Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 Fljótlegt og gott Farsfyllt paprika Tilvalið fyrir sumarbústaða- fólk! Þessir farsfylltu papriku- helmingar eru prýðis matur og mettandi. Þá má útbúa með fyrirvara og skella þeim svo í ofninn um hálftíma áður en snætt er. Gott er að bera með gróft brauð og grænmetissalat. Uppskrift fyrir fjóra: 6-8 stk. paprika, gjarnan mis- munandi lit, vatn og salt. Kjötfylling: 1 afhýddur og saxaður laukur, 2 rif hvítlaukur, fínt söxuð, 2 matsk. ólífuolía, 500 g kjöthakk, t.d. blandað svína- og kindahakk, 75 g fínhökkuð reykt skinka, 2 skorpulausar sneiðar fransk- eða heilhveitibrauð, uppbleytt- ar í örlítilli mjólk eða ijóma, 1 hrært egg, 14 tesk. timian-krydd, 500 g rifinn ostur, salt og pipar. Til „gratíneringar“: 50 g rifinn ostur. Soðsósa: 2!4 dl grænmetissoð (úr ten- ingi), 2-3 matsk. tómatmauk (puré). Skerið lok ofan af paprikunni, hreinsið innan úr og bregðið henni í léttsalt sjóðandi vatn í um tvær mínútur. Stillið svo á hvolf til að vatnið leki úr. Fyllingin: Látið lauk og hvítlauk krauma í olíunni á pönnu og hrærið. Bætið kjöthakkinu út í og hrærið vel í með gaffli þar til blandan fer að taka lit og verð- ur laus í sér. Blandið þá reyktu skinkunni út í. Takið af hitanum. Hrærið saman uppbleytta brauð- inu, hrærða egginu, timian-kryddi og rifna ostinum, og blandið þessu út í kjöthræruna. Kryddið eftir smekk með salti og pipar og dei- lið fyllingunni í paprikuna. Raðið paprikunni í smurt ofnfast fat og stráið rifnum osti yfir. Blandið saman grænmetissoði og tómat- mauki og hellið sósunni í fatið hjá paprikunni. Setjið fatið í 200 gráðu heitan ofn (180 gráðu blást- ursofn) í um hálftíma þar til pa- prikan er orðin meyr. Annar fljótlegur réttur. Kálfakjötsréttur Fyrir fjóra. í þennan rétt fara: 4 þunnar sneiðar úr kálfa- innanlærisvöðva, salt og pipar, 4 sneiðar skinka, 8 sneiðar ostur (til dæmis óðals- ostur), 4 þunnar tómatssneiðar, hvítiaukssalt og oregano- krydd. Beijið kjötsneiðarnar með hnef- anum tii að þær verði vel þunnar. Saitið og piprið eftir smekk. Á hveija sneið leggið þið eina skinkusneið, 2 sneiðar af osti og eina tómatsneið. Stráið örlitlu hvítlaukssalti og oregano yfir. Steikið í smjöri við vægan hita þar til osturinn fer að bráðna. Borið fram með grænmetissal- ati. Kvikmyndaklúbbur- inn sýnir Caravaggio Kvikmyndaklúbbur íslands hefiir nýtt sýningartímabilí dag, fímmtudaginn 17. ágúst. Þá verður frumsýnd kvikmyndin Caravaggio eftir breska leiksljórann Derek Jarman. Með aðalhlutverk fara Nig- el Terry, Dexter Fletcher, Michael Gough og Sean Beau. Myndin verður sýnd fimmtudagskvöld klukkan 21 og klukkan 23.15 og á laugardag klukkan 15 í kvikmyndahúsinu Regnboganum við Hverfis- götu. Myndin byggir á lífi málarans Caravaggio sem uppi var á endur- reisnartímanum á Italíu. Hann rifj- ar upp líf sitt, stutt en ástríðufullt. Jarman gerir morðhvöt að upp- sprettu ástarlífs Caravaggios og hamslausri myndlist því þetta er fyrst og fremst mynd um manninn Caravaggio. Aðgöngumiðar fást í miðasölu Regnbogans og félagsskírteini fást einnig á sama stað. Athygli er vak- in á því að miðar fást ekki án fé- lagsskírteinis. Með félagsskírtein- inu fylgii' prentuð dagskrá Kvik- myndklúbbs íslands. Stefna Kvik- myndaklúbbs íslands er að sýna vandaðar myndir sem alla jafna koma ekki til með að vera sýndar í kvikmyndahúsum hérlendis. TERKUR EJPARNEYTINN! HINO FB er í fremstu röó flutningabil af millistærð og hefur hann þegar sannað ágæti sitt við ísienskar aðstæður. Við eigum nú^bfla til afgreiðslu STRAX á stórlækkuðu verði: Verð áður Tilboðsverð ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ Kr. 2.290.000 Kr. 1.990.000 Þú sparar Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöllum eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaða athygli og hlotið HINO FB 113 Heildarþungi: 7500 kg. Burðargeta: 5400 kg. Vél: 111 hö. .. Kr. 300.000 frábæra dóma atvinnumanna. Ennfremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana. Hafið samband við sölumenn véladeildar, sem veita fúslega allar upplýsingar. il BÍLABORGHF MaB FOSSHÁLSI 1.S 68 1299 SOVÉSKIR DAGAR Árlegir sovéskir dagar MÍR eru í ár helgaðir kynningu á Sovétlýðveld- inu Moldavíu með þátttöku listafólks þaðan: Kammersveitar útvarps og sjónvarps í Moldavíu og hinna frægu óperusöngvara Maríu Bise- hú, sópran, og Mikhaíls Múntjan, tenór. Listafólkið kemur fram á eftirtöldum stöðum: Hafnarborg, Hafnarfirði, mánudaginn 21. ágúst kl. 20.30. Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 21.00. Neskaupstað miðvikudaginn 23. ágúst kl. 21.00. Eskifirði fimmtudaginn 24. ágúst kl. 21.00 Egilsstöðum föstudaginn 25. ágúst kl. 21.00. Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 27. ágúst kl. 16.00. í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur nú yfir sýningin „Myndlist í Moldavíu". Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-19. MÍR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.