Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24 ÁGÚST 1^89 eru fimm þeirra á lífi. Eftir síldveiðarnar 1959 var farið í hið árlega, á þeim tíma hefð- bundna ferðalag LÍÚ; Farið var til Hollands og víðar. Áður en farið var í ferðalagið, sem við Baldur ætluðum að taka þátt í, hittumst við nokkrum sinnum á heimilum okkar og upp frá því urðu konur okkar vinkonur, meðan báðar lifðu. Fyrstu þijá daga ferðarinnar var verið um kyrrt í Hollandi og vorum við þar_ í boði verksmiðju, sem þá seldi LÍÚ mikið magn af þorska- netaslöngum. Síðan var ferðast um Þýskaland og endað í Esbjerg í Danmörku, þar sem LÍÚ keypti mikið af tógi og öðrum útgerðarvör- um. Ákveðið var að konur okkar Baidurs ásamt fleírí konum, sem áttu menn í ferðinni, kæmu út til móts við okkur í Esbjerg og væru með okkur í dýrindis veislu sem Esbjergsmenn héldu fyrir hópinn. Daginn eftir var farið til Kaup- mannahafnar, þar sem hópurinn tvístraðist og margir fóru heim með Gullfossi. Aðrir sömdu við danskt ferðafélag um tíu daga ferð til Parísar. Ég minnist margra ánægjustunda úr þessu ferðalagi, sem var það fyrsta með Baidri og konu hans, en sem betur fer ekki það síðasta. Við fórum í nokkrar vel heppnaðar sólarlandaferðir með Baldri og Magneu eftir þetta. Það var oft dásamlegt að ferðast með Baldri, bæði utanlands og innan. Hann var svo Iéttfættur, lipur og hálpsamur, vildi allt fyrir alla gera, jafnvel stundum þegar hann hafði ekki efni á því. Baidur hafði oft mörg járn í eldin- um. Þannig var það þegar við vor- um í París, að hann gat ekki verið með hópnum fyrirhugaðan tíma þar, hann þurfti að komast til Diiss- eldorf. Á þessum tíma keypti hann brotajárn og seldi það til Dússel- dorf og þar þurfti hann að tala við viðskiptavini sína, en kom síðan til móts við okkur hin þegar við fórum með lest þar um á leið til Hamborg- ar. Frá Hamborg var farið til Kaup- mannahafnar og eftir nokkra daga dvöl þar fórum við heim með Gull- fossi. / Ég minnist þess þegar við Baldur vorum á Siglufirði sumurin 1958 og 1959. Baldur var þá starfaÁdi á skrifstofu söltunarstöðvarinnar Pól- stjörunnnar og hægri hönd Jóns Þórðarsonar. Að sjálfsögðu fylgdist hann með og sá um útgerð á sínum eigin bát. Ég var hættur til sjós og farinn að starfa hjá ísbirninum hf. sem reddari eða útgerðarstjóri. Fylgdi ég bátnum eftir, þegar þeir fóru á síldveiðar fyrir Norðurlandi og síðar fyrir Norðaustur- og Aust- urlandi. Við Baldur hittumst venjulega á hverjum degi og stundum oft á dag. Við borðuðum á sama stað ásamt mörgum fleiri mönnum, sem voru að fylgjast með útgerð báta eða síldarsöltun. Það var ánægju- legt að hafa Baldur fyrir félaga og vorum við því oft saman þessi sum- ur á Siglufirði. Eins og allir vita, sem eitthvað hafa fylgst með síldveiðum hér við land, þá hætti síld að veiðast úti fyrir Norðurlandi á árunum um og eftir 1960. Eftir það fór að veiðast mikið magn af síld á miðunum út af Norðaustur- og Austurlandi. Á Austurlandi voru fáar söltunar- stöðvar og ekki heldur margar síldarbræðslur. Fóru því margir út- gerðarmenn og síldarsaltendur að koma sér upp söltunarstöðvum og sumir fóru út í það að byggja síldar- bræðslur. Mörgum söltunarstöðvum var komið upp víða á Austurlandi, flestar á Seyðisfirði. Menn alls stað- ar að af landinu stóðu að þessum stöðvum. Svo er það um vorið 1962 að við Baldur ásamt þriðja manni, Björg- vini Jónssyni, fórum að ræða um það að koma upp síldarsöltun á Seyðisfirði. Við fengum á leigu bryggjupláss og gamalt vöru- geymsluhús, sem stóð ofan við biyggjuna. Það þurfti að sjálfsögðu að gera mikið við húsið. Efri