Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1989
+
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1989
------I---rl--t4--H--------------n--—---
44
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Til liðs við
sjálfstæðisstefiiuna
Ungir sjálfstæðismenn
efndu til þrítugasta þings
síns um helgina og var það
haldið á Sauðárkróki. Þar ríkti
einhugur í kosningum og var
Davíð Stefánsson, 24 ára stjórn-
málafræðinemi frá Akureyri,
kjörinn formaður einum rómi.
Góð samstaða var og um mál-
efni. Ályktanir þingsins bera
þess merki, að ungir sjálfstæðis-
menn vilja í ýmsu tilliti gera
róttækar breytingar. í öllum
greinum miða þær að auknu
frjálsræði og minni ríkisforsjá
innan lands og opnum og
víðtækum samskiptum við er-
lendar þjóðir með traustri og
öflugri varðstöðu um öryggi og
sjálfstæði þjóðarinnar.
Þeir sem þekkja stefnu Sjálf-
stæðisflokksins undrast ekki,
að ungt fólk innan vébanda
hans álykti á þennan veg. Frelsi
einstaklingsins og opið þjóð-
félag inn á við og út á við hefur
verið kjarni sjálfstæðisstefn-
unnar frá upphafi. Var þetta
rækilega áréttað í tilefni af 60
ára afmæli flokksins nú í vor.
Þeir sem fylgst hafa með
málflutningi sjálfstæðismanna
og skoða hann í sögulegu ljósi
átta sig einnig á því, að merk-
ustu atburðir samtímans, þegar
marxismanum er varpað fyrir
róða og hafnað sem lífvænlegri
stjórnmálastefnu, falla að því
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
boðað í 60 ár. Þjóðfélög sem
byggð eru á oftrú á ríkisvaldið
og miðstýringarmátt þess hafa
ekki annað en fátækt og ófrelsi
í för með sér. Nú er þess beðið
með vaxandi eftirvæntingu,
hvernig þjóðum Austur-Evrópu
tekst að bijótast undan þessu
okL
í Morgunblaðinu í gær eru
birt viðtöl við nokkra sem sátu
þing ungra sjálfstæðismanna. í
máli allra viðmælenda blaðsins
kemur hið sama fram. Unga
fólkið hefur skipað sér undir
merki Sjálfstæðisflokksins
vegna þess, að hann tekur frelsi
einstaklingsins fram yfir forsjá
ríkisins.
Bjami Th. Bjarnason, 25 ára
sjómaður frá Vestfjörðum, seg-
ir: „Ég heillaðist á sínum tíma
af því stefnumiði Sjálfstæðis-
flokksins að atorka og dugnaður
einstaklinganna ætti að fá að
njóta sín. Ég er sjálfur af sjó-
mannsfólki kominn sem hefur
komist úr fátækt til bjargálna
með mikilli og harðri vinnu og
er eindreginn talsmaður þess
að ríkisvaldið sé ekki að draga
úr fólki með háum tekjusköttum
og annarri skattpíningu, fólki
sem annars gæti gert miklu
betur en það nú gerir.“
Ásta Þórarinsdóttir, 19 ára
verslunarskólanemi úr Kópa-
vogi, segir: „Það þarf að opna
þjóðfélagið og auka fijálsræðið.
Til þess að svo geti orðið, þurf-
um við líka að taka þátt í þróun-
inni í Evrópu. Þó þurfum við
að gæta þess að íslendingar
haldi réttindum sínum, til dæm-
is hvað fiskimiðin varðar. En
við getum tvímælalaust notið
góðs af því, sem er að gerast í
Evrópu. Við þurfum til dæmis
að efla menningartengslin við
önnur Evrópuríki og sjá til þess
að íslensk ungmenni fái tæki-
færi til að komast til mennta í
því nýja menntakerfi, sem Evr-
ópubandalagið er að byggja
upp. Það þarf að gefa fólki kost
á að mennta sig erlendis, jafn-
vel þótt hægt sé að læra sömu
hluti í háskóla hér heima. Við
eigum að opna betur gluggann
til Evrópu.“
Hér hefur verið vitnað í tvo
af átta viðmælendum Morgun-
blaðsins úr hópi þingfulltrúa á
þingi ungra sjálfstæðismanna.
Málflutningur þessa unga fólks
alls er skýr og undanbragða-
laus, það fer ekki í launkofa
með skoðanir sínar.
