Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 36
, 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1989
Með
morgunkaffinu
Flýtum okkur áður en allt
hækkar...
HÖGNI HREKKVÍSI
vesturv'e uue 1
Gæði heilsufæðis og hollefha
Til Velvakanda.
Þann 29. júní sl. rakst ég á at-
hyglisverða ádrepu frá Helga Jó-
hannessyni um þetta sama efni.
Helgi telur áhuga fyrir heilsurækt
og hollefnum til mikilla bóta. Jafn-
framt segir hann: „Enginn vafi leik-
ur á því að slík vakning sparar
mikla peninga í útgjöldum til heil-
brigðismála þegar fram í sækir.“
Helgi telur miklu skipta að almenn-
ingur kynni sér gagnsemi, gæði og
verð á einstökum heilsuvörum. I
grein sinni átelur Helgi mjög hve
fræðslu um þessi mál sé ábótavant
og vil ég með innleggi mínu reyna
að bæta úr því.
Ginsengrótin hefur í árþúsundir
verið talin ákaflega holl. í elstu
kínversku lyijaskránni, (sennilega
elstu lyíjaskrá í heimi) sem er 2.000
ára gömul, er getið um ginseng.
Þar er því haldið fram að neysla
ginsengs komi fólki í andlegt jafn-
vægi, dragi úr spennu, bæti minni,
skerpi sjón og örvi hugsun, svo
dæmi séu nefnd.
Fyrstu sagnir um lækninga- og
hressingarmátt ginsengs eru frá
Kóreu, sennilega 5.000 ára gamlar.
Einstaka heimildir greina frá því
að sæfarar hafi flutt með sér gins-
eng til Vesturlanda á 18. öld, en
slíkar heimildir eru fágætar, enda
mun heilsufæði ekki hafa verið
mjög í tísku á þeim tíma. Varla er
hægt að segja að ginseng berist til
Vesturlanda fyrr en á miðri þessari
öld, svo nokkru nemi.
Talið er að esperantistar hafi átt
þar dtjúgan hlut að máli, en þeirra
kunnastur hér á landi var Þórberg-
ur Þórðarson. Síðan þá hefur gins-
eng átt sífellt vaxandi vinsældum
að fagna á Vesturlöndum, þrátt
fyrir hátt verð á hreinu ginsengi,
sem starfar af háum framleiðslu-
kostnaði.
Hin síðari ár hefur neysla gins-
engs vaxið hröðum skrefum, svo
mjög að nú er svo komið að Vestur-
landabúar neyta mun meira magns
af „ginsengi" en heimsframleiðsan
er! Við slíkar aðstæður er rétt að
neytendur sýni aðgát, ef þeir á
annað borð vilja kaupa hreint gins-
eng.
Arið 1985 gengust þýsku neyt-
Elskuleg’t starfsfólk
HANN VEIZE>UR. ALLTAFAhPVAKA
PAC3IWN ryRIR XATTAS'j/NINGU. "
Til Velvakanda.
Að undanförnu hef ég lesið les-
endadálka dagblaðanna og fylgst
með umræðunum um Sundlaugarn-
ar í Laugardalnum, óþrifnað, lélegt
starfsfólk og annan ósóma, sem þar
á að vera. Eg get ekki annað sagt
en mér hafi blöskrað það, sem skrif-
að var um starfsfólkið þar. Ég hef
verið fastagestur í laugunum í
17-18 ár og hef aldrei tekið eftir
þessum sóðaskap, allra síst núna!
Þar er elskulegt starfsfólk og það
er með kústana á lofti allan daginn
við að skúra og skrúbba.
S'vo er það málið með útlending-
ana, sem ekki þvo sér. Ég veit, að
starfsfólkið gerir allt sem í valdi
þess stendur til að fá fólk til að þvo
sér og rekur alla hiklaust úr sund-
fötunum. Ég hef heyrt fólk vera
að nöldra yfir því að þessi hafi nú
ekki þvegið sér á þessum stað og
síðan sagt við starfsfólkið: „Þið
verðið nú að passa upp á þetta.“
En þá spyr ég. Er hægt að ætlast
til þess að starfsmenn standi yfir
fólki á meðan það baðar sig og
bendi á þá staði, sem betur mætti
þvo?
Ég held að það sé hvers og eins
að ákveða hvað kallist nægilegur
þvottur áður en farið er ofan í laug-
ina. Ef fólk sættir sig ekki við
„ástandið" eins og það er núna og
heldur áfram að kvarta, þá legg ég
til að sundlaugarnar fái sér kústa
eins og eru á bílaþvottastöðvunum,
þar sem hver og einn gestur þyrfti
að „renna í gegn“ áður en farið
væri út í laug. Þá ætti að vera ör-
uggt, að hver krókur og kimi fengi
jólahreingerningu, sem sviki engan.
Það er eina lausnin, sem ég sé á
málinu.
Um leið og ég þakka fyrir birt-
inguna, þá bið ég fyrir kveðjur til
starfsfólks Sundlauganna í Laug-
ardal.
