Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 36
JBTÆJJFÆ/VÆZ Efstir á blaði ^ FLUGLEIDIRjmk SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRsETI 85 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Suðurland: Aukið of- næmi fyr- ir gróðri OFNÆMI fyrir gróðri gerði í liðinni viku vart við sig fyrir al- vöru á Suðurlandi að sögn Davíðs Gíslasonar læknis. Ofiiæmissjúkl- ingar norðanlands fúndu hins vegar fyrir einkennum mun fyrr í sumar, en venjulega er þessu öfugt farið. Ástandið var verra í fyrrasumar þar sem magn fijó- korna í andrúmslofti mældist mun meira þá en nú. Ovenju lítið hefur borið á gróður- ofnæmi í sumar að sögn Davíðs. Of- næmi fyrir grasi er langalgengast og einkennin mun seinna á ferð en fyrri sumur. Oftast hefur fyrst bólað á Frjókorna- gildra þeim um mánaðamótin júní-júlí og hámarkið verið kringum 20. júlí. Mælingar á fijókornum í and- rúmslofti hófust síðastliðið sumar og þeim er fram haldið í ár. Eitt af því sem kom á óvart í fyrra var að hundasúrur fylgdu næst á eftir grasi að fijókornamagni. Lifián borg- aði utan- landsferð ''^SKIPSHÖFNIN á togaranum Guðbjarti ÍS brá sér í utanlands- ferð til Lúxemborgar og ná- grennis um miðjan mánuðinn ásamt eiginkonum. Skipveijar fjármögnuðu ferðina með því að halda til haga lifur í vetur en lifrinni er að öllu jöfnu hent. Útgerðin keypti lifrina á 25 krónur kílóið og skipshöfnin hafði utanlandsferð fyrir nýtnina. Álagningarseðlar: - Borgar 7 krónur á 5 mánuðum FYRSTU álagningarseðlarnir voru sendir út á föstudaginn í pósti en stærsti hlutinn fer í póst á morgun, mánudag. Eins og venjulega eru suniir seðlar hinir spaugilegustu. Morgunblaðið hafði spurnir af manni einum, sem skuldaði 7 krónur umfram það sem hann hefur þegar greitt í staðgreiðslu. Þessa upphæð ber honum að greiða í fimm hlutum, 3 krónur hinn 1. ágúst og eina krónu í september, október, nóvember og - desember. Morgunblaðið/RAX Hjólfáni dreginn niður íbúar Skagastrandar fagna hálfrar aldar afmæli að flagga snemma og gripið það sem hendi var Höfðahrepps nú um helgina. Einhveijir voru næst. Eigandi hjólsins þurfti því upp í flaggstöng komnir í hátíðaskap á dögunum, hafa ákveðið til að ná í farkost sinn. Lang hag- kvæmast að staðgreiða sólarferðina SÓLARLANDAFERÐ á 60.000 krónur verður 22% dýrari ef greitt er með afborgun og rað- greiðslum efitir það, heldur en ef ferðin er borguð út og 5% stað- greiðsluafsláttur fenginn. Fjögurra manna fjöl- skylda gæti vænt- anlega sparað sér ná- lægt 50.000 krónum með því að staðgreiða sólarferðina. Hagkvæmast er að spara fyrir stað- greiðslu sólafrísins, fá vexti og staðgreiðsluafslátt. Slíkur afsláttur gerir að verkum að ívið betra er að taka bankalán til að borga ferð- ina en að greiða hana með rað- greiðslum sem fiestar ferðaskrif- stofur bjóða upp á. Bandaríkin: Fimm vilja gefa út plötu Risaeðlunnar ÍSLENSKU hljómsveitirnar Bless, Ham og Risaeðlan héldu fyrir skemmstu ferna tónleika í New York. I kjölfar einna tón- leikanna bárust fyrirspurnir frá ýmsum útgáfúfyrirtækjum og fímm fyrirtæki, Rough Trade, Important Records, Alternative Tentacle, One Little Indian og Enigma, lýstu áhuga á því að gefa út plötu með Risaeðlunni. Alternative Tentacle lýsti einnig áhuga á að gefa út Ham og Bless og óskaði eftir því að fá að vera dreifingaraðili á ljóðasafninu Kráarljóðin, sem Smekkleysa gaf út fyrir nokkru á íslensku, ensku og spænsku. Einnig samdi One Little Indian um það við Smekk- leysu að gefa út safnplötu með Smekkleysuhljómsveitunum fimm. Sjá grein bls. 11C. Verð á búvörum hefur hækk- að langt umfram verðbólgu Samningar haftiir um nýjan búvörusamning eftir Benedikt Stefánsson ÓHAGKVÆMNI, oflramleiðsla og síhækkandi búvöruverð eru meðal þeirra vandamála sem takast þarf á við í landbúnaði á Islandi. Undan- farinn áratug hefúr verð á ýmsum hefðbundnum búvörum hækkað Iangt umfram verðbólgu. Kartöflupoki er nær þrefalt dýrari á fostu verðlagi en fyrir tíu árum, mjólkurlítri 50% dýrari og þá hefði mátt fá tvö lamba- læri fyrir verð eins í dag. Að mati margra viðmælenda í umfjöllun um land- búnaðarmál í blaðinu í dag er stórfelld fækkun bænda og vinnslustöðva óumflýjanleg ef lækka á kostnað við framleiðsluna. En hægara er um að tala en í að kom- ast. Margir óttast að byggð í dreif- býli líði undir lok ef bændum fækkar meira en orðið er. Leiðin til aukinnar hagkvæmni er víðtækari stjórn land- búnaðarmála, ef marka má ummæli forystumanna í bændastétt og land- búnaðarráðherra. Aðeins hluti grein- arinnar hefur lotið skipulagi en í framtíðinni þarf það að ná til allra þátta, að mati Hákons Sigurgríms- sonar framkvæmdastjóra Stéttar- sambandsins. Hann segir einnig að finna þurfi leiðir til þess að fram- leiðslan stjórnist meira af markaðsr aðstæðum. Þessi sjónarmið verða ráðandi við gerð nýs búvörusamnings milli bænda og ríkisvaldsins, en vinna við hann er þegar hafin þótt núverandj samningur gildi til ársins 1992. í þessari viku hittast samninganefndir ríkisins og bænda á tveggja daga fundi á Hvanneyri. Þar verður rætt um hugsanlegar breytingar á núver- andi samningi til aðlögunar að nýjum og nýjan samning sem Hákon segir að þurfi að gilda til langs tíma, að minnsta kosti til aldamóta. Rætt er um að taka ýmis félagsleg atriði inn í nýjan samning, meðal annars lækk- un eftirlaunaaldurs bænda. í sauðfjárrækt er ástandið slæmt. Helmingur bænda býr með innan við 200 fjár og hafa því ekki tök á að framfleyta sér með búskap einuin saman. Þar sem markaður fyrir dilkakjöt fer minnkandi er eina leiðin til hagræðingar að deila framleiðsl- unni á færri hendur. Talið er að 1.000 bændur gætu annað eftirspurn fyrir dilkakjöt innanlands, en þeir sem rétt hafa til framleiðslu eru um 4.200. Sjá „Fyrr var oft í koti kátt“ á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.