Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 30
3Ö ....-.....................................MÖBGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR TULINIUS,
Eikarlundi 10,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. ágúst kl.
13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri.
Erna A. Tulinius,
Halla Tulinius,
Carl D. Tulinius,
Alfreð Tulinius,
Berglind Tulinius,
Hrafnkell Tulinius,
Hörður D. Tulinius
og barnabörn.
Sólveig Viðarsdóttir,
Bergljót Gunnlaugsdóttir,
Egill Einarsson,
Helena Jónsdóttir,
t
Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ÞORSTEINSSON,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 11.00.
Sigrfður Kristjánsdóttir, Jón Otti Sigurðsson,
Valdimar Indriðason, Ingibjörg Olafsdóttir,
Óskar Indriðason, Selma Júliusdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um móður mina, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSDÍSI SVEINSDÓTTUR,
frá Vestmannaeyjum,
verður í Garðakirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 10.30. Jarðsett
verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 26. ágúst
kl. 11.00.
Svava Alexandersdóttir,
Tryggvi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn
U- t
Eiginmaður minn,
GUÐJÓN P. VALDASON
fyrrv. skipstjóri,
Hásteinsvegi 15b,
Vestmannaeyjum,
sem lést 17. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar-
daginn 26. ágúst kl. 16.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en
þeim er vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir.
I
t
Ástkær sonur okkar, bróðir, faðir og ástvinur,
ÁSGEIR S. BJÖRNSSON
cand. mag.,
frá Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu,
verður jarðsunginn frá Höskuldsstöðum laugardaginn 26. ágúst
kl. 14.00.
Björg Björnsdóttir,
Björn Jónsson,
Sigriður Björnsdóttir,
Sigrún Björnsdóttir,
Björg Sigrún Björnsdóttir,
Björn Þormóður Björnsson,
Jón Bjarki Ásgeirsson,
Rannveig A. Jóhannsdóttir.
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR HERDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR
(frá Látrum, Aðalvik),
Drekavegi 20, Reykjavík,
verður gerð frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins að Hátúni 2, föstu-
daginn 25. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Hvíta-
sunnusafnaðarins.
Árni Hermannsson,
Friðrik Hermannsson,
Þórunn Hermannsdóttir,
Þorgerður Hermannsdóttir,
Gunnar Hermannsson,
Jónina Hermannsdóttir,
Guðný Hermannsdóttir,
Óli Hermánnsson,
Ingi Ingvarsson,
Gisli Hermannsson,
Inga Hermannsdóttir,
Heiðar Hermannsson,
Anna Ólafsdóttir,
Davið Guðbergsson,
Gunnar Valdimarsson,
Hulda Þorgrímsdóttir,
Jakob Sigurðsson,
Haltdór Geirmundsson,
Guðri'ður Hannibalsdóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir,
Stefán Stefánsson,
Herdís Gísladóttir,
ömmu og langömmubörn.
Baldur Guðmunds-
son - Minning
Fæddur 14. maí 1911
Dáinn 14. ágúst 1989
í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Fossvogskapellu, móðurbróðir
minn Baldur Guðmundsson frá Pat-
reksfirði. Elskulegur frændi, sem
með margvíslegum hætti sýndi mér
og mínum ást sína og umhyggju,
og langar mig því að minnast hans
nokkrum orðum.
Baldur var fæddur 14. maí 1911,
næstelstur ellefu barna Önnu
Helgadóttur og Guðmundar Ólafs
Þórðarsonar útvegsbónda á Hóli.
Þtjú af bömum þeirra dóu á ungum
aldri, en átta voru þau systkinin,
sem upp komust og eignuðust sín
heimili. Eflaust er fleirum svo farið
sem mér, að finnast að dauðinn
hafi fullhratt höggvið skörð í þenn-
an samheldna systkinahóp. Á rétt-
um fjómm ámm er Baldur sá fjórði
úr hópnum, sem hverfur héðan.
Fyrst dó Helgi 13. ágúst 1985,
síðan Freyja 1. apríl 1987, þá Þor-
móður 17. júlí 1987 og nú Baldur
14. þ.m. Eftir lifa þau Helga, móð-
ir mín Nanna, Ingvar og Guðmund-
ur Bjami.
Þegar ég man fyrst eftir mér á
Patreksfirði var Baldur fluttur til
Reykjavíkur, og þó að hann kæmi
vestur og við heimsæktum Baldur
og Möggu á ferðum okkar til
Reykjavíkur, var það ekki fyrr er
ég kom í skóla til Reykjavíkur, sem
ég kynntist Baldri að ráði og svo
eftir að við fluttum suður, varð
samgangur meiri.
Baldur fékkst við margt um
ævina, stundaði sjó framan af, en
fór svo í Samvinnuskólann og út-
skrifaðist þaðan 1936. Gerðisthann
þá kaupfélagsstjóri og fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Pat-
reksfjarðar um nokkurra ára skeið,
en fluttist suður til Reykjavíkur
árið 1943.
Þekktastur er Baldur fyrir útgerð
sína frá Reykjavík á ámnum 1944-
1972, og þá einkum fyrir fmm-
kvæði það, sem hann átti að notkun
krafblakkar við síldveiðar hér við
land. Man ég hve stolt ég var er
nýr bátur hans, sem bar nafn afa
míns „Guðmundur Þórðarson", kom
til hafnar á Patreksfirði á leið til
síldveiða og ekki síður þegar báts-
ins var nær daglega getið í hópi
aflahæstu báta á síldinni.
Baldur kvæntist 27. maí 1944
Magneu Jónsdóttur ættaðri frá
Tálknafirði. Magga var yndisleg
kona, sem stóð við hlið Baldurs í
blíðu og stríðu af mikilli reisn.
Nutu ættingjar og vinir mikillar
gestrisni á heimili þeirra alla tíð.
Baldur og Magga eignuðust sex
börn. Yngsti sonurinn Baldur lést
árið 1979, og varð missir hans þeim
og börnum þeirra þungbær raun.
Fimm barnanna lifa foreldra
sína, þau eru: Hafliði skipstjóri,
sambýliskona hans er Guðlaug
Sigmardóttir, Brynja, ritari, gift
Guðmundi Jónssyni, Guðmundur
Ólafur, rafvirki, kvæntur Helgu
Stefánsdóttur, Halldóra, kennari,
gift Hilmari Siguijónssyni og Jón,
prentari, kvæntur Elínu Bjamadótt-
ur. Barnabörnin em orðin 17.
Baldur bar mikla umhyggju fyrir
velferð bara sinna og gleði hans
yfír velgengni þeirra í leik og starfi
duldist engum. Þannig var hugur
hans einnig gagnvart öðmm í Hóis-
fjölskyldunni, og nutu foreldrar
mínir og við systkinin þess ekki síst.
Ég sá Baldur síðast á ættarmóti
Hólssystkinanna, sem haldið var í
maí sl. Þetta var í annað sinn, sem
afkomendur ömmu minnar og afa,
Önnu og Guðmundar, héldu slíkt
mót.
Baldur var hrókur alls fagnaðar
og leyndi sér ekki ánægja hans
yfir því að fjölskyldan héldi kynnum
sínum með því að stofna til slíkra
vinafunda.
Að leiðarlokum þakkar móðir
mín og við systkinin kæmm bróður
og frænda vináttu og samfylgd, og
vottum bömum Baldurs og öðmm
nákomnum innilega samúð.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Gísladóttir Bergmann
í dag, fimmtudaginn 24. ágúst
1989, verður Baldur Guðmundsson
útgerðarmaður til moldar borinn,
því dvelur hugur minn við minningu
hans.
Baldur fæddist á Vatneyri við
Patreksfjörð. Var hann næstelstur
11 systkina. Foreldrar hans vom
Guðmundur Þórðarson og Anna
Helgadóttir. — Hann komst
snemma í tæri við sjómennskuna,
enda var faðir hans sjómaður, sem
stundaði sjóinn á fjögurra manna
fömm. Með honum fór Baldur til
sjós um fermingaraldur. Var sjó-
mennskan stunduð frá Patreksfirði,
en seinna frá Hrísey og fýrir „sunn-
an“.
Þegar Baldur var orðinn 25 ára
fór hann í Samvinnuskólann. Eftir
skólanám gerðist hann kaupfélags-
stjóri á Patreksfirði og jafnframt
veitti hann Hraðfrystihúsi Patreks-
ijarðar forstöðu.
Hann hóf útgerð sjálfur með því
að kaupa tólf lesta bát, Ólöfu, ásamt
Andrési Finnbogasyni skipstjóra.
Seinna bættu þeir við Gylli og Svan.
Stóri báturinn Guðmundur Þórðar-
son kom svo seinna eða eftir 1955.
Baldur sagði mér eitt sinn, að þeg-
ar sá bátur var smíðaður, hafi sú
hugsun verið í fyrirrúmi að hann
yrði það stór, að vel gæti farið um
áhöfnina. Hafði hann sjálfur verið
á litlum bátum og vissi hve þröngt
og óvistlegt var á þeim mörgum
hveijum. Þessi bátur, held ég að
hafí verið um eða yfir 200 lestir.
Einnig fannst Baldri, að hann þyrfti
að útbúa bátinn vel, því furðar eng-
an á því, sem þekktu Baldur, að
hann yrði fyrstur til þess að búa
bátinn kraftblökk, en hún var sett
í bátinn 1959. Þetta var nýjung þá,
og þótti talsvert í ráðist. Skipstjóri
á Guðmundi Þórðarsyni var Harald-
ur Ágústsson.
Eftir mesta hasarinn í síldinni,
söðlaði Baldur aðeins um, og tók
að sér að sjá um síldarstöð á Þórs-
höfn í tvö ár, en stöðin var í eigu
Ingvars Vilhjálmssonar o.fl. En
Baldur stússaði í ýmislegu fleiru.
