í Róm (Eggert Stef:ns- - son söngvari). 22.30 íslenzk ar danshljómsveitir (plöt- ur). 23.00 Dagskrárlok. FRÁ RÍKIS STJÓítNINNI: — Ríkisstjórnin tekur á móti gestum á nýársdag kl, 4—6 í ráðherrabústaðnnm, — Tjarnargötu 32. ■k Gefin voru saman í hjóna- band hér í bæ 28. des. s. 1. María Erla Helgadóttir, — Lambastöðum á Seltjarnar- nesi og dr. Björn Blöndal, Kaupmannahöfn. ★ Messur; Dómkirkjan: Gamlárskvöld: Afíansöngur kl. 6. Séra Jón .Auðuns. Nýársdagur: Messa kl. 11 árd. Herra biskupinn yfir íslandi prédikar. Síð- , degismessa kl. 5, — Ser, . Björn Magnússon prófessor. tiafnarfjarðarkirkja: Gaml- áfskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2, Béssastaðir: Gamlárskvöld: Aftánsöngur kl. 8. Káifatjörn: Nýársdagur: — Messa kl. 4. Laugarneskirkja: Messa. á nýársdag kl. 2,30 e. h. Séra Garðar Svavarsson. Fríksrkjan í Ilafnarfirði: — .Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2, Séra Bragi Friðriksson prédikar. Séra Kristinn Stefánsson. IHáteigssókn: Áramótamessa í hátíðasal Sjómannaskólans. : Gamlársdag: Aftansöngur kl. 6. Nýársdag: Messa kl. .23. Séra Jón Þorvarðarson. Tlalgrímskirkja: Gamlárs- kvöld: Aftansöngur kl. 6. — iSéra Sigurjón Þ. Árnason. Nýársdagur: Messað kl. 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. — Messað kl. 5 e. h. Séra Sig- urjón Þ. Árnason. jFiikirkjan: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýárs- dagur: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. af þeim Elizabeth Talyor og Vittorio Gassmam sem sem leika aðalblutverkin í myndinni Rapsody, sem nú er ver- ið að sýna í Gamla bíói. ÞAR til fyrir nokkrum árum ríkti á liverju gamJárskvöldi lireint vandræðaástand í Rvík. Unglingar þyrptust niður í mið- bæ, þar Isem þeir fó;ru meo ærslum og látum, sprengdu sprengjur og brutu rúður og svo lan-gt gekk, að lýðurinn sett ist um lögreglustöðina. Er svo hafði gengið til í mörg ár, gekkst lögreglan í Reykja- vík fyrir því að bálkestir voru hlaðnir í úthverfum bæjarins og brenndir á gamlárskvöld. — Við þessar tiltektir færðist menningarbragur yfir borgina: Unglingar sáust vart á- feríi í miðbænum og bogrararnir gátu óhultir farið ferða sinna til gleð skapar í samkomuhúsunum, Erá upphafi greiddi Bæjar- sjóður beinan kostnað sem af brennumum leiddi, svo sem olíu og laun gæzlumanna. Blaðið frétti í gæ-rmorgun að í ár mundi þessi kostnaður ekki fást greiddur og af þeim sök- um yrði minna um, að vera í úthverfunum, en undanfa-rin gamlárskvöld. Einnig fylgdi það fréttinni, að lögreglan byggðist við mun fleira fólki í miðbæinn r'i y t n. r'? á - ~ - að þessu sinni, en undanfarin ár. Sem betur fer reyndist frétt þessi ekki sönn. Eftir því sem blaðið veit bezt, hafð-i að vísu orðið nokkur mótstaða af bæj- arins hálfu að greiða brennu- kostnaS, en síðan orðið ofan á, að bærinn styrkti brennu, sem haidin verur á Klamibratúni. Þar fflun vera um að ræða samvinnu nokkurra drengja og bæjarins. Drengirnir höfðu komið sér upp myndarlegum bálkesti, þegar einhver óvin- veittur kveikti í honum'. Slökk- viliðið réð niðurlögum eidsins áður en