Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUU 1989 17 Hvaða breytingar hafa orðið á flölda bænda og búskap þeirra? Síðari hluti eftir Gunnar Guðbjartsson Breyting á bústoftii í landinu á timabiiinu 1978-1988 og breyting á framleiðslu mjólkur og kjöts á sama tíma. Mikil umræða er í fjölmiðlum, bæði blöðum og útvarpi og einnig í sjónvarpi, um að ekkert sé gert til að fækka sauðfé í landinu og kjötframleiðsla af sauðfé minnki ekki þrátt fyrir ákveðin markmið í lögum um það efni og sé alltof mikil miðað við þarfir þjóðarinnar. En samdráttur í framleiðslu mjólkur hafi orðið mikill og fullnægjandi. Síðast var að þessu vikið í leiðara Morgunblaðsins 12. júlí með þeim orðum „að við þurfum að fækka fénu þar sem það á ekki heima“. En hvar á fé ekki heima? Því var ekki svarað í leiðaranum. Forðagæslan framkvæmir talningu um land allt Samkvæmt landslögum er árlega framkvæmd talning búfjár í öllum sveitarfélögum landsins. Ýmsir halda að sú talning sé handahófs- kennd og ónákvæm. Slíkt álit á við um talningu hrossa og sjálfsagt að nokkru um fjölda fiðurfjár og svína. Ónákvæmni í tveimur síðasttöldu greinunum er þá aðallega af því að ekki eru nægjanlega glögg skil á milli stofndýra, varpfugla eða foreldra annars vegar og sláturdýra hins vegar, þegar talið er. En hross ganga víða um úthaga og oft er óvissa um eigendur þeirra. Einkum er það vegna stórfjölgunar hrossa í eigu þéttbýlisbúa, sem oft eru á eyðijörðum víðsvegar um landið. Talning hrossa verður seint gerð nákvæm. En talning sauðfjár og nautgripa er tiltölulega mjög nákvæm. Helst munar í fjölda kálfa, en fjöldi þeirra er síbreytilegur eins og fjöldi grísa og kjúklinga. Bændur hafa reynslu af því að þeirra hagur er að búfjárskráning sé sem nákvæmust. Ýmis réttindi þeirra í framleiðslukerfinu tengjast íjölda vetrarfóðraðra gripa og af- urðum þeirra á vissu tímabili. Sé fé skorið niður vegna búijársjúk- dóma miðast bótagreiðslur ríkisins t.d. við skráðan búfjárfjölda skv. forðagæsluskýrslum á tilteknu ári. Því heyrir til algerra undantekn- inga að skráning sauðfjár sé ekki rétt. Þessi nákvæmni var staðfest í vetur og vor í þeirri sérstöku auka- talningu búijár, sem fór þá fram. Ég tel rétt vegna áðurgreindra umræðna að gera grein fyrir breyt- ingum á bústofni landsmanna und- Kaupslatir ÁRN. RANG. N-MUL SKAG. S-ÞING. A-HUN. S-MUL V-HUN. V-SKAFT DAL EYJAFJ. MYR N-ÞING. SNÆF. BORG. STRAND. A-SKAFT. V-IS. V-BARÐ. N-IS. A-BARÐ. GULLB./KJOS ÞÚS. Sauðfé í sýslum og kaupstöðum 1978 -1988 0 t) 20 30 40 50 60 70 80 ■ 1978 ■ 1988 Sauðfé ails: 1978: 890.807, 1988: 586.887. Fækkun sauðfjár: 34,12% HEIMILD: BÚNAÐARFÉLAG ISLANDS UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS /M 851 KaupstaÞir Arn. Eyjaf. Rang. S-Þing. Mýr. A-Hún. V-Skalt Snæf. V-Hún S-Múl. Kjós Dala A-Skaft N-Múl. V-Baró. N-ls. A-Baró. V-ls. Strand. N-Þing. Gullbr. ÞUS. 1000 2000 3000 