í samkeppni hugmyndanna
hafa viðhorf í anda sjálfstæðis-
stefnunnar sigrað. Geta menn
litið í öll heimshorn til að sann-
færast um það. Hitt er oft
þrautin þyngri að framkvæma
hinn góða ásetning og hafa
sjálfstæðismenn_ ekki farið var-
hluta af því. íslenska þjóðin
kynnist því nú öll, að stöðnun
og samdráttur eru fylgifiskar
þeirra stjórnmálaafla sem hafna
fijálsræðisstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. ísland er nú eina ríkið
innan OECD, Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, þar
sem spáð er samdrætti í stað
hagvaxtar. Lá þessi spá fyrir,
áður en Hafrannsóknastofnun
lagði til að afli yrði skorinn nið-
ur á næsta ári.
Af ummælum unga sjálf-
stæðisfólksins í Morgunblaðinu
í gær og ályktunum þings ungra
sjálfstæðismanna á Sauðár-
króki verður ekki annað ráðið,
en þar á bæ ætli menn fullir
bjartsýni að takast á við fram-
tíðina. Aðeins í þeim anda geta
flokkar unnið aðra til fylgis við
sig.
Friðrik Sophusson á SUS-þingi;
Ný tækifæri
meiri möguleikar
Hér fer á eftir ræða Friðriks
Sophussonar, varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, á XXX þingi
SUS á Sauðárkróki um síðustu
helgi:
Þrítugasta sambandsþing ungra
sjálfstæðismanna er haldið við
nokkuð óvenjulegar aðstæður í
íslenzkum stjórnmálum. Á þessu
kjörtímabili er þingstyrkur Sjálf-
stæðisflokksins minni en hann hef-
ur verið áður í sögu flokksins. Sjálf-
stæðisflokkurinn er utan ríkis-
stjórnar eftir ágreining og uppgjör
í fráfarandi stjórn, sem aðeins sat
í 14 mánuði undir forystu Þorsteins
Pálssonar, _ formanns Sjálfstæðis-
flokksins. Á því tæpa ári, sem síðan
er liðið sýna skoðanakannanir, að
ríkisstjórnin er sú óvinsælasta frá
því að mælingar hófust og Sjálf-
stæðisflokkurinn er í mikilli sókn,
þannig að hann hefur endurheimt
sinn fyrri styrk meðal kjósenda.
Þótt staða flokksins á Alþingi sé
vissulega veik, eru möguleikarnir
miklir. Það veltur því á miklu,
hvernig við spilum úr okkar spilum
á næstu mánuðum.
Svartsýni og uppgjöf
Sú ríkisstjórn, sem nú situr að
völdum, hefur með verkum sínum
fært okkur til fortíðar. Hún hefur
í mikilvægum atriðum horfið frá
þeim fijálslyndu viðhorfum, sem
einkenndu störf þeirra stjórna, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt að-
ild að á þessum áratug. í stefnu-
ræðu sinni gekk forsætisráðherra
svo langt að segja að ekki sé hægt
að fylgja vestrænum leiðum í efna-
hagsmálum hér á landi. Stjórnar-
stefnan hefur dregið dám af þess-
ari yfirlýsingu. Ríkisstjórnin hefur
stórhækkað skatta, sem samt hafa
ekki dugað fyrir nýjum auknum
útgjöldum. Hlutfall ríkisútgjalda af
landsframleiðslu hefur aldrei orðið-
hærra en á þessu ári. Á sama tíma
er þrengt að fyrirtækjum og heimil-
um. Útflutningsfyrirtækin eru rekin
með halla og einu úrræði ríkis-
stjórnarinnar felast í skuldbreyting-
um og þar með aukinni skuldasöfn-
un fyrirtækjanna auk millifærslna,
sem fjármagnaðar eru með erlend-
um lánum. Talið er að halli á við-
skiptum við útlönd nemi 10 milljörð-
um króna á yfirstandandi ári. Gengi
íslenzku krónunnar hefur reyndar
verið fellt fimm sinnum frá áramót-
um. Gengisbreytingarnar hafa hins
vegar komið of seint og verið of
litlar.
