Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 20
20 L'v^Illlfflll MORGUNBLAÐIEi VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 HðSGANGAR okkar á milli ... ■ Þingmenn og starfsmenn júgóslavneska þingsins em þjóf- óttir í meira lagi samkvæmt frétt í júgóslavneska dagblaðinu Vec- emje Novosti. Skýrði blaðið firá þvi að þingmennirnir hefðu á undanförnum ámm slegið eign sinni á ýmsa muni þingsins alit frá kristallsglösum upp í hillur, teppi og aðra innanstokksmuni. H 17 ára Vestur-Þjóðveiji ákvað á dögunum að ganga úr skugga um, hvort safhið í heima- borg hans Liidenscheid gerði greinarmun á list og rusli. Reyndist ýmsu vera áfátt í þeim efoum. Drengnum tókst að fá til sýnis í safninu, undir listamanna- nafhinu Mike Muly, tylft af göml- um skóm og sandölum, sem lista- verk er bar heitið „Ást notuð upp til agna“. ■ Orð og athafnir stjómmála- manna fara ekki alltaf saman. Þannig hefúr ítalski ráðherrann Enrico Ferri, sem á síðasta sumri barðist fyrir því að hámarkshraði á ítölskum hraðbrautum yrði lækkaður niður í 130 km á virk- um dögum og 110 um helgar, margsinnis verið staðinn að verki á ofsahraða. Nýlega var ráð- herrann t.d. gripinn á 180 km hraða á milli Mílanó og Torínó og á 90 km hraða í miðri Mílanó eftir að hafa virt rautt ljós að vettugi. ■ Fjögurra kílóa regnbogasil- ungi var ekki hugað Iangt líf er hann stökk úr fískabúrinu sínu, í dýragarði í Somerset í Eng- landi, yfir í næsta búr. Nágrann- ar silungsins vom nefnilega suð- ur-amerískir mannætufiskar af tegundinni Piranha sem þekktir em fyrir stálbeittar tennur sínar og ógnvekjandi grimmd. Leiks- lok urðu þó önnur en menn áttu von á. Þegar loks tókst að „bjarga“ silungnum hafði hann lagt sér til munns sex Piranha- fiska og áttu hinir „fótum sínum" Qör að launa. FLORIDA - OG FUÓTSHLÍEHN MIKILL er munurinn á Flórída og Fljótshlíðinni og fátt e.t.v. sambæri- legt nema náttúrafegurðin, sem er þó sitt h vorrar tegundar vegna hnatt- stöðu staðanna, og himinh volfið sem er það sama á báðum stöðum. Fólkið í Flórída horfir á sömu sljömur og sama tunglið og þeir sem í Fþ'ótshlí- ðinni em og sama sólin vermir báða staðina — annan óþarflega mikið, hinn helst til lítið. Ollu í heiminum er mis- "skipt. Enn eitt sumarið kúrir meiri hluti Islendinga í húsum inni vegna sífelldrar súldar, rigningar og hrá- slaga, og flugsamgöngur traflast um hásumar vegna þoku og lágra skýja meðan þeir sem í Flórída búa stynja undan hita og sól og láta sérstakan vélbúnað kæla hýbýli sín og bíla dag og nótt. Frá Atia Steinarssyni í 1 A. '*) [ ST.CLOUD IHgj Frá því um miðjan maí fram í september er hitinn í Florída yfirleitt 30-35° C upp úr hádeginu en fer niður í 20-25° að nætur- lagi. Að vetrarlagi er daghitinn hér 20-25° en fer niður í 10-15° að næturlagi — nema í „kulda- köstum", sem geta orðið eitt eða tvö á hveijum vetri og standa nokkra daga í senn. Það er vetur- inn hér í Flórída, og þá getur hita- stigið nálgast núllið. Frost varir hér aðeins fáar klukkustundir í senn, aldrei heilan sólarhring. Ég nefni þetta hér, af því að í Morgunblaðinu má oftast daglega lesa hitastigslýsingu víðsvegar í heiminum. Ymsir munu taka þá lýsingu alvarlega, þó hún sé þeim annmörkum gædd, að aðeins er tilgreint hitastig á hinum ýmsu stöðum, þegar