Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 184. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: Stöðugir bardag- ar geisa í Beirút Beirút. Reuter. LINNULAUS stórskotahríð var í Beirút, höfúðborg Líbanons, í gær þrátt fyrir vopnahlésáskorun Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, sem Michel Aoun, hershöfðingi sveita kristinna manna í borginni, hafði fyrir sitt leyti fallist á. Aoun sagði í viðtali við Reuters-fréttastofúna í gær, að hann liti á vopnahlésáskorunina sem „pakkatilboð“ — Sýrlendingar yrðu jaftiframt því sem þeir létu af árásum sínum að létta umsátrinu um hverfi kristinna manna. Eftir áskorun Öryggisráðsins kom stutt hlé á bardögum, en upp úr miðdegi hófst stórskotahríðin að nýju. Hvert hverfi borgarinnar á fætur öðru hefur yerið lagt í rúst undanfarna daga. Sýrlendingar hafa ekki enn svarað áskorun SÞ, en Hafez el-« Assad Sýrlandsforseti lofaði í orð- sendingu til ítölsku stjórnarinnar, að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að „byssurnar þagni og friður komist á í Líbanon, svo fremi sem það sé mögulegt". Aoun, sem hefur heitið því að reka 33.000 manna her Sýrlend- inga úr landi, sagði í viðtali við Reuters: „Ég tek áskorun SÞ skil- yrðislaust eins og hún er í heild sinni þannig að bæði ákvæðin um vopnahléð og rof umsátursins gildi.“ Aoun lagði sérstaka áherslu á að vopnahlé kæmi ekki til greina nema Sýrlendingar léttu fimm mánaða löngu umsátri sínu um hverfi kristinna manna, en þann tíma hefur verið erfitt um aðföng fyrir kristna' menn. Sýrlendingar og bandamenn þeirra í hópi múslima og marxista hafa lokað af Austur-Beirút og 40 km langri landræmu norður af henni, en' þar halda kristnir Líbanir til. Á meðan á umsátrinu hefur staðið hafa a.m.k. 750 manns fall- ið vegna stórskotaliðsorrustna. Aoun er yfirmaður líbanska hersins. Hann stofnaði til bráða- birgðastjórnar Líbanons eftir að stjórnarskrárkreppa kom í veg fyrir kjör nýs forseta. Hann hefur neitað að semja um umbætur á stjórnarháttum fyrr en Sýrlands- her hefur farið til síns heima. Aoun hefur lýst sig reiðubúinn til þess að fara til höfuðstöðva SÞ í New York-borg til þess að semja við Sýrlendinga um brottflutning herja þeirra. „Ég myndi jafnvel bjóða þeim til forsetahallarinnar til þess að semja um brottför þeirra,“ segir Aoun. Reuter Michael Aoun, hershöfðingi sveita kristinna manna, kannar skemmdir á bækistöðvum sínum sem urðu þegar hersveitum kristinna manna og sveita er njóta stuðnings Sýrlendinga laust saman í gær. Pólland: Þingið fellst á að Waiesa verði forsætísráðherra Varsjá, Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR Bændaflokksins og Demókrataflokksins, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum við fúlltrúa Samstöðu, hinna óháðu verkalýðssamtaka í Póllandi, samþykktu í gær I atkvæða- greiðslu á pólska þinginu tillögu Sainstöðu þess efnis að Lech Reuter Þröngá þingi Víetnamskir flóttamenn í Hong Kong bera matarílát sín' fyrir höfuð sér til þess að skýla sér fyrir steikjandi hitanum meðan þeir biða eftir að röðin komi að sér að fá í askana látið. Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna varaði við því í gær að vannæring ógnaði heilsu 4.400 víetnamskra flóttamanna, sem dveljast á eyju skammt frá höfuðborg nýlendunnar, en þeir bíða þess að komast til flóttamannamóttökunnar þar. Þangað er hins vegar ekki hægt.að senda þá nú vegna þrengsla. Sjá frétt á síðu 22: „Bátafólkið er hijáð ..." Walesa verði næsti forsætisráð- herra landsins. Walesa sagðist gefa kost á sér í embættið í því skyni að bundinn verði endir á valdaeinokun kommúnista sem staðið hefúr í 45 ár. „Við teljum að unnt sé að mynda ábyrga ríkisstjórn undir forsæti Lech Walesa með samvinnu Bændaflokks- ins, Demókrataflokksins og Sam- stöðu,“ sagði í yfirlýsingu sem full- trúar Samstöðu dreifðu á meðal full- trúar Bændaflokksins og Demó- krataflokksins. Walesa hafði lýst því yfir fyrr um daginn að hann gæti ekki orðið forsætisráðherra nema ef neyðarástand skapaðist í þjóðfélag- inu. Bændaflokkurinn og Demókrata- flokkurinn hafa samtals .22% þing- sæta á pólska þinginu, Samstaða 35% en kommúnistar 38%. Heimildarmenn innan kommún- istaflokksins sögðu að ekki væri víst að Czeslaw Kiszczak forsætisráð- herra legði fram afsagnarbréf á þing- inu í dag, en þingmenn annarra flokka höfðu átt von á því. Slawom- ir Wiatr, ritari miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins, varaði stjórn- arandstæðinga við því að afsögn Kiszczaks þýddi ekki að flokkurinn hefði ákveðið að gefa frekari rikis- stjórnarþátttöku upp á bátinn. „Raunveruleg valdabarátta er nú hafin. Við vorum ekki undir þetta búnir ...,“ sagði Mieczyslaw Rakow- ski, leiðtogj pólska kommúnista- flokksins. „Ástandið er alvarlegt en nú er ekki rétta stundin til að leggja árar í bát,“ sagði hann. Walesa Iagði til 7. ágúst síðastlið- inn að mynduð yrði ríkisstjórn án þátttöku kommúnista en á þriðjudag sagði hann að til greina kæmi að kommúnistaflokkurinn færi áfram með varnar- og innanríkismál. Með því vildi hann eyða áhyggjum Sovét- stjórnarinnar varðandi stöðu Pól- lands innan Varsjárbandalagsins. Talsmaður Sovétstjórnarinnar fagn- aði yfirlýsingu Walesa í gær en ítrek- aði jafnframt að Kremlveijar hefðu áhyggjur af stjórnmálaástandinu í landinu. Á sama tíma og þingið kom saman lögðu um 10.000 kolanámumenn nið- úr vinnu í Suður-Póllandi og verka- menn í borginni Szczecin höfðu boð- að svipaðar aðgerðir seinna um dag- inn til að mótmæla verðhækkunum á matvöru sem tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn. Danska velferðar- kerfið á villigötum Kaupniannhöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgiinblaösins. DANSKA stjórnin lagði í gær fram nýjar áætlanir um sparnað í ríkisrekstrinum og sagði Palle Simonsen íjármálaráðherra við það tækifæri, að viðfangsefnið væri að snúa af braut, sem lægi til glötunar fyrir danska velferðarkerfið. Nú fara 40% af öllum opin- þessari þróun og taldi hana stafa berum útgjöldum í „millifærslur1 svokallaðar en þá er átt við elli- og eftirlaun, atvinnuleysisstyrki, húsnæðisstyrki og aðra félagslega hjálp. Til þeirra fara á þessu ári 174 milljarðar dkr., um 1.392 milljarðar ísl. kr., og fjárþörfin vex með ári hveiju. Simonsen sagði, að nú yrði að fara að þrengja að þessari óseðj- andi hít og upplýsti, að 10.000 ríkisstarfsmönnum yrði sagt upp árlega næstu árin. Hann velti einnig fyrir sér ástæðunni fyrir af því, að hugsunarháttur Dana og háttalag væri annað en forð- um. Nefndi hann sem dæmi, að fjarvistir frá vinnu bentu til, að þjóðin væri orðin heldur veikluð líkamlega, og einnig, að eftir- launaþegar krefðust þess nú að geta búið áfram í stóru húsunum sínum þótt margir ættu erfitt með það efnahagslega og af öðrum ástæðum. Litlu eftirlaunaíbúðirn- ar heyrðu sögunni til. Útkoman er sú, sagði Simonsen, að ekki er hægt að aðstoða nægilega þá, sem mest þurfa á hjálp að halda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.