Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 6

Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 Sigurður Jónsson, atvinnuknattspyrnumaður hjá Arsenal: Þolinmæði þraut- ir vinnur allar SIGURÐUR Jónsson, knattspyrnukappi frá Akranesi, gekk til liðs við Englandsmeistara Arsenal á dögunum, eftir að hafa leikið með Sheffield Wednesday frá 1984. Þeir sem þekkja Sigurð segja að hann sé vandanum vaxinn. „Sigurður var strax ungur byijað- ur að hlaupa með knöttinn á tánum út um allt. Ef hann var ekki úti á knattspymuvelli var hann úti á bletti heima hjá sér með knöttinn. Mönnum var þá strax ljóst að Sigurður ætti eftir að verða góður knattspyrnumaður," sagði Karl Þórðarson, fyrrnm atvinnuknattspymumaður og leikmaður með Skagaliðinu. Karl er frændi Sigurðar. Sigurður, sem er 23 ára, er nýgiftur Kolbrúnu Hreiðars- dóttur. Skaust heim á milli leilqa í Englandi sl. vetur til að gifta sig í Akranesskirkju. Hann er nú að nálgast hápunkt knattspyrnufer- ils síns. Það var stór áfangi hjá honum að ger- ast leikmaður með Arsenal. „Sigurður getur hæglega gert góða hluti hjá Arsenal. Hann hefur fram til þessa ekki látið frægðina stíga sér til höf- uðs. Hann hefur mætt til dyra eins og hann er klæddur, en ekki verið að leika neinn stórkarl. Hann hefur bein í nefinu og mun berjast af kappi til að vinna sér fast sæti í Arsenalliðinu. Hann hefur áður tekið sæti sér eldri og reyndari leikmanna. Sigurður var aðeins 15 ára þegar hann tók stöðu Jóns Alfreðssonar, fyrrum landsliðsmanns, á miðjunni í Akr- aneliðinu og skilaði hlutverki sínu stórvel. Varð bikarmeistari með okkur sama ár,“ sagði Jón Gunn- laugsson, fyrrum landsliðsmaður Skagaliðsins. Sigurður vakti fijótlega mikla athygli sem knattspyrnumaður og hóf hann að leika með hinu sigur- sæla Skagaliði aðeins 15 ára og 298 daga gamall. Skagamenn unnu þá bæði deildakeppni og bikarkeppnina 1983 og 1984. Eftir það var hann kominn í sviðsljósið og fréttir í erlend- um knatt- spyrnublöðum, sem sögðu að lið eins og Glasgow Rangers, Celtic, Aberdeen, Feyenoord, Liverpool, Ajax, Bayem Munchen og Barcel- ona hefðu áhuga á honum. Hvað sagði Sigurður um þessi skrif?: „Ég er mjög ánægður með að mörg fræg knattspyrnufélög hafa áhuga á að fá mig til að leika fyrir sig. En þau vita að ég hef ákveðið að ljúka námi í skóla - þannig að þau verða að bíða. Ef til vill verð ég orðinn betri leik- maður næsta ár,“ sagði Sigurður í viðtali við knattspymublaðið Match. Að námi loknu ákvað Sigurður að freista gæfunnar og gekk hann þá til liðs við hið kunna lið Sheffí- eld Wednesday. Það var harður skóli fyrir þennan unga leikmann, því að hann varð oft að sýna mikla þolinmæði í keppni til að vinna sér fast sæti hjá félaginu. Þolin- mæði þrautir vinnur allar og tvö sl. keppnistímabil hefur Sigurður verið einn af bestu leikmönnum Sheffield-liðsins. Sl. vetur fékk hann tilboð frá skosku félögunum Glasgow Rangers og Celtic, en hafnaði þeim báðum. Sagðist ætla að leika með Sheffield út keppn- istímabilið og leggja sitt af mörk- um til að bjarga félaginu frá falli. „Sigurður er meiriháttar félagi. Það er alltaf létt yfír honum og stutt í grínið, en þegar hann fer út á völl og alvaran byijar, er hann harður fyrir. Ég