Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
19
Morgunblaðið/Arnór
Sjólyst, annað húsanna sem hverfur næstu daga. I baksýn má sjá
gömlu símstöðina.
Garður:
Gömul íbúðarhús rifin
Garði.
Að undanförnu hefir sveitar-
sjóður Gerðahrepps fest kaup á
þremur gömlum íbúðarhúsum,
Sjólyst, Steinboganum og húsi sem
Una Guðmundsdóttir átti og
stendur á sjávarkambinum
skammt frá höfninni.
Ákveðið hefir verið að rífa tvö
fyrrnefndu húsin og hefir verktaki í
bænum fengið það verkefni. Yngri
kynslóðin í bænum hafði af þessu
fregnir og notaði tækifærið á meðan
vinnuvélarnar eru ókomnar og braut
allar rúður í húsunum. í Gerðahverf-
inu skammt frá fyrrnefndum húsum
stendur gamla símstöðin. Ekki_ hefir
verið búið þar að undanförnu. í sak-
leysi sínu héldu krakkamir að þetta
hús ætti einnig að rífa og brutu í
því flestar rúður.
Arnór
Norrænt sálfræðinga-
þing hefst í Reykja-
vík á mánudaginn
NORRÆNA sálfræðingaþingið
verður haldið í Reykjavík dagana
31. júlí til 4. ágúst nk. Slík þing
eru haldin annað hvert ár til
skiptis á Norðurlöndunum.
Síðast var þetta þing haldið hér
á landi fyrir tíu árum. Þessi þing
eru stærstu og helstu samkomur
norrænna sálfræðinga. Um 300
sálfræðingar hafa látið skrá sig
á þingið.
Á þinginu verða haldin 14 nám-
skeið um sérfagleg sálfræðileg
málefni og þar að auki verða flutt-
ir nokkrir fyrirlestrar. Stjórnendur
námskeiðanna eru sálfræðingar úr
röðum virtra fræðimanna á Norð-
urlöndum, Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Þingið verður haldið í húsakynn-
um Háskóla íslands og verður setn-
ingarathöfn í Háskólabíói 31. júlí
kl. 10.00. Formaður undirbúnings-
nefndar er Húgó Þójisson formaður
Sálfræðingafélags íslands.
íslensk ljóð i danskri þýðingu
í bókaverslunum hér:
Ljóðin hafa öðl-
ast nýjavídd þessa
daga á Islandi
- segir Poul Kristensen sem gaf
ljóðasaftiið út í Danmörku
ALMENNA bókafélagið hefur fest kaup á þúsund eintökum af safiii
íslenskra ljóða í danskri þýðingu. Bókin „Strejftog i Islands poesi
gennem vaart sekel“ kom út'í Danmörku fyrir sjö árum. Henni er
ætlað að varpa ljósi á íslenska ljóðlist frá þessari öld. íslandsvinur-
inn Poul P.M. Pedersen, sem lést árið 1983, valdi og þýddi kvæði
eftir 28 skáld í bókina sem prentuð var hjá Poul Kristensen og
gefin út af forlagi hans. Poul Kristensen hefiir dvalist hér á landi
nokkra undanfarna daga í boði Norræna félagsins og Morgunblaðið
átti við hann orð.
„Helge Larsen, fyrrverandi
menntamálaráðherra, hafði frum-
kvæði að útgáfu þessarar bókar
og fékk Poul P.M. Pedersen til að
velja ljóð og þýða,“ segir Kristens-
en. „Áður hafði Pedersen staðið
að útgáfu fjögurra bóka um
íslenska nútímaljóðlist. Þegar þetta
ljóðasafn kom út var hann 84 ára
gamall og það gladdi hann mjög
að sjá þýðingar sínar komnar á
bók. Hann átti náið samstarf við
mörg skáldanna sem eiga kvæði í
bókinni og var afar þakklátur Gylfa
Þ. Gíslasyni fyrrverandi mennta-
málaráðherra fyrir góðan stuðning
gegnum tíðina."
Aðspurður segir Kristensen að
ljóðasafnið íslenska hafi selst álíka
vel eða slælega í Danmörku og
aðrar ljóðabækur þar í landi. „Dan-
ir sýna óbundnu máli mun meiri
áhuga en ljóðum af ástæðum sem
ég kann ekki að nefna. Þó dettur
mér í hug sú skýring að dönsk
skáld af yngri kynslóðinni yrkja
tíðum inn á við, um eigin tilfinning-
ar, svo að altént veitist mönnum
eins og mér heldur erfitt að botna
í ljóðunum. Oft seljast ljóðabækur
í nálægt 400 eintökum í Danmörku
og hreyfast lítið úr hillum verslana
eftir það.“
Algengt er að ljóðabækur seljist
í milli 1.000 og 2.000 eintökum
hér á landi að sögn Kristjáns Jó-
hannssonar hjá Almenna bókafé-
laginu. Hann segir að í Banda-
ríkjunum þar sem 200 milljónir
manna búa þyki gott ef 2.000 ein-
tök seljast af kvæðakveri.
Almenna bókafélagið hefur
keypt þúsund bóka upplag af
dönsku þýðingunum og ætlunin er
að sögn Kristjáns að dreifa ljóða-
safninu á hefðbundinn hátt í bóka-
Morgunblaðið/RAX
Poul Kristensen prentari og
bókaútgefandi.
verslanir. Hann segir að það gæti
nýst við dönskukennslu og verði
sérstaklega kynnt fyrir kennurum
og félagsmönnum í Norræna félag-
inu.
„Ljóðrænn kraftur og dýpt nýtur
sín auðvitað best á frummálinu,“
segir Poul Kristensen, „en ég vona
að þýðingarnar hafi einnig gildi
fyrir íslenska leséndur. í því sam-
bandi gæti ég einmitt trúað að
skemmtilegt væri að nota ljóða-
safnið við dönskukennslu.
Þessi ljóð hafa öðlast nýja vídd
fyrir mér dagana hér á Islandi,
mér finnst ég hafa séð eigin augum
margar myndanna sem skáldin
draga upp. Þetta á við um ljóð
Matthíasar Johannessen, „Þing-
vellir við Öxará". Þar fer hann
fallegum brðum og þróttmiklum
um tíma og eilífð, dauða og upp-
risu. Þetta á líka við um ljóðin þar
sem tengsl manns og náttúru virð-
ast ótjúfanleg, eins og í fyrsta
kvæði bókarinnar, „Siglingu inn
Eyjafjörð", eftir Davíð Stefánsson.
HhiuhrH
SEM HAIBA UELLI
Sjóstanga-
veiðimót á
Siglufirði
Sijjlufirði.
Árlegt sjóstangamót fer fram
á Siglufirði 4.-6. ágúst næstkom-
andi.
Þegar hafa 24. keppendur skráð
sig til leiks og enn er tekið á móti
þátttökutilkynningum á Hótel Höfn
á Siglufirði.
Á síðasta móti var meðalafli
keppenda 240 kíló.
Matthías.
V^terkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
,fljá ÓS fást sterkar og fallegar
hellur til að gera hvers kyns stéttir og
bflastæði. Ég mæli með hellunum frá
ÓS og byggi þau meðmæli á
reynslunni. Þær eru framleiddar úr
öldu hráefni og góðir kantar gera það
verkum að allar línur verða reglulegar.
Hellunum er pakkað í plast og þeim
ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt:
Gæðavara og góð þjónusta.“
Markús Guðjónsson,
skrúðgarðyrkjumeistari,
eigandi Garðavals.
ósa/isíA