Morgunblaðið - 17.08.1989, Side 45

Morgunblaðið - 17.08.1989, Side 45
W-IV 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA í 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Tökum kristna trú fram yfir hjátrú Til Velvakanda. Ég get ekki lengur orða bundist yfir því hvernig ýmiss konar hjátrú og kukli er hampað í flölmiðlum á kostnað kristinnar trúar. Það þykir ekki fréttnæmt lengur, að haldnar séu fjölmennar kristilegar samkomur en gerð nákvæm grein fyrir því hvað eftir annað þegar lítill hópur fólks kemur saman til að spá í bolla, spil eða stjörnur eða stundar austræna hugleiðslu undir Jökli. I fyrstu tók þessum hlutum létt- væglega en get það ekki lengur, því að það eru svo ótrúlega margir, sem trúa þessum hlutum í alvöru og halda að framtíð þeirra ráðist af stjörnum, bollum og spákúlum og haga lífi sínu samkvæmt því. Jafnframt hefur þekkingu fólks um aðalatriði krist- innar trúar hrakað sífellt og er það áhyggjuefni. Hvergi í heiminum á síðari árum hefur mannúðlegt stjórnskipulag staðist til lengdar án þess að vera grundvallað á kristinni trú eða sið- gæði. Lífsspeki sú, sem flætt héfur til Evrópu frá Asíu undanfarið í formi alls kyns austrænnar hugleiðslu, náttúrudýrkunar og andatrúar er ekki grundvölluð á kristindómi held- ur hindúisma. Þessi speki er ekki grundvölluð á náungakærleik heldur allt öðru. Skýrasta dæmið um þetta er Ind- iand, höfuðvígi hindúismans, þar sem milljarður manna býr. 100 milljónir hafa það þokkalegt en 900 milljonir líða skort, þar af eru um 100 milljón- ir stéttleysingjar. Þeim er ekki hjálp- að þar sem þeir eiga örbirgðina ski- lið samkvæmt hindúismanum vegna þess að þeir stóðu sig ekki sem skildi í næsta lífi á undan. Er þetta framtíð okkar? Við lifum á tímum þegar allt ger- ist mjög hratt. íslendingar verða að gera upp við sig núna hvort þeir vilja halda í kristna trú eða hvort þeir vilja kasta henni fyrir róða og hugs- anlega einnig því mannúðarsamfé- lagi, sem hér hefur myndast. Ábyrgð fjölmiðla er mikil. Þeir hafa mátt til að móta lífsviðhorf fólks, einkum þess fólks sem erfa skal land. Einn áhyggjufullur Þessir hringdu . . . Armband Gullhúðað armband með krist- alssteinum tapaðist á Hótel Sögu á laugardag. Finnandi er vinsam- legast beðinn um að hafa samband við Lisbet í síma "1243. Réttur hinna kattlausu Vilborg Edda Lárusdóttir hringdi: „Eg bý í einbýlishúsi í Árbæjar- hverfi og á ekki kött. Hins vegar sækja kettir mikið í húsið og ásókn þeirra hefur aukizt mjög i hverf- inu. Nýlega komst einn inn í hús hjá mér og olli þar talsverðu tjóni meðal annars á matvælum. Mér' finnst ekki rétt, að ég þurfi að líða óþægindi af hendi kattaeigenda og spyr því: Hver er réttur hinna katt- lausu? Eru engin ótvíræð ákvæði um þetta? Gaman væri að heyra um þetta atriði frá einhveijum lögfróð- um manni. Eða gæti ég til dæmis komizt upp með að hafa geitur hjá mér án þess að gerast brotleg. Það verður að virða umráðarétt fólks yfir eigin lóðum og þa^ verða katta- eigendur einnig hafá'í huga.“ Fáránleg brottvísun Hulda Júlíusdóttir hringdi: „Ég vil koma á framfæri kvörtun vegna furðulegrar framkomu dyra- varðar í Þorscafé um síðustu helgi. Þannig var, aðég fór ásamt vin- konu minni á staðinn en eftir nokkra viðdvöl réðst á mig einn gestanna, sem er kunnur fyrir ruddaskap. Árásin kom mér á óvart en ég reyndi að veija mig eins og ég gat. Þegar dyravörður kom að, vísaði hann mér út en ekki árásar- manninum. Það fannst mér mjög gróft og er ákaflega sár út af því.“ Peningabudda Brún peningabudda með skilríkj- um og lyklum týndist í Kolaportinu á laugardag. Finnandi er beðinn um að hringja í síma 71860 eftir kl. 16. Bakpokar Vandaður, blár bakpoki tapaðist í Húnaveri um verzlunarmanna- helgina. Hann var merktur eiganda sínum. Sömuleiðis var stolið tjaldi og svefnpoka frá viðkomandi ungl- ingi. Þessara hluta er sárlega sakn- að og hefur viðkomandi verið nokk- ur ár að safna fyrir þeim. Finnandi bakpokans og þeir sem hafa ein- hvetjar upplýsingar um hitt dótið eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 93-71431. Grænn bakpoki með veiðidóti og myndavél tapaðist á dögunum ann- að hvort á Grenimel eða á Brága- götu í Reykjavík. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa sam- band við Jóhönnu í síma 11049 eða 605313. Blómakar Blómakar, sem er eins og svanur að lögun, hvarf úr húsagarði í Breiðholti I þegar húsráðendur voru í sumarfríi 3.-11. ágúst. Þeir, sem geta gefið einhveijar upplýs- ingar um afdrif þess, eru beðnir um að hringja í sima 74197. Myndavél Olympus-myndavél tapaðist 6. ágúst í nágrenni við Hrífunes í Skaftafellssýslu. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa sam- band við Guðnýju í síma 50804. Sveftipokar og taska Tveir grænir svefnpokar og rauð lítil íþróttataska með fatnaði eru í óskilum. Dót þetta fannst á víða- vangi í Þórsmörk um verzlunar- mannahelgina. Eigendur geta haft samband í síma 656421 eftir kl. 17 og 623668 fyrir hádegi. CUMMINS RAFSTÖD Höfum til sölu rafstöð 120 kw, 50 riða, 3ja fasa, 380/220 V. Stamford rafall, aflvél af gerðinni Cummins NH-230. Upplýsingar í símum 36930 og 36030. Björn s Halldfir hf„ Síðumúla 19. 50% afsláttur af öllum skartgripum til mánaðamóta. Laugavegi 51, sími 12128. Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 3 með góðum afslætti. áraábyrgð GOÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA /FOniX HÁTÚNl 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 ÞÆR ERU KOMNAR AFTUR! TVILUM VEGGSAMSTÆÐURNAR GÓÐA VERÐINU í beiki eða mahogny. Stærð: Breidd: 240 cm. Hæð: 176 cm. Dýpt: 41 cm. -j/ i * n : i I öa«í; 9 Udíl T * * - —--------- Húsgagna*hðllin REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.