klukkan er 12 á hádegi á íslandi. Af þessu leiðir að aldrei er þar tilgreint annað hitastig í Orlando heldur en þegar þar er einna kaldast — eða rétt fyrir eða um sólarupprás. Flestar alvöru veðurstofur tilgreina bæði hámarks- og lágmarkshitastig yfir sólarhringinn á hveijum stað. Það kemst e.t.v. einhvemtíma í sama horf á íslandi — kannski um aldamótin eða svo. Vegna hita og veðursældar hefur Flórída smám saman orðið ein mesta ferðamannaparadís sem um getur í heimi. Hér er líka meira gert fyrir ferðamenn en víðast annars staðar — eða nán- ast allt sem hugsast getur og mannlegu hugviti getur dottið í hug. Allir vilja fá ferðamenn til sín, og láta þá taka upp peninga- buddu sína sem tíðast. íslendingar segjast iíka vilja ferðamenn í stríðum straumum. Þeir vilja áreiðanlega fé þeirra — og með sem minnstri fyrirhöfn og fyrirgreiðslu. Ég skrapp í Fljótshlíðina um daginn í stuttri heimsókn til íslands. Við hjónin höfum árum saman hlaðið lífsbatterí okkar m.a. þar og und- ir Eyjafjöllum, skroppið þangað um helgar eða að kvöldlagi og notið þar bjartra kvölda með snæðingi í Skógaskóla, Hvolsvelli, Hellu eða Þingvöllum. Nú átti að endurnýja heimsóknina að Hlíðar- enda og í Þorsteinslund, þann yndislega stað. Við bjuggumst við að renna að hliðinu þar á malbik- uðum vegi, því lítið var eftir að malbika af Fljótshlíðarvegi þegar við vorum þarna síðast á ferð fyr- ir tveim árum. En viti menn. Ekkert hafði ver- ið malbikað, en ýtt upp nýju veg- arstæði, sem var þennan daginn illa fært þó farkosturinn væri sænsk gæðavara frá Saab. Vegar- stæðið hafði verið flutt úr rót hlíðarinnar út á áraurana þar sem það var illa fær malarhrúga. Við illan leik komumst við yfir malar- hryggi á vegarbrún eftir afleggj- ara upp á gamla veginn milli Þor- steinslundar og Múlakots, aðeins til að sjá að búið er að loka í báðar áttir. Við staðnæmdumst við hlið sem á var varúðarmerki frá Vegagerðinni. Hliðið var rammlega lokað. Við urðum að láta okkur nægja að sjá Þorsteins- lund úr nokkur hundruð metra fjarlægð — kannski í síðasta sinn. Við komumst eftir annarri „fjallaleið" að Múlakoti og nutum 1 garðsins þar enn einu sinni, þó gullregnið bak við gamla bæinn gleðji augu vegfarenda ekki leng- ur. Þama er nú grafarkyrrð eins og í kirkjugarði, þar sem áður ómaði allt af fjöri og nýir græð- lingar uxu við hvert fótmál. Ferðin í Fljótshlíðina sem átti að verða sókn eftir lífsorku var för vonbrigða. Ég get varla ímyn- dað mér að við séum einu vegfar- endumir sem hafa horfið sneyptir á braut — alveg að ástæðulausu. Fljótshlíðin er dýrmæt og söguleg perla — ein af mörgum á íslandi — sem auðvitað má ekki loka. Það er ekki nóg til að byggja upp ferðamannaland að hafa hring- veg, ef hvergi má út af honum aka til að njóta unaðsríkrar nátt- úm. Ferðamenn vilja greiðan að- gang að fögrum svæðum og sögu- legum minjum, þeir sætta sig við umgengnisreglur en ekki lokun. Það er sérstök list að þjóna ferðamönnum og til að geta stundað hana þarf sérstaka skap- gerð. Kannski hafa Islendingar ekki þá skapgerð og þá þjónustu- lund. Þeir hafa hana í Flórída og þreytast aldrei á þeim endalausa straumi ferðamanna sem þangað liggur, enda hafa margir lifibrauð sitt af ferðamönnum. í Disney- görðunum starfa t.d. 33 þúsunda manna og þangað koma hundmð þúsund manna á hveijum degi. Samt sést þar aldrei dós eða flaska á grasflöt eða sælgætisbréf á göngustígum. Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi — en vanti viljann gerist fátt. Kvennaskólapíur HSK Blönduóss ’68-’69 í tilefni tuttugu ára tímamótanna ætlum við að hittast helgina 9.-10. sept. 1989. Vinsamlegast hafið samband við eftirtalda aðila fyrir 15. ágúst 1989: Þórdísi sími 53073, Unu, sími 611285, Elísabetu, sími 611831. EINSTAKLEGA FALLEGAR sælkeraferðir um vínupp- skerutímann í Portúgal í átta daga. Gist verður á herragörðum og í höllum og maturinn ekki af verri endanum. Fararstjóri: Friðrik Ásmundsson Brekkan. Bókið strax því þátttakenda- fjöldi er takmarkaður við 20 manns í hverri ferð. Brottfarir: 21. september, 28. september og 4. október. Verið velkomin. EVRÓPUFERDIR, SÍMI 628181. Græna byKingin Húsavík hefur (a.m.k. höldum við það hér) fengið á sig orð fyrir að vera í fegurri kantinum meðal byggðra bóla þessa lands og hef- ur þótt gróin og vel græn, eink- um þó og aðallega á sumrin. Húsvíkingar hafa hinsvegar ætíð verið mismiklir ræktunarmenn og iltölulega fáir sem sinnt hafa ræktun og gróðursetningu af veralegum áhuga utan eigin hús- garða. Fró Jóhannesi Sigurjónssyni ó s Aþessu ári hefur þó orðið þar allveruleg breyting á, ef ekki hrein bylting og skapast hefur mik- ill og almennur áhugi fyrir þessum málum. Sl. vetur var haldin á Húsavík fjölsótt ráðstefna um land- nýtingu og gróðurvemd, þar sem sérfræðingar úr gróðurgeiranum upplýstu þingeyska áhugamenn um aðskiljanlega náttúru náttúrunnar og ræktun hennar. Og í framhaldi af ráðstefnunni voru svo stofnuð húsvísk samtök um gróðurvemd og landnýtingu. Samtökin nefnast HÚSGULL (sem er skammstöfun) og er nafnið táknrænt fyrir þau verðmæti sem aðstandendur þeirra telja uppgræðslu og ræktun vera fyrir þetta samfélag á Húsavík. í sumar hafa menn svo heldur Húsvíkingar á öllum aldri við betur látið hendur standa fram úr ermum og grænir fingur eru all- staðar á lofti í bænum. Fólk á öllum aldri hefúr lagt hönd á plóginn og gróðursett tijáplöntur á völdum stöðum í bænum. Klúbbar og félög hafa líka sameinast í þessu átaki. Og þegar þetta er skrifað er búið að setja niður um 20.000 tijáplönt- ur í húsvískan svörð. Það tengist einnig þessu átaki að í sumar verður sett upp 14 kíló- metra löng girðing sem umlykur bæinn og hluta af bæjarlandinu, og þarna myndast griðland fyrir gróð- ur og vettvangur fyrir áframhlald- andi átak í uppgræðslu á næstu árum og (vonandi) áratugum. Þetta framtak og frumkvæði ræktunarstörf í bænum. ræktunarmanna á Húsavík hefur vakið nokkra athygli og gæti orðið öðrum bæjarfélögum fyrirmynd. Húsagull fékk á dögunum myndar- legt fjárframlag úr plastpokasjóði Landverndar sem viðurkenningu fyrir það starf sem þegar hefur verið unnið og ekki síður það sem verður unnið í náinni framtíð. Raunar varð einn ágætur sveitar- stjóri í nágrannasveitarfélagi óþægilega var við þetta húsvíska gróðurátak í vor. Hann ætlaði sem sé að festa kaup á tijáplöntum til niðursetningar í sveitarfélaginu. „en það var bara ekkert að hafa lengur, helvítis Húsvíkingarnir voru búnir að kaupa hveija einustu tijá- plöntu í landinu!"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.