Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 38
- MÖRGUNBÍiÁÐÍÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGUST 1989
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR
Hvað sögðu þeir? |
Getum kysst vonir okkar ble
sagði Guðni Bergsson eftir leikinn
Eg held að við getum kysst vonir
okkar, um að komast til Ítalíu,
bless. Við verðum að vinna í báðum
leikjum okkar á heimpelli og auk
þess að treysta á önnur lið, það er
mjög hæpið. Nú verðum við bara að
einbeita okkur að að ná þriðja sæti í
riðlinum og standa okkur vel í leikjun-
um heima,“ sagði Guðni Bergsson.
Ég var þó ánægður með leikinn og
held að við séum á réttri leið, hinsveg-
ar eiga áhorfendur örugglega betra
með að dæma um leikinn."
Nýttum ekki færin
Það er ekki gott að segja hvort
þetta var sanngjarnt. Að mínu mati
er það reyndar aldrei sanngjarnt þeg-
ar Island tapar!“ sagði Sigurður Jóns-
son eftir leikinn. Við fengum góð
færi í báðum leikjunum og hefðum
átt að nýta þau. Meðan við getum
það ekki getum við ekki búist við að
sigra.“
Sá boltann of seint
„Ég sá ekki boltann fyrr en hann
var kominn yfir varnarmennina og
þá var það orðið of seint. Þeir hefðu
átt að koma út á móti honum í stað
þess að gefa honum tækifæri til að
skjóta," sagði Bjarni Sigurðsson
markvörður um síðara mark Aust-
urríkismanna. „Við ætluðum okkur
að ná að minnsta kosti öðru stiginu,
ef ekki báðum, og erum því ekki án-
ægðir. En mér finnst að við hefðum
átt: að fá tvö eða þijú stig út þessum
tveimur leikjum," sagði Bjarni Sig-
urðsson.
Litlir möguleikar
„Eftir þetta tap eigum við litla sem
enga möguleika á að komast í loka-
keppnina. Við þurfum að vinna tvo
erfiða leiki og treysta á aðrar þjóðir
og það er meira en hægt er að gera
ráð fyrir,“ sagði Sigi Held.
Held hefur tekið við tyrkneska iið-
inu Galatasaray og mun líklega ekki
stjórna liðinu í leiknum gegn Tyrkjum.
„Það verður erfitt að koma því við
og reyndar ekki víst hvort ég stjórna
í leiknum gegn A-Þjóðverjum. Ef KSÍ
getur fundið annan þá er það ágæt
lausn, að hann taki strax við liðinu."
Hélt hann færi inn
„Ég hefði átt að skora, en mark-
maðurinn náði einhvern veginn að slá
boltann frá. Þó hélt ég að hann færi
inn,“ sagði Sigurður Grétarsson, en
hann átti eitt besta færi leiksins. Lind-
enberger, markvörður Austurríkis,
náði að slá skot hans í fyrri hálfleik
framhjá. „Þeir léku mjög fast en það
var nokkuð sem við mátti búast. Það
sem mér fannst þó verst var að dómar-
inn flautaði of snemma.
Það var agalegt að þeir skyldu
komast yfir því ég held að ef við hefð-
um náð að halda jöfnu svolítið lengur
hefðum við náð að minnsta kosti öðru
stiginu.“
Sigurður Jónsson á fullri ferð með knöttinn í gærkvöldi, en
hann var einn af bestu mönnum liðsins.
-eKki
hepP11'
Laugardagur kl. 13:55
34. LEIKVIKA- 26. ágúst 1989
Leikur 1 Arsenal
- Wimbledon
Leikur 2 Aston Villa - Charlton
Leikur 3 Chelsea
- Sheff. Wed.
Leikur 4 C. Palace
Coventry
Leikur 5 Derby
Man. Utd.
Leikur 6 Everton
Southampton
Leikur 7 Luton
Liverpool
Leikur 8 Man. City
Tottenham
Leikur 9 Millwall
Nott. For.
