Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 21
MORGlMBLA'ÐIÐ LíMJGARÐAGUR' m JÓLI 11989
21
Sovétríkin:
Þýskt „heimaland“ stofnað
á næstunni við Eystrasalt?
SOVÉSK stjórnvöld hafa látið í veðri vaka, að hugsanlegt sé, að
komið verði á fót sérbyggð fyrir þær tvær milljónir manna af þýsk-
um uppruna sem búa í Sovétríkjunum, að því er segir í frétt frá
AP-fréttastofunni. Byggðin yrði í nágrenni borgarinnar Kalíníngrad
(áður Königsberg í Austur-Prússlandi) við Eystrasalt.
„Sovétmenn eru í alvöru að gera um það, hversu langt skuli ganga
áætlanir um þýska byggð, sem
mundi draga til sín erlent fjárfest-
ingarfé,“ sagði Helmut Kohl kansl-
ari Vestur-Þýskalands í útvarpsvið-
tali um síðustu helgi. „í gangi eru
umfangsmiklar umræður í stjóm
sovéska kommúnistaflokksins,
stjórnmálaráðinu og ríkisstjórninni
í að koma á fót sérstökum byggðum
fyrir minnihlutahópa, og Þjóðver-
jarnir eru taldir mikilvægur minni-
hluti,“ sagði Kohl. í viðtalinu hikaði
Kohl við að halda því fram, að
umræðurnar snerust um að gera
Kalíníngrad að „sjálfsstjómar-
svæði“ þýskættaðra Sovétmanna.
Lettland
Litháen
Eystrasalt
Kalíníngrad /
(Königsberg) y
Gdansk
Hvíta-Rússland
Pólland
„En eitthvað í þá áttina,“ sagði
hann.
Vestur-þýska dagblaðið Die Welt
sagði í síðasta helgarblaði sínu, að
sovésk stjórnvöld ættu í „leynivið-
ræðum við vestræna sérfræðinga
um möguleika á stofnun fríverslun-
arsvæða" í nágrenni Leníngrad, á
Kalíníngrad-svæðinu við Eystrasalt
og í Síberiu. Die Welt sagði að slíkt
svæði kynni að laða að vestur-þýsk
og bandarísk fyrirtæki, sem vildu
hjálpa þýska minnihlutanum að
koma sér fyrir.
Kalíníngrad er á milli Póllands
og sovétlýðveldisins Litháens.
Borgin hét Königsberg, áður en hún
komst undir stjórn Sovétríkjanna
eftir síðari heimsstyijöldina, þegar
Sovétmenn óg Pólveijar skiptu
Austur-Prússlandi á milli sín.
Kalíníngrad og héraðið umhverfis
hana er enn lokað svæði innan Sov-
étríkjanna, líklega af því að þar em
hernaðarlega mikilvægar flota-
stöðvar við Eystrasaltsströndina.
Sjálfstætt fríverslunarsvæði þar
gæti ýtt undir sjálfstæðiskröfur
Eystrasaltsríkjanna þriggja; Eist-
lands, Lettlands og Litháens.
Sovésku Þjóðveijarnir, sem forð-
um vom oft nefndir „Volgu-Þjóð-
veijar," eru um tvær milljónir tals-
ins og margir þeirra afkomendur
landnema sem komu til landsins á
18. öld. Flestir þeirra vilja búa
áfram í Sovétríkjunum. Stórir hópar
þeirra voru fluttir nauðungarflutn-
ingum frá Bessarabíu og hémðun-
um umhverfis Volgu til Kazakhstan
í Mið-Asíu á árum seinni heims-
styijaldarinnar.
Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum:
Hrökklast Amish-fólkið burt
vegna ásóknar ferðamanna?
Reuter
Amish-fólkið, sem flúði trúarofsóknir í Þýskalandi fyrir um 250
árum, gæti senn hrökklast burt á eineykisvögnum sínum frá
Pennsylvaníu-ríki vegna velmegunar og ásóknar ferðamanna.
Ferðamannaþjónustan er orð-
in mikil atvinnugrein og hefiir
skapað velmegun í Pennsyl-
vaníu-ríki í Bandaríkjunum,
einkum í Lancaster County, þar
sem fólk af hinum strangtrúaða
Amish-trúflokki hefiir búið frá
því það flúði trúarofsóknir í
Þýskalandi fyrir 250 árum. Nú
er það velmegunin, en ekki of-
sóknir, sem stofha lifhaðarhátt-
um þessa fólks í hættu. Samt eru
það einmitt lifnaðarhættimir -
rafinagnsleysið, eineykisvagn-
amir, handiðnin og fornlegur
klæðnaður Amish-fólksins - sem
laða um fimm milljónir ferða-
manna á ári hveiju til Lancaster
County. Tekjurnar af ferða-
mönnunum nema árlega um 400
milljónum Bandarikjadala, eða
23,2 milljörðum ísl. kr.
Lítum á þorpið Intercourse, sem
er miðsvæðis á landi Amish-fólks-
ins í Lancaster County, sem skipt-
ist í 90 kirkjusóknir. Sjá má eineyk-
isvagna á fullri ferð út úr þorpinu
snemma á laugardagsmorgnum því
Amish-fólkið veit að það má engan
tíma missa vilji það ekki eyða deg-
inum í umferðaröngþveitinu sem
skapast er bifreiðar ferðamanna
flykkjast út á göturnar.
