Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 28

Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 17. ÁGÚST 1089 Sundlaug í Glerárhverfí: Stefiit að opn- un í október STEFNT er að því að taka fyrstu sundsprettina í nýrri sundlaug í Glerárhverfi í byijun október og er nú unnið af fúllum krafti við byggingu laugarinnar, sem er innilaug. Sundlaugin er við Gler- árskóla. Ágúst Berg húsameistari Akur- eyrarbæjar sagði að verkið hefði gengið ágætlega, en eftir að vinna hefur legið niðri um tíma. í sumar er allt komið á fullan skrið. Nú er verið að flísaleggja veggi og er það verk langt komið. Þá verður tekið til við flísalögn á botni laugarinnar og síðan á eftir að ganga frá bún- ingsklefum og aðstöðu fyrir starfs- fólk. Sundlaugin er fyrst og fremst hugsuð sem kennslulaug fyrir börn og unglinga í Glerárhverfi og er hún rúmlega 16 metra löng og 12 metra breið. Gert er ráð fyrir tveim- ur heitum pottum úti undir beru lofti. Framkvæmdir hófust við gerð laugarinnar síðla árs 1987 og sem fyrr segir er stefnt að opnun laugar- innar í októberbyijun. Á fundi bæj- arstjórnar á þriðjudag, sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri að til bráða- birgða væri búið að ákveða að opn- unartíminn yrði frá kl. 8 á morgn- ana til 22 á kvöldin alla virka daga. Á laugardögum yrði opið frá kl. 8 og fram til kl. 16 og á sunnudögum einnigfrá kl. 8 ogtil 13 eftir hádegi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kurt Sonnenfeld við tannlæknastólinn sinn sem er frá árinu 1944. Kurt Sonnenfeld tannlæknir: Áttræður en enn að störftnn KURT Sonnenfeld tannlæknir á Akureyri er enn að störfúm þó svo að hann hafi haldið upp á áttræðisaímæli fyrr í þessum mán- uði. Sonnenfeld fæddist í Köln, en ólst upp í Berlín þar sem hann lauk embættisprófi í tannlækningum í mars árið 1935, en hingað til lands kom hann með Brúarfossi í lok ágúst sama ár. Ástæða þess að Sonnenfeld kom til íslands var sú að hann fékk ekki leyfi til að starfa sem tannlæknir í Þýskalandi þar sem hann gat ekki fært sönnur á að hann væri „hreinn" Þjóðverji, en faðir hans var gyðingur. „Ég hafði í fyrstu hugsað mér að fara til Tyrklands, en ég vissi að þar gæti ég fengið starf sem tannlæknir með þýskt próf. Ég fór hins vegar til Danmerkur þar sem vantaði tannlækna á þessum tíma, en þar fékk ég ekki_ starfsleyfi," segir Sonnenfeld. í Danmörku frétti hann að einungis átta tann- læknastofur væru á Islandi og að Jón heitinn Benediktsson vantaði aðstoðarmann. „Ég sendi Jóni póst- kort og sagði að ég væri á leið- inni, seinna kom svo í Ijós að hann vantaði engan aðstoðarmann, en ég var kominn til iandsins og hef starfað hér síðan.“ Sonnenfeld starfaði um fimm ára skeið í Reykjavík, en þaðan lá leið- in til Siglufjarðar þar sem hann starfaði einnig í fimm ár. Árið 1945 flutti hann til Akureyrar og hefur starfað þar síðan. „Það var oft mikið að gera fyrstu árin og þegar ég starfaði í Reykjavík var ég með þrjá stóla og iðulega var unnið frá klukkan 8 á morgnana til 10 á kvöldin. Ég man að einu sínni kom það fyrir að við gleymd- um einum þegar við fórum í mat, hann var með gúmmíhettu fyrir munnmum og gat ekki látið vita af sér. Hann var auðvitað alveg hoppandi vitlaus þegar við komum til baka!“ segir Sonnenfeld þegar hann var beðinn að rifja upp eftir- minnileg atvik. Eiginkona Sonnenfelds, Elísa- bet, er einnig þýsk, en þau hjónin kynntust á Islandi. „Ég hef alltaf sagt að ég hafi verið hátt uppi þegar ég kynntist konunni minni,“ segir Sonnenfeld, en þau hjónin kynntust uppi á Snæfellsjökli í hvítasunnuferð Ferðafélagsins árið 1937. Elísabet hafði komið til ís- lands til að starfa að ljósmyndun um tíma. „Við ræddum saman á íslensku fyrst því við vissum ekk- ert hvort um þjóðerni annars,“ seg- ir Sonnenfeld og brosti við minn- ingunni. Sonnenfeld segist senn munu hætta tannlækningum. „Það er kominn tími til að hvíla sig eftir 54'ára starf. Nú hef ég í hyggju að ferðast um Norðurland og taka kvikmyndir, en ég hef alla tíð haft mjög gaman af útiveru. Það er verst að fjöllin er mun brattari nú en þau voru áður!