Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24; ÁGÚST l!9S9i
25
Morgunblaðið
- bókhald
Óskum eftir sporléttum unglingi til ýmissa
sendiferða, helst allan daginn.
Upplýsingar í símum 691137 og 691138.
Rafvirki
Rafvirki óskast nú þegar.
Upplýsingar í símum 38434 og 37436 í há-
deginu og á kvöldin.
Hrafnista, Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðingar
óskast nú þegar til starfa á næturvaktir,
kvöldvaktir og um helgar. Góð vinnuaðstaða
og barnaheimili á staðnum.
Upplýsingar gefur Ragnheiður, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í síma 54288.
Broadway kveður
Óskum eftir starfsfólki í ákveðinn tíma um
helgar.
Vant starfsfólk, sem hefur unnið áður í
Broadway, gengur fyrir. 18 ára og eldri.
Upplýsingar á staðnum milli kl. 16 og 18 í
dag.
Aðalstarf
- aukastarf
Óskum eftir áreiðanlegu sölufólki um allt
land, 22 ára og eldra, til að selja einn merk-
asta bókaflokk seinni ára.
Upplýsingar í síma 91-628387 virka daga frá
kl 9-13.
Kennarar
Rafvélavirkjar
Óskum eftir vönum rafvélavirkjum.
Upplýsingar á staðnum.
Rafverhf.,
sími 91 -82415.
Starfsmaður
á dagheimili
Starfsmann vantar á foreldrarekið dagheimili
í Hafnarfirði.
Upplýsingar í símum 54521 og 53143.
Starfsfólk
Óskum eftir vönu starfsfólki í eldhús.
Dagvinna. Góð laun í boði.
Upplýsingar á staðnum milli kl. 8.00 og 13.00
í dag og næstu daga.
MATSTOFA MIÐFELLS SF.
Funahöföa 7 — simi: 84939, 84631
IaiScsKJ kaupfélag austör-skaftfellinga
780 HÖFN — HORNAFIRDI
Fiskvinnslustörf
Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og
pökkun. Mikil vinna framundan. Nægur kvóti
til. Fæði og húsnæði á staðnum.
Fiskiðjuver KASK,
Höfn, Hornafirði,
sími 97-81200.
íþróttakennarar
íþróttakennara vantar við Héraðskólann að
Núpi næsta vetur.
Helmingurinn bókleg kennsla í þjálffræði og
líffræðikennslu. Góðir tekjumöguleikar fyrir
duglegt fólk. Ódýrt húsnæði og flutnings-
kostnaður greiddur.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 91-17176
eða 98-21368.
Kennara vantar við grunnskólann Lundi,
Öxarfirði. Skólinn er heimavistarskóli og
gæsla nemenda fylgir stöðunni sem auka-
starf.
Nánari upplýsingar fást hjá formanni skóla-
nefndar í síma 96-52240 og skólastjóra í
■ síma 96-52244.
Blikksmíði!
Vegna mikilla verkefna vantar okkur nú þeg-
ar blikksmiði eða menn vana blikksmíði.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar.
I jmaLMtxsMiBanv
Wa'
Smiðjuvegi 18c, 200 Kóp. Sími 71580.
Strákar og stelpur
Hótel ísland óskar eftir dönsurum til prufu
fyrir stórsýninguna „Rokkóperur" sem frum-
sýnd verður 29. sept. Dansarar þurfa að
dansa: Stepp, jazzballett og klassík.
Lágmarksaldur 18 ára.
Mætið á Hótel ísland laugardaginn 26. ágúst
kl. 12.00 með mynd.
Starfskraftur
á fasteignasölu
Fasteignasalan Kjöreign, Ármúla 21,
Reykjavík, óskar eftir starfskrafti á skrifstofu.
Starfið er fjölbreytt en erilsamt. Reynsla í
skrifstofustörfum, góð framkoma og stundvísi
er nauðsynleg. Æskilegur aldur 30-45 ára.
Upplýsingar í símum 685009 og 685988.
Svissneskt
tannsmíðaverkstæði
óskar strax eftir tannsmið í þrjá mánuði.
Tilvalið tækifæri fyrir ungan tannsmið.
Nettólaun 2.000,- svissneskirfrankar á mán-
uði.
Upplýsingar í símum 9041-66229616 eða
9041-66229422.
Tannsmíðaverkstæði Pierre Winter.
Smurbrauðsdama
Þekkt hótel í borginni vill ráða smurbrauðs-
dömu til starfa strax. Vaktavinna. Þarf ekki
að vera útlærð, en hafa starfsreynslu.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar.
GtjðntTónssqn
RÁÐCJÓF C RÁÐN I N CARP] ÓN IISTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Eyrarbakki
Umboðsmann vantar til að annast dreifingu
og innheimtu á Morgunblaðinu frá 1. sept-
ember.
Upplýsingar í síma 91-83033.
Kennari
Kennari óskast á Broddanesskóla, Stranda-
sýslu.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 91-
687673 og formaður skólanefndar í síma
95-13364.
Heimilishjálp
- Lúxemburg
Barngóð, rösk stúlka, eldri en 18 ára, óskast
á heimili í Lúxemburg. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 611211.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Meðferðarfulltrúar
óskast
Starfsmenn óskast á meðferðarheimili fyrir
ungt fólk.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
39516.
Starfsfólk óskast
Veitingahúsið Arnarhóll og Óperukjallarinn
óska eftir fólki í eftirtalin störf:
Framreiðslumenn
Aðstoðarfólk í sal og á bari
Starfsfólk í uppvask
&>p6rukjallctrinn
Upplýsingar í síma 18833 eða á staðnum
eftir kl. 14 fimmtudag.
Múrarar
Óskum eftir áhugasömum múrurum til að
taka að sér verk með THORO viðgerðar- og
frágangsefnum. Mikil vinna og fjölbreytni.
Námskeið í meðferð efnanna fyrir þá sem
þess þurfa.
Allar nánari upplýsingar í síma 672777.
!l steinprýði
Stangarhyl 7, simi: 672777.
FJðLBRAUTASXÚUNN
BBEIÐHOLTI
Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Stundakennara vantar í efnafræði og lista-
sögu að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Upplýsingar í síma 75600.
Skólameistari.