Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 31*c BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Trúum á hjóna- bandið og ástina Brúðhjónin, Ómar Þór Eyjólfsson og Þórey Þórðar- dóttir. Brúðhjón vikunnar eru að þessu sinni Ómar Þór Eyjólfs- son og Þórey Þórðardóttir. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni 22. júlí af séra Guðmundi Karli Ágústssyni. Blaðamaður leit inn til ungu hjónanna í vikunni. „Við kynntumst gegnum mömmu Þóreyjar sem er starfs- félagi minn,“ segir Ómar. „Sam- bandið þróaðist smám saman og í vetur ákváðum við að hefja sam- búð. í febrúar, skömmu eftir að við fluttum saman, fórum við til Bandaríkjanna. Það var í ferðinni sem við ákváðum að gifta okkur. Til sannindamerkis um ákvörðun- ina keyptum við brúðhjónastyttu sem trónaði efst á brúðkaupster- tunni á laugardaginn.“ Ómar og Þórey eru fljót til svars þegar blaðamaður forvitn- ast um ástæðuna fyrir því að þau ákváðu að gifta sig. „Við trúum á hjónabandið," segir Þórey, „og ástina,“ bætir Ómar við og brosir. Nokkru fyrir athöfnina sótti Ómar brúðina heim til móður hennar. „Þó ég væri búinn að sjá kjólinn átti ég ekki orð til að lýsa hrifningu minni þegar ég sá Þór- eyju,“ segir Ómar. „Fæturnir urðu að brauðfótum sem gátu gefið sig á hverri stundu.“ Eftir stutta viðkomu hjá ljós- myndara var haldið í Dómkirkjuna þar sem hjónin voru gefin saman. Að athöfninni lokinni urðu margir til að fagna brúðhjónunum. Sú fyrsta var lítil frænka Ómars sem gat ekki beðið eftir að kasta hrísgrjónunum yfir brúðhjónin og kallaði til þeirra þegar þau áttu enn nokkur skref ófarin útúr kirkjunni: „Á ég að henda í ykk- ur?“ Eftir brúðkaupið var gestum boðið til veislu. Þar tóku margir til máls. Einn þeirra var mágur Ómars sem flutti frumsamið ljóð tileinkað brúðhjónunum. „Hann gerði dálítið grín að okkur,“ segir Þórey. „Sagði til dæmis að við værum föst saman á gómunum af því að við keluðum svo mikið.“ fjölskyldur hjónanna tóku mik- inn þátt f undirbúningi brúðkaups- ins. Sem dæmi um það má nefna að systur Ómars og móðir bökuðu allar kökurnar í veislunni. Þess má einnig til gamans geta að þegar Ómar og Þórey komu heim til sín daginn eftir brúðkaupið kom í ljós að íbúðin hafði verið skreytt hátt og Iágt. „Það voru slaufur, sprengjur og blöðrur út- um allt,“ segir Þórey. „Ég fann meira að segja blöðrur í ísskápn- um og frystikistunni,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að hjónin hafi haft á orði að Bandaríkjaferðin hefði verið hálfgerð brúðkaupsferð eru þau nú á leið í aðra brúðkaups- ferð, að þessu sinni innanlands. „ Að elta uppi sólina,“ eins og þau orða það. Þau giftu sig ■Þórey Þórðardóttir og Ómar Þór Eyjólfsson, Reykjavík ■Jónas Sen og Margrét Björgólfsdóttir, Reylqavík ■Ámi Jensen og Karen Kinchin, Reykjavík ■Drífa Guðjónsdóttir og Joseph Plank, Þýskalandi ■Guðlaug Halla Birgisdóttir og Kristinn Nikulásson, Flat- ísunna Ólafsdóttir og Magnús Ingi Erlingsson, Reykjavík ■Helga Rut Guðmundsdótt- ir og Halldór Bjömsson, Reykjavík Hljómsveitarmeð- limir, Páll, Þor- valdur og Margrét. Lengst til vinstri sést í dóttur Páls, Agnesi. Biblíuskólinn að Eyjólfsstöðum stendur við hring- veginn 10 km sunnan við Egils- staði. B2Z3S Simi 77755 UNGT FÓLK MEÐ HLUTVERK Kærleiki guðs er án skilyrða andsýn Þú lætur ókkur framkalla filmuna þína og færð til baka OKEYPIS ^GÆÐAFILMU Ungt fólk með hlutverk er fé- lagsskapur sem margir kann- ast við. Samtökin vom stofnuð árið 1976 af ungu fólki sem vildi efla kristna boðun hér á landi og erlend- is og þjálfa fólk til starfa í kristnum félögum og söfnuðum. Um helgina hefst þriggja vikna átak á vegum samtakanna. Á meðan á átakinu þjóðkirkjunnar og starfar í nánum tengslum við hana. Messurnar, sem við leikum í, eru hefbundnar að öðm leyti en því að þar er leikin léttari tónlist en venja er. í gegnum tónlistina viljum við koma til móts við fólk og segja því frá skilyrðis- lausum kærleika guðs öllum til handa. Ég hef