Morgunblaðið - 09.08.1989, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
FRJALSAR IÞROTTIR / STIGAMOTI BUDAPEST
Sigurður Einarsson hafnaði í 3. sæti í spjótkasti á mjög sterku stigamót í Búdapest í gær. Sigurður kastaði 81,84 metra og er það
besti árangur hans á svo stórum móti og næst lengsta kast hans.
Sigurður þriðji í Búdapest
Kastaði 81,84 metra sem er næst besti árangur hans. Einar í 4. sæti
Sigurður Einarsson hafnaði í 3. sæti
á stigamóti alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins í Búdapest í gær. Sigurður
kastaði 81,84 metra, rúmum hálfum
metra lengra en Einar Vilhjálmsson sem
hafnaði í 4. sæti með 81,32 metra.
Það var Bretinn Steve Backley sem
sigraði. Hann kastaði 85,86 metra og
er það breskt met og næst 'lengsta kast
í heiminum í ár. í 2. sæti hafnaði Viktor
Jevsjúkóv frá Sovétríkjunum en hann
kastaði spjótinu 82,18 metra.
Þeir Einar og Sigurður skutu mörgum
frægum köppum ref fyrir rass, þ.á.m.
finnska heimsmeistaranum Seppo Ráty
og heimsmethafanum tékkneska Jan
Zelezny.
Þetta er næst besta kast Sigurðar en
persónulegt met hans er 82,10 metrar.
Þetta er besti árangur hans á svo stóru
móti, enda keppni í spjótkasti mjög hörð
og valinn maður í hveiju rúmi.
■ Helstu úrslit/C6
Morgunblaðið/Einar Falur
Úlfar Jónsson fagnar sigri í meistaraflokki karla.
Úlfar og Kar-
en meistarar
□ lfar Jónsson og Karen Sævarsdóttir sigruðu á
Landsmótinu í golfi sem lauk á Hólmsvelli í
Leiru á laugardaginn. Úlfar sigraði örugglega í
meistaraflokki karla, hafði sex högga forystu á
Ragnar Ólafsson sem hafnaði í 2. sæti.
Karen hafði nokkra yfirburði í meistaraflokki og
notaði þrettán höggum færra en Steinunn Sæmunds-
dóttir sem hafnaði í 2. sæti.
Sjá/ C4, C5, C6 og C7.
KORFUKNATTLEIKUR
Lakers út
úr myndinni
- segir Pétur Guðmundsson
sem meiddist aftur
Pétur Guðmundsson segist hafa gefið upp alla
von um að komast aftur á sanining hjá Los
Angeles Lakers í NBA-deildinni. Pétur lék með lið-
inu í sumarbúðum en meiddist í hásin og gat ekki
leikið með liðinu. „Ég held að ég geti afskrifað
Lakers eftir þetta. Þegar ég meiddist misstu þeir
áhugann enda liklega haldið að ég væri algjör hrak-
failabálkur,“ sagði Pétur. Þess má geta að í gær
gekk Lakers frá samningi við júgóslavneska lands-
liðsmanninn Vlade Divac. Hann leikur sömu stöðu
og Pétur og er 2,13 metrar á hæð.
Pétur meiddist í hné í fyrra og hefur ekkert get-
að leikið á þessu ári. Hann var búinn að ná sér af
þeim meiðslum þegar hann tognaði í hásin og verð-
ur líklega að taka sér frí fram á haust.
„Forráðamenn Milwaukee Bucks hafa þó enn
áhuga og ég lék með þeim daginn áður en ég fór
heim. Þeir eru með eina lausa stöðu og ég vonast
til að komast í æfingabúðir með þeim í haust. Ég
verð bara að ná mér og sýna hvað í mér býr. Ég
held að minnsta kosti að ég sé búinn með minn
kvóta af meiðslum," sagði Pétur.
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI
Laugardalshöllin ólögleg?
Uppfyllir ekki skilyrði Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, fyrir leiki í Evrópukeppninni
Alþjóða handknattleikssam-
bandið, IHF, hefur gefið út
nýja reglúgerð um íþróttahús fyr-
ir leiki í Evrópukeppninni í hand-
knattleik. Samkvæmt þessari
reglugerð, sem er mjög ítarleg,
er Laugardalshöllin ólögleg og
nýja íþróttahúsið í Garðabænum
líklega eina löglega húsið á
landinu. Kjartan Steinbach, hjá
HSÍ, sagði þó að íslensku liðin
gætu líklega leikið í Höllinni í
vetur en eftir það þyrfti sennilega
að sækja um undanþágu. Þá er
það nokkuð ljóst að Valsmenn
geta ekki leikið sína Evrópuleiki
í íþróttahúsinu að Hlíðarenda.
Þessi listi frá IHF tekur til flest
atriði i venjulegu íþróttahúsi svo
sem auglýsingar, búningsaðstöðu,
línur á vellinum, fjarlægð áhorf-
enda, tímaverði, lýsingu og margt
fleira.
Að sögn Kjartans er það eink-
um tvennt sem erfitt verður að
breyta í Laugardalshöllinni. „í
þessari reglugerð segir að mörkin
verði að vera að minnsta kosti tvo
metra frá vegg og það gæti orðið
svolítið erfitt. Einnig „línusalatið"
á vellinum en IHF segir að þar
megi aðeins vera handboltalínur.
Þessi atriði verður líklega erfiðast
að uppfylla,“ sagði Kjartan Stein-
baeh.
„Við eigum eftir að mæla upp
allan völlinn og munum senda
niðurstöðurnar út til IHF og sjá
hvað þeir segja. Ég efast um að
við þurfum að fá undanþágu, að
minnsta kosti ekki strax, og það
eru mörg íþróttahús verri en Höll-
in. Við höfurn einnig lagað ýmis-
legt því við áttum von á reglugerð
frá IHF,“'sagði Kjartan.
Valsmenn verða líklega að Ieika
sína leiki í Laugardalshöllinni eða
í Garðabænum þar sem hús þeirra
uppfyllir ekki öryggiskröfur. Stór-
ar súiur eru of nálægt mörkunum
og áhorfendur of nálægt hliðarlín-
um.
HSÍ getur líklega fengið undan-
þágu fyrir Evrópukeppnina en
þegar Heimsmeistarakeppnin
verður haldin hér á landi 1995
verða öll íþróttahúsin að uppfylla
þessi skilyrði. „Við verðum líklega
að fá dúka á gólfin og lagfæra
ýmiss smáatriði í þessum húsum.
Annars hefur aldrei verið hugsað
út í þessi mál hér á landi og
kannski kominn tími til að við
förum að gera það,“ sagði Kjart-
an.