Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 38

Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 38
MÖRGÚNBLAÐIÐ KJMMTUDAGÚR 17. AC.ÚST 1989 38 Benedikt Kristjánsson deildarsljóri — Minning Fæddur 5. maí 1925 Dáinn 8. ágúst 1989 Þann 8. ágúst .andaðist frændi minn og vinur, Benedikt Kristjáns- son, Vallargerði 16, Kópavogi. Frá því árið 1955 vorum við nágrannar í Kópavogi og mikil -tengsl voru á milli fjölskyldna þeirra systkina, Amýjar móður minnar og frændfólks okkar í Vallargerði. Ekki var það aðeins frændsemi sem tengdi okkur, því Benedikt var meðeigandi föður míns í Málmsmiðjunni Hellú hf. sem þeir ráku saman í nær 30 ár. Það var aukavinna hjá Benna að sjá um bókhald og uppgjör fyrirtækisins. Ósjaldan sátu þeir mágarnir á kvöld- in yfir bókhaldi og spjölluðu saman, þá var gaman að fylgjast með áhug- anum og einurðinni sem þeir sýndu þessu starfi sínu. Það lýsir vel festu og áreiðanleika Benedikts hversu lengi hann starfaði hjá sama fyrir- tækinu en hann vann allan sinn starfsaldur, frá því hann lauk námi frá Samvinnuskólanum, hjá Sam- vinnutryggingum í Reykjavík og gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um. Þó svo Benni færi að kenna veik- inda fyrir um það bil 7 árum, lagði hann ekki árar í bát við að byggja upp og fegra heimili þeirrar Ólafar. Á síðustu misserum hefur hann unn- ið sjálfur og með annarra hjálp við að byggja fallega sólstofu við húsið þeirra. Að lokum vil ég skila hinstu kveðju frá mömmu og pabba, en hann hefur nú misst heilsuna og dvelur á sjúkrastofnun svo hann get- ur ekki fylgt vini sínum og mági síðasta spölinn. Elsku Ólöf og krakkar í Vallar- gerði, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í sorginni og óska þess að minningin um elskulegan föður og eiginmann megi lifa um eiðlífð. Kristján Leifsson í dag verður til moldar borinn, tengdafaðir minn Benedikt Krist- jánsson. Á þessari kveðjustund lang- ar mig til að minnast hans nokkrum orðum. Það var sumarið 1968 sem kynni okkar hófust. Á þeim árum voru miklar hræringar meðal ungs fólks, einkum námsmanna, og róttæklingar víða um heim gerðu uppreisn gegn ríkjandi þjóðskipulagi. A íslandi voru þessar hræringar mildari en á meg- inlandi Evrópu, en vissulega áttu hugmyndir um aukið frelsi til orða og athafna hljómgrunn hér einnig. Mér er það því alltaf minnisstætt þegar ég fór að venja komur mínar í Vallargerði 16 hvemig Benedikt brást við þeim messíasartilburðum sem kynslóð okkar ungu meðvituðu námsmannanna hafði í frammi á þessum árum. Heimilið var mikið menningarheimili, þar sem bóklestur var í hávegum hafður, og þekking á þjóðmálum mikil. Því fór fjarri að ég væri að kynna tengdaföður mínum, sem síðar varð, einhver ný fræði. Oft var setið langtímum sam- an og skeggrætt um það „ískyggi- lega“ ástand sem var að skapast að mati okkar unga fólksins og ekki vantaði skoðanir yngri heimilismeð- lima. Kappsfullar umræður urðu á stundum mjög háværar, þegar hug- sjónimar brunnu sem heitast. Undir þessu öllu sat Benedikt að jafnaði íhugull og fylgdist gjörla með öllu sem sagt var án þess að hagg- ast. Það var ekki fyrr en menn tóku að fara frjálslega með staðreyndir, máli sínu til stuðnings, að hann átti það til að grípa inn í, til að korrja mönnum aftur niður á jörðina. Var þá óþarft að grípa til sögubóka máli sínu til stuðnings, því glögg þekking hans á sögu og þjóðfélagi samtímans var alltaf óskeikul. Ekki fór á milli mála að honum fannst á stundum kappið fullmikið, en lét þó slag standa, og fannst ugglaust að öllu þessu brambolti og heilabrotum okk- ar unga fólksins myndi fylgja þroski þótt síðar yrði. Aldrei kom það fyrir að beitt væri rökum hins eldri og vitrari heldur lét hann menn hlaupa af sér hornin, ólíkt því sem algengt er meðal hinna eldri og reyndari. Ástæða þess að ég riija þetta upp nú er sú að umburðarlyndi, hógværð og réttsýni einkenndi allt lífshlaup þessa ágæta manns. Benedikt var dulur maður og hljóp ekki með skoð- anir sínar og tilfmningar á torg. Hins vegar duldist engum þeim er hann þekktu að skoðanir hafði hann á flestum málum, byggðar á íhugun og rökhyggju. Það tók mig mörg ár að kynnast honum jafn vel og síðar varð, og var svo með fleiri. Fyrir þau ár er ég