oft heyrt fólk segja: Þorvaldur kemur með geisladisk sem þremenningarnir, í samvinnu við nokkra valinkunna tónlistar- menn, gáfu út til fjáröflunar fyrir biblíuskólann á síðasta ári. Á diskn- um, sem nefnist „Þú ert hjá mér“ er létt og grípandi tónlist. Sem tón- arnir deyja út kveður blaðamaður tónlistarmennina og óskar þeim góðs gengis á sunnudaginn. UMBOÐSMENN: Reykjavík Neskjör, Ægissíðu 123 Videobjörninn, l^tflgbraut 119b Bókaverslun Isafoldar, Austurstræti 10 Gleraugnadeildin, Austurstræti 20 Sjónvarpsmiðstöoin, Laugavegi 80 Sportval, Laugavegi 116 Steinar, Rauðarárstíg 16 Vesturröst, Laugavegi 178 Donald, Hrísateigi 19 Allrabest, Stigahlíð 45 Nesco Kringlan, Kringlunni Hugborg, Efstalandi 26 Lukku-Láki, Langholtsvegi 126 Innrömmun & hannyrðir, Leirubakka 36 Videosýn, Arnarbakka 2 Söluturninn, Seljabraut 54 Straumnes, Vesturbergi 76 Hólasport, Hólaaarði, Lóuhólum 2-6 Rökrás. Bíldshöfða 18 Ðitahöllin, Stórhöfða 15 Sportbær, Hraunbæ 102 Skalli, Hraunbæ 102 Versl. Nóatún, Rofabæ 39 Seltjarnarnes: Nesval, Melabraut 57 Hugföng, Eiðistorgi Kópavogur: Tónborg, Hamraborg 7 Söluturninn, Engihjaila Garðabær: Sælgætis- og Videohöllin, Garðatorgi Spesían, Iðnbúð 4 Hafnafjörður: Hestasport, Bæjarhrauni 4 Skalli, Revkjavíkurvegi Versl. Þ. Porðarsonar Suðurgötu Söluturninn, Miðvangi Steinar, Strandgötu 37 Mosfellssveit: Alnabúðin, Þverholti 5 Akranes: Bókaskemman, Stekkjarholti 8-10 . Borgarnes: Versl. ísbjörninn Hellissandur: Virkið Stykkishólmur: Versl. Húsið Grundarfjörður: Versl. Fell Hvammstangi: Vöruhúsið Tálknafjörður: Versl. Tían Bíldudalur: Veitingast. Vegamót Bolungavík: Versl. B. Eiríksson Sauðárkrökur: Versl. Hrund Dalvík: Versl. Dröfn sf. Akureyri: Radíónaust, Glerárgötu 26 Neskaupstaður: Nesbær Hella: Videoleigan Flúðir: Ferðamiðstöðin Selfoss: Versl. Osp, Evrarvegi 1 Garður: Bensínstöð ESSO Keflavík: Frístund, Hólmgarði 2 Njarðvík: Frístund, Holtsgötu 26 POSTSENDUM HOOVER Compact Electronic 1100 stendur munu samtökin gangast fyrir margs konar uppákomum, bæði innan og utan veggja kirkj- unnar. Þorvaldur Halldórsson, söngvari, er einn þeirra sem vinnur að undirbúningi átaksins. Blaða- maður sótti Þorvald heim í vikunni. Þrátt fyrir að Þorvaldur og Margrét, eiginkona hans, séu í sum- arfríi er mikið um að vera hjá þeim. „Við erum á fullu að æfa fyrir messuna á sunnudaginn," segir Þorvaldur um leið og hann útskýrir fyrir blaðamanni og ljósmyndara hvernig hægt er að kalla fram hina ýmsu hljóma gegnum rafmagns- gítar. Þorvaldur er í þriggja manna hljómsveit sem flytur tónlist af trú- arlegum toga. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar eru Margrét Scheving, eiginkona hans, og Páll Magnússon. „Við höfum áður leikið i guðsþjón- ustum hjá Halldóri Gröndal í Grens- áskirkju en á sunnudaginn verðum við í Seltjarnarneskirkju,“ segir Þorvaldur. „Ungt fólk með hlutverk er innan „Þetta er ekki fyrir mig. Guð er löngu búinn að yfirgefa mig,“ en það er ekki rétt guð er allra ekki síst þeirra sem rata af leið.“ Við ræðum um þjóðkirkjuna og Þorvaldur segir hana ekki hafa fylgt þjóðfélagsbreytingum nægi- lega vel eftir. „í kirkjunni er talað við fólk á tungumáli sem það á erfitt með að skilja. Við viljum breyta þessu, koma til móts við fólk og hjálpa því að leysa vanda sem við þekkjum af eigin raun.“ Ungt fólk með hlutverk hefur staðið fyrir byggingu biblíuskóla á Eyjólfsstöðum á Héraði. „Hug- myndin er sú,“ segir Þorvaldur, „að þar verði boðið uppá fimm mánaða biblíu- og boðunarnámskeið. Nám- skeiðið skiptist í tvennt, þriggja mánaða kennslu í skólanum og tveggja mánuða starfsþjálfun. Einnig verða í boði styttri námskeið um ýmis sérefni.“ Nú er Páll Magnússon, þriðji meðlimur hljómsveitarinnar, mætt- ur og farinn að velta fyrir sér snúr- um sem liggja í bendu á gólfinu. Burt meö rykiö fyrir ótrúlega lágt verö! Kr7.990,»9 ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI 670100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.