Hann var um tíma umsvifamikill
brotajárnskaupmaður, sem keypti
járn og eðalmálma sem hann síðan
seldi til útlanda. Hann stundaði
verzlunar- og skrifstofustörf, en
síðast en ekki síst var hann formað-
ur Útvegsmannafélags Reykjavíkur
í ein 15 ár, heiðursfélagi þar og
margsinnis ræðumaður á þeirra
vegum á sjómannadaginn. Hann
var í stjórn LÍÚ lengi vel og í Odd-
fellowreglunni var hann.
Baldur var kvæntur Magneu G.
Jónsdóttur. Eignuðust þau sex
börn, Hafliða, Brynju, Guðmund,
Halldóru, Jón og Baldur sem nú er
látinn. Ég vissi af Baldri löngu áður
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
SVEINN TRYGGVASON
fyrrv. framkv.stj. Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
Brekkugerði 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn föstudaginn 25. ágúst kl. 13.30 frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík.
Gerður Þórarinsdóttir,
Auður Sveinsdóttir,
Þórarinn Egill Sveinsson.
en ég raunverulega kynntist honum
í reynd, þannig mun vera með at-
hafnamenn, sem áberandi eru í
þjóðfélaginu. Ég hitti hann stund-
um, þegar ég hafði þann starfa að
selja þorskanet o.fl., en árið 1985
fluttist ég ásamt fjölskyidu minni í
Torfufell 26, sem er raðhús, en
Baldur átti heima í númer 24 ásamt
Jóni syni sínum, eiginkonu hans og
börnum þeirra.
Það þarf ekki að orðlengja það
að okkur nýju nágrönnunum var
tekið ákaflega vel. Við Baldur urð-
um því fljótt góðir vinir. Hann var
ljúfur í umgengni, minnugur, ræð-
inn og skemmtilegur og þótt hann
væri í aðra röndina alvörugefínn,
var stutt niður á léttlyndið. Það
lýsir Baldri e.t.v. nokkuð, að þegar
hann missti sjónina á öðru auganu,
sagði hann: „Þetta er ekki neitt
sérlega slæmt, ég hef nú sjón á
hinu.“
Mér dettur í hug, þegar ég lít
yfír það sem við Baldur töluðum
stundum um, og ég hefí hér skrif-
að, að í Baldri hafi sameinast dugn-
aður, trúmennska, ásamt gáfum,
annars hefði honum ekki verið falin
þau trúnaðarstörf sem raun bar
vitni. Á Patreksfirði var hann i
hreppsnefndinni ungur að árum og
annars staðar var hann alltaf í far-
arbroddi. Mér sýnist að margir geti
lært af slíkum og er það í takt við
það sem Baldur sagði oft við mig,
að hann hefði verið í góðum skóla
hjá ýmsum frammámönnum, sem
hann vann fyrir. Svona gengur
þetta vonandi frá manni til manns.
Ég sakna góðs vinar, því með
Baldri er genginn mikilhæfur mað-
ur sem sjónarsviptir er að. Aðstand-
endum hans votta ég mína dýpstu
samúð.
Ingi Adolphsson
Það var árið 1947 sem leiðir
okkar Baldurs lágu saman. Hann
var þá starfandi á skrifstofu Sveins
Benediktssonar, en Sveinn sá um
bókhald og hafði framkvæmda-
stjórn á hendi fýrir mig, meðan ég
átti bát minn mb. Bjöm Jónsson.
Með okkur Baldri myndaðist góð-
ur kunningsskapur og vinátta, sem
hélst meðan báðir stóðu. Það var
ekki langur tími, sem Baldur var
við skrifstofustörf hjá Sveini, því
fljótlega fór hann að sjá um sína
eigin útgerð. Við Baldur vorum
mörg ár saman í stjórn Útvegs-
mannafélags Reykjavíkur og var
hann formaður í félaginu frá 1947
til 1962. Árið 1974 var Baldur gerð-
ur heiðursfélagi í Útvegsmannafé-
lagi Reykjavíkur.
Árin líða og það skiptast á skin
og skúrir í útgerðinni eins og hefur
gerst í gegnum árin og aldirnar.
Arið 1957 ræðst Baldur í það að
láta byggja fyrir sig 209 tonna bát
í Noregi. Þetta þótti mikið og stórt
skip á þeim tíma. Mörgum þótti
Baldur sýna mikinn stórhug að
leggja út í þetta. Skipið kom heim
og var þekkt aflaskip í mörg ár.
Skipinu var gefið nafnið Guðmund-
ur Þórðarson. Á þessu skipi var
sigrast á byijunarörðugleikum við
að nota kraftblökk. Það var um
sumarið 1959, sem þeim tókst það
afburðamönnunum Haraldi Ágústs-
syni og Birni mínum Þorfinnssyni,
sem var stýrimaður hjá Haraldi
þetta sumar. Eftir þetta fóru menn
almennt að taka kraftblakkir í skip
sín.
Baldur var kvæntur Magneu
Jónsdóttur, mikilli ágætis og yndis-
legri konu. Hún lést árið 1981. Þau
eignuðust sex mannvænleg börn og