þakklátur. Að loknu námi í Samvinnuskól- anum hóf hann störf hjá Samband- inu, sem gjaldkeri. Eftir örfárra mánaða starf þar hóf hann störf hjá Samvinnutryggingum við stofnun þess fyrirtækis árið 1946, varð fyrsti starfsmaður þess og starfaði þar all- an sinn starfsferil. I starfi þar ávann hann sér vinsældir og virðingu starfsfélaga sinna, og er mér ekki kunnugt um að nokkurn tíma hafi borið þar skugga á. Það var síðan fyrir 7 árum, að hann kenndi sér meins af þeim sjúk- dómi, sem síðar lamaði starfsorku hans og hafði betur í síðustu glímunni. Einnig í þeim þrengingum sem fylgdu þessum erfiða sjúkdómi kom fram áðurnefnd lyndiseinkunn hans. Lengst af var ekki hægt að merkja á honum að hann væri jafn sjúkur og raun bar vitni. Æðruleysið var algert. Það eina sem virtist valda honum kvíða, var hvernig eftirlifend- um hans myndi reiða af. Ekki vildi hann ræða veikindi sín heldur sveigði talið jafnan að öðru. Ugglaust vissi hann betur en nokkur annar hvernig komið var, en um það var ekki rætt. Hjónaband Benedikts og Ólafar Ragnheiðar Jónsdóttur var til mikill- ar fyrirmyndar í alla staði. Þau voru afspyrnu samhent hjón og var það mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Eins og áður er getið um var heimili þeirra mikið menningarheimili, og ríkti þar hin sanna íslenska gestrisni. Mikill gestagangur var þar jafnan og allir aufúsugestir. Helstu áhugamál Benedikts voru bóklestur og söfnun bóka, og átti hann mikið og gott bókasafn. Einnig voru ferðalög snar þáttur í lífi þeirra hjóna eftir að börnin uxu úr grasi og heilsa og líf entist. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þau ár sem ég átti þess kost að þekkja og umgangast þann sóma- mann, sem nú hefur horfið yfir móð- una miklu. Ég-er þess fullviss að móttökurnar hinum megin verða í samræmi við það lífshlaup sem nú er lokið. í ljósi þess veit ég, að góðar endur- minningar um ástkæran eiginmann og föður styrkja eftirlifendur á þeirri sorgarstund sem fráfall Benedikts Kristjánssonar er. Megi minningin um góðan dreng lifa. Örn Gústafsson Byggðir Arnarfjarðar eiga sér merka sögu. Þangað sækir saga lands og þjóðar mörg minningarbrot, bæði hvað varðar menn, atburði og sögustaði. Sumir þessara sögustaða komu við og tengdust lífi þess góða drengs, Benedikts Kristjánssonar, Vallargerði 16, Kópavogi, sem lézt þann 8. þ.m. Benedikt fæddist í Selárdal við Arnarfjörð 5. maí 1925. Foreldrar hans voru Jónfríður Gísladóttir frá Króki í Selárdal. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Jensdóttir og Gísli Árnason. Jónfríður lifir son sinn og dvelur í Sunnuhlíð í Kópavogi. Faðir Benedikts var Kristján Ingvaldur Benediktsson, frá Kirkjubóli og síðar Selárdal. Hann lést 1964. Foreldar hans voru Ragnhildur Þórðardóttir og Benedikt Kristjánsson. Eina syst- ur átti Benedikt, sem er Jóhanna t Eiginkona mín, móðir, amma og dóttir, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR, Arahólum 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Guðni Sigfússon, Hildur Guðnadóttir, Guðni Freyr Sigurðsson, Ágústa Guðjónsdóttir. t Faðir okkar, RICHARD GUÐMUNDSSON, andaðist í sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðjudaginn 15. ágúst. Gunnar Richardsson, Birna Richardsdóttir, Rafn Richardsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ANDERSEN, sem andaðist 10. ágúst í Sjúkrahúsi Siglufjarðar, verður jarðsung- in frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Agnar Jónsson, Kristbjörg Elíasdóttir, Hertha Andersen, Baldur Guðjónsson, Soffía Andersen, Ragnar Helgason, Sigríður Andersen, Rögnvaldur Gfslason, Guðrún Andersen, Lárus Guðmundsson, Kristín Andersen, Ingvar Guðmundsson, Þórður Andersen, Birgitta Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amrria, STEINÞÓRA HILDUR JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 24, Reykjavík, lést á Grensásdeild Borgarspftalans 15. ágúst. Sigriður Emilsdóttir, Rafn Harðarson, Erla Emilsdóttir, Guðfinnur Halldórsson, Guðrún Emilsdóttir, Óðinn Halldórsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNÖ. BÁRÐARSON forstjóri, Blikanesi 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Görðum á Álftanesi. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Garðakirkju. Salóme M. Guðmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Bjarnfríður Jóhannsdóttir, Friðrik Ragnar Jónsson, Kesara Margrét Jónsson, Grétar Guðmundur Steinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SALVÖR KRISTJÁNSDÓTTIR, Þvergötu 4, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 19. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á að láta Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði njóta þess. Guðmundur Finnbogason, Vaidís Jónsdóttir, Björn Finnbogason, Kristján Finnbogason, Maria Sonja Hjálmarsdóttir, Arndís Finnbpgadóttir, Guðmundur Ólason, Daníel Kristjánsson og barnabörn. Árný, fædd 1922, maður hennar er Leifur Halldórsson fyrrverandi iðn- rekandi. Foreldrar Benedikts, Jónfríður og Ingvaldur, hófu búskap sinn á Sel- árdal ásamt foreldrum okkar systk- ina, sem þessum minningarbrotum koma á framfæri. Þau voru systkin Ingveldur móðir okkar og Ingvaldur og einnig faðir okkar Jens og Jónfríð- ur. Tveggja ára fluttist Benedikt með foreldrum og íjölskyldu yfir Arnar- fjörðinn í Lokinhamradal. í Lokin- hamradal var fæddur og uppalinn Guðmundur G. Hagalín rithöfundur. Hann segir í einni bóka sinna: „Beggja megin Lokinhamradals- ins enda ljöllin í háum hengiflugum, og upp af þeim rísa tveir hrikalegir og sérkennilegir tindar. Sá ytri heit- ir Skjöldur en hinn Skeggi. Fjallið upp af Lokinhömrum heitir Bæjar- fjall, en framan við það er Skúta- fjall, og síðan taka við svonefndar Flár. Fjöllin Lokinhamramegin eru með ferlegum, en þó kleifum kletta- beltum, sem eru með nokkru milli- bili klofin djúpum og sumstaðar hrikalegum giljum." Framan við þessa ægifögru mynd, liggur Arnarfjörðurinn, stundum logntær og spegilsléttur, svo fyrr- nefnd fjöll og Dalanúparnir hinum megin Ijarðar, geta speglað sig í haffletinum, en oft er íjörðurinn úf- inn og öldurnar koma æðandi að klet- tóttri strönd. Þetta umhverfi og hinir erfiðu at- vinnuhættir til sjós og lands, hafa sett mark sitt á fólkið og gert það hæft til að takast á við erfið og fjöl- breytt verkefni. Foreldrum Benedikts búnaðist vel í Lokinhömrum, en 1940 fluttu þau búferlum til Hrafnseyrar, og þann frægá og merka stað sátu þau til ársins 1946, er þau fluttu til Bíldu- ■ dals. Til Reykjavíkur fluttu þau svo nokkrum árum síðar. Við systkinin frá Selárdal minn- umst margra ánægjustunda, er við heimsóttum frændfólkið okkar, bæði á Lokinhömrum og á Hrafnseyri. Á hveiju sumri var valinn sólbjartur sunnudagur og farið á bátnum hans pabba okkar, og siglt yfir fjörðinn. Þá urðu miklir fagnaðarfundir, en seint komið til baka í Selárdal. Benedikt var góður námsmaður og mikill bókamaður. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum 1943 til 1945. Áður en hann lauk burtfarar- prófi var hann farinn að vinna hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, en þegar Samvinnutryggingar hf. voru stofnaðar 1946, hóf hann störf þar, og vann þar alla tíð, lengst af sem aðalgjaldkeri. Árið 1953 kvæntist Benedikt hinni ágætustu konu, Ólöfu Ragnheiði Jónsdóttur. Böm þeirra eru: Eðvarð húsasmíðameistari hjá Reykjavíkur- borg, kvæntur Auði Harðardóttur. Árný, gift Erni Gústafssyni hjá Vá- tryggingafélagi íslands. Guðmundur bæjarlögmaður, Hafnarfirði, kvænt- ur Jennýju Ásmundsdóttur, Sigrún lögfræðingur, gift Ingólfi Friðjóns- syni lögmanni. Kristján forritari, kvæntur Nönnu Snorradóttur, og Jóhann Ragnar lögfræðingur, giftur Sirrý Guðmundsdóttur. Barnaböm Ólafar og Benedikts eru orðin 13. að tölu. Við systkinin og ljölskyldur okkar flytjum Ólöfu og ijölskyldu hennar, Árnýju systur hans, aldraðri móður og öðrum ættingjum og venslafólki, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Benedikts Kristjánssonar. Systkinin frá Selárdal. Okkur barnabörnin langar til að kveðja afa okkar, Benedikt Krist- jánsson. Við þökkum þær stundir, sem við áttum með honum og hörm- um að þær verða ekki fleiri. Það verður vissulega tómlegra í Vallargerðinu nú þegar afa nýtur ekki lengur við, og söknuðurinn mun seint hverfa úr hjörtum okkar. Megi guð blessa og styrkja ömmu okkar á þessari erfiðu stund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (Valdimar Briem) Barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.