Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.08.1989, Qupperneq 15
15 MORG.UNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 eins ein_ fær í raun þegar að er komið. Á sama hátt má benda á, gegn siðferðilegri afstæðishyggju, að þar sem manneðlið sé eitt og hlutverk siðferðisins ávallt hið sama (að samstilla ólíkar þarfir manna í heimi takmarkaðra gæða) þá hljóti inntak leiðanna sem unnt. er að velja að vera meira eða minna hið sama hvar sem er og hvenær sem er. Það er t.d. erfitt að ímynda sér að það stuðli að mannlegri heill í nokkru samfélagi að greinarmunar- laust manndráp sé látið óátalið. Auðsætt er að það fley sem Sig- þrúður og skoðanasystur hennar eru að hrinda úr vör er ný tegund afstæðishyggju sem veltur á ósam- rýmanleik kynjanna: eðlismun og gjörólíkum hugsunarhætti. Og nú dugar ekki lengur ráðið gegn fé- lagsvísindalegu afstæðishyggjunni hér að framan því að forsendan í nýju kvennapólitíkinni er að konur séu ekki menn heldur önnur dýra- tegund. Skýrist þá hið fornkveðna hví körlum er „seint kvenna geð kanna“. Það verður þeim ætíð óskiljanlegt, hversu lengi sem þeir kunna að byggja rekkju með konum sínum, þar eð þeim er útilokað að hugsa út yfir vébönd karleðlisins sem og konum að skilja þankagang karla. IV Það er ekki hlutverk þessarar greinar að mæla gegn hinni nýju afstæðishyggju með viðhlítandi rök- um. Ég læt lesandanum það eftir. Tilgangur minn var sá einn að benda þeim, sem ekki hafa tekið eftir á þá eðlisbreytingu sem er að verða á forsendum kvenréttinda- baráttunnar. Konur kalla nú ekki lengur á samlögun kynjanna held- ur aukin frábrigði, ekki á mann- réttindi heldur sérréttindi. Lítum að lokum á tvær ályktanir sem draga má af þessari nýju hug- myndafræði. í fyrra lagi er ljóst að slagorðið gamla um sérstakan „reynsluheim" kvenna hefur öðlast nýja merkingu. Það merkir ekki lengur að konur reyni margt í lífinu sem karlar fari á mis við, á svipaðan hátt og sjó- menn kynnist mörgu sem bændur þekkja ekki. Þvert á móti merkir það nú að konur séu önnur dýrateg- und en-menn, þær geti ekki notað sömu hugtök, ekki tjáð sig á sama hátt heldur séu þær (eins og karlar á sinn hátt) lokaðar inn í hring eig- in eðlis — og þessir tveir hringir séu nánast snertipunktalausir. Ef rétt er blasir við að konur séu í raun miklu líkari skynsömum kóngulónum í dæmisögunni hér að ofan en karlmönnum. Við getum ekki lotið sömu siðferðisreglum, byggt sama siðaheim, þar sem eðli okkar er svo ólíkt. Réttlæti og lýð- ræði karla getur aldrei orðið hið sama og réttlæti og lýðræði kvenna, fremur en manna og kóngulóa. Sú forsenda Sigþrúðar að kven- eðlið sé áunnið, ekki áskapað, leiðir síðan af sér aðra niðurstöðu og harla óvænta. Fyrst kvenleikinn er mótaður á þann hátt_og um leið jafnmikilvægur og konur vilja vera láta, hlýtur að eiga að efla og styrkja allar þær orsakir sem stuðla að mótun hans. Þær þekkjum við mæta vel úr menningu okkar þó að kvenfrelsiskonur hafi hingað til fremur viljað má þær út en hampa. Nýja línan hlýtur hins vegar að vera sú að stelpum eigi einungis að gefa brúður og strákum tindáta, þær eigi að lesa um Heiðu en þeir um Tarzan o.s.frv. Allt sem fágar og styrkir kveneðlið er af hinu góða, samkvæmt nýju kvennapólitíkinni. Kannski er svolítil áþján frá hendi karlmannanna líka nauðsynleg til að það fái að.njóta sín? Eg er ekki frá því að ýmsir gaml- ir kvenfrelsissinnar af báðum kynj- um stynji við þegar þeir lesa grein- ar Sigþrúðar og skoðanasystra hen- anr og þyki sem nú höggvi þær er hlífa skyldu. Sú kenning að konur séu iíkari kóngulóm en körlum verð- ur ekki hrakin i stuttri blaðagrein en mig uggir að hún verði kvenfrels- iskonum, þ.á m. í Kvennalistanum, lítil heillaþúfa um að þreifa. Höfiindur stundar doktorsnám í heimspeki. STURTUKLEFI M/OLLU! FLAIR STURTUKLEFI MEÐ ÖLLUM FYLGIHLUTUM Á HREINT FRÁBÆRU VERÐI KR: & ALLT [þorlaksson & Norðmann ht Suðurlandsbraut 20 • Sími 83833 - ARA AFM/ELISUTGAFA AUKABÚNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - ÓKEYPIS í tilefni 35 ára afmælis BIFREIÐA & LANDBÚNAÐAR- VÉLA, gefur fyrirtækið nú aukabúnað að verðmæti kr. 35.000, Tneð hverjum 5 dyra Lada Samara 1300. Opið ki. 10-14 laugardag. /» > - i Aukabúnaður: Stereo útvarps- og segulbandstæki, hátalarar, límrendur á hliðar, hjólkoppar, sportgrill, hliðarlistar og fl. Allt þetta ókeypis í afmælisútgáfunni. m Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.