Afleiðingar stjórnarstefnunnar
fyrir atvinnulífið koma fram í ýms-
um myndum. Eigið fé fyrirtækja
eyðist og viðnámsþrek þeirra
dvínar. Fyrirtækin óg stjórnendur
þeirra verða háðir pólitískri fyrir-
greiðslu úr nýjum skömmtunarsjóð-
um. Rekstrarábyrgð slævist og víða
blasir við þjóðnýting. Afleiðingin
birtist í svartsýni og uppgjöf.
Einkaframtakið er drepið í dróma
og frumkvæðið flyzt til ríkisins.
Uppgjafarandinn svífur yfir vötn-
unum. Ólíklegasta fólk víkur sér æ
oftar að manni úti á götu og spyr:
Hvenær fer stjórnin frá? Hvenær
linnir þessari óáran?
Það er ljóst, að Alþýðubandalag-
ið hefur lyklavöldin á stjórnar-
heimilinu. Framsóknarflokkurinn
ætlar ekki að axla ábyrgðina frekar
en fyrri daginn. Og þegar Alþýðu-
flokkurinn ákvað að hverfa frá
þeirri fijálshyggju, sem færði hon-
um fylgi í síðustu kosningum,
ákváðu kjósendurnir að hverfa frá
flokknum með þeim afleiðingum að
hann virðist sjálfur vera á góðri
leið með að hverfa af sjónarsviði
íslenzkra stjórnmála. Bjarghringur
ríkisstjórnarinnar er Borgaraflokk-
urinn — eða það, sem eftir er af
honum —- en þingmenn hans vilja
fresta kosningum eins lengi og unnt
er til að halda þingsætum sínum
enn um hríð.
Staða Sjálfstæðisflokksins
En hver er staða Sjálfstæðis-
flokksins? Stendur ekki flokkurinn
vel í ljósi síðustu skoðanakannana?
Er ekki nóg að halda sjó og bíða
eftir næsta kjördegi til að endur-
heimta fyrra fylgi?
Vissulega er staða flokksins mun
betri nú en hún hefur verið frá því
að flokkurinn klofnaði fyrir síðustu
kosningar og margt hefur áunnist.
En sá sem viðurkennir ekki veik-
leika sína verður aldrei sterkur,
þegar á reynir. Það er því nauðsyn-
legt að kannast við það, sem betur
má fara og gera viðeigandi ráðstaf-
anir til að koma hlutunum í lag.
Ég er ekki með þessum orðum að
leggja til að flokkurinn leggist í
innhverfa íhugun eða nýja nafla-
skoðun. Þvert á móti þarf hann að
takast á við ákveðin verkefni og
leysa þau.
í fyrsta lagi tel ég, að flokkurinn
hafi tapað því áróðursstríði, sem
háð var í kjölfar stjórnarslitanna
fyrir tæpu ári, þegar formenn
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins tóku höndum saman um
að einangra Sjálfstæðisflokkinn og
setja hann til hliðar. í þeim átökum,
sem þá áttu sér stað, var reynt að
koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn
og þó einkum formann hans með
ódrengilegum hætti til að rýra álit
hans meðal landsmanna og skapa
óánægju innan flokksins. Enn í dag
eimir eftir af þessari ófrægingar-
herferð og liggur þá ekki á liði sínu
sá ráðherra, sem lengst allra hefur
setið í ríkisstjórnum, en þykist aldr-
ei nærri hafa komið þegar menn
eru kallaðir til ábyrgðar. Við þurf-
um að minna þjóðina rækilega á,
að það var tekist á um leiðir og
lausnir. Fyrrverandi samstarfs-
flokkar okkar höfnuðu tillögum
Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, um almennar
aðgerðir en völdu þau úrræði, sem
leitt hafa þjóðina í enn meiri ógöng-
ur.