hæðin var innréttuð fyrir starfsfólkið. Þar var svefnpláss, eldhús, matsalur og skrifstofa. Neðri hæðin var notuð sem geymsla og vinnupláss. Baldur var sjálfkjörinn stöðvarstjóri. Stöð- inni var gefið nafnið „Sókn“. Við höfðum þessa stöð á leigu í þijú ár. Það var eins og svo oft með síldarævintýri, þau enda einhvern veginn. Eins var það með þetta. Baldur var áfram með sama brennandi áhuga á útgerð. Um haustið 1964 kernur til landsins stórt og glæsilegt skip, sem Baldur lét byggja í Noregi. Þetta var Reykjaborg RE 25. Þekkt aflaskip í mörg ár. Baldur var mjög félagslyndur maður. Eins og að framan er getið var hann formaður í Útvegsmanna- félagi Reykjavíkur og_ á sama tíma var hann í stjórn LIÚ. Einnig var hann í mörg ár í Sjómannadagsráði. í marsmánuði 1964 gekk Baldur í Oddfellowstúkuna nr. 5 Þórstein. Hann var ekki búinn að vera mörg ár í stúkunni þegar hann var kosinn í stjórn hennar og einnig starfaði 0HITACHI Sjónvarpstæki, myndbandstæki og tökuvélar. 0HITACHI Þinn hagur. >Ö/®RÖNNING •//f// heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SlMI (91)685868 hann í mörgum nefndum innan hennar. Þeir voru ábyggilega ekki niargir innan stúkunnar, sem sóttu stúkufundi oftar en Baldur. Hann var mikill velunnari stúku sinnar og vann henni allt það besta, sem hann gat. Líf Baldurs var áreiðanlega ekki alltaf dans á rósum, stundum sóttu erfiðleikar að og oft var þröngt í búi, en Baldur var duglegur, þraut- seigur og fylginn sér, að bjarga hlutunum. Þegar heilsa Baldurs fór að bila hætti hann útgerð og seldi skip sitt. Hann vann við skrifstofustörf fyrstu árin eftir að hann hætti út- gerðinni. Baldur var alltaf sístarf- andi og um tíma fékkst hann við að selja húsgögn og ýmsa skraut- muni, sem hann pantaði frá Ítalíu. Það síðasta sem Baldur starfaði við var að setja upp fiskilínur fyrir LÍÚ. Á seinni árum fór Baldur nokkr- um sinnum með Halla syni sínum í siglingar. Þetta voru oft langar ferðir. Siglt var um mörg höf; siglt eftir fljótum, farið í skiptastiga og siglt á vötnum. Víða komið og margt að sjá. Baldur hafði mjög gaman og gott af að fara þessar ferðir. Halli sonur hans hefur verið skipstjóri á skipum Nesskips í mörg ár. Einnig fór Baldur, að ég held á hveiju ári, til dóttur sinnar Hall- dóru, sem býr með manni sínum og börnum á Reyðarfirði. Baldur var nýlega kominn frá Reyðarfirði er hann veiktist og var lagður inn á spítala, en þar lést hann aðfara- nótt 14. ágsút sl. Við hjónin sendum börnum, mök- um, barnabömum og ættingjum Baldurs, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón Björnsson Eiginkona mín, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Hvammsgerði 4, Reykjavík, áður Hjaltabakka, A-Hún, sem andaðist 22. ágúst, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 26. ágúst, kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Krabbameinsfélag A-Hún., Fyrir hönd aðstandenda, Jón Þórarinsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og iangafi GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, Grundarbraut 6, Ólafsvík. lést að kveldi 20. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Ólafsvikur- kirkju. Magðalena Kristjánsdóttir, Elisabet Þ. Guðmundsdóttir, Ágúst Tómasson, Kristján Guðmundsson, Kristjana Árnadóttir, Elisabet Mortensen, Margrét Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BJARNEYJAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Selbraut 30, Seltjarnarnesi. Þórdís Þorleifsdóttir, Jón Snórri Þorleifsson, Guðmunda Þorleifsdóttir, Jónas Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.