Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 9
í Iðnó á Gamlárskvöld. ★ Ragnar Bjarnason og K K. sevtettinn skemmta. ★ Aðgöngumiðar frá kl. 4—6 í dag. Sími 12350. 18 no 18 no Iðnó Hestar. Helga Fietz gerði myndirnar. Broddi Jó- hannesson samdi textann. Mandruck — Miinchen 1958. BÓKIN HESTAR er mynda- bók. Myndir hennar eru flest- ar af. íslenzkum hestum. Bókin er mjög fögur að öllum bún- ingi og búin þeim kostum bezt- um ,er prýða slíka bók. Mynd- irnar eru sérstaklegá yel tekn- ar, vel unnar að öllu leyti og mótívin sérstaklega vel valin. Hún er mjög vinljúf að allri gerð, svo ég veit fáar bækur eins vel úr garði gerða, hvað snertir skil þess efnis, sem hún fjallar um. Fyrsta mynd bókarinnar er • af gráum hesti, sem drekkur úr læk. Umhverfið er fagurt og litir myndarinnar mjög eðli- legir. Myndirnar af hestunum eru af þeim, þar sem þeir eru sjálfráðir úti í ' náttúrunni, bæði á sólbjörtum sumardög- um og þegar snær er á jörðu um vetur. Myndir af þeim í starfi, undir böggum að fara yfir vatnsfall og á kappreið- um. Ein mynd bókarinnar finnst mér allra fegurst. Er það myndin af tveimur mönnum ríðandi með kindahóp. Svið myndarinnar er miög' fagurt og minnir mjög á dýrð sumardags ins — samskipti manna og bú- ■smalans í kyrrlátri og blóm- legri sveit. Höfuðkost bókarinnar Hest- ar tel ég þann, að hún sýnir íslenzka hestinn eins og hann er í lífi og starfi bóndans. Úti- gangshestinn jafnt og gæðing- inn. Myndirnar eru teknar án öfga og án tilgerðar. Það er kostur þeifra. Sá kostur er mik- .ill. Broddi Jóhannesson hefur samið texta í bókina. Er hann ágætur svo langt sem hann nær. Galli finnst mér það, að eklci skuli vera getið um hvar myndirnar eru teknar. Ég veit að vísu, að margir munu kann- ast við landslag myndanna, en ég hefði kosið að getið hefði verið staðanna, hvaðan mynd- irnar eru. Broddi endar bókina með vísuhelmingi úr Stjörnu- fák, eftir Jóhannes úr Kötlum og vísu Jóns Þorsteinssonar: \ Sporið hreina og þelið þitt þúsund meinum bifa. Þú ert eina yndið mitt, ef ég reyni að lifa. Ég held, að þessi bók, Hest- ar, sé fallegust myndabóka, sem íslenzkur bókaútgefandi hefur haft á boðstólum. Það er mjög vel, að Bókaútgáfa Menn ingarsjóðs skuli bjóða íslenzk- um almenningi upp á að eign- ast svo fagra bók. Ég veit, að hún verður til mikils vndis fólki, bæði í sveit og borg. Hannes Framliald af 5. síðu. fara ekki eftir fullyrðingum mús íksérfræðinganna. ÞETTA er efst í huga manns að afloknum jólum að þessu sinni. Annars var ég líka að hugsa um það, að nú finnst mér skammdegið hafa verið stutt. — styztur dagur var þann 21. Nú er sól aftur farin að hækka á lofti. Ef til vill stafar þessi til- finning af því hvað veturinn hef ur verið mildur og lítiö' um snjú. Annars megum við ekki gleyma því, að undanfarin ár hefur vet- urin verið harðastur næstu þrjá mánuðina. Hannes á horninu. Fullveldi íslands Framhald af 5. síSn. til framdráttar í þessu máli. Okkur er mikil nauðsyn að eiga góð samskipti við allar þjóðir, ekki sízt Breta, en við getum ekki afsalað okkur forn- um landsréttindum í hendur neinnar þjóðar. Allra hluta