í öðru lagi skulum við gera okk-
ur grein fyrir, að vaxandi fylgi
flokksins í skoðanakönnun stafar
fremur af óvinsældum ríkisstjórnar-
innar en afrekum Sjálfstæðisflokks-
ins. Auðvitað hafa einstakir þing-
menn flokksins flutt ágæt framvörp
á Alþingi. Það breytir samt sem
áður ekki þeirri staðreynd, að stór
hópur kjósenda telur sig eiga sam-
leið með Sjálfstæðisflokknum gegn
ríkisstjórninni en ekki vegna mála-
tilbúnaðar okkar á þingi. Slíkt fylgi
er hverfult. Það er því knýjandi
nauðsyn fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
að hann efli andstöðu sína við ríkis-
stjórnina á forsendum sinnar eigin
stefnu. Kjósendur eiga ótvíræðan
rétt á að geta kynnt sér til hvaða
aðgerða Sjálfstæðisflokkurinn ætl-
ar að grípa til að ráða fram úr
vandamálum þjóðarinnar. Það er
því ekki nóg að ala á óánægjunni
með ríkisstjórnina. Fáir hafa trú á
henni lengur. Okkur ber að vekja
vonir og tendra bjartsýni hjá þjóð-
inni með skýrum og útfærðum til-
lögum á grundvelli sjálfstæðisstefn-
unnar.
Friðrik Sophusson
„Ekkert getur frekar
tryggt hagsæld og ham-
ingju þessarar þjóðar
en athaftiafrelsi atorku-
samra einstaklinga sem
bera ábyrgð á eigin
gjörðum. Til þess að
vinna að því var Sjálf-
stæðisflokkurinn stofti-
aður fyrir 60 árum. Til
þess tekur hann þátt í
baráttunni í dag.“
í þriðja lagi skulum við umbúða-
laust viðurkenna, að okkur hefur
ekki tekist að marka nægilega
skýra stefnu í mikilvægum mála-
flokkum. í því sambandi vil ég sér-
staklega nefna landbúnaðarmálin
annars vegar og fiskveiðastjórnina
hins vegar. Okkur hefur ekki tekist
að leysa ágreining innan flokksins
um þessi mál, þannig að viðunandi
sé. Mín skoðun er sú, að á lands-
'undi verði ekki undan því vikist
að samþykkja einarða stefnu í mál-
efnum þessara atvinnugreina, jafn-
vel þótt það kosti nokkur átök.
Skömmtunarstefnan í þessum
greinum hefur Ieitt til þess að marg-
ir geta hvorki lifað né dáið. Okkur
ber því að setja fram lausnir, sem
byggjast á markaðslögmálum en
ekki á miðstýringu. Atorka og
dugnaður verða að fá að njóta sín.
Sérhagsmunir verða að víkja fyrir
frelsi og almennri hagsæid. Að öðr-
um kosti festumst við í neti of mik-
illa ríkisafskipta, minnkandi sam-
keppnishæfni og rýrnandi lífskjara.
I fjórða lagi þurfum við að átta
okkur á því, að innri styrkur Sjálf-
stæðisflokksins er ekki nægilega
mikill. Ágreiningur um skoðanir og
átök milli manna eru eðlilegir hlut-
ir og geta verið merki um grósku.
Það, sem skiptir hins vegar meira
máli, er að Sjálfstæðisflokkurinn
sé opinn vettvangur fyrir alla þá,
sem eiga samleið með okkur og að
þeir finni að, Sjálfstæðisflokknum
sé farvegur fyrir þátttöku þeirra
og framlag. Stjórnmálastarfsemi
hefur breyzt með breyttum tíðar-
anda og Sjálfstæðisflokkurinn þarf
að svara kalli tímans. Fólk gefur
sér minni tíma til almennra félags-
starfa, en vill í mörgum tilvikum
hafa áhrif á gang mála á einstökum
afmörkuðum sviðum. Sem dæmi um
vel heppnaða nýjung má nefna opið
starf sumra málefnanefnda, en það
hefur fært flokknum nýja liðsmenn
úr ýmsum starfs- og áhugahópum.
Landsfiindur
Sjálfstæðisflokksins
Eftir nokkrar vikur verður lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins hald-
inn. Sá fundur er afar mikilvægur,
því hann mun marka upphaf loka-
sóknar flokksins fyrir næstu kosn-
ingar, bæði sveitarstjórnar- og al-
þingiskosningar. Þess vegna þarf
landsfundurinn að staðfesta í verki
og með skýrri stefnumörkun þann
árangur sem við höfum náð meðal
kjósenda. Undirbúningur undir
landsfundinn er með hefðbundnum
hætti. Málefnanefndirnar hafa und-
irbúið álitsgerðir, sem þegar hafa
verið sendar út til kynningar. Sl.
haust fól miðstjórn nefnd valin-
kunnra manna undir stjórn Davíðs
Oddssonar borgarstjóra að und-
irbúa drög að framtíðarstefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Sú vinna er afar
mikilvæg. Stjórnmálabaráttan
snýst eðlilega um málefni líðandi
stundar, en nú þurfum við fremur
en oft áður að líta til lengri tíma —
horfa til framtíðar — ekki sízt vegna
þeirra fyrirsjáanlegum breytinga,
sem munu eiga sér stað í samskipt-
um Vestur-Evrópuþjóðanna árið
1992. Við getum ekki setið hjá og
beðið þess, sem verða vill.