Leikur 10 Norwich
- Q.P.R.
Leikur 11 Leeds
- Blackburn
Leikur 12 Leicester
- Newcastle
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULÍNAN s. 991002
Enska knattspyrnan
»•
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Hólmbert
aðstoðar ÍBK
Keflvíkingar hafa fengið
Hólmbert Friðjónsson, knatt-
spyrnuþjálfara, til liðs við sig í
1. deildarslagnum, en lið þeirra
er nú í næst neðsta sæti, og fjór-
um stigum á eftir því næsta. Ástr-
áður Gunnarsson verður eftir sem
áður aðalþjálfari ÍBK, en meining-
in er að Hólmbert verði tæknileg-
ur ráðgjafi á lokasprettinum.
„Það sagði enginn upp og það
var enginn rekinn. Hólmbert er
einungis ráðinn til að vera bæði
þjálfaranum og liðinu innan hand-
ar um ráðgjöf," sagði Valþór Sig-
þórsson, framkvæmdastjóri
knattspymudeildar ÍBK, í samtali
við Morgunblaðid.
Valþór sagði að eftir tapið gegn
KR, svo og sigur Þors á Fram,
hefði ekki verið um annað að
ræða en að reyna að taka á málum
af einurð.
„Við ætlum að láta einskis óf-
reistað til þess að halda okkur í
deildinni, og vinna að því mark-
miði eins og samhent fjölskylda.
Það er því engri óánægju með
þjálfarann til að dreifa, og get ég
fullyrt að hann verður ekki látinn
fara,“ sagði Valþór.
Valþór benti á að þetta væri í
fyrsta sinn sem Ástráður þjálfaði
meistaraflokk karla, og væri því
algjörlega, nýr sem þjálfari í 1.
deildinni. Það hefði hins vegar
verið álit manna að gott væri að
fá gamlan þjálfararef, eins og
Hólmbert er, til að hressa upp á
liðið.
GOLF „MEISTARAMÓT BYRJENDA" GOLF
18 holur m/án forgjafar. Forgjöf 25-36
íþróttabúðin, Borgartúni 20, og Laxalón bjóða öllum kylfingum, konum, körlum
og unglingum, með forgjöf 25 og hærri til þátttöku í fyrsta opna meistara-
móti byrjenda sunnudaginn 27. ágúst 1989.
Forseti Golfsambands íslands, Konráð
Bjarnason, mun í mótslok afhenda glæsileg
verðlaun frá íþróttabúðinni, Borgartúni 20.
Ath.: Þeir kylfingar, sem ekki hafa skráða
forgjöf geta fengið forgjöf með því að leika
18 holur á Hvammsvelli í Kjós fyrir laugardag-
inn 26. ágúst 1989.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 110 manns.
Þátttökugjald er kr. 1.500,-
Æfingahringir vikuna fyrir meistaramótið
(21/8-26/8) eru án endurgjalds. (Fyrir skráða
keppendur).
Skráning og upplýsingar í íþróttabúðinni,
Borgartúni 20, þar sem hin glæsilegu verð-
laun verða til sýnis.
Ath.: Kylfingar þurfa ekki að vera félagar í
golfklúbbi.
Sími í golf- og veiðihúsi er 91-667023.
íHémR
FOLK
H GUÐNI Bergsson verður
heldur betur að sýna hvað í sér býr
þegar til London kemur, því Tott-
enham hefur fest kaup á nýjum
bakverði fyrir 600 þúsund pund.
Sá heitir Pat Van den Heuwe og
hefur leikið með Everton og welska
landsliðinu. Gengið var frá þessum
samningi á þriðjudagskvöldið þegar
Terry Venables og Tottenham
léku gegn Everton, en þeirri viður-
eign lauk með 2:1 sigri Liverpool-
liðsins.