HEIMILD: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS 4000 5000 6000 7000 UPPLÝSINGAÞJÓNUSA LANDBÚNAÐARINS /M 852 angengin breytingaár. Árið 1978 var ekki farið að þrengja kost ein- stakra bænda með kvóta- eða full- virðisréttarkerfí. Þá var sauðfé næstflest, sem það hefur orðið og nautgripastofninn var stór, einkum mjólkurkúastofninn. Árið 1977 var sauðféð flest eða 5,385 kindum fleira en 1988. Ég hefi gert skýrsl- ur, sem sýna breytingu á sauðfjár- fjölda, kúa og geldneytastofni í hverri sýslu og kaupstað, á landinu frá árinu 1978 til ársins 1988 og fyrir landið í heild. Á sama hátt eru hér birt súlurit, sem sýna þess þró- un myndrænt. Athygli vekur hve fé hefur fækk- að mikið og hlutfallslega mest í héruðum sem voru ijármörg eins og í Skagafjarðarsýslu, Múlasýslun- um báðum, Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Þar til viðbótar koma Eyja- fjarðarsýsla, V-Barðastrandar- sýsla, Gullbringu- og Kjósarsýsla og A-Húnavatnssýsla með hlutfalls- lega mikla fækkun. Rétt er að vekja athygli á að í flestum þessara sýslna hefur verið skorið niður sjúkt fé af riðuveiki. Fé getur fjölgað aftur í þeim héruð- um, eins og t.d. i Múlasýslunum báðum, þegar fjárleysistími er út- 1978 Mjólk 120.172 þús. Minnkun mjólkur er svolítið meiri hlutfallslega en fækkun kúa á þess- um tíma. Kjötframleiðsla Naulakjötsframleiðsla Svíuakjötsframleiðsla' Kindakjötsframleiðsla Fuglakjötsframleiðsla' Hrossakjöt Kjöt samtals 1978 1.676.948 kg 950.000 - 15.392.959- 750.000- 681.314- 19.451.221 - runninn, nema samið sé við bændur um að falla frá framleiðslurétti gegn rétti til annars starfs eða framleiðslu. Samningar við bændur á Fljótsdalshéraði um skógrækt í stað sauðfjárframleiðslu eru mikils- vert fordæmi í þessu efni, sem reyna mætti víðar. Heildarfækkun sauðflár í landinu á þessum árum er 303.920 eða 34,12%. Kúastofninn í landinu hefur minnkað miklu minna en sauðfjár- stofninn eða aðeins 11,9%. Fjölgun hefur orðið á kúm í einni sýsiu, V-ísafjarðarsýslu. I hlutfallstölum er fækkun kúa mest í Gullbringu- og Kjósarsýslum, Strandasýslu og N-Múlasýslu, en annars víðast nokkuð jöfn. Sjá súlu- rit. Geldneytum hefur fjölgað um 46,7% á öllu landinu. Sú fjijlgun dreifist nokkuð misjafnlega um landið. Hún er þó yfirleitt hlutfalls- lega mest á mjólkurframleiðslu- svæðunum. Sjá súlurit. Gunnar Guðbjartsson „Því heyrir til algerra undantekninga að skráning sauðQár sé ekki rétt. Þessi ná- kvæmni var staðfest í vetur og vor í þeirri sérstöku aukatalningu búijár, sem fór þá fram.“ Hvernig hafa afurðir af bústofiiinum breyst frá 1978? 