Á landsfundinum verður einnig
fjallað um innra starf Sjálfstæðis-
flokksins og gerðar áætlanir um
að styrkja innviði flokksins. Að
mínu áliti kemur til greina, að
breikka forystu flokksins með því
t.d. að kjósa formann framkvæmda-
stjórnar í almennri kosningu á
landsfundi. Hann yrði væntanlega
valinn úr röðum annarra en þing-
manna og hefði sterkari stöðu til
að beita sér í flokksstarfinu ef hann
er kjörinn af landsfundi en ekki
valinn af miðstjórn flokksins. Jafn-
framt myndi ásýnd flokksforyst-
unnar breytast út á við. Ég hvet
ykkur, ágætu þingfulltrúar, til að
velta þessari hugmynd fyrir ykkur,
þegar þið ræðið flokksstarfið hér á
þinginu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á
undanförnum árum átt við fjár-
hagserfiðleika að stríða eins og
aðrir stjórnmálaflokkar. í stað þess
að taka undir kröfur vinstri flokk-
anna um aukin fjárframlög úr vasa
skattborgaranna ákvað miðstjórnin
að efna til styrktarmannakerfis, þar
sem stuðningsmenn flokksins gætu
lagt fram ijármuni til flokksstarfs-
ins eftir efnum og aðstæðum. Nú
eru styrktarmennirnir orðnir um
það bil eitt þúsund talsins og við
stefnum að því að tvö- til þrefalda
þá tölu fyrir lok ársins. Það er mín
skoðun, að opinberir styrkir til
stjórnmálaflokka geri þá háða ríkis-
valdinu. Stjórnmálaflokkar eiga að
vera lifandi ijöldahreyfingar fólks
með svipuð viðhorf til þjóðmála, en
ekki steingeldar stofnanir, sem
nærast á opinberu fé.
Andstaða á eigin forsendum
í kjölfar landsfundarins kemur
Alþingi saman. Eins og ég hefi
áður sagt, er óhjákvæmilegt að
stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks-
ins miðist meira en á síðasta þingi
við að koma stefnumiðum Sjálf-
stæðisflokksins á framfæri og gefa
almenningi þannig tækifæri til að
velja á milli skýrra kosta — ekki
síst í atvinnu- og efnahagsmálum.
Þingflokkurinn hlýtur í því sam-
bandi að leggja áherzlu á nokkur
grundvallaratriði. Ég vil nefna
nokkur þeirra hér:
1. Gengi íslensku krónunnar
verði skráð á grundvelli framboðs
og eftirspurnar. í því sambandi er
nauðsynlegt, að fiskveiðikvótar geti
gengið hindrunarlaust milli þeirra
aðila sem fá úthlutun, þannig að
tækin til gjaldeyrisöflunar verði
jafnan í höndum þeirra, sem ná
bestum árangri.
2. Gera þarf verzlun með gjald-
eyri frjálsan enda sé hún gerð á
ábyrgð viðskiptaaðila en ekki ríkis-
ins.
3. Eiginfjármyndun fyrirtækja
verði örvuð með skattalegum að-
gerðum og millifærslu- og skuld-
breytingasjóðir þar með afnumdir.
4. Verðjöfnun í útflutningsgrein-
um verði færð á sérstaka reikninga
í eigu einstakra fýrirtækja og fisk-
verð ákveðið án beinna afskipta
ríkisvaldsins.
5. Kostnaður vegna opinberrar
þjónustu þarf að færast í verulegum
mæli frá skattgreiðendum til neyt-
enda. Opinber rekstrarverkefni
verði boðin út. Ábyrgð á fram-
kvæmd fjárlaga verði færð til við-
komandi ráðuneyta og stofnana,
sem fái meira sjálfstæði til ákvarð-
ana innan fjárlagarammans.