hef trú á því að hann eigi eftir að standa sig hjá Arsenal. Það tekur hann tíma að aðlagast nýjum aðstæðum og hann mun ekki gefast upp þó að hann komist ekki strax inn í Arsenal-liðið. Það hefur hann sýnt hjá Sheffield Wednesday. Þolin- mæði hans þar var með ólíkind- um,“ sagði Heimir Guðmundsson, leikmaður Akranessliðsins. Sigurður er yngsti knatt- spymumaðurinp sem hefur klæðst landsliðspeysu íslands. Varnýorð- inn 16 ára þegar hann lék með landsliðinu Evrópuleik gegn Möltu á Laugardalsvellinum 5. júlí 1983. Sigurður er jafnframt yngsti leik- maðurinn sem hefur leikið í Evr- ópukeppni landsliða. Sigurður Jónsson Þótt ungur væri bar Sigurður enga virðingu fyrir frægum köpp- um og hann varð fyrir barðinu á Graeme Souness, fyrrum leik- manni Liverpool og núverandi framkvæmdastjóra Glasgow Rangers, þegar Souness sparkaði Sigurð niður á Laugardalsvellin- um í landsleik íslands og Skot- lands 1985. Sigurður hefur fengið há peningaboð frá blöðum á Bret- landseyjum fyrir að hann segði frá ruddabroti Souness, en hann hefur hafnað þeim öllum. „Ég hafnaði öllum boðum blaðanna og sagði blaðamönnunum að fyrir mér tilheyrði atburðurinn for- tíðinni," sagði Sigurður eitt sinn í viðtali við Morgunblaðið. Þetta sýnir vel hugsunarhátt Sigurðar - hann vill frekar vera í sviðsljós- inu á knattspymuvellinum. SVIPMYND eftir Sigmund Ó. Steinarsson A Islenska stál- félagið byggir verksmiðjuhús BYGGING verksmiðjuhúss fyrir íslenska stálfélagið hf. hefst eftir helgina. Að sögn Hjartar Torfa- sonar, eins eiganda fyrirtækisins, er áætlað að húsið verði risið fyr- ir næstu áramót. Verksmiðjan mun standa í landi HafnarQarðar í iðnaðarhverfi sunnan Reykjanes- brautar. * Iverksmiðju íslenska stálfélagsins á að bræða allt brotajárn er fellur til hér á landi erí það eru um 15 til 20 þúsund tonn á ári. Að sögn Hjart- ar Torfasonar mun framleiðslugeta verksmiðjunnar verða mun meiri eða 80 til 100 þúsund tonn á ári. Athuga á hvort innflutningur brotajáms get- ur reynst hagkvæmur kostur. Verk- smiðjan verður 2400 fermetrar að stærð en við hlið hennar verður kom- ið fyrir sérstökum reykhreinsibúnaði. Tvö erlend fyrirtæki eiga hlutafé í íslenska stálfélaginu. Þau eru breska fyrirtækið Ipasco Ltd. og sænska fyrirtækið Axel Johnson Int- ernational. Gengið hefur verið frá samningum við sænska fyrirtækið um sölu stáls á markaði í Norður- Evrópu. Stofnkostnaður við uppsetn- ingu verksmiðjunnar er ááetlaður nálægt 400 milljónum króna. Starfs- menn íslenska stálfélagsins verða 20 til 30 talsins. Forsetinn til Kanada FORSETI íslands frú Vigídís Finnbogadóttir hélt í opinbera heimsókn til Kanada í gær, laug- ardag. Forsetinn fór fyrst til St. Johns. Frú Vigdís tekur við heiðurs- doktorsnafnbót við Manitoba háskólann og leggur sveig við stytt- una af Jóni Sigurðssyni í Winnipeg. Hún heimsækir byggðir Vestur- Islendinga í Kanada. Skákþing Norðurlanda; Sex skákmenn beij- ast um sigurinn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V. Sæti 1. Simen Agdestein X 1 'h 1 1 1 0 % 1 'h % 7 1-4 2. MargeirPétursson 0 X 1 1 1 1 1 0 k % 1 7 1-4 3. BentLarsen . k 0 X 1 1 'h 1 k 1 0 1 ffi 5-6 4. LarsKarlsson 0 0 0 X 'h 1 1 'h k % 1 5 7-8 5. HeikkiWesterinen 0 0 0 h X 0 0 1 k 0 'k 24 12-14 6. TomWedberg 0 0 \ 0 1 X 0 k 1 0 1 4 10 7. ErlingMortensen 1 0 0 0 X 'h k 0 'h % 0 3 11 8. Jonathan Tisdall h 1 'h k X k 'h 'h 0 0 1 5 7-8 9. J6nL.