Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 12
 MORGUNBLAÐIÐ l^UfiARp/AGþjR ffl.,jýLÍ, 1,9^9 + Júlíana Sveinsdóttir Aldarminning Myndlist Bragi Asgeirsson Þegar litið er til liðinna ára, fer ekki hjá því, að margt furðulegt komi í ijós og sumt vildi maður að hefði tekið aðra stefnu. í gamla daga vorum við hinar ungu listspírur yfirleitt ófram- færnir og litum heilmikið upp til þeirra, sem höfðu náð langt í list sinni hvaða álit sem við höfðum nú annars á myndverkum þeirra, en ungir eru og eiga að vera gagn- rýnir á umhverfi sitt, menn og málefni. Sjálfur var ég ákaflega feiminn að eðlisfari og læddist helst með veggjum sem var víst um sumt ættlægt, að því viðbættu að ég hafði misst eitt mikilvægasta skiln- ingarvitið, sem olli enn meiri sam- skiptaörðugleikum við hina heyr- andi. Það tók mig mörg ár að bijót- ast úr úr þeirri einangrun, og mik- il var mín gæfa að kynnast Jóni Stefánssyni málara úti í Kaup- mannahöfn fyrir magnaða tilviljun. Hann fór fljótlega að hvetja mig til að sækja aðra listamenn heim vitandi um ómannblendni mína. Var stöðugt að segja mér að heim- sækja Ásgrím Jónsson, sem bjó við hliðina á honum á Bergstaðastræti 74, þegar hann var staddur heima í Reykjavík yfir sumartímann. Hringdu bara dyrabjöllunni og þá er björninn unninn, sagði hann, og vel tekur hann á móti þér, ég hef talað við hann um þig. Það gerði ég því miður aldrei, en hann sendi Þorvaldi Skúlasyni kort frá Kaup- mannahöfn og mig með orðsend- ingu til hans svona til að vera ör- uggur um að ég sækti hann heim, og það var upphafíð af góðum kynnum okkar Þorvaldar. Er ég svo hugðist halda til Rómar haust- ið 1953, hvatti hann mig marg- sinnis til að heimsækja Júlíönu Sveinsdóttur því að hún hafði þá nýlega verið á Ítalíu, þekkti þar að auki vel til landans og listarinn- ar frá fyrri ferðalögum og gæti áreiðanlega gefið mér hollráð, hann hældi henni mjög eins og öllum, sem hann vildi koma mér í kynni við. Það gerði ég því miður ekki í það sinnið, en heimsótti hana aftur á móti vorið 1956 á heimili hennar í Nýhöfn í Kaup- mannahöfn, og en sú heimsókn mér ákaflega minnisstæð. Hún var mjög kumpánleg og talaði mikið við mig og þá einkum um sýningu mína, sem þá stóð yfir hjá Erling Haghfelt á Bredgade og var ekk- ert að skafa af hlutunum þrátt fyrir velgengni sýningarinnar, sem mér þótti einungis vænt um, enda því vanur frá hálfu Jóns, sem var allra manna gagnrýnastur og kröfuharðastur. Ekki datt mér þá í hug, frekar en ég ætti eftir að stíga fæti á tunglið, að ég ætti eftir að minnast hundrað ára af- mælis hennar 33 árum seinna og þá í ljósi starfa minna sem listrýn- ir stærsta blaðs þjóðarinnar, og sjálfsagt hefur það ekki hvarflað að henni sjálfri. Ég var og einnig róttækur á þessum árum, en þó ekki svo að út í öfgar og mann- greinarálit færi, öll dagblöð voru mín blöð, svo fremi sem eitthvað bitastætt væri í þeim, og svo er enn. En mikið vildi ég í dag og mikla þýðingu hefði það haft fyrir mig sem myndlistarmann og list- rýnanda, að hafa farið eftir hvatn- ingu Jóns Stefánssonar í þessum efnum sem fleirum. En örlögin verða að hafa sinn gang. Júlíana Sveinsdóttir Málari andstæðna og einfaldleika Höfuðeinkenni listar Júlíönu Sveinsdóttur má hiklaust telja til- hneigingu til einfaldleika og stór- brotinna andstæðna. Hún var af dönskum skóla menntuð í Kaup- mannahöfn og skóluð í danskri erfðavenju í málaralist, en þó svo merkilega íslenzk í sér. Eins og fleiri landar hennar á þessum tíma, sem allir urðu á sinn hátt braut- ryðjendur íslenzkrar myndlistar. Júlíana Sveinsdóttir frá Vest- mannaeyjum og Kristín Jónsdóttir frá Arnarnesi við Eyjafjörð urðu fyrstar íslenzkra kvenna til að leggja fyrir sig málaralist, svo sem alkunna er, og voru lengi samtíða í Kaupmannahöfn við nám, og þótt þær báðar fetuðu landslags- hefðina, sem þá var að festast í sessi, voru þær gjörólíkar að upp- lagi. Þær voru líka frá tveim and- stæðum landshlutum og Júlíana auk þess eyjaskeggi, sem kemur vel fram í myndefnavali hennar. Kristín hvarf aftur til íslands og stofnaði þar fjölskyldu, en Júlíana, sem lifði einlífi, ílentist í Kaup- mannahöfn frá árinu 1931, og kom eipungis heim sem gestur, en gerði það eins oft og hún gat yfir sumar- timann, svo sem Jón Stefánsson, en bæði sóttu þau myndefni sín öðru fremur til fósturlandsins. Ég vék að því í grein minni um sýningu Listasafns Islands á lands- lagsmyndum Júlíönu nú í vor, hve Danir hefðu sýnt Júlíönu mikinn sóma, og í hve