Ferðamennirnir og allt sem þeim
fylgir, svo sem vegirnir, bygging-
arnar og þjónustufyrirtækin, gætu
orðið til þess að Amish-fólkið þyrfti
að flytja á brott til að geta lifað í
friði og ró. Almælt er í Lancaster
County að Amish-fólkið hafi sent
„sveitir útsendara“ til að kanna
einangruð landsvæði, þar sem vel-
megunin er ekki jafn mikil. Fregn-
ir herma að bændur úr röðum
Amish-fólksins hafi tryggt sér for-
kaupsrétt á stórum hluta ræktar-
lands í Kentucky-ríki. „Þetta er
land Drottins og við viljum þjóna
því sómasamlega," sagði bóndi í
Pennsylvaníu, John Lapp að nafni,
sem senn verður að bregða búi þar
sem gera á veg um jörð hans.
„Ásælist hins vegar einhveijir aðrir
íandið förum við vitaskuld eitthvert
annað,“ bætti hann við.
Langt er síðan Amish-fólkið sá
hvað verða vildi. í forystugrein sem
birt var í mánaðarriti í Lancaster
árið 1973 var ferðamannaþjón-
ustunni líkt við Trójuhestinn: „Einu
sinni var þetta ung skepna og fög-
ur ásýndum . . . þegar á leið fór
það framhjá okkur að hún gerðist
óviðráðanleg, en enginn sem ein-
hvers mátti sín reyndi að spyrna á
móti.“
Nokkrum árum síðar ritaði 74
ára gamall bóndi úr röðum Amish-
fólksins bók, „Líf bænda og breyt-
ingarnar", þar sem fjallað er um
afkvæmi þessarar skepnu: Um-
ferðaröngþveitið, hótelin, veitinga-
húsin og bensínstöðvarnar. Bónd-
inn bendir á að mesta hættan felst
í því að gífurlegt landsvæði fer á
ári hveiju undir framkvæmdir
vegna ferðamannaþjónustunnar og
hefur þetta valdið svo mikilli hækk-
un á verði jarðnæðis að Amish-fólk
hefur neyðst til þess að flytja til
annarra svæða.
Bændur, sem ekki eru í Amish-
trúflokknum, hafa selt verktökum
jarðir sínar og fengið metverð fyrir
þær. Bændur úr röðum Amish-
fólksins, sem vilja kaupa jarðir
handa sonum sínum, geta ekki
boðið jafn hátt verð. Þeir hafa hvað
eftir annað skipt jörðum sínum til
að mæta fólksfjölguninni, en Am-
ish-fólkinu hefur fjölgað um helm-
ing á tveimur áratugum. Um 200
Amish-mönnum tókst ekki að
tryggja sér jarðnæði í fyrra.
Senn líður að því að landbúnaður
verður ekki helsti atvinnuvegur
Amish-fólksins. Um helmingur
Amish-manna rekur litlar verslanir
eða starfar við byggingarfram-
kvæmdir fjarri heimilum sínum.
Menn af eldri kynslóðinni líta á
þetta sem upphafið að endalokun-
um og tala um að tímabært sé
fara burt frá Lancaster County.
„Aðeins þeir Amish-menn, sem
eiga stór og arðbær fyrirtæki,
verða eftir. Eftir nokkurn tíma
ganga þeir úr kirkjunni," sagði
bóndi úr röðum Amish-fólksins.
„Velmegun hefur oft orðið kristn-
um mönnum að falli, en aldrei of-
sóknir," bætti hann við.
The Economist
Reuter
Nýr forsætisráð-
herra Japans?
Ryutaro Hashimoto, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins í Japan, er nú
talinn líklegasti eftirmaður
Sosuke Unos, sem sagði af sér
forsætisráðherraembætti fyrr í
vikunni. Hashimoto, sem er 51
árs gamall, hefur þó ekki enn
tilkynnt formlega að hann verði
í framboði en þingmenn sljórn-
arflokksins kjósa eftirmann
Unos 8. ágúst næstkomandi.
Hashimoto er talið til tekna að
hafa ekki tengst Recruit-fjár-
málahney kslinu.
New York Times:
Bloch játar á sig njósnir
New York-borg. Reuter.
BANDARISKI stjórnarendrekinn Felix Bloch, sem grunaður er um
njósnir, hefiir játað fyrir bandarísku alríkislöregiunni (FBI) að hann
hafi stundað njósnir fyrir Sovétríkin um árabil og þegið háar fjárfúlg-
ur fyrir vikið. Skýrt var frá þessu í bandaríska blaðinu New York
Times í gær. Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, þvertók hins vegar fyrir að Bloch væri eða hefði verið á mála
hjá Sovétmönnum.
Bloch mun hins vegar hafa neitað hvorki verið handtekinn né ákærð-
að láta í té frekari upplýsingar um ur. Hann var háttsettur embættis-
athæfi sitt og mun Bandaríkjastjórn maður í utanríkisráðuneyti Banda-
skorta nægar sannanir til þess að ríkjanna þar til hann var sendur í
geta höfðað mál á hendur honum. leyfi hinn 22. júní. Allt frá því að
Hefur blaðið þetta eftir ónafn- ráðuneytið skýrði frá því í síðustu
greindum embættismanni, sem viku, að hann væri grunaður um
fengist hefur við málið. njósnir fyrir Sovétríkin, hefur verið
Bloch, sem er 54 ára gamall, fylgst með Bloch hvert fótmál, en
sætir nú rannsókn FBI, en hefur hann dvelst nú í New York-borg. *
Í *SUMARHÚSINU
VEISLA
í jeppa á fjaUi
eða í sumarhúsinu. ]
Ekkert mál ef þú hefur
G-þeytirjómann meðferðis.
Skál og gaífall duga til að þeyt’ann.
Hvort þú snarar svo fram heilli
i'jómatertu eða írsku kaffi
fer eftir tilefninu.
Á *
G-PE YTIRJÓMI!
- dulbúin ferðaveisla
F E R Ð Á L A G
I N U