Ámason 0 \ 1 'h 'k X 0 0 0 0 0 24 12-14 10. JouniYijölá h 1 % 1 'h 1 X % k 'h 1 7 1-4 11. Harry Schussler h 0 0 % % 1 k X il 'k 'k 4'k 9 12. CurtHansen 0 'k k 1 k 1 1 'h 'k X 1 84 5-6 13. HelgiÓlafsson it 1 'h 1 0 1 1 1 'h 'h X 7 1-4 14. BergOstenstad 'h 0 0 0 k 0 1 0 k 0 X 24 12-14 Karl Þorsteins ÞAÐ STEFNIR í æsispennandi lokauppgjör í landsliðsflokki á Skákþingi Norðurlanda sem hald- ið er í Esbo í Finnlandi. Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir í baráttunni um sigurlaunin á mót- inu sem lýkur á mánudaginn; þeir Margeir Pétursson, Helgi Olafe- son, J. Yijola og Simen Agdestein. Allir hafa þeir hlotið sjö vinninga þegar þremur umferðum er ólok- ið. Skammt undan sitja Danirnir Curt Hansen og Bent Larsen með 6/2 vinning. Keppikeflið er ekki einvörðungu meistaratignin sjálf því mótið er einnig svæðamót fyr- ir Norðurlöndin. Það er þannig undanfari heimsmeistararkeppn- innar og tvö efstu sætin í Finn- landi veita rétt til þátttöku á milli- svæðamóti á næsta ári. Því er til mikils að vinna og braut Jóhanns Hjartarsonar lá einmitt um áþekkt svæðamót og síðan millisvæðamót fyrir tveimur árum áður en Kortsnoj var Iagður að velli. Mótið er mjög sterkt eins og mótstaflan ber með sér. Níu stórmeistar eru á meðal þátttakenda og meðalstig keppenda telja 2510 Elo-skákstig. Óneitanlega er því súrt í broti að einungis tvö efstu sætin veiti áframhaldandi rétt til þátttöku. Margeir Pétursson hefur aðeins hægt á ferðinni eftir sex sigurskákir í röð um miðbik mótsins. Hann er núver- andi Norðurlandameistari og fyrir fjórum árum ávann hann sér rétt til þátttöku á millisvæðamóti. Það er ljóst að hann er til alls líklegur í mótinu nú og hið sama á við um Helga Ólafsson. Helgi hefur teflt af þrautseigju- í mótinu, hvergi gefið eftir hlut sinn og taflmennskan skarpari en oft áður. Vinningstalan er líka óvenju glæsileg á þessari stundu. Sá möguleiki er fyrir hendi að þrír íslendingar öðlist þátttökurétt á millisvæðamótinu á næsta ári því Jóhann Hjartarson hefur rétt til þátt- töku eftir frækilegan árangur í ein- víginu gegn Kortsnoj sællarminning- ar. Auðvitað er ekki rétt að flíka slíkum draumum nú því fleiri kepp- endur ágimast sætin eftirsóttu. Heimamaðurinn Jouni Yijöla hefur komið mest á óvart með góðri frammistöðu. Hann byijaði mjög vel á mótinu og hefur verið í toppbarátt- unni frá upphafí. Hefur telft manna best á mótinu og jafnvel verðskuldað fleiri vinninga en hlotið hefur. Hið sama má vart segja um norska stór- meistarann Simen Agdestein. Að sögn er hann jafn snjall að leika með taflmennina á skákborðinu og knött- inn á knattspymuvellinum. Hann hefur áunnið sér sæti í norska lands- liðinu í knattspymu og er um leið einn snjallasti skákmaður heims. ís- lenskir skákmenn hafa jafnan átt í miklum erfíðleikum í viðureignum við hann og hans sterka hlið er þraut- seigja í erfíðum stöðum. í mótinu nú hefur hann bjargað ófáum slæm- um stöðum þótt taflmennskan sé e.t.v. ekki uppá það besta. Stiga- hæstur keppenda samkvæmt Elo- skákstigum hlýtur Agdestein að telj- ast