6. Ríkisbönkum og atvinnufyrir-
tækjum í eigu ríkisins verði breytt
í hlutafélög og þau síðan seld á
almennum hlutabréfamarkaði.
7. Aðgerðir í hefðbundnum land-
búnaði miðist á næstu árum við að
lækka framleiðslukostnað og draga
úr framleiðslumagni og síðan verði
byggt á markaðslausnum með sem
minnstum afskiptum ríkisins.
Hér hafi ég nefnt nokkur stefnu-
mið í efnahags- og atvinnumálum.
Mér er auðvitað ljóst, að ekki er
einhugur í Sjáifstæðisflokknum um
öll þessi mál. Sjálfstæðistflokkurinn
getur hins vegar ekki lengur látið
undir höfuð leggjast að taka á þess-
um málum með afgerandi hætti,
ef hann ætlar að ná árangri. Það
er nóg að hafa einn Framsóknar-
flokk í þessu landi til að halda utan
um lögvarða sérhagsmuni og drepa
þannig athafnaþróttinn í dróma.
Styttum
stjórnleysistímabilið
Eins og við öll vitum er ísland
land samsteypustjórna. Frá árinu
1971 hafa setið að völdum átta
mismunandi samsettar ríkistjórnir
hér á landi. Stjórnarskipti hafa ver-
ið tíð og löng stjórnleysistímabil
hafa myndast í kosningabaráttu og
stjórnarmyndunarþrefi að afloknum
kosningum. Slík óvissutímabil hafa
skaðað atvinnulífið og sett alla
áætlanagerð fyrirtækja og heimila
úr skorðum. Þennan stjórnleysis-
tíma þarf að stytta. Þess vegna er
ekki nóg að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi skýra stefnu á einstökum mála-
flokkum heldur verður hann einnig
að eiga stefnuna útfærða í frum-
varps-, reglugerða- og stjórnvalds-
ákvörðunarformi, næst þegar hann
myndar ríkisstjórn. Slík vinna tekur
langan tíma og kalla þarf til fjölda
sérfróðra manna og fólks úr at-
vinnulífinu. Að öðrum kosti lendir
stefnumótunin meira eða minna í
höndum embættiskerfisins, sem
sjáldnast hefur áhuga á róttækum
breytingum í átt til fijálsræðis.
Þegar tekið er tillit til áhrifa
Sjálfstæðisflokksins í atvinnulífinu
og ýmsum starfsgreinum og áhrifa
atvinnulífsins í Sjálfstæðisflokkn-
um er augljóst að möguleikarnir til
slíkra vinnubragða eru miklir og
þá þarf að nýta. Aldrei hefur verið
jafn mikil nauðsyn á slíkum vinnu-
brögðum og nú, þegar afnema þarf
ríkisafskiptakerfi núverandi ríkis-
stjórnar.
Sveitastjórnarkosningar
Starf Sjálfstæðisflokksins næsta
vetur hlýtur þó öðru fremur að taka
mið af undirbúningi sveitarstjórnar-
kosninganna. Áhrif Sjálfstæðis-
flokksins í sveitarstjórnum eru mik-
ilvæg alls staðar á landinu, en þó
einkum í höfuðborginni, sem hefur
verið helsta vígi sjálfstæðismanna
nær óslitið um margra áratuga
skeið. Þar hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn sýnt og sannað gildi þess að
einn flokkur stjómi og axli ábyrgð
— ekki sízt undir stjórn Davíðs
Oddssonar borgarstjóra, sem er
einn af ótvíræðum forystumönnum
flokksins í dag. Ég hvet ykkur,
ungir sjálfstæðismenn, til að hefjast
nú þegar handa við kosningaundir-
búninginn með því að benda yngstu
kjósendunum á verk Sjálfstæðis-
flokksins í sveitarstjórnarmálum og
fá ungt fólk til liðs við flokkinn og
stefnu hans.
Ný tækifæri — meiri
möguleikar
Ég hefi átt þess kost að renna
augum yfir þau ályktunardrög, sem
liggja fyrir þessu þingi. Þau eru vel
unnin og góður grundvöllur fijórra
‘umræðna og skýrrar stefnumótun-
ar.