miklu áliti hún var sem listamaður, og orð hennar vógu þungt á opinberum vett- vangi, er hún var upp á sitt bezta. Ég vil minna á það hér og árétta. Júlíana var, svo sem myndir hennar bera með sér, málari stemmninganna, hin stóru form og ólíku andstæður í umhverfi æskuslóðanna fylgdu henni allt lífið. Hún var stór í sér og föst fyrir líkt og klettur upp úr hafinu, sem haggast ekki, hve mjög sem úthafsaldan brýtur á honúm. Samlíkingin er ekki út í hött, því að hún þurfti í ríkum mæli á þessum hæfileikum að halda í lífi sínu og þá ekki sízt í upphafi náms- ferils síns í Kaupmannahöfn, er hún átti við mótlæti og vonbrigði að stríða, en henni tókst þó að sigr- ast á með harðfylgi, takmarkinu skyldi náð, sem var innganga í Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Inntaka hennar var og samþykkt vorið 1912, er hún var einmitt komin á fremsta hlunn með að snúa heim til Islands og föst í því að stíga aldrei fæti á danska jörð aftur, yrði henni hafnað öðru sinni. Á þessum árum urðu menn að treysta á sjálfan sig í ríkari mæli en í dag, er segja má, að listaskóla- nemar séu frekar ofverndaðir en hitt. Menn urðu að standa á eigin fótum frá upphafi og sýna svo ekki yrði um villzt viljastyrk og hæfni. Ekki var um neinar ná- kvæmar stundatöflur að ræða né þaulskipulagðan námsvísi heldur var árangurinn það, sem gilti og til þess að ná tilskildum árangri þýddi ekkert annað en að leggja sig allan fram. Slíkt cr vafalítið réttasti háttur- inn við listnám, enda tíðkast hann víða ennþá, þótt sjálfar námsað- ferðirnar séu aðrar, fijálslegri og íjölþættari. Og eitt er víst, að sá grunnur, sem menn fengu við slíkan barning á þessum árum, fæddi af sér marga mestu núlista- menn aldarinnar. Og menn taki eftir, að þrátt fyrir íhaldsama skól- un varð Júlíana opin og fijálsleg í túlkun sinni á landslagi. Og þeir, sem kusu að nema utan skóla, nutu samt góðs af þeirri tækni og aðferðum, er þeir sáu allt um kring, á sama hátt og t.d. hinn heims- þekkti nævisti Henri Rouseau hreifst af tækni félaga sinna, sem voru ekki af lakara taginu enda flestir framúrstefnumálarar París- arborgar frá síð-impressjónistum til Picasso. Það er athyglisvert, hve lítið ber á hinni formföstu skólun í verkum Júlíönu og raunar allra brautryðj- enda okkar, er fram liðu stundir, en þjálfunin sat í þeim, og það var fyrir mestu. Við lifum einmitt á tímum, er fjöldinn allur af starf- andi málurum vinnur á fullu án þeirrar mikilsverðu tilfinningar, sem menn öðlast einungis með þeirri þrotlausri þjálfun næmninn- ar sem menn fengu í gamla daga og verður að koma innan frá. Og skyldi það ekki vera einmitt þetta, sem listrýnendur heimspressunnar eru farnir að sakna svo mjög í verkum svo margra núlistamanna? En hvað sem öðru líður er mikil- vægt að vera sér meðvitandi um þetta atriði og vísa til þess í verk- um hinna eldri til skilningsauka, og því setti ég þetta á blað hér, því að vissulega snertir þetta list og Iífsverk Júlíönu Sveinsdóttur. Ég sakna þess, er ég rita þessar línur, að hafa ekki kynnst listakon- unni nánar, eins og ég hafði þó tækifæri til, en aðeins þessi eina heimsókn á Nýhöfnina er mér mik- ilsverður ávinningur. - Mér virtist hún snögg og ákveðin í framkomu og maður sá strax að þessi kona léti ekki segja sér fyrir verkum og var jafnoki karlpeningsins ef ekki ofjarl hans í mörgum tilvikum. Þetta eru ein- mitt þeir eiginleikar er skína úr málverkum hennar — ákveðnir þróttmiklir pensildrættir bornir fram af skaphita og miklu næmi fyrir viðfangsefninu hveiju sinni. Myndefnið öðlast nýtt líf, nýjar víddir og umfram allt sjálfsprottna sál, listamaðurinn meðtekur það og meltir, sem hann hefur fyrir framan sig og skilar því frá sér eins og endurvarpi úr djúpi sálar- inpar. Það er þetta sem við nefnum skapandi list og kemur fram í öllum athöfnum þeirra, sem hafa komizt í samband við hið innsta í lífinu. Ástmögur dumbungsins I » Frá Vestmannaeyjum, „Elliðaey" 1946. Við íslendingar elskum sól og sumarhita, sem má vera eðlilegt jafn lítið og við fáum af þeim gæðum skaparans. En allar árstí- ðir hafa þó sín sérkenni og sína sérstöku fegurð og svo er náttúr- lega einnig farið með veðráttuna. £ Það getur verið svo rosalega fal- legt í roki, eins og margur veit, kaldir og bjartir sólardagar á w hausti eins og opna hlið himinsins fyrir okkur í allri sinni yfirskilvit- legu birtu, og sumarrigningar bjóða upp á mjög sérstæða fegurð,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.