líklegur til afreka nú og þrekið ætti a.m.k. ekki að skorta í þolraun- inni framundan. Það er gaman að fylgjast með framgöngu Bent Lars- ens sem enn á ný sýnir það og sann- ar að hann lætur hvergi deigan síga í baráttunni gegn yngri meisturum. Curt Hansen er að auki líklegur til að blanda sér í baráttuna um tvö efstu sætin. Aðrir keppendur eigi minni möguleika á frægð og frama nú. Á ýmsu hefur gengið í skipulagn- ingu mótsins í Finnlandi og hreinasta skömm að jafn sterkt og mikilvægt skákmót lúti slíkum skrípaleik. Ráð- gert var að tefla 11 umferðir eftir Monrad-kerfi en eftir hávær og kröftug mótmæli keppenda var horf- ið frá þeirri tilhögun og ákveðið að bæta tveimur umferðum við þannig að hefðbundið lokað mót, þar sem allir keppendur tefla við hvern ann- an, varð uppi á teningnum. Sá bögg- ull fylgir skammrifí að keppnisstað- inn þarf að rýma eftir mánudaginn og frídögunum á mótinu var fórnað svo allt gengi skammlaust fyrir sig. Skákmennirnir mega því una því að tefla þrettán daga sleitulaust án þess að fá frídag. Úthaldsbesti keppand- inn hefur því óneitanlega forskot fram yfir aðra keppendur ekki síst þegar haft er í huga að baráttan hefur verið óvenju hörð á mótinu. Að auki hefur keppnissalurinn hvergi þá kosti sem krafíst er. Loftræsting léleg og þegar hitabylgja leikur um landið eru skákmennirnir ekki öf- undsverðir innandyra. Allt vekur þetta upp þá spurningu enn á ný hvort samstarfið við Norðurlanda- þjóðimar sé til hins góða fyrir íslenskt skáklíf. Spurningu sem svara ber síðar. Sigurskák Margeirs Péturssonar gegn Tom Wedberg í fímmtu umferð fer hér á eftir. Hvítt: Tom Wedberg Svart: Margeir Pétursson Tískuvöm I. e4 - g6 2. d4 - Bg7 3. Rc3 - c6 4. Rf3 - d6 5. Be2 - Rd7 6. 0-0 - Dc7 7. a4 - Rgf6 8. a5 - 0-0 9. Be3 - He8 10. Bc4 - e6 II. Bb3 - a6 12. Rd2! Taflmennskan hefur verið frekar' óvenjuleg. Með síðasta leik sínumi hindrar hvítur 12. — c5 sem gæfíi svörtum kost á frekara rými. 12. - b5 13. axb6 - Rxb6 14. Ra4?! — Rxa4 15. Bxa4 — a5 16.. Df3 Svarta staðan er afskaplega traust og svo virðist sem Wedberg eigi er- fitt að gera upp hug sinn í áfram-' haldinu. Taflmennskan ráðleysisleg; á meðan Margeir bætir markvisst. stöðu sína. 16. - Ba6 17. Hfbl - Hec8 18.. Ha2 - Rd7 19. Hbal - Bb5 20. Bb3?' Mistök. Hvítur gefur eftir mið-- borðið. Betra var leika 20. c3 eða íi næsta leik þar á eftir. 20. - c5! 21. dxc5? - Rxc5 22.. Bxc5 - dxc5 23. Bc4 - Hd8! Þvingar fram liðsuppskipti og í framhaldinu er svartreita biskupí svarts sterkari en kollegi hans hjá' hvítum. Að auki eru hrókamin ankannalega staðsettir og staða' svarts því mun betri. 1 24. Bxb5 — Hxd2 25. c3 — c4 20. Ha4 - Hxb2 27. Hxc4 - Db6 • 28. Ba4 - Bf8! Lykilleikurinn. Biskupnum er æt- luð staðsetning á a7-gl skálínunni- og f2 peðið hjá hvítum verður ekki' valdað með góðum hætti. Með mark-i vissum leikjum þvingar svartur fram- vinninginn í áframhaldinu. ‘ 29. Hfl - Bc5 30. h4 - Hd8 31. e5 - Hdd2 32. Kh2 - Hxf2 33.. Hxf2 - Hxf2 34. Dc6 Endataflið er tapað og slæm mis- tök í 40. leik útkljá úrslitin fyrr en- ella. 1 34. - Dxc6 35. Bxc6 - Bb6 36. BÍ3 - h5 37. Kg3 - Ha2 38. Bc6- - He2 39. Kf4 - Bgl 40. Kf3? -i Hxe5 Hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.