vegna verðum við að sigra í landhelgisdeilunni, þann sigur getum við ekki unni'ð með ill- yrðum, heldur með rökföstum málflutningi á þingi þjóðanna, seiglu og samheldni. í kvöld minnumst við 40 ára fullveldis. Við minnumst Fjöln ismanna, Jóns Sigurðssonar, skáldanna, sem hvöttu til dáða og allra þeirra manna, sem háðu harða og langvinna bar- áttu fyrir frelsi og fullveldi landsins. Um leið og við heiðr- um minningu þessara manna og fögnum fullveldinu, skul- um við líka minnast þess, að allt er í heiminum hverfult, gildir það líka um fullveldið. Þess vegna skulum við staldra við og horfa snöggvast aftur í tímann. Landið komst undir erlend yfirráð vegna sundr ungar, fégirni og valdagræðgi landsmanna. Eftir að sjálfsfor- ræði tapaðist sökk fólkið niður í eymd og umkomuleysi. Þetta ástand stóð öldum saman. Nú er þetta gjörbreytt. Tækni nú- tímans og almenn velmegun hefur haldið hér innreið sína. Ég ætla ekki að tíunda allt sem gert hefur verið síðan landið fékk fullveldi, en það er margt og mikið. Þetta vil ég segja: Við eigum stóran og glæsileg- an skipakost og mikið af stór- virkum atvinnutækjum. Við búum við ein beztu fiskimið í heimi. í jörðinni er mikið af hveraorku. Fallvötn bíða virkj unar. Sums staðar eru víðáttu- mikil, grasgefin héruð. Mögu- leikarnir til lands og sjávar eru óhemju miklir. Landið sem við eigum er gott. Ætla mætti, að framtíðar- himininn væri fagur og blár. En er hann það? Það er talin staðreynd, að við lifum um efni fram. Þrátt fyrir miklar þjóðartekjur duga þær ekki til. Gjaldyerisforðinn er talinn hætiulega lítill af skyniborn- um mönnum, ef eitthvað ber út af. Ef þetta er svona, sem ég efa ekki. þá stendur fullveldið varla mjög föstum fótum. Aug- Ijóst er af þessu, að eyðsluna verður að minnka. Tildur, prjál og munað mætti skera niður, flestum að meinalausu. Ef harð ari aðgerða er þörf ber að sætta sig við þær möglunarlaust. Sú fórn er ekki of stór fyrir frels- ið og fullveldið. Grímur Þorkelsson. BLÁOIO YKKAR vantar á báta frá Hafnarfirði. mpr s r r nning Sökum sérstaklega góðra vinnuskilyrða getum við enn tekið á móti pöntunum á smurðu brauði fvrir gamlávskvöld. ömu Fraldtastíg 14 a Sími 18880. ing til g jaldenda skatts á stóreignir. Athygli er hérmeð vakin á því, að frestur til að skila veðtilboðum samkvæmt tilkynningu fjár- málaráðuneytisins frá 8. desember s, 1. rennur út 31. þessa mánaðar. Reykjavík 29. desember 1958. Skattstjórinn í Reykjavik. Dansskóli Rigmor Hanson tekur til starfa í næstu viku. Byrjenda og framhaldsflokkar fyrir börn. unglinga og full- orðna. — Upplýsingar og inn- ritun í síma 13159 frá og með 2. janúar. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN BACH Vatnsstíg 16 a andaðist 24. des. Jónína Jónsdóttir, Jón M. Jónsson, Olga Jónsdóttir, Héðinn Jónsson. ÚtfÖr MAGNÚSAR GÍSLASONAR, Þórsgötu 9. Þórsgötu 9 fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13,30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík. Ingihjörg Magnúsdóttir. Hermann Þorsteinsson. Jón Gíslason. Alþýðuhlaðið — 30. des. 1958 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.