Sundlaugur
endasamtökin fyrir viðtækri saman-
burðarkönnun á ginsengi á þýska
markaðnum. Við rannsóknina var
notuð hin svokallaða 7 ginsen-
osida-regla, sem mælir aðeins 7 af
13 virkum efnum og er sú vinnuað-
ferð talin sæmileg þumalputtaregla
en alls ekki gallalaus. Það sem lesa
mátti úr könnuninni var eftirfar-
andi: Rúmlega fjórðungur var
hreinn vörusvikaflokkur, þá kom
stór hluti í sæmilegu meðallagi,
fáeinar tegundir voru allgóðar, en
ein tegund skar sig úr og bar höfuð
og herðar yfir allar samanburðar-
tegundir þ.e. Rautt Ginseng Ext-
rakt með ríkisábyrgð.
Að beiðni danskra neytenda
gekkst Girsengvísindastofnun Suð-
ur-Kóreu fyrir nákvæmri rannsókn
á 13 mest seldu ginsengtegundum
í Danmörku. Niðurstaðan var sú
að einungis Rautt ginseng innihéldi
öll hin virku hollefni auk flörefna
og steinefna. Hvítu ginsengin inni-
héldu í besta falli aðeins 10 virk
hollefni. Niðurstöður könnunar
þessarar birtust m.a. í Jylland Post-
en í mars á þessu ári. Lesendum
Morgunblaðsins til fróðleiks langar
mig að birta þessa töflu. Talnagild-
in merkja magn virkra efna mæld
í milligrömmum í hveiju grammi:
Síberískt ginseng, hylki.........1,7
Ekta panax ginseng G 1000.......24,2
Kóreanskt panax ginseng: 1000 ..19,2
Síberískt ginseng...............14,2
Tai-Ginseng.....................13,9
Gericomplex.....................20,4
GinsanaG 115.....................5,8
Gerimax.........................37,6
Panax 600 ginseng................6,0
Kóreanskt ginseng, hylki........28,9
Hreintsterktginseng.............20,3
Rautt kóreanskt ginseng.........70,1
Rautt kóreanskt ginseng extrakt... 167,0
Heimildir: Málgagn þýsku neytenda-
samtakanna, ágúst 1985.
Jyllands Po^ten 2. mars 1989.
Kolbrún Björnsdóttir
Víkverji skrifar
Sífellt fjölgar þeim bændum sem
bjóða ferðalöngum á leið um
landið upp á þjónustu. Nefna má
gistingu með eða án fæðis, tjald-
stæði, hestaleigu og veiðileyfi og
þeir bændur finnast meira að segja,
sem komið hafa upp golfvöllum á
landi sínu. Víkveiji dagsins blaðaði
fyrir nokkru í bæklingi frá ferða-
þjónustu bænda fyrir þetta ár og
er þar að finna upplýsingar um 112
bæi þar sem meiri eða minni þjón-
ustu við ferðamenn er að fá. Sjálf-
sagt hefur þessum stöðum enn
fjölgað síðustu mánuði.
Flestir bændanna hafa getað
notað vannýtt húsnæði í þetta nýja
hlutverk, en aðrir hafa lagt í nokkra
fjárfestingu til að geta sinnt þessu
sem best. Ekki aðeins hafa ferða-
fólki boðist nýir áningastaðir með
ferðaþjónustu bænda heldur hafa
ferðalangar kynnst áður óþekktum
perlúm í náttúru landsins.
Skrifari hitti á förnum vegi
mann, sem var í vanskilum með
afnotagjöld Ríkisútvarpsins fyrir
síðasta ár. Hann hafði þá nýverið
fengið enn eitt innheimtubréfið, nú
ákveðnara en nokkru sinni og að
upphæð tæplega 40 þúsund krónur.
Maðurinn getur náttúrulega sjálf-
um sér um kennt að hafa ekki stað-
ið í skilum og ekki, ætlar Víkveiji
að afsaka það. Hins vegar stingur
í augu hvernig fyrrnefnd upphæð
er til orðin. Upphaflega afnota-
gjaldið nam tæplega 15 þúsund
krónum samkvæmt reikningnum og
innheimtukostnaður var orðinn
7.050 krónur, en þar með var alls
ekki allur kostnaður við innheimt-
una upp talinn. Fyrir utan „inn-
heimtukostnað" voru í bréfinu liðir
eins og vörslusviptingarbeiðni, ritun
uppboðsboðsbeiðnar, uppboðs-
kostnaður fógeta, vörslusviptingar-
kostnaður og söluskattur.
Víkveiji frétti á dögunum af
samtali fólks þar sem rætt var
um vinsældir Viðeyjar og meðal
annars um fjölgun giftinga og ann-
arra athafna í kirkjunni þar. Ung
kona í hópnum sagði að hún hefði
mikið heyrt og lesið um Viðey, þar
sem allar giftingarnar færu fram.
Hins vegar væri hún alls ekki með
það á hreinu hvar hún væri þessi
Kyrrþey, þar sem alltaf væri verið
að auglýsa jarðarfarir!