Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 7
MORGUNBLABIÐ SUNNUDAGUR.30. J.ULI.lSl8a
7
Morgunblaðið/Þorkell
Jósafat Hinriksson og Lúðvik Jósepsson, til vinstri á myndinni, skoða
safngrip við opnun Minjasafhs J. Hinrikssonar.
Minjasafii J. Hinrikssonar:
Minjar tengdar
sjómennsku og
járnsmíði til sýnis
JÓSAFAT Hinriksson hefúr opnað sjóminja- og vélsmiðjumunasafii
í húsakynnum fyrirtækis síns við Súðarvog í Reykjavík. Lúðvík Jós-
epsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, opnaði safhið formlega.
Munir á safninu tengjast flestir
sjávarútvegi, síldarvinnslu og járns-
míði. Þar eru m.a. til sýnis líkön
af bátum og skútum, veiðitæki, sjó-
kort, verkfæri til járnsmíða auk
bátamótora, gufuvéla og gufuknú-
inna tækja. Þá hefur Jósafat end-
ursmíðað smiðjuhús föður síns sem
rak í því Eldsmiðjuna á Neskaups-
stað frá árinu 1926.
í ræðu sem Jósafat Hinriksson
hélt við opnun Minjasafnsins sagði
hann munina á safninu komna víða
að. Fyrstu munina hefði hann eign-
ast fyrir 16 árum en það hafi verið
fyrir nokkrum árum að sú hugmynd
kviknaði að hann gæti sett upp
minjasafn fyrir almenning. Flestir
safnmunir eru fengnir frá vinum
og kunningjum Jósafats um land
allt, flestir frá Ármanni Guðnasyni
sem hefur komið mörg hundruð
hlutum til Jósafats síðastliðin 15 ár.
non
FYRIR
TILBOÐS-
út þessa
viku
TYLI - Austurstræti - sími 10966
FÓKUS - Lækjargötu - sími 15555
ESPRH
LAUGAVEGI 101
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA