Morgunblaðið - 24.08.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.08.1989, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ nMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 Sakadómur Reykjavíkur: Kona dæmd fyrir að svíkja stórfé af gömlum manni SEXTUG kona hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmd til skilorðs- bundinnar refsingar, fimmmánaða fangelsis, fyrir að hafa notfært sér ellisljóleika, einmanaleika og ósjálfstæði rúmlega áttræðs manns til að komast yfir tvær íbúðir sem hann átti og um það bil eina mijljón króna af sparifé hans. í æsku konunnar hafði maðurinn verið giftur móður hennar um fjórt- án ára skeið en þau skilið. Hafði konan ekki hitt fyrrum stjúpföður sinn í tæp fjörutíu ár er kynni tók- ust með þeim að nýju 1986. A tíu daga tímabili afsalaði maðurinn sér til konunnar og dótturdóttur hennar tveimur íbúðum sem hann átti. Greiðslur frá dótturdótturinni runnu til ömmu hennar en engar greiðslur gengu til gamla manns- ins. Á sama tímabili voru stórar fjárhæðir færðar af bankabókum mannsins inn á reiknig á nafni kon- unnar og hann fór í fylgd hennar á fund borgarfógeta og gerði þar nýja erfðaskrá þar sem konunni voru ánafnaðar eigur hans að einum þriðja. Ættingjar mannsins kærðu konuna og höfðuðu einnig einkamál til ógildingar kaupsamningi og erfðaskrá. Héraðsdómurinn ógilti gemingana en konan hefur áfrýjað til hæstaréttar, og dómi sakadóms hefur hún einnig áfrýjað. Hún hefur neitað öllum sakargiftum og sagt að ætlun gamla mannsins hefði veirð að hún hlyti arf eftir hann eins og dóttir. Við rannsókn og meðferð opin- bera málsins fengust umsagnir Mary Ellen Mark heldur fyrirlestur MARY EUen Mark jjósmynd- ari heldur fyrirlestur og sýnir myndir sínar í stofii 101 í Odda í kvöld. Hún hefur einbeitt sér að því að skrásetja líf þess fólks sem á einhvem hátt hefur orðið útund- an og minna má sín og myndir hennar hafa birst í fjölmörgum bókum og tímaritsgreinum um allan heim. Mary Ellen Mark hefur fengið flest þau verðlaun og viðurkenn- ingar sem ljósmyndara getur hlotnast, hún hefur til dæmis verið útnefnd ljósmyndari ársins, tímaritaljósmyndari ársins tvisv- ar og World Press Photo hefur veitt henni heiðursverðlaun sín. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla þá sem áhuga hafa á góðri og listrænni ljósmyndun, fagmannlegri fjölmiðlun og margbreytilegri menningu, segir í fréttatilkynningu. Fýrirlestur- inn hefst klukkan 20.30, hann er fluttur á ensku og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. þriggja geðlækna og sálfræðinga sem voru á einumáli um að gamli maðurinn væri illa haldinn af elli- hrumleika, sem gerði það af verkum hann væri ekki fær um að taka sjálfstæðar, skynsamlegar ákvarð- anir um sín mál. Skömmu áður en eignatilfærslumar urðu hafði bróðir har.s látist en á ráð hans hafði maðurinn jafnan treyst. Sakadómarinn, Helgi I. Jónsson, taldi að eftir umgengni við gamla manninn hefði konunni hlotið að vera ljóst að hann væri haldinn miklum ellihrumleika og að ekkert hefði komið fram sem réttlætt gæti örlæti mannsins við hana. Hann taldi sannað að húnhefði notfært sér ástand mannsins til að afla sjálfri ser og dótturdóttur sinni eigna mannsins. Fimm mánaða fangelsisrefsing var skilorðsbundin til þriggja ára þar sem konan hafði aldrei áður gerst sek um hegningar- lagabrot. Oryggisgæsla á vegum borgarmnar: Dagsbrún gengur er- inda keppinauta okkar * - segir forstjóri Vara, Baldur Agústsson „DAGSBRÚN er greinilega að ganga erinda keppinauta okkar á þeim tíma sem stendur til að endumýja samning um gæslu á vegum borgarinnar. Það er nýbúið að opna tilboð í þessa gæslu og við vor- um áberandi hagstæðari fyrir Reykjavíkurborg og þó að Dagsbrún sé nú að riQa upp gamalt mál þá er það tekið upp nú á þessum við- kvæma tíma greinilega í hagsmunaskyni fyrir keppinauta okkar,“ sagði Baldur Agústsson forstjóri Vara, er leitað var viðbragða hans við bréfi sem Dagsbrún hefiir skrifað borgarstjóra þar sem hvatt er til að borgin gangi ekki til samninga við Vara um öryggisgsælu í 30 bamaheimilum og 5 hverfamiðstöðvum á vegum borgarinnar. Að sögn Sigfúsar Jónssonar framkvæmdastjóra Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar buðu Vari og Securitas í umrætt verk. Tilboð Vara í A-hluta verksins hljóðar upp á 369 þúsund krónur á mánuði en tilboð Securitas upp á um 444 þús- und krónur. Stjóm stofnunarinnar á eftir að fjalla um tilboðin og bréf Dagsbrúnar. Sigfús sagði að aðrir liðir útboðsins væru flóknir og þyrftu talsverðrar athugunar og útreikninga við. „Ef Dagsbrún telur að við höfum brotið einhver lög geta þeir sótt okkur til saka,“ sagði Baldur Ágústsson. „Til þess eru dómstólar. Allt annað eins og þetta framferði þeirra eru hreinar viðskiptaþving- anir af versta tagi. Dagsbrún krefst þess að gera kjarasamning við okk- ur. Okkur ber engin skylda til að gera slíkan samning, við höfum hafnað því því hér vinna engir fé- lagsmenn Dagsbrúnar en hins veg- ar em starfsmenn hér í ýmsum fé- lögum, til dæmis VR og Rafiðnaðar- sambandi. Við erum einnig með örfáa verktaka í mjög afmörkuðum verkefnum. Þetta eru menn sem m.a. vinna á eigin bíl og fá fyrir umsamda heildargreiðslu. Við erum ekki í neinum feluleik við verkalýðs- félög. Við köllum hvorki skrifstofu- fólk né rafvirkja okkar verktaka. Um yfirvofandi vinnustöðvun Dagsbrúnar í fyrirtækinu sagði Baldur Ágústsson: „Það eru einn eða tveir mánuðir síðan verkfall þeirra hófst í þessu fyrirtæki en það hefur engin áhrif haft á starfsemina þar sem hér starfa engir Dags- brúnarfélagar. Það að þetta mál sé tekið upp á þessum tíma og með þessum hætti get ég ekki túlkað öðru vísi en svo að verið sé að ganga erinda samkeppnisaðila okkar.“ Ekki náðist í Guðmund J. Guð- mundsson, formann Dagsbrúnar, vegna þessa í gær. Heima á Hólum. Sauðárkrókur: Hólahátíð 1989 Sauðárkóki. FJÖLDI fólks lagði leið sína „heim að Hólum“ sunnudaginn 13. ágúst, og tók þátt í Hóla- hátið. Við hátíðarguðsþjónustu predikaði biskupinn yfir Islandi herra Ólafiir Skúlasson, en að messu lokinni sátu hátíðargestir kaffiboð Hólanefiidar í húsakynn- um Bændaskólans. Við messuna var vígður nýr hökull, íslenskur að allri gerð, í rómönskum stfl, hannaður af Áslaugu Sverris- dóttur listakonu og ofinn af Sigríði Halldórsdóttur veflistar- konu. Þá fylgir höklinum stóla af sömu gerð, og einiiig ríkkilin, sem saumað er af Önnu Hösk- uldsdóttur prestsfrú á Reynivöll- um i Kjós. Hátíðarathöfn hófst svo í dóm- kirkjunni kl. 16.30 með ávarpi sr. Sigurðar Guðmundssonar vígslu- biskups. Rakti sr. Sigurður í stórum dráttum þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið, innan dyra og utan, á Hóladómkirkju, og þakkaði öllum þeim sem þar hafa lagt hönd á plóg. Þá þakkaði hann einnig Hérðsnefnd SkagaQarðar gjafir hennar til kiijunnar, en það var Héraðsnefndin sem gaf messuklæði þau sem vígð voru í dag. í máli vígslubiskups kom fram að flestu er nú lokið sem gera á við kirkjuna, aðeins eftir að setja upp minningartöflur og fleira sem horfir til þess að allur staðurinn verði sem aðgengilegastur þeim sem koma vilja og skoða og njóta helgi kirkjustaðar- ins á Hólum. Þá er einnig ókominn heim hluti hinnar fögru og frægu Hólabríkur, sem enn er til viðgerðar á Þjóðminjasafni íslands, en væntan- lega verður öll bríkin komin á sinn stað yfír altari Hólakirkju fyrir árs- lok. Þá er einnig væntanlegt á þessu ári nýtt pípuorgel, sém nú er í smíðum í Kaupmannahöfn. Að loknu ávarpi sr. Sigurðar Guðmundssonar song þýskur ungmennakór nokkur lög, og lauk kórinn söng sínum með hinu gamla íslenska sálmalagi „Heyr Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Sr. Hjálmar Jónsson prófastur flytur hátíðarræðu. himnasmiður" eftir Kolbein Tuma- son. Hátíðarræðuna flutti svo sr. Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðár- króki, og ræddi hann um íslenskan sálmakveðskap fyrr og nú, og sér- staklega um „Hólabókina" þ.e. sálmabók þá er Guðbrandur Þorláks- son biskup gaf út 1589 eða fyrir nákvæmlega 400 árum. Var ræða Hjálmars bæði skemmtileg og stór- fróðleg, þar sem saman var dreginn mikill fróðleikur um þennan þátt kristni og kirkjulífs á Islandi. Rakti sr. Hjálmar á hvem veg íslensk sál- magerð hefur styrkt íslenska tungu og menningu á undanfömum öldum og á hvem hátt unnt er að gera trúarlega ljóðagerð nákomna hverj- um íslendingi. Að lokinni ræðu sr. Hjálmars Jónssonar söng kirkjukór Hvamms- tangakirkju nokkur lög, en lokaorð flutti sr. Gísli Gunnarsson. Eins og áður er sagt sótti mikill fyöldi gesta „heim að Hólum“ síðast- Iiðinn sunnudag. Talið var að gestir væm rétt um fimm hundruð og áttu þeir þar hátíðardag í hinu blíðasta veðri, ein og jafnan þegar hátíð er haldin að Hólum. - BB Ríkisstjórnin: Meðferðarheimili fyrir unga ávana- og fíknieftianeytendur sett á fót RÍKISSTJÓRNIN hefiir samþykkt að veija fé til að koma á fót með- ferðarheimili fyrir unga ávana- og fikniefnaneytendur. Gert er ráð fyrir allt að tuttugu vistmönnum á aldrinum tólf til átján ára sem þurfa á enduruppeldi að halda. Unglingaheimili ríkisins var falið að hefja undirbúning að stofnun og rekstri slíks heimilis á grundvelli tillagna samstarfsnefndar sex ráðuneyta í ávana- og fíkniefnamálum og í sam- ráði við þá nefiid. Guðmundur Bjamason, heilbrigð- isráðherra, gerir ráð fyrir að heimilið geti hafið reglubundna starfsemi í byijun næsta árs. í samþykkt ríkis- stjórnarinnar eru heimiluð kaup eða leiga á hentugu húsnæði undir starf- semina og jafnframt að veitt verði fé til verkefnisins í ár vegna undir- búnings og bráðatilvika. „Við gerum ráð fyrir að íjármunir verði veittir strax í undirbúning til þess að þetta brýna verkefni tefjist ekki enn frek- ar. Undirbúningurinn yrði m.a. fólg- inn í menntun starfsfólks, en kjam- inn í starfsliðinu verður fólk í heil- brigðisstéttum, læknir, félags- og sálfræðingar. Auk þessa gerum við ráð fyrir að fjármunir ársins í ár verði það miklir að hægt sé að veita þjónustu í bráðatilvikum," sagði Guð- mundur. Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi allt að fimmtán millj- ónum í ár, en árlegur rekstrarkostn- aður slíks heimilis er talinn nema um 35 milljónum kr. Heilbrigðisráð- herra segir að samstarfsnefnd ráðu- neytanna hafí verið í sambandi við bandaríska aðila, sem unnið hafi að hliðstæðum verkefnum þar í landi. Þeir væru tilbúnir að taka að sér þrjá einstaklinga, t.d. lækni, kennara og félagsfræðing, sem starfa myndu síðan á hinu nýja meðferðarheimili hérlendis. Samstarfsnefnd ráðuneytanna lagði fram tillögur í ávana- og fikni- efnamálum rétt fyrir síðustu áramót. Þeim var vísað frá í bili, en málið tekið upp að nýju í febrúar sl. og fól ríkisstjómin þá heilbrigðis-, félags- og menntamálaráðherrum að vinna að málinu ásamt samstarfsnefndinni. Guðmundur sagði að ýmsar leiðir hefðu verið reyndar á síðustu mánuð- um. Til dæmis hefði verið reynt að fínna þessu farveg innan stofnana, sem ríkið rekur nú þegar, ýmist á geðdeildum ríkisspítalanna eða hjá SÁA. Þær tilraunir hefðu einfaldlega ekki gengið nema með viðbótarað- stöðu. „Smám saman hefur þetta þróast út í eitt meðferðarheimili, sem taka mun unglinga til lengri eða skemmri dvalar," sagði ráðherrann. Ríkisstjómin vísaði frá á fundi sínum í gær beiðni Krýsuvíkursam- takanna um rekstur heimilis fyrir ávana- og fíkniefnaneytendur í Krýsuvík, en samtökin höfðu farið þess á leit við ríkisvaldið að það tæki að sér reksturinn. Guðmundur segir að mikil uppbygging sé þar eftir, samgöngur þangað séu erfiðar og rekstrarkostnaður meðferðar- heimilis þar yrði mun meiri heldur en heimilis sem rekið yrði í nánd við höfuðborgarsvæðið. „Áuk þess finnst okkur ekki nægilega fyrir því hugsað hvernig starfseminni verður þar hátt- að og hvaða þjónusta og meðferð verður þar veitt. Þó teljum við nauð- synlegt að hafa samband og sam- starf við Krýsuvíkursamtökin eins og reyndar alla aðra hópa, sem stuðla vilja að vímulausri æsku.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.