1988 Breyting í % 102.712 þús. h- 14,53 1988 2.923.179 kg 2.475.368 - 10.219.287- 1.114.298- 512.759- 17.244.891 - Aukn./minnk. % + 74,30% + 161,00% + 33,60% + 48,60% + 24,70% + 11,35% 1) Kjöt af svínum og fuglum 1978 er byggt á verðmætaáætlun Hagstofu Islands. Þá var ekki ná- kvæm skráning á slátrun gripa eða magni kjöts í þessum greinum. Sterk fylgni er á milli hlutfalls- legra breytinga á bústofninum og breytinga í framleiðslunni. Hér sést í töflunni að ofan að meira en þriðjungs samdráttur hef- ur orðið í framleiðslu á kindakjöti til sölu á almennum markaði, en auk þess hefur verið og er nokkur framleiðsla til heimilisnota á búum bænda. Framleiðslusamdrátturinn í kindakjöti hefur fylgt að mestu framleiðsluáætlunum stjórnvalda. Hins vegar er ekki nema 11,35% minnkun í kjötframleiðslu í heild. Aukning í nautakjöti, svínakjöti og fuglakjöti er rúmlega 3.135 tonn á þessu tímabili. Þetta kjöt hefur tek- ið stóran skerf af þeim markaði í landinu sem kindakjötið hafði árið 1978. Sum ár á sl. 12 árum hefur kindakjötssala verið meir en 10 þús. tonn á ári. Mest var hún árið 1982, 10.916 tonn, og 1983 10.735 Kaupsstaóir Am. Rang. Eyjat. S-Þing. Skag. V-Skaft S-Múl. A-Hún. Borg. Mýr. Snæf. N-Múl. V-Hún Dala. A-Skaft Kjós. V-Bar6. A-Báró. V-ls. N-ls. N-Þing. Strand. |, Gullbr. ^ Breyting á fjölda kálfa og geldneyta í sýslum og kaupsstöðum 1978 - 1988 Kálfar og geldneyti alls: 1978: 26.193 1988: 38.638 Aukning 47,51 % ----- I ---------1 |------- 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 HEIMILD: BÚNAÐARFÉLAG ISLANDS UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS /M853 Svínum í landinu hefur fjölgað mikið áþessu tímabili Svín voru árið 1978 alls 1.392 en 1988 voru þau 3.453. Fjölgunin er 148%. Hænsnastofninn er ekki sundur- greindur í skýrslum í holdafugla og eggjaframleiðslufugla og því verður ekki sagt með neinni nákvæmni um breytingu á stofni kjötframleiðslu- fugla. Miklar sveiflur eru á milli ára í fjölda fugla. Skýrslufærðum hrossum hefur fjölgað frá árinu 1978 úr 44.297 í 63.531 árið 1988 eða um 43,4%. Um þrjár síðasttaldar greinar bústofnsins gildir það, sem fyrr segir, um ónækvæmni í talningu. Fjölgun svína, fugla og hrossa dreifist talsvert misjafnt um landið. Dreifíngin tengist allmikið breyt-x ingu á sérbúgreinum og nýgreinum, sem skýrt er frá í töflum í fyrri hluta þessarar greinar. tonn. Hefði hliðstæð sala orðið í kindakjöti tvö sl. ár væri framleiðsl- an eins og hún varð sl. haust of lítil fyrir innlenda markaðinn. Bændasamtökin hafa ekki stjórn- tæki til að hafa áhrif á framleiðslu annars kjöts en kindakjöts. Því er ljóst að hlutföllin á milli framleiðslu- greinanna hafa raskast óeðlilega mikið og það veldur nú margvísleg- um vanda í þjóðarbúinu. Af þessari lýsingu þróunarinnar má draga ýmsar ályktanir, en alls ekki þá að bændur hafi sýnt tregðu við að fækka sauðfé eða minnka kindakjötsframleiðslu. Hins vegar má spyrja hvort þróunin sé rétt og eðlileg miðað við hvernig menn vilja hafa búsetu í landinu og hvort þessi breyting sé fjárhagslega hagkvæm fyrir þjóðarheildina. Hér verða engir dómar feildir í því efni. Höfundur cr fyrrvcrandi frnmkvæmdastjóri Framleiðsluráös landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.