■ FALKIRK og Hearts leiddu
saman hesta sína í deildarbikarnum
í gærkveldi og fóru leikar svo að
Hearts vann 4:1. Eitthvað hefur
samt gengið á í leiknum þeim, því
þrír leikmenn Falkirk voru reknir
af velli. Þá voru tveir reknir af velli
í leik St. Mirren og Motherwell,
en St. Mirren sigraði 1:0.
■ WEST Ham varð heldur betur
fyrir áfalli á laugardaginn þegar
nýi framheijinn þeirra; Frank
McAvennay, sem keyptur var frá
Celtic fyrir 1200 þúsund pund, fót-
brotnaði í leik gegn Stoke. Verður
hann frá keppni næstu þijá mánuði.
ÚRSLIT
1. DEILD KVENNA:
UBK-ÍA...............................0:4
Jónína Víglundsdóttir, Vanda
Sigurgeirsdóttir, Margrét Ákadóttir,
sjálfsmark
4. DEILD ÚRSLIT:
Haukar — Ármann.............6:0
Valdimar Sveinbjörnsson 3, Páll Poulsen
2, Theódór Jóhannsson
ENGLAND
1. deild:
Aston Villa — Liverpool.......... 1:1
Derby—Wimbledon.................. 1:1
Manchester City — Southampton......1:2
Norwich — Nottingham Forest........1:1
2. deild:
Leeds — Middlesbrough..............2:1
Leicester — Blackbum...............0:1
West Ham — Bradford................2:0
SKOTLAND
Deildarbikarbm, 3. umferð:
Aberdeen — Aidrieonians................4:0
Dunfermline — Dundee...................1:0
Falkirk — Hearts.......................1:4
Hamilton — Dundee United...............2:1
Morton — Rangers.......................1:2
St. Mirren — Motherwell................1:0
VESTUR-ÞÝSKALAND
I. deild:
Bayer Uerdingen — Hamburg............5:2
(Laudrup, Wolfgang Funkel, Fach, Laudrup,
Fach) - (Spoerl, Furtok)
Fortuna Duesseldorf — Boclium........2:2
(Klotz, Fuchs) - (Leifeld 2)
Bayem MUnchcn — Köln...................5:1
( Thon 3, Dorfner, Wohlfahrt) - (Goetz)
Bayer Leverkusen — Karlsruhe...........1:1
(Kree) - (Kreuzer)
Kaiserslautem — Waldhof Mannheim.......2:3
(Kuntz, Foda) - (Muller,, Dais, Freiler)
VFB Stuttgart — Eintraeht Franldurt....1:1
(Kastl) - (Falkenmayer)
Staðan
Frankfurt
Bayem Munchen
Köln
Bayer Uerdingen
Werder Bremen
VFB Stuttgart
Dortmund
Gladbach
Kaiserslautcm
Bayer Leverkusen
Mannheim
5 3 2 0 11:4 8
5 3 2 0 12:6 8
5 3 11 9:8 7
5 2 2 1 11:6 6
5 1 4 0 5:3 6
5 2 2 1 4:2 6
5 3 0 2 6:5 6
5 13 1 5:3 5
5 2 12 12:11 5
5 13 1 5:5 5
5 2 1 2 8:9 5
BELGÍA
Vináttulandsleikur:
Belgía—Danmörk.................3:0
(Marc Degryse, Jan Ceulemans 2)
FINNLAND
Vináttulandsleikur:
Finnland—J úgóslavia...............2:2
(Kimmo Tarkkio, Kari Ukkonen) - (Darko
Pancev, Dejan Savicevic)
HM3.RIÐILL
AUSTURRlKI - ÍSLAND .2:1
Fj. leikja u J T Mörk Stig
SOVÉTRÍKIN 5 3 2 0 8: 2 8
AUSTURRtKI 5 2 2 1 6: 6 6
TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5
ÍSLAND 6 0 4 2 4: 7 4
/A-ÞÝSKAL. 5 1 1 3 4: 9 3