Sjálfur starfaði ég mikið í röðum
ungra sjálfstæðismanna á síðasta
áratug og var formaður Sambands-
ins um fjögurra ára skeið. Mér er
þess vegna fyllilega ijóst að hug-
myndafræðileg endurnýjun flokks-
ins á sér fyrst og fremst stað með-
al ungra sjálfstæðismanna. Þarna
verða hugmyndirnar til, þótt nokk-
urn tíma taki að koma þeim í flokks-
stefnuna og þaðan í framkvæmd.
Þegar ég varð formaður SUS
1973 voru viðhorf ’68 kynslóðarinn-
ar ríkjandi í umræðunni meðal ungs
fólks. Það þótti fínt að vera til
vinstri. Á örfáum árum tókst
harðsnúnum og samhentum hópi
að breyta umræðunni og koma
fijálslyndum viðhorfum að. Áherzl-
urnar voru nýjar, krafturinn var
meiri en áður og stefnan beinskeytt-
ari. Það kom reyndar í ljós, að jarð-
vegur fyrir umræðurnar var ákaf-
lega fijór, bæði vegna innlendra
aðstæðna og erlendra áhrifa.
Mér sýnist tækifærin og mögu-
leikarnir nú ekki vera síðri. Hug-
myndafræðileg uppdráttarsýki hef-
ur heltekið vinstri flokkana. Úr-
ræðalaus ríkisstjórn lamar baráttu-
þrek þeirra/ Og skipbrot miðstýr-
ingar- og alræðisaflanna austan
tjalds veldur flótta úr röðum rót-
tækustu vinstri flokkanna. Á sama
tíma stefna Vestur-Evrópuríkin að
auknu fijálsræði í viðskiptalífinu til
að bæta lífskjörin. Ég treysti engum
betur til að fylgja þessari þróun
eftir en unga fólkinu í Sjálfstæðis-
flokknum.
Um leið og ég flyt ykkur kveðjur
miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins
óska ég ykkur góðs gengis í mikil-
vægum störfum. SUS-þingeru auð-
vitað ekki eingöngu vinnuþing held-
ur einnig vettvangur, þar sem sam-
heijar efla vináttu og skilning sín
á milli — og þar með samheldni í
baráttunni.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka fráfarandi formanni og
stjórn SUS fyrir mikilvæg störf á
liðnu kjörtímabili og áma viðtak-
andi stjóm allra heilla.
Að lokum hvet ég ykkur til að
herða róðurinn í átt til meira fijáls-
ræðis. Ekkert getur frekar tryggt
hagsæld og hamingju þessarar
þjóðar en athafnafrelsi atorku-
samra einstaklinga sem bera
ábyrgð á eigin gjörðum. Til þess
að vinna að því var Sjálfstæðis-
flokkurinn stofnaður fyrir60 árum.
Til þess tekur hann þátt í barátt-
unni í dag. Og þannig mun Sjálf-
stæðisflokkurinn eflast til áhrifa í
framtíðinni.
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
Séra Geir Waage, sóknarprestur, tók á móti Svíunum í Reykholti og sýndi þeim meðal annars Snorralaug.
Sænska akademían
að Gljúírasteini
SÆNSKA akademían fór í gær að Gljúfrasteini í Mosfells-
sveit og hitti þar Halldór Laxness. Hann hlaut nóbelsverðlaun
í bókmenntum 1955, en veiting þeirra er meðal verkefha
akademíunnar. í gær fóru meðlimir akademíunnar einnig að
Reykholti og á Þingvelli.
Hér á landi eru nú staddir tíu af átján meðlimum Sænsku aka-
demíunnar. Eru þeir hingað komnir til að kynna sér íslenska menn-
ingu, einkum tungu þjóðarinnar og bókmenntir. Er þetta í annað
sinn að Sænska akademían fer úr landi frá því hún var stofnuð
árið 1786.
í gær fóru meðlimir akademíunnar að Gljúfrasteini og færðu
Halldóri Laxness, nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, blóm. Var
síðan haldið vestur í Borgarfjörð, að Borg á Mýrum og Reykholti.
Séra Geir Waage í Reykholti sýndi þeim staðinn og greindi frá
sögu hans. Síðdegis í gær fóru Svíarnir á Þingvelli, þar sem séra
Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður, tók á móti þeim og sagði frá
sögu staðarins og náttúru.
Meðlimir Sænsku akademíunnar heimsóttu Halldór Laxness að Gljúfrasteini í gær.
Morgunblaðið/BAR