“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Nú er verið að leggja flísar í nýrri sundlaug í Glerárhverfi, en stefnt er að opnun laugarinnar í byrjun októbermánaðar. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson: Vantar starfsfólk vegna pantana sem hafa borist BJARTARI horfúr eru nú hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson og Co. á Akureyri og hefúr verksmiðjan auglýst eftir starfsfólki til starfa. Pantanir hafa verið að berast víða að og á næstu vikum skýrist hvort af stærri samningum við erlenda aðila verður. Baldvin Valdemarsson aðstoð- Þýskalandi eftir lok hvalveiða,“ arframkvæmdastjóri sagði að ýmsar pantanir hefðu verið að berast nýlega sem afgreiða þyrfti á næstunni og að nokkuð léttara væri yfir flestum mörkuðum. „Sér- staklega rækjumarkaðnum í sagði Baldvin. Nú þegar vantar nokkra starfs- menn að verksmiðjunni, en þar starfa nú rúmlega 80 manns. Baldvin sagði að á næstu vikum skýrðist hvort samningar tækjust Orlofsíbúðir á Ak- ureyri orðnar 46 ALLS eru á skrá Fasteignamats ríkisins á Akureyri 46 íbúðir, sem eru í eigu stéttar- og starfs- mannafélaga. Fremur fáar íbúð- ir hafa verið seldar á þessu ári, en á árunum 1985-86 fjölgaði orlofsíbúðum afþessu tagi mjög. Bjöm Magnússon hjá Fast- eignamatinu sagði að á árinum 1981 hefði verið skráð ein íbúð, sem keypt hefði yerið af stéttarfé- lagi. Slíkar íbúðir eru nú orðnar 46 í bænum, en aukningin varð mest á árunum 1985-86, en þá var fasteignaverð lágt á Akureryi. „Það hefur líklega verið ódýrara að kaupa íbúð á Akureyri heldur en sumarbústað,“ sagði Björn. Björn sagði að fremur lítið hefði verið um kaup stéttarfélaga á íbúðum til afnota fyrir félagsmenn nú á þessu ári, enda væri fast- eignaverð nokkuð hátt um þessar mundir. íbúðirnar dreifast nokkuð um bæinn, en dæmi eru um í tveimur raðhúsum við Furulund að meiri- hluti íbúðanna sé í eigu stéttarfé- laga og notaðar sem orlofsíbúðir yfir sumarmánuðina, en leigðar skólafólki yfir veturinn. í öðru þessara húsa eru 13 af 19 íbúðum í eigu stéttarfélaga. við fleíri aðila varðandi kaup á framleiðsluvörum fyrirtækisins og ef af þeim samningum yrði þyrfti jafnvel að bæta við fólki. í síðustu viku landaði norskt^ skip talsverðu magni af rækju hjá verksmiðjunni og í lok vikunnar er von á öðru skipi til löndunar. Baldvin segir innanlandsmarkað- inn þungan um þessar mundir varðandi kaup á rækju. Lítið sé eftir af kvóta bátanna og auk þess hafi veiðin verið treg undanfarið. K. Jónsson tekur nú þátt í átak- inu Islenskir dagar og sagði Bald- vin að það væri þegar farið að skila árangri. Verksmiðjan setti fyrir skömmu á markaðinn fiski- bollur og fiskbúðing sem m.a. er verið að kynna nú og sagði Bald- vin að viðtökurnar hefðu verið afar góðar. „Okkur hefur gengið vel á innanlandsmarkaði undan- farið. Fólk virðist nú í ríkara mæli kaupa íslenskar vörur.“ Guðmundur Frímann rithöfundur látinn Guðmundur Frímann, rithöf- undur, er látinn, 86 ára að aldri. Hann fæddist í Hvammi í Langad- al, Austur-Húnavatnssýslu, þann 29. júlí árið 1903. Síðasta æviárið dvaldi hann á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Guðmundur nam húsgagnasmíði og bókband á Akureyri. Hann vann sem húsgagnasmiður á Akureyri, kennari við Reykholtsskóla, síðan bókbindari á Akureyri og gagn- fræðakennari þar frá árinu 1951. Hann samdi kennslubók í bókbandi og smíðum árið 1955 og nokkrar þýðingar liggja eftir Guðmund. Þá samdi hann ljóð, smásögur og skáld- sögur. Hann fékk fyrstur rithöfunda úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins og skáldalaun fékk hann frá árinu 1937. Guðmundur var jafn- framt heiðraður af Akureyrarbæ fyr- ir nokkrum árum og Félag íslenskra rithöfunda gerði hann að heiðurs- félaga sínum árið 1984. Árið 1930 kvæntist Guðmundur Rögnu Sigurlín Jónasdóttur, en hún lést 1983. Hjónin eignuðust þijár dætur, þær Valgerði, Gunnhildi og Hrefnu, sem allar eru búsettar á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.