allt brann. Nú er ákveðið .a bæjaryfir- völdin leggi í „púkkið“ nokkra gamla nótabáta og annað elds- neyti, svo þarna verður mynd- arlegasta brenna á gamlárs- kvöld. Guð-björn tlnnsson yfirlög- regluþjónn tj áði blaðinu í gær- kvöldi, að búið væri að sækja um leyfi fyrir 20—30 brennur víðsvegar um bæinn- og þser stærstu yrðú á Klambratúni og í Laugardal. Guðbjörn sagðiþað von lögreglunnar, að allt færi fram með friði og spekt eins og undanfarin ár. Minningarorð: Sigyriur Mniitai arkitek! SIGURÐUR " Guðmundsson málari var brautryðjandi. Sigurður Guðmundsson arki- tekt skapap „tradition“ um þetta nafn og gerði það erfitt til burðar ókomnum listamönn um. Með fráfalli hans er stórt skarð höggvið í raðir lista- manna, þó enn stærra í þá fá- mennu fylkingu, er kennist til drengskapar. Mætti okkur eftirlifandi starfsbræðrum hans auðnast að eiga ætíð einn slíkan í hópi okkar. Þá þyrfti ekki að kvarta. Það var ekki háttur Sigurð- ar arkitekts að sýta og skál það þkki helduí1 gert þótf hann. hafi kvatt og farið. — Verk hans lifa áfram til lærdóms og örvunar. H. D. Sigurður Guðmundsson ALÞYÐUBLAÐIÐ_________________________________ Útgrefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjórar: Gísli J. Ástþörsson og Kelgi Sæmundsson (á,b). Fulltrúi ritstjörnar: Sig-valdi Hjálraars- son. Fréttastjóri: Björgvin GuÖraundsson. Auglýsingastjóri: Pét- ur Pétursson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsing-asírai: 14906. Afgreiðslusfmi: 14900. Aðsetur: Alþý'ðuliúsið. Prentsraiðja AlþýðublalSsins Hverfisgötu 8—10 STJÓRNARKREPPAN leystist á Þorláksmessu rneð þeim hætti, að Emil Jónsson myndaði minniihlutastjórn Al- þýðuflokksins. Virtist þá ekki um -aðra möguleik'a að ræða en minnihlutastjórn eða utanþingsstjórn. Taldi Alþýðu- flokkurinn líklegra, að minnihlutastjórn, sem( nýtur meiri- hluta á alþingi, reyndist fæ-r um að leysa agkallandi vanda- mál en utanþingsstjórn. En nýja ríkisstjórnin er að sjálf- sögðu aðeins til bráðabirgð'a og fyrirsjáanlegt, að kosningar verða á komandi vori. öllum, stjórnmálaflökkunum, sem fulltrúa eiga á alþingi,. var gefinn kostur á að styðja þessa rninríihlutastj órn Al- þýðuflokksins eftir að í ljós var komið, að tveir stærstu flokkarnir gátu ekki'myndað stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn einn léði máls á að vedta slíkan stuðning með því að heita. stjórninni að bægja frá vantrausti, ef fram, kæmi, meðan verið er að leýsa þau vandamál, sem fyrir liggja og enga bið þola. Þar er fyrst og fremst átt við efnahagsmálin. ís- lendingum er lífsnauðsyn, að vetrarvertíðin, sem fer í hönd, geti hafizt á réttum tíma. Jafnframt er óhjákvæmilégt að | freista þess að stöðva dýrtíðina og verðbólguna, sem ógnar afkomu og efnahag þjóðarinnar. Þetta mun Alþýðuflokk- I urinn reyna. Verkið er sannaxlega ekki auðvelt. En það 1 verður að vinnast. Og um Alþýðuflokkinn verður að mdnnsta kosti ekki sagt, að han hlaupist burt frá vandanum á örlagastund. Reynslan sker svo úr um, hversu honurn tekst og hvaða örlögum úrr.æði hans sæta á alþingi. Úr því fæst skorið næstu daga. Annað aðalmá-l minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins verð ur lausii kjördæmamálsins á grundvelli þeirrar stefnu, er möi'kuð var á nýloknu þingi Allþýðuflokksins. Hún er sú, að landinu verði skipt í nokkur stór kjördæmi að viðhöfðum hlutfallskosningum og uppbótarsætum úthlutað í jöfnun- Iarskyni. U-m þetta mál fær þjóðin að kveða upp simi dóm í kösningum á komandi vori. Alþýðuf!okkurinn trúir því, að þéss-i breyting kjördæmaski-punarinnar sé til mikilla bóta og framtíðarlausn kjördæmamálsins. Og hann treystir því, að íslendingar meti við hann það frumkvæði hans um lausn kjördæmamálsins, sem til er stofnað. Núverandi kjördæma- skipun er svö úrélt og ranglát, að hún fær ekki staðizt í landi lýðræðis og þingræðis. Lagfæringu kjördæmaskipun- arinnar verður ekki lengur skotið á frest. Afgreiðsla kjör- dæmamálsins átti verulegan þátt í því, að myndun meiri- hlutastjórnar tókst ekki að þessu sinni. Leiðrétíing kjör- dáemask-ipunarinnar mun þess vegna leiða til festu og jafn- vægis í stjórnarfari okkar, og slíks er m|ilkil þörf. Að því vill Aljþýðuflokkurinn vinna. Núverandi ríkisstjórn getur ekki starfað samkvæmt grundvallarstefnu Alþýðuflokksins. En hún mum beita sér Ifyrir afgreiðslu þeirra mála, sem aðkallandi eru og skipta íslenzku þjóðina svo miklu í dag og á næstu mánuðum. Alþýðuflokkurinn óskar í þessu efni samstarfs við alla írjálslynda og áibyrga alþingismenn, og jafnframt væntir hann þess, að þjóðin í heild meti þá viðleitni hans að forða hruni og öngþveiti. íslendingum er það mik-il nauðsyn, að málefni séu látin ráða inn á við og- út á við. Tímarnir, sem við lifum nú, eru harla örlagaríkir. Þess vegnai þolum við ekki stjórnleysi, því að þá væri raunverulegt sjálfstæði okk- ar í hættu. Þetta hefur ráðið úrslitum um þá ákvörðun Al- þýð uflokksins að mynda minnihlutastj órn til að bjarga því, sem bjargað verður. Frumkvæðið er hans, en ábyrgðin verS- ur einnig annarra eins og flokkaskipun og valdahlutföll- um er háttað hér á landi. TEKIÐ var til fyrstu um- ræðu í neðri deild alþingis í gær frumvarp til laga um breytingu á siglingalögunum. Áki Jakobsson fylgdi frumvarp inu úr hlaði fyrir hönd sjávar- úívegsmálanefndar. deildarinn- ar. Er frumvarpið samið af nefnd er Emil Jónsson skipaði árið 1948 sem þáverandi sam- göngjimálliaráiii'.ierra. I nefnd- inni áttu þessir menn sæti: — Þórður Eyjólfsson, h-x-starétt- ardómari, Gunnar Þorsteinsson hrl., Guðlbjartur Ólafss-on, hafn sögumaður, ,Og Sigurjón A. Ól- afsson alþm. Apaköttur nokkur, -sem send ur var árið 1953 í eldflaug 57 kílómetra út í geiminn, og hafnaði að ferðinni lokinni heilu og höldnu aftur á gömlu jörð, er nú í dýragarði í Ame- . ríku. Ef að apaköttur þessi sér apaynju verður hann dauð- hræddur og sé henni hleypt inn í búrið beitir hann í dauð- ans angist bæði kjaíti og klóm, Læknar hafa nú úrskurð að, að hann sé haláinn sjúk- legum ótta og furðulegri taugaveiklun. Nú er mikið um ,það rætt, hvort flugferðinni sé